Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.04.1964, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 10.04.1964, Blaðsíða 4
Skíðamót íslands 1964 Siglfirðiifgar unim 8 meistaratitla af 13 Siglfiröingur Fimmtudagur 5. niarz 1964. GAGNFRÆÐA- SKÓLINN ihélt árshiátíð sína 21. marz sl., að Hótel Höfn. Var þar margt til skemmtunar. Skeinmtunina selbti ungfrú Stefanía Jóhannsdóttir, með situttu 'ávarpi, oig bauð igesti velkomna. Ungfrú Elísabet Gunnlaugsdóttir og Ottó Jörgensen lásu upp kvæði etftir Davíð Stefánsson, skáld frá Fíaigraskógi. Júlíus Júliusson, leikari, las upp gamanþábt. Sýndir voru iþjóð dansar undir stjórn frú Regínu Guðlaugsd. Sýnt var einnig smiáieikritið „Strikið" efitir Piál J. Árdal, undir stjóm Jónasar Tryggvason- ar, húsvarðar. Söngkór skól- ans söng nökkur lög undir stjórn Páls Erlendssonar. Skemmtiatriðin fóru fram meðan fóik gædidi sér á rausnarlegum veitingum, oig þótitu takaslt vel. Síðast var svo stiginn dans. Fjölmenni var og fór sam- koman í alla staði prýðilega fram, til mikils sóma fyrir skólann og nemendur, sem sáu alveg um árshátíðina. var háð í Seljalandsdal á Isafirði um páskana. Hófst það með 15 km göngu, þriðjudaiginn 24. marz sl. Frá Siglufirði fóru 20 skíðagarp- ar til mótsins. — Helztu úr- slit urðu þessi: 30 KM GANGA: 1. Gunnar Guðmundsson, S. 1:43.01. 2. Frímann Ásm., ÚÍA 1:45.37. 3. Guðmundur Sveinsson, S. 1:45.45. 4. Sveinn Sveinsson, S. 1:47.42. BOÐGANGA: Sveit Siglfirðinga 3:44.18. Sveit Isfirðinga 3:53.03. STÖKK: Á öllum eða flest öllum skíðamðtium, sem háð hafa verið, hafa siglfirzkir skíða- menn sýnt mikla yfirburði. Svo var og í þebta sinn. í stökkkeppni 20 ára og eldri sigraði Sveinn Sveins- son, S., og næstur honurn var Birgir Guðlaugsson. Næstur Birgi var Svanberg Þórðar- son, Ólafsfirði. 1 stöfckkeppni 17—19 ára sigraði Þórhallur Sveinsson; næstir honum vora HaUkur Jónsson og Haraldur Erlendsson. Eru þeir allir frá iSiglufirði. 1 norrænni tvíkeppni var fyrstur Birgir Guðlaugsson; Ljósm.: S.K. Gunnar Guðmundsson, íslandsmeistari í 15 og 30 km göngu, þiggur hressingu hjá Baldri Ólafssyni Ný tunnuverk- smidja og tunnugeymsla i I / bœjarráöi var fyrir skemmstu tekin fyrir byggingarbeiðni frá Tunnuverksmiðj- um ríkisins, sem hyggjast reisa nýja tunnu verksmiðju og tunnugeymslu á lóð fyrir- tœkisins, sunnan Þormóðsgötu, milli Laekj- argötu og Grundargötu. Teikningar af þessum byggingum fylgdu byggingarbeiðni, gerðar af fyrirtœkinu Traust h.f., Reykjavík, og mun Ríkharður Steinbergsson, verkfr., höfundur þeirra. Tunnuverksmiðjan sjálf verður gerð úr steinsteypu í hólf og gólf, eftir ströngustu kröfum brunavarnaeftirlitsins, en tunnu- geymslan, sem verður norðan verksmiðju- byggingarinnar, verður stálgrindahús. Eftir því sem blaðið veit bezt, verður þessa dagana hafizt handa um að rífa nið- ur og fjarlœgja brunarústir gömlu verk- smiðjunnar, og að því keppt, að hin nýja tunnuverksmiðja verði fullbyggð til starf- rœkslu fyrir n.k. áramót. Siglfirðingar fagna því, hve skjótt og myndarlega forráðamenn þessa fyrirtœkis hafa brugðizt við þeim vanda, sem á hönd- \ um var, eftir bruna tunnuverksmiðjunnar, og sérstaklega því, að framtíð þessa þarfa fyrirtœkis er tryggð í Siglufirði, vöggu ís- lenzks tunnuiðnaðar. % S 15 KM GANGA 20 ára og eldri: 1. Gunnar Guðmundsson, S. 1:08.24. 2. Birgir Guðlaugsson S. .1:10.26. 3. —4. Frímann Ásm. ÚlA. 1:10.55. 3.—4. Guðm. Sveinsson, S. 1:10.55. 10 KM GANGA 17—19 ÁRA: t. Þórhallur Sveinsson, S. 0:51.43. I. Kristján Guðmundss., 1. 0:52.25. 3. Björn Olsen, S. 0:57.23 næstur honum var Sveinn Sveinsson. I 17—19 ára flökki sigraði Þórhallur Sveinsson. SVIG KVENNA: samt. sek Árdís Þórðardóttir. S. 96.6 Jakobína Jakobsd. R 96.9 Sigríður Júlíusd., S. 101.2 STÓRSVIG KVENNA: Árdís Þórðardóttir, S. 58.5 Kristín Þorgeirsd., S. 59.9 Marta’ Guðmundsd., R. 60.6 Siglfirðingur iþafckar sigl- firzka skíðafólkinu fyrir á- gæta frammistöðu á mótinu. Árdís Þórðardóttir, íslandsmeistari í svigi og stór- | svigi kvenna. ★ Karlakórinn Vísir ihóf reglubundnar söngæf- ingar sl. ihaust. Stjómandi kórsins er Gerhard Smidt, sem einnig stjörnar Lúðra- sveit Siglufjarðar. Hefur verið sibefnt að iþví, að halda opinbera hljómleika með vorinu, og þá um ieið minnast 40 ára afmæli bórs- ins. 1 byrjun iþessa mánaðar fékk kórinn söngkennara og raddþjálfara, Vincenzo M. Darnetz, sem áður er hér að góðu fcunnur. Er nú unnið dag hvern, óslitið, að búa kórinn imdir fyrirhugaða hljómleika, sem ákveðnir ihafa verið, þ. 18. þ.m. ★ Bókasafn Siglufjarðar Næstu daga mun bókasafn bæjarins flytja úr sínum gömlu húsafcynnum í ný sal- arkynni í bókhlöðunni. Þar er safninu búið fralmtiíðar- heimili. Verður máske tæki- færi til að minnast nánar á þetta síðar. Mikil síldveiði í sumar? FUNDUR aliþjóða haf- rannsóknarráðsins stendur nú yfir á Reyfcjavík