Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.03.1960, Side 4

Siglfirðingur - 25.03.1960, Side 4
4 SIGLFIEDINGUK Söngur Kirkjukórsins Undanfarið hefur Kjartan Jó- hannesson verið starfandi hjá Kirkjukór Siglufjarðar og radd- 'þjálfað hann. Kjartan er radd- þjálfari á vegum kirkjukórasam- bandsins og kom hingað sem slíkur. í tilefni af þessu hélt svo kórinn opinberan konsert í Sig'lu- fjarðarkirkju 13. marz s.l., undir stjórn söngstjóra síns Páls Er- lendssonar. Á efnisskránni voru lög eftir erlenda og ísl. höfunda. Meðferð kórsins á þessum lögum var góð og stundum aiveg ágæt. Undirritaður var þó ekki ánægð- ur með efnisval kórsins að öllu leyti; fannst lögin vera urn of andleg. Jafnvel þó heiti kórsins sé kennt við kirkju, mætti hann gjarnan láta ýmis léttari kórverk fljóta með, en ég veit að hann á einmitt ýmis skemmtileg lög í ’fórum sínum, og minnist þá söngs hans á skemmtun eldra fólksins fyrr í vetur. Var það skemmti- legur söngur. Einsöngvai'ar með kórnum voru þrír að þessu sinni: þær frúrnar Kristín Gunnlaugs- dóttir og Anna Magnúsdóttir svo og ungur maður, Guðmundur Bjarnason. Einsöngurinn tókst vel. Guðm. hefur ekki sungið hér opinberlega áður, og er hér áreiðanlega gott efni á ferðinni, ef hann leggur rækt við rödd sína. Hinn góðkunni undirleikari frú Guðný Fanndal annaðist undir- leikinn af kunnri smekkvísi og öryggi. 1 hléum mælti sóknar- presturinn, sr. Ragnar, nokkur orð. Áheyrendur hefðu gjarnan mátt vera fleiri, því það er alltaf gam- an að heyra í Kirkjukórnum. — Undirrituðum finnst hann hafa fallegri hljóm en gerist meðal blandaðra kóra hér á landi, og minnir hann einna helzt á Ut- varpskórinn. Þökk fyrir sönginn. J. Leikfélag Sigkifjarðar er nú langt komið með æfingar á gamanleiknum „Forríkur fá- tæklingur“. Félagið hefur ekki bært á sér síðan í nóvember síðastl., er það flutti leikritið „Júpiter hlær“. Er það eolilegt. Fólkið, sem er að gera tilraun til að hlynna að meiri þroska og mennt í leiklist hér, hefur sínum skyldustörfum að gegna, sem eru oft talsvert tímafrek. Leiklistarstarfið verður því ávallt tómstundaiðja, og þær stundir þá teknar, þegar skyldu- störfin og aðstæður leyfa. Með öðrum orðurn, það er ekki orðið svo hér enn, hvað sem síð- ar kann að verða, að leikstarfið skapi atvinnu eða veiti fólkinu, Nýr réttur Svo sem kunnugt er hlut aðeigendum, hefur aðal- lifibrauð kommúnistafl. íslenzka verið að éta út úr Aiþ.flokknum með nafna breytingaaðferðinni. Fyrsta f máltíðin var, er kommún- í istaflokurinn var stofnað- § ur, næst var nartað í krat- ana við stofnun Sócialista- flokksins og síðan gleypt- ur Hannibal & Co við myndun svonefnds Al- j þýðubandalags. Nú hefur kommúnistafl. | fengið matarást á Fram- j sóknarmaddömunni og I hyggst viðhalda styrk sínum með þvi að klípa ut- an úr þeim bandingja sín- um. Verður fróðlegt að sjá hvern veg Framsókn- aimaddaman verður mat- reidd eftir kokkabókum f kommúnista. — En mat- f vandir eru kommúnistar | ekki og traustan maga j hljóta þeir að hafa ( !! ) B I f I i I I sem að því vinnur, tekjur í aðra hönd. Enn eru það lítilfjörleg samtök lítils hóps, sem er að leit- ast við að svala sinni listrænu hneigð á þessu sviði og andlegri nautn að hvíla við og við, við fótstall Thalíu, hinnar tignu gyðju. Þetta fólk leggur sinn skerf fram til menningarlegs lifs hér í bæ, og gerir það oft á þami hátt, að það vekur eftirtekt utan- bæjarmanna, sem vit og þekkingu hafa á þessum efnum. Leikfélagið hefur að þessu ekki safnað að sér neinu fjármagni til sinnar starfsemi. Að visu nýt- ur það dálí'tils styrks frá ríki og bæ, en það er ekki það mikið, að það fullnægi þörfinni. Sjálfsagt er fyrir félagið að eignast ýmsa muni, húsgögn, áhöld ýmiskonar, klæðnað o.s.frv., því ekki má vænta þess, að það geti lengi lifað á bónbjörgum um þá hluti. Þá fer og að verða aðkallandi húsnæði til að geyma í þær eignir, sem því áskotnast. Það vill oft og einatt ganga svo til, að þessar göfugu listir fæðast hjá okkur í fátækt, vaxa hægt í