Siglfirðingur


Siglfirðingur - 17.01.1962, Qupperneq 4

Siglfirðingur - 17.01.1962, Qupperneq 4
4 Ábyrgíarmaður kosningablaðs Albýðnbandalagsins sektaður Nýlega hefur verið kveðinn upp í Hæstarétti dómur í meiðyrða- máli, er ákæruvaldið höfðaði gegn Ármanni Jakobssyni, hdl. á Siglu- firði, en hann var ábyrgðarmaður kosningablaðs Alþýðubandalags- ins í Júní 1959. Málavextir eru á þá ieið, að í 3. tbl. 3. árg. ofangreinds kosninga- blaðs, sem út kom á Siglufirði 24. júní 1959, birtist viðtal við Vigfús Friðjónsson, framkvæmdastjóra, undir fyrirsögninni „Bannað að verja fiskmeti skemmdum með salti.“ 1 viðtali þessu fólust að- dróbtanir og meiðyrði um íSildar- útvegsnefnd, formann hennar og varaformann, Eriend Þorsteins- son og Jón Leopold Þórðarson. í rannsókn málsins reyndi Vig- fús Friðjónsson að finna ummæl- um sínum stað, en héraðsdómur komst að iþeirri niðurstöðu í ítar- 'legri greinargerð, að ummælin, sem í greininni birtust væru ó- sönnuð, óréttmæt eða marklaus. Ákærður, Ármann Jakobsson, hdl., var ábyrgðarmaður kosninga blaðs AlþýðUbandalagsins. I hér- aðsdómi var talið, að hann ibæri ábyrgð á ummælum þessum eftir reglum 'laga um prentrétt, enda birtist urnrædd ritsmíð ekki undir nafni. Dómurinn komst að þessari niðurstöðu, enda þótt Vigfús Frið- jónsson hefði itekið sérstaklega fram, að ummæilin væru rétt eftir sér höfð. Ákæruskjal hafði að geyma kröfur í 5 töluliðum. 1. Að ákærði verði dæmdur til refsingar. 2. Að ummælin verði dæmd ómerk. 3. Að ákærði verði dæmdur tii að greiða hæfilega fjárhæð tii að standast kostnað við ibirtingu dóms í opinberu blaði eða riti. 4. Að ákærði verði dæmdur til að greiða þeim, sem ummælin beind- ust að, miskabætur og 5. Að á- kærði verði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. 1 héraðsdómi voru aMar þessar kröfur teknar itl greina. Ármann Jakobsson var því dæmdur til að greiða ikr. 2.000,00 í ©ekt til níkis- sjóðs. Ennfremur kr. 1.500,00 í fébætur til hvors um sig, þeinra Erlendar iÞorsteinssonar og Jóns Leopold Þórðarsonar, svo og kr. 200,00 til sömu manna til að istandast kostnað við bintingu dóms. Ummælin skyldu dærnd ó- merk og ákærði að gneiða alian sakarkostnað. (Máli þessu var láfrýjað tii Hæstaréttar. 1 forsendum dóms Hæstarébtar segir, að fallast megi á þá niðurstöðu héraðsdóms, að þó að tiltekin urnmæli séu í igrein- inni höfð eftir Vigfúsi, þá verði hann samt efcki talinn hafa nafn- greint sig sem höfund hennar í merkingu 2. máisgr. 15. gr. laga um prentrétt og skipti ekki máli um það, þó að hann hafi siðar kannast við, að ummælin væru rétt eftir sér höfð. Ákærði sé í blaðinu nafngreindur sem ábyrgð- armaður blaðsins og beri hann iþví ábyrgð á efni greinarinnar. Síðan segir, að ákæruvaidið eigi saksóknarrétt á hendur ákærða að því er tekur til irefsikröfu, en stjórnarmenn Síldarútvegsnefndar séu opinberir starfsmenn. Síðan segir: í bréfi til dómsmálaráðu- neytisins hafði þess verið æskt af hálfu þeirra Eriends Þors'beins- sonar og Jóns L. Þórðarsonar, að ákæruvaldið bæri fram í opinberu refsimáli gegn fyrrgreindum Vig- fúsi Friðjónssyni kröfur um ó- merkingu ummæla, miskabætur þeim til handa og fégreiðslu til að standast kostnað af birtingu dóms í opinberu blaði eða riti. Hins vegar hafa þeir Erlendur og Jón ekki farið fram á, að slikar kröfur væru hafðar uppi í opin- beru rnáli á ihendur ákærða, Ár- manni Jakobssyni. Ákæruvaldið á því efcki sókn sakar um kröfur þær, sem gerðar eru á bendur ákærða í 2., 3. og 4. tölulið á- kæruskjals. Ber að fella hinn á- frýjaða dóm úr gildi að því er fcröfur þær varðar, og vísa þeim frá héraðsdómi. Að öðru 'leyti var hinn áfrýjaði dómur staðfestur, þ.e. ákærði skyldi greiða 2.000,00 í sekt til ríkissjóðs og greiða aUan sakar- kostnað. Friðardúfa og gæsagangur Bezta almenna fréttamyndin 1961 /■ Sjálfstæðisfélögin í Siglufirði halda sameiginlegan fund í Sjálfstæðishúsinu, fimmtudaginn 18. janúar n.k. kl. 8,30 síðdegis, stundvíslega. D A G S K K Á : 1. SKIPTIVIST 2. Einar Ingimundarson, alþ.m.: 3. Kvikmyndasýning 4. Frjálsar umræður Mætið öll, sjálfstæðisfólk. — Takið með ykkur gesti ! Stjórnir sjálfstæðisfélaganna Leigur fyrir bátapláss Gjaddagi á leigum fyrir bátapláss árið 1962 var 2. JANÚAR sl. Þeir, sem ekki hafa greitt leigurnar, eru áminntir um að gera það sem allra fyrst, svo refsiákvæði 5. greinar leigusalmninganna komi ekki til framkvæmda. Siglufirði, 9. janúar 1962. BÆJARGJALDKERINN

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.