Siglfirðingur


Siglfirðingur - 15.11.1958, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 15.11.1958, Blaðsíða 4
4 SIGLFIRÐINGUR t Úlafía Pálína Helgadóttir Kveðja frá vinkonu. Hún var fædd 15. marz 1922, hér á Siglu- Eirði, dóttir hjónanna Þóru Þorkelsdóttur og Hafliða Helga Ásgríms- sonar á Kambi, sem öll- i um fulltíða Siglfirðing- um eru að góðu kunn. Helgi er látinn fyrir 9 árum, en Þóra er á lífi o g býr með sonum sín- um að Hvanneyrarbr. 52 hér í bæ. Ólafía ólst upp í for- eldrahúsum, eina dótt- irin í hópi 6 bræðra. — Hún giftist eftirlifandi manni sínum, Jóni Gminlaugssyni úr Svarf aðaradal vorið 1943. — Settust þau að á Dal- vík og bjuggu þar nokkur ár, en fluttust síðan hingað til Siglu- fjarðar og bjuggu hér óslitið ára skeið mun hafa verið hin síðan. Þau hjón eignuðust 2 börn, Þóru 14 ára og Hafliða Helga 4 ára. Ldfa þau bæði móður sína. Ólafía lézt 15 f.m. og hafði þá um nokkurt skeið verið laltekin af banvænum sjúkdómi. Þetta er í stuttu máli lífssaga Ólafíu, heitinnar, eða Diddu, eins og hún var jafnan kölluð meðal kunningja, en í hugum þeirra, sem kynntust henni að nokkru ráði, er með slíkri. þurri upptalningu saga hennar ekki hálfsögð. lÉg veit, þótt ég kynntist henni ekki fyrr en fyrir fáum árum, að hún hefir hlotið gott uppeldi og ég veit, að hún var sprottin úr góðum og heilbrigðum jarðvegi, enda var hún gædd þeim kostum, sem nokkur kona getur verið beztum búin og allir vilja kjósa sér og niðjum sínum. Oft mun haf a verið þröngt í búi á heimili Diddu heitinnar í upp- vexti hennar og hún og bræður hennar vafalaust farið á mis við margt af veraldargæÓum, sem mörgum jafnöldrum þeirra hlotn- uðust í uppvexti þeirra. — Síðar, þegar þau systkin uxu úr grasi tóku aðstæður fjölskyldunnar al- gjörum stakkaskiptum. Með sam- eiginlegu átaki allra handa, þrot- lausu starfi, hagsýni og óvenju- legum dugnaði batnaði bagur heimilisins á skömmum tíma og hin samhenta fjölskylda horfði fram á veg bjartrar framtíðar. En Kambssystkiniii munu aldrei hafa látið velgengni sína og vax- andi hamingju glepja sér sýn. Þau munu aldrei hafa gleymt æsku- árum sínum og þeim kjörum, sem þau þá bjuggu við og um miargra mesta gleði þeirra að gleðja þá í kyrrþey, sem í skugganum stóðu og láta einnig þá njóta ávaxtanna af velgengni þeirra, sem svo full- komlega var verðskulduð. 1 þessu hljóðláta starfi munu Didda og maður hennar aldrei hafa látið sinn hlut eftir hggja. Fyrir þá Við og við er verið kveðja I hinztu kveðju fólkið, seiy byggði þennan bæ. Síðastliðinn 2. október fylgdum við til hinztu hvíldar einni af þeim húsfreyjum, sem átti merkan þátt í uppbyggingu þessa bæjarfélags, þótt hún, sem og fleiri kynsystur hennar, hefði ekki hátt eða stund- aði mæðralist á mannfundum. ÍÉg á hér við Hólmfríði Sigur- geirsdóttur í Lindarbrekku. Hún var fædd að Neslöndum í Mývatnssveit 3. sept. 1888. Faðir hennar hét Sigurgeir Þorláksson, þingeyskur að ætt af hinni merku Reykjahlíðaætt. Móðir hennar hét Geirlaug dóttir Guðmundar Brynj- ólfssonar verslunarstjóra og konu hans Sigurlaugar Þorleifsdóttur. Var Brynjólfur afi Guðmundar albróðir Tómasar gullsmiðs í Ráðagerði á Álftanesi föður séra Páls á Knappstöðum og Þorgríms föður Gríms skálds á Bessa stöðum. Sigurlaug kona Guðmund- ar var alsystir Solveigar konu sök og vegna allsherjar mann- kosta henruar er hún nú grátin af svo mörgum. Didda heitin var hlýleg og þýð í viðmóti, hreinlynd og einlæg í viðkynningu. Hún var orðvör og umtalsfróm og mun aldrei vís- vitandi á neins manns hlut hafa gengið í orði né verki. — Hún var kona glaðlynd, brosmild og létt í lund, en jafnan ver gaman hennar græsku- og flærðarlaust. Lét henni það betur að vera veitandi en þiggjandi í viðskiptum við aðra menn. — Hógvær var hún og hæg í fasi og góðverk sín vann hún með mestu leynd. Hún var kona trúuð og sýndi trú sína í verk- unum. — 1 þungbærum veikindum sínum sýndi hún ótrúlegan styrk og fágætt þrek. Eftir að henni var ljóst orðið, hvert stefndi með heilsu hennar horfðist hún í augu við örlög sín óskelfd og æðrulaus. í návist Diddu var gott að vera, því að hún stafaði frá sér birtu og yl, hvar sem hún fór og meðal ástvina sinna var hún lýsandi stjarna. Um minningu hennar mun einnig alltaf verða bjart í hugum þeirra, sem höfðu af henni kynni. Og svo góð var hún sem dóttir, systir, eiginkona og móðir, að stjarnan hennar mun ekki hverfa sjónum ástvina hennar, þótt nú sé svona komið, heldur mun hún einmitt upp frá þessu skínia þeim skærari og bjartari en nokkru sinni fyrr —• Öllum stjörnum fegurri. Jakobs Petersen, bónda á Hóli, og er allmargt fólk hér í bæ komið út af þeim. Samvistir þeirra Geirlaugar og Sigurgeirs voru frekar stuttar, og til Siglufjarðar kemur Geirlaug aftur með dóttur sína Hólmfríði nokkru fyrir síðustu aldamót. Það var annað barnið sem þau eignuðust, hitt dó í æsku. Hólm- fríður var að mestu alin upp hjá móðursystur sinni Ólöfu Guð- mundsdóttur og manni hennar Þorfinni Jónssyni. Voru þau hjón allan sinn laldur hér velmetán og vinsæl. Þau voru Hólmfríði eins og beztu foreldrar og minntist hún þeirra ávallt með hlýjum huga. Laust fyrir tvítugs aldur fór Hólmfríður til Hríseyjar og dvaldi þar um skeið. Þar kyimtist hún ungum manni, Páli Jónssyni í móðurætt frá Dalabæ. Þau gengu í heilagt hjónaband 16. febr. 1909 á Akureyri, fluttu sama ár tdl Siglufjarðar, og keyptu torfbæ, Lindarbrekku, af E. A. t lólmfríðor Sigurieirsdólíir Nokkur minningarorð. Guðrúnu Einarsdóttur, ekkju Barða Guðmundssonar skipstjóra. Torfbæinn reif Páll og byggði þar timburhús og hafa þau búið þar æ síðan eða til dánardægurs. Á fyrsta dvalarári þeirra hér, kom Geirlaug móðir hemiar á hemilið og dvaldi þar til dánar- dægurs 17. jan. 1931. Hólmfríður var forkunnar fríð kona, vel í meðallagi há, grönn og beinvaxin og vakti eftirtekt þar sem hún fór. Hún bar dökkt hár, er féll á yngri árum fagur- lega um herðar í beltisstáð. Áugun voru dökk, að jafnaði góðleg og hýr, en gátu orðið dálítið hvöss, ef svo bar undir. Skapgerðin var fremur ör en hrein og sagði hún einatt sína medningu. Öllu var þó stillt í hóf, því góðviljuð var hún, og ógjarnan vildi hún verða til þess að særa. Samfara var henni prúðmennskan í blóð borin. Hún var góðum gáfum gædd, las mikið og fylgdist vel með. Þó Hólmfríður væri heimakær og hugsaði vel um sitt híbýlaprúða og hlýja heimili, átti hún utan heimilis sín hugðarefni. Hún var meðal annarra, sem unnu að því að konur fengu kosningarétt. Þá snérist hugur hennar mjög um ungdóminn. Henni rann til rifja, að sjá börnin úti í göturykinu á sumrin eða hangandi í mæðrum sínum á síldarstöðvum. Hún vildi bæði skapa börnunum hollari veru- stað og losa mæðurnar við ónæði og óþægindi við vinnu sína. Því barðist hún mjög fyrir byggingu dagheimilis fyrir bömin, Leik- skálum, og munu siglfirzkar mæður varla vilja að það sumar- heimili leggðist niður. Hún var alla tíð mikill starfs- maður í Kvenfélaginu „Von“, sem byggði umrætt dagheimili, og var hún heiðursfélagi félagsins. Eitt hugðarefni hennar var kirkjan og kristindómsstarf innan safnaðarins. Henni þótti vænt um kirkjuna og voru það henngr ljúfustu stundir að hlynna að henni. Henni var það óblandin á- nægja þegar kirkjan var byggð rétt við heimili hennar. Þá átti hún þægilegt með að líta eftir umhirði og umgengni um kirkju- húsið. Hún átti sæti í kirkjunefnd- inni frá því hún var stofnuð og til dánardægurs. Hólmfríður var alla tíð sú kona sem vildi byggja upp og hlynna að heilbrigðu þjóðfélagi. Þeim Hólmfríði og Páli várð ekki barna auðið en 9. des. 1911 var nýfætt meybarn flutt inn á heimilið til stuttrar dvalar í fyrstu. Það atvikaðist samt þann- ig að litla stúlkan vann sér ást- ríki þeirra og varð dvöl hennar á heimilinu það löng að hún gat goldið góðvild þeirra og gæzku með því að annast þau í ellinni. Litla stúlkan sem kom á heimil- ið, Alfa Ágústa ísfeld, varð kjör- (Framhald á 2. síðu)

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.