umkomuleysi, vanhirðu og skilningsleysi, en verða sterkar, áhrifaríkar og órjúfandi þáttur í sköpun mannsæmandi menningar- lífs. Þess má óska að svo verði með Leikfélag Siglufjarðar. @ Ef þér þurfið að senda vinum og vandamönnum heillaóskir, þá munið heillaskeyti Kvenfélags Sjúlirahússins. Þau fást í Bóka- verzlun Hannesar Jónassonar. Dæmi ti! athugunar Kvæntur maður með 3 böm og hefur skv. skatt- skrá kr. 73.150 tekjur, greiðir í tekjuskatt kr. 1.766,00. Fjölskyldubætur aukast um kr. 6.634. Dæm- ið lítur þá þannig út: Niðurfelldur tekju- skattur ..... kr. 1.766,00 Fjölskyldubætur m. 2 börnum .... kr. 5.200,00 Hækkun bóta á þriðja barn .. kr. 1.434,00 Samtals kr. 8.400,00 Þetta er bein launahækkun. Sjómaður, kvæntur með 2 börn, hefur skattskyldar tekjur kr. 56.600,00. Hami nýtur sérstakra skattfríð- inda vegna starfa sinna á sjónum og greiðir af þeim sökum lægri tekjuskatt en landverkamaður með svip- aðar brúttótekjur. Bein hækkun til hans verður: Niðurfelldur tekjuskattur .. kr. 1.226,00 Fjölskyldub. m. 2 börnum .... — 5.200,00 Samtals kr. 6.426,00 Samskot Svo sem getið var lauslega um hér í blaðinu fyrir nokkm, hefur verið hafin fjársöfnun um land allt, til aðstandenda sjómannanna sem lagðir vom í hina votu gröf með v/b Rafnkeli. Það er orðin föst venja hjá ís- lenzku þjóðinni, að sýna Mkn og hjálp þeim, sem á einhvem hátt verða fyrir tilfinnanlegu eigna- tjóni eða verða fyrir því mikla á- falli að missa ástvini sína og fyrirvinnu heimihsins á sviplegan hátt. Það er óþarfi að lýsa því, hve göfugt og fagurt er að auðsýna fómarlund og hjálpfýsi þeim mörgu munaðarlausu börnum, fá- tæku ekkjum og aldurhnignum foreldmm, sem verða fyrir slík- um ástvinamissi og hér um ræðir. Það fer ekki hjá því, að slík sam- úð og hugulsemi mýkir meinin, mildar harminn og dreifir ljósi og yl um byggð syrgjendanna. Þessi áður umgetnu samskot eru þegar hafin hér í Siglufirði. Eyþór Hallsson, forstjóri, tekur á móti samskotafénu. Má hitta hann á venjulegum skrifstofutíma á skrifstofu olíufél. „Skeljungs" í húsi Útvegsbankans (annari hæð) Góðir Siglfirðingar ! Bregðist vel við og látið eitthvað af hendi rakna. Munið, að margt smátt gerir eitt stórt. OR BÆNUM SUNDLAUGIN Unnið er nú af kappi í Sund- laug Siglufjarðar. Vinna þar nú múrarar, smiðir og rörlagninga- menn. Reynt verður að hraða verkinu svo að hefja megi sund- kennslu í júní-mánuði. SKfiOALYFTA Nýlega var tekin í notkun dráttartaug við æfingabraut í svigi í fjallshlíðinni ofan bæjar- ins. Þá hefur og lýsing brautar- innar verið endurbætt. B.v. IIAFLIÐI hefur legið í höfn undanfarnar vikur vegna manneklu. Reynt verður að fá færeyska sjómenn á togarann — en mönnun hans hér hefur ekki tekist þrátt fyrir at- vinnuleysi í bænum. Um síðastliðna helgi fór tog- arinn áleiðis til Færeyja til að fá áhöfn. Hingað kom hann sl. nótt með 25 færeyinga handa Bæjarút gerðinni og Ingvari Guðjónssyni. SKÖIALANDSMÓTIÐ Mikill undirbúningur er hjá skíðamönnum hér vegna fyrir- { hugaðs landsmóts í skíðaíþrótt- um hér um páskana. Bendir allt til þess, að framkvæmd mótsins verði með ágætum — ef snjórinn bregst ekki. ÍBÚAR siglufjarðar voru á árinu 1959 aðeins fleiri en 1958. Er það í fyrsta skipti sl. 15 ár, sem ekki fækkar fólki í bænum. FJÁRFESTIN GARHEIMILDIR Fengist hafa fjárfestingarheim- ildir til byrjunarframkvæmda við sjúkrahúsið, framhaldsframkv. við sundlaug og barnaskólann. GRÁNUGATA Ráðgert er að steypa Gránu- götu í vor upp að Ráðhústorgi. Skíðamót Sslands Ráðgert er að Skíðamót ís- lands fari fram hér í Siglufirði um páskana. í þessari blíðu tíð, sem verið hefur hér síðan í marzbyrjun, hefur snjó tekið mikið upp í byggð og fjöllum. Enn er nægi- legur snjór í Siglufjarðar- og Hestskarði, en ef þessi hlýindi haldast til lengdar, gæti svo farið að yrði að aflýsa mótinu eins og í fyrra. Þó ógjarnan verði óskað eftir að snjór viðhaldist eða aukist, væri mjög ákjósanlegt að hægt verði að halda mótið í þetta sinn.

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.