Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.12.1958, Blaðsíða 6

Siglfirðingur - 23.12.1958, Blaðsíða 6
6 SIGLFIRÐINGUR 2. jóladag kl. 10: Nýju dansarnir. 3. jóladag kl. 10: Gömlu dansarnir. ★ Aðgöngumiða og borðapantanir 2. jóadag kl. 3—5 e.h. og á 3. jóadag kl. 8—9 e.h. Pönutunum ekki sinnt í síma. Hótel Höfn óskar öllum gleöilegra jóla og farsœls komandi árs meö þökk fgrir það liöna. ■u*|« i ÞAKKARÁVARP Innilegt þakklæti færum við öllum þeim, sem sýndu samúð og vinarliug við andlát og jarðarför konunnar minnar, móður og fósturmóður SIGURlBJARGAR jónasdóttur Márus Símonarson og börn. 552, 253! ,52, 255, 255,252,255! 252! 252! 252! 253! 253! 252253! Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! Olíufélagið Skeljungur h.f. Siglufjarðarumboð: Eyþór Hallsson tíc .rTS 23d£ Hvar' stöndum vér nú ? Það er sjálfsaigt öllum í fersku minni loforðin, sem formaður Framsókniar gaf við alþingiskosn- ingarnar 1956, í samráði við Al- þýðuflokkinn. 1 öllum þeim fögru loforðum virtist framtíðin bla&a fögur og heillandi fyrir íslenzku þjóðina. Hermanni fórust þá svo orð í „Tímanum“: Þetta meinsjúka efnahagslíf verður að lækna, og það læknast ekki með öðru en að taka upp algjört samstarf við vinnandi stéttir þessa lands. En svo kvað við í einu orði: Aldrei samstarf við kommúnista. Eftir kosningar var Hermann samt svo lítilþægur að mynda stjórn með kommúnistum. Nú átti að lækna þetta „mein- sjúka efnahagslíf". Það boð var látið út ganga frá forsætinu, að búið væri að semja við stéttasam- tökin í landinu og þau væru sam- þykk þeim ráðstöfunum, sem ríkis stjórnin hugðist bafa í höndum sér. í Alþýðusambandi íslands var kosin 19 manna nefnd, svo sem til að vera æðsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar. Ekki hefur frétzt um nefndakosningar í öðr- um stéttasamtökum. Fyrsta skrefið, sem ríkisstjóm- in tók var að stöðva vísitölu og kaupgjald um ákveðinn tíma. — Annað var svo ekki gjört. Ekkert samráð haft við önnur stéttasam- tök, og ekkert við þeim hrejrft. Framleiðsluráð landbúnaðarins hafði alveg óbundnar hendur, enda liækkaði verð á landbúnaðar- vörurn mánuði eftir að kaupgjald var stöðvað. Niðurgreiðslur og Ýmiskonar styrkir hækkuðu. — Skattar og önnur opinber gjöld hækkuðu og sumpart var nýjum sköttum bætt í hópinn. 'Verð á erlendum vörum hækk- aði vegna hækkandi tolla og nýrra gjalda á vöruna. Kaupkröfur kom ust á gang í einstökum stétta- samtökum, sem ríkisstjórnin hafði gleymt að semja við. Ríkisstjórn- in sat ráðalaus, en hafði aðeins bælt undir sig Alþýðusambandið eða stungið upp í forseta sam- bandsins, herra Hannibal. Oft var spurt, hvað liði efnahagsfrum- varpi, sem ríkisstjórnin bafði sagst mundu leggja fyrir Alþingi. 1. des. 1956, taldi forsætisráð- herra, að miklar líkur væru á, að búið yrði að vinna úr skýrslum hagfræðinganna erlendu, svo hægt væri að leggja tillögur ríkisstjórn- arinnar frarn á Alþingi fyrir næstu áramót. Það brást alveg. í ávarpsorðum forsætisráð- herra á gamlárskvöld, taldi hann miklar líkur á að efnahagsfrum- varpið yrði lagt fyrir Alþingi í •næsta mánuði, því nú væri gengið að því að vinna úr skýrslum hag- fræðinganna. Svo leið tíminn. — Ekki bólaði á frumvarpinu. Loks- ins undir þinglok 1958 kom „plaggið“ frá ríkisstjórninni. Sá böggull fylgdi skammrifi, að þetta væri í rauninni aðeins