Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.04.1964, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 10.04.1964, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. aprll 1964. SIGLFIRÐINöUB S Okkar skáld á atómöld HANNES PÉTURSSON: KREML Svo þetta mun slkipið sean ætlar að sigla til álfu akranna þar sem drýpur hunang og smjör. 1917 það sigldi frá vör við sönglist og blaktandi fiána, en villtist. Og nú á döklkium daunillum mar draifnar það niður ieftir að vindamir hættu að iþengja fram seglin. Og fuglamir löngu famir sem fylgdu því spölkom á leið. Á skipsins för ber ekki lengur birtu frá sól eða miána. Og þeir sem leita að láifu hunangsins eigra um ónýtan farkost, vaxnir langri Skör, rjála við hnífinn, horfa lymskir á igrannann, því hungrið er stöðugt og sárt: þeir éta hvern annan. (Hannes Pétursson: I sumardölum). DAVtÐ STEFANSSON, frá Fagraskógi: Það er mannkyninu í sjálfsvald sett „Af þeim, sem róta í hism- inu og leita kjarnans, væntjr enginn sífelldra fagurmæla. Lífið er ekki aðeins geisla- dans og þytur í laufi. tÉg hef ekkert á móti því, að það sé nefndur leikur. Það getur verið gleðileikur. Það igetur líka verið harmleifcur — en skollaleikur má það aldrei verða. Það hefur aldrei verið ætlun tilvemnnar, að menn ættu að igana í hramma ein- hverrar ófreskju, einhverra blindra skolla, og gerast þrælar þeirra og undirlægj- ur. Það er mannkyninu í sjálfsvald sett, hvont það el- ur slíkar meinvælttir. iSögur em til um púka, sem nærðust á illum munn- söfnuði. Með lágum hvötum og sundurlyndi, vanhyggju og vesaldómi, stofna þjóðir itil óstjómar og einræðis, skapa þannig sína eigin böðla, sem oft em fljótir að færast í aukana og nota auð- sveipni og afl þegnanna til árásarstríða og landvinninga. Síðasti mannsaldur hefur andi þessara böðla hierjað jörðina, milljónir manna orð- ið þeim að bráð. Margir, sem ibörðust gegn þeim og féllu fyrir vopnurn, gerðu það í þeirri trú, að þeir væm að fórna sér fyrir frelsi þeirra, sem eftir lifðu, væm með blóði sínu að vö'kva þann græna lífsmeið og itryggja komandi kynslóðum frelsi og frið á jörð. Það verður naumaslt sagt, að fómardauði þeirra hafi til þessa fengið slikri blessun áoikað. Enn em til menn, sem hylla harðstjómina. Ennþá stynja þjóðir undir hemaðaroki, föðurlönd em gerð að fangabúðum, frelsis- hetjur hengdar að húsabaki. Jafnvel landið helga er 1 hershöndum. 1 ævintýrum segir frá ver- um, sem höfðu hamskipti og gátu böm í allra 'kvikinda líki. Líkt er um ofbeldið og einræðisandann. Okfcur (hryll- ir við sjálfri ófreskjunni, en hversu margir gæla eklki við þjóna hennar og afkvæmi, sem erft hafa eðli hennar, en búizt óviðfelldnara og mann- legra gervi? Sivo virðist sem arfltökum þessum fari á eng- an hátt fæ'kkandi, jafnvel ekki hjá þjóðum, sem unna frelsi og lýðræði. Valdamenn þeirra, með þingmeirihluta að bakhjarli, leggja á 'það meira og meira fcapp að setja ný lög og nýjar reglur, Skerða sjálfsábvörðunarréltt þegnanna og sverja sig þannig ótvírætt í ætt ein- ræðisandans. Án leyfis þeirra og lákvæða igeta þeign- amir lítið aðhafzt, þeir eiga undir högg að sækja, grípa til undanbragða, flóttans og blefckinganna, og em ekki lengur frjálsir menn. Slík of- stjórn er bölvun hverrar þjóðar. iÞegar slík stefna er tekin, veit enginn hvað á morgun igerist. Ef til vill verður lögskipað, hvað hús- freyjan á að sbammlta fólk- inu hvern daig vibunnar. Naumast hefur sá lengur rótt til að retoa nagla ! fjöl sem ekfci er lærður smiður. Verkamienn fá ekki að vinna, nema þeir séu félagsbundnir og hafi skírteini í höndum Misræmi milli stétta er lög- fest og atkvæði 'keypt fyrir ívilnanir og undanþágur. Ei nofckur furða, þótt frjálS' En þannig reynist föður- leig umhyggja jarðneskra vald'hafa, sem í einu og öllu vilja igerast forsjón þjóðar- innar. Þeir em með nefið niðri í hverjum dalli. Lýð- ræðisskipulagið fer engan veginn á mis við þessa of- stjórn, en vonandi er hún einhvers konar 'bamasjúk- dórnur, en eklki ættgengur ifcvilli. Og nú er svo komið, að hún er að vaxa valdhöf- unum sjálfum yfir höfuð, allt smáþokast yfir á ríkis- sjóðinn, til hans gera menn meiri og ákveðnari kröfiur, sem eðlilegt er, iþar sem ráða menn hans em forsjónin sjálf, en þegnamir orðnir því vanir að treysta forsjón þeirra, en ekki sájlfum sér. Á þennan hátt ibýr ofstjóm- in sjálfum sér banameinið." (Davíð Stefánsson, sk'áld frá Fagraskógi, úr ræðu á héraðsmóti 1 Egilsstaðaskógi, 1958; Mælt mlál 1963). FRÁ STÓRSTUKU ÍSLANDS (framh. af 2. síðu) flutningis í bifreiðar sinar, og jafnvel leyifa iþeim áfeng- isneyzlu þar, sé ekki lækkað úr 21 árs aldri (isem frum- varpið gerir ráð fyrir) i 18 ára aldur (samkvæmt breyt- ingartillögunum). — Viðbót- um „til lögregluyfirvalda og isjúkrahús“ virðist hins veg- ar sjálfsögð. 3. Framkvæmdanefindin telur þessa breytingantillögu til bóta. 4. Framkvæmdaniefndin telur að stórt spor sé stigið aftur á bak mieð því að lögleyfa sölu eða veitingar og hvens konar afhendinu áfengiis til unglinga á aldrinum 18—21 'árs, og geti það ekki leitt til annans en mjög aukinnar á- fengisneyzlu þeirra. 5. Þessar breytingantiLlögur eru efalaust til bóta. Virðingarfyllst f.h. framkvæmdanefndar Stónstúku Islands, I.O.G.T. ólafur Þ. Kristjánsson (sign.) Kjartan ólafsson (sign.) Sveinn Helgason (sign.) Tilkynning Nr. 22/1964 iVerðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi há- marfcsverð á benzíni og olíu, og gildir verðið hvar sem er á landinu: Benzín, hver lítri ............... kr. 5.90 Gasolía, hver lítri .............. — 1,62 Slteinolía í tunnum, hver lítri . — 2,49 Steinolía mæld í hmáilát, hver lítri — 3,50 Hieimilt er að reikna 5 aura á líter af gasolíu fyrir útkeyrslu. Heimilt er einnig að reikna 32 aura á líter af gas- olíu í afigreiðslugjald frá smiásöludælu á bifreiðar. Sé gasolía og benzín afhent í tunnum, má verðið vera 2)4 eyri hærra hver olíulítri, og 3 aurum hærra hver benzínlítri. Ofangreimt hámarksverð gildir frá og með 7. rnarz 1964. — Söluskattur er innifahnn í verðinu. 'Reykjavík, 6. marz 1964. VERDLAGSSTJÓRINN Tilkynning Nr. 21/1964 Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á fiski í simásölu, falixm í verðinu: og er söluskattur inni- Nýr þorskur, slægður: Með haus, pr. fcg kr. 4,40 Hausaður, pr. kg — 5,50 Ný ýsa, slægð: Með haus, pr. kig — 5,90 Hausuð, pr. tog — 7,40 Efcki mlá selja fiskinn dýrari, þótt hann sé þver- skorinn í stykiki. Nýr fiskur, flakaður án þunnilda: ÞorSkur, pr. kg kr. 11,60 Ýsa, pr. fcg — 14,10 Fisfcfans, pr. kg — 16,00 Reykjavík, 6. marz 1964. VERÐLAGSSTJÓRINN J Sjálfstæðishúsið, Siglufirði er til leigu frá 1. mai n.k. Tilboðum sé skilað fyrir 25. apríl til stjórnarinnar. SJÁLFSTÆDISHÚSH) h.f. w—*i—m Þakkarávarp öllum þeim, sem glöddu mig á einn eða annan hátt, á sjötugsafmœli minu, þ. 17. marz sl., sendi ég hjartans þaklkir, með 'beztu kveðju. Hafliði Jónsson Laugarveg 8, Siglufirði

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.