Siglfirðingur


Siglfirðingur - 15.11.1958, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 15.11.1958, Blaðsíða 2
2 SIGLFIBÐINGUR Siglfirðingur MALGAGN siglfibzkra siAlfstædismanna Ábyrgðarmaður: Páll Erlendsson Siglufjarðarprentsmiðja h.f. Hraðf rystihús S. R. 5 ára Svo sem kunnugt er hélt at- vinnuleysið innreið sína í þennan bæ, þegar síldveiðamar brugðust ár eftir ár. Menn fóru héðan í stórhópum í atvinnuleit á Kefla- víkurflugvöll og verstöðvar syðra. Var það ill ganga og mörgum heimilisfeðrum óþægileg. Togari og síðar togarar Bæjar- útgerðarinnar áttu að nokkru að bæta úr atvinnuleysinu, en sú ætlun mistókst að mestu. Afla sinn seldu þeir á erlenda markaði beint úr skipi eða veiddu í salt. Þurrkhúsi var komið upp til að hafa dáhtla fjölbreytni um hönd í fisksölunná. Þetta var á tímabili vísir til at- vinnuaukningar en reyndist stop- ult og ófullnægjandi. S.R. höfðu árum saman búið sig út til síldarvinnslu og aukið af- köst sín mjög og höfðu yfir að ráða feykimiklum húsa- og véla- kosti, sem nú stóð ár eftir ár ónotaður. Var þá á það minnst í „Sigl- firðing" að nauðsyn bæri til að S.R. tæki upp að einhverju leyti aðra starfrækslu, bæði til að nota eitthvað af sínum auðu og orð- lausu húsum og einnig til að lífga atvinnu hér í bæ. I sambandi við það, var sérstak- lega bent á að S.R. kæmi upp ný- tísku hraðfrystihúsi. Um þetta hraðfrystihúsmál stóð á sínum tíma talsverður styr. Verður það ekki rakið hér. Endirinn var sá, að þáverandi sjávarútvegsmálaráðherra Ólafur Thors, leyfði S.R. að koma upp hraðfrystihúsinu. Nú hefur húsið starfað í 5 ár. Það leikur ekki á tveim tungum að þessi nýja starfræksla hefur gerbreytt atvinnulífi og afkomu fólksins til hins betra. Þessara tímamóta var minnst og fer hér á eftir frásögn um það útdráttur úr ávarpi Vilhjálms Guðmundssonar framkv.stj. er hann flutti: Þessa dagana eða nánar tiltekið hinn 27. f.m. voru liðin 5 ár síðan hraðfrystihús S.R. tók til starfa. 1 tilefni af því buðu forráðamenn S.R. starfsfólki hraðfrystihússins til kaffidrykkju þriðjudaginn 28. f.m. og var þar samankomið um 110 manns. Kaffidrykkjan fór fram í kaffisal frystihússins, sem er hinn vistlegasti. Vilhjálmur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri, ávarpaði starfs- fólkið og þakkaði því vel unnin störf á liðnum árum og gaf hann um leið yfirlit yfir rekstur hússins á greindu tímabih. 195 sinnum hafa togarar lagt upp afla sinn hjá húsinu, þar af siglfirzku togararnir 1 174 skipti eða .um 85%, en bátar 91 sinni. Til frystingar hafa farið um 30 þús. lestir af fiski og framleiddar hafa verið um 8,4 þús. lestir af flökum. Auk þess hafa verið frystar í húsinu um 9 þús. tunnur síldar til beitu og framleiddar hafa verið um 14 þús. smálestir af ís. Vinnulaun þessi ár nema um 15 milljónum króna. Af hálfu verkafólksins tóku til máls þau frú Sigurbjörg Hólm, Jóhann G. Möller og Sigurður Jakobsson. Þökkuðu þau öll fram- bornar veitingar og óskuðu fyrir- tækinu allra heilla. Lögðu þau einnig áherzlu á hversu mikil lyftistöng fyrir latvinnulífið í kaupstaðpum rekstur hraðfrysti- hússins hefði orðið og væri og létu í ljós þá von, að enn yrði unnið að frekari hráefnisútvegun á vegum hússins. Jafnframt tjáðu þau þakkir sínar sjómönnum, sem aflann hefðu flutt að landi og báðu þeim velfarnaðar í hættu- legu og erfiðu starfi. Einnig minntust þau fyrrverandi verk- stjóra, Björns Björnssonar, sem nú hefur látið af störfum eftir tæpt 5 ára starf hjá fyrirtækinu með þakklæti fyrir góða kynningu á liðnum árum og buðu hinn nýja verkstjóra Björn Flriðbjörnsson og aðstoðarmann hans Valdimar Priðbjörnsson velkomna til starfs. Létu þau ennfremur þá ósk að jafnan mætti vera góð samvinna milli verkafólksins og forráða- manna hraðfrystóhússins. Var samkoma þessi öll hin á- nægjulegasta. SIG. KRISTJÁNSSON (Framhald af 1. síðu) Sigurður Kristjánsson er einn slíkra manna. Hann hefur verið öflugur stuðningsmaður allra nytja-mála. Hlýtt kalli tímans og skilið viðhorf kynslóðanna á hverjum tíma og viðleitni borgar- anna og ibæjarfélagsins að búa sem bezt í haginn fyrir framtíð- ina. Hin víðfeðma reynsla hans á merkri æfi ásamt miklum hæfi- leikum hafa auðveldað honum störfin og glætt sýn hans yfir við- fangsefni líðandi stundar og stuðl- að að farsælli lausn margháttaða viðfangsefna. Bjartsýni has og trú á hið góða í öllu og öllum á einnig sinn ©íka þátt. 1 1 Eftir langan og mikinn starfs- Yfirlýsing Vegna þeirra ummæla Aage Schiöth í grein, sem hann ritar í „Neista“ 26. sept. s.l. að heil- brigðisnefnd hafi hreinlega stungið erindi hans viðkomandi neyzlu- vatni hér í bænum — undir stól, skal þetta tekið fram: Bréf það sem hann ræðir um í grein sinni og kveðst hafa dagsett 30. marz s.l. barzt heilbrigðis- nefndinni fyrst 3. okt. s.l. og þá frá bæjarstjóra, enda er bréfið stílað til bæjarstjórnar Siglu- fjarðarkaupstaðar, en ekki til heilbrigðisnefndar, bréfið er dag- sett 31. marz s.í. Af þessu tilefni vill heilbrigðis- nefnd annars taka fram, að hún hefir á undanförnum árum gert það sem í hennar valdi hefur staðið til að reyna að tryggjia það, að bæjarbúar fengju sómasamlegt neyzluvatn. Hefir nefndin t.d. oft hlutazt til um að vatnið væri rann- sakað hjá Atvinnudeild Háskólans iSiglufirði 16. okt. 1958 í heilbrigðisnefnd Sigluf jarðar Einar Ingimundarson, Halldór Kristinsson, Daníel Daníelsson, Andrés Hafliðason, Hólmsteinn Þórarinsson. dag er það gleðiauki að líta yfir farsæl og vel unnin störf. Þér hafið, kæri heiðursborgari goldið Siglufirði vel fósturlaunin með störfum yðar og athöfnum í þágu hans og íbúa hans. 1 yður hefur hann átt þaim hauk í horni, sem ætíð hefur verið reiðubúinn er kallað hefir verið. Hér funduð þér einnig svið fyrir athafnaþrá yðar og vettfang fyrir atorku og dugnaði inn á þá braut að farsæld ykist hér í Siglufirði og hafið þannig búið í baginn fyrir kom- andi kynslóðir, og enn innið þér af hendi imeð einstakri alúð og áhuga störf í þá átt að auðvelda uppbyggingu og framkvæmdir á komandi tímum. Það er ósk vor, að Siglufjörður megi enn um langa hríð njóta hinna miklu hæfileika yðar og dugnaðar. Megi enn njóta starf- krafta yðar og hollra ráða við úr- lausnir komandi viðfangsefna sem imiða að heill og velferð kaup- staðarins. iÉg vil, sem forseti bæjar- stjó-rnar, um leið og ég flyt yður kveðjur herniar og árnaðaróskir, þakka yður öll þau störf, sem þér hafið innt af hendi fyrir Siglu- f jörð og þann sóma sem þér hafið gert Siglufirði við mörg tækifæri af mikilh rausn og myndarskap. Jafníramt flyt ég yður ogheim- ih yðar óskir um blessrm og vel- farnað. Fyrir hönd bæjarstjórnar Siglu- fjarðar færi ég yður þessa blóma- HÓLMFR. SIGURGEIRSDÓTTIR (Framhald af 4. síðu) dótir þeirra Lindarbrekkuhjóna 7. júní 1916, og ólst þar upp sem í ástríkum foreldrahúsum. Hún var trygg aðstoð móður sinnar, þegar heimihsfaðirinn Páll var kvaddur hinztu kveðju 29. marz 1954. Alfa giftist 14/11 ’36 Helga Ásgrímssyni, verzLm., hug- þekkum og góðum dreng, sem vann strax hylh foreldr-a og hús- ráðenda og var sambúðin á því hemili til fyrirmyndar. Þá var það yndisauki eldri hjónanna að yngri hjónunum fæddist sveinbarn er nefndur var Páll. Var hann augna- yndi gömlu hjónanna meðian þau hfðu, enda mannsefni. Hólmfríður hafði nokkur síð- ustu ár búið við vanheilsu, og þó hún leitaði læknisaðstoðar virtist stefna að einu, og 25. -sept. s.l. fékk hún hvíld frá þrautum mann- lífsins. 1 veikindum hennar var hún stunduð með frábæri ástúð og nærgætni iaf dóttur og tengda- isyni. Hólmfríður var vinsæl og mikilsvirt. Bar þess ljósan vott þegar jarðarför hennar fór fram. Var þar fjölmenni viðstatt, og auðsjáanlega var þar margur, sem vildi sýna velvildar og virðingar- vott samf-ara þakklæti fyrir störf og hðnar samverustundir. Með Hólmfríði í Lindarbrekku er ein af þeim konum kvödd, sem var brautryðjandi á sínu sviði bjó í haginn fyrir eftirkomendur — sem ibyggði bæinn. Svo sem getið er um, var Hóhn- fríður jarðsett 2. okt. s.l. Séra Kristján Róbertsson hélt húskveðju ein sóknarpresturinn, séra Ragnar Fj. Lárusson talaði í kirkjunni og jarðsöng. Fór at- höfnin mjög virðulega fram. Blessuð sé minning hennar. Páll Erl. f Úlafur Goffskáiksson Ölafur Kr. Gottskálksson lézt í Landsspítalanum 4. nóv. s.l. — Jarðarför hans fór fram 13. nóv. s.I. körfu, sem vott virðingar og þakk- lætis fyrir öll -störf unnin fyrir Siglufjörð á liðnum áratugum og bið yður að þiggja með sama hugarfari og til hennar er stofnað. Viðstadda bið ég að rísa úr sætum og hylla afmælisbarnið. Sigurður Kristjánsson heiðurs- borgari Siglufjarðarkaupstaðar. Vér hyllum yður í dag og ósk- um yður alls hins bezta á kom- andi árum. Þökkum yður unnin störf og vonum enn -um langa hríð að mega njóta -starfskrafta og hæfileika yðar.“

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.