bráða- birgðalausn, en menn mættu bú- ast við raunsæjum aðgerðum í náinni framtíð. Þegar þing kom saman síðastl.' haust, var búist við einhverjum tillögum til frelcari úrbóta á efna- hagsástandinu. Ekkert kom. — Þegar svo þing Alþýðusambands íslands kom saman, gekk for- sætisráðherra þar í sal með þeim íslenzka hagfræðing, sem hann hefur dálæti á, og gerði þá kröfu til verkalýðsins, að yísitalan, sem 1. des. átti að hækka um 17 stig, héldist óbreytt til áramóta, en kæmi þá til ráðstöfunar, nema þá væri búið að semja um annað. ■Ráðherrann talaði ekkert um ástandið í efnahagsmálunum, en lét það boð út ganga, að ef þess- ari kröfu sinni yrði ekki sinnt, bæði hann um lausn fyrir sig oj ráðuneyti sitt. En hagfræðingur- inn kom inn á efnahagsmálin, og taldi þjóðina vera á barmi gjald- þrots. Það var ekki af dregið. Þing A.S.Í. vildi ekki ganga að kröfum forsætisráðherra. Her- mann sagði af sér. Það hggur svo sem í augum uppi, hverjum meðalgreindum m'anni, að synjun kröfunnar, sem forsætisráðherraim lagði fram á þingi A.S.Í., var ekki aðalástæðan til lausnarbeiðninnar. Það mun hafa verið annað, sem neyddi ráð- herrann til þess sem síðar mun birtast alþjóð, samhliða því sem hann nú loksins hefur einnig séð, að hann var ekki maður tiil að standa í þessum vanda. Eftirtektarvert er, að alltaf var í hans tíð verið að vinna úr skýrsl um hagfræðinganna. — En þegar skýrslurnar eru afhentar formanni Sjálfstæðisflokksins um daginn, segir forsætisráðherrann, að enn r~----------——— --------- Sjglfirðingur mAlgagh siglfirzkra SIALFSTÆDISMANNA Ábyrgðarmaður: Páll Erlendsson Siglufjarðarprentsmiðja h.f. > Vetrarhjálpin er nú að taka til starfa. Eins og að undanförnu verður leitað framlags bæjarbúa fyrir jólin, og er þess vænzt, að vel verði á móti þeim tekið, sem í þá söfnun verða sendir. Þeim, sem þurfa að leita að- stoðar hjá vetrarhjálpinni, er ráð- lagt að gera það hið fyrsta og snúa sér til einhvers undirritaðs nefndarmanna. Guðný Þorvaldsdóttir Óskar Garibaldason Jóhann G. Möller Ragnar Fjalar Lárusson Tónskóli Siglufjarðar óskar öllum Siglfirðingum gleði- legra jóla, góðs komandi árs, og þakkar jafnframt fyrirtækjum og einstaklingum þær gjafir, sem honum hafa borizt. Tónskóli Sigluf jarðar •fo Fréttir. Erfiðar samgöngur eru nú orðnar milli landsfjórð- unga vegna snjóa. Er það eins og vant er all tiÞ finnanlegt fyrir okkur Siglfirð- inga. Póstbáturinn Drangur lá hér frá því á föstudag til að leita lags að komast út í Grímsey, fram á sunnudagsmorgun. Þá tókst honum að komast þangað, og skila pósti og farþegum. Frá Sauðárkróki kom hann í gær, og var mjólkurlaust þangað til bát- urinn kom þaðan. „eftir rösk tvö ár“ — hafi ekki unnist tími til að vinna úr skýrsl- unum. Á þessu sézt, að tekið hefur verið fullkomnum vettlingatökum á mesta vandamáli þjóðárinnar. Og nú er svo komið, að þegar þessi mikla loforða rikisstjóm er fallin, upplýsist, að þjóðin hefur verið höfð að fífli. Hún hefur verið teymd af ábyrgðarlausum ævintýramönnum ut í það ástand, að hún er fallin í algjört efna- hagslegt gjaldþrot. 0g það sem verst er, að þjóðin hefur tapað lánstrausti annarra þjóða, og að- stoð eða lán, sem þjóðin sjálfsagt þarfnast, til nauðsynlegustu framkvæmda er ekki sinnt. Þetta er glæsil. viðskilnaður(!!)

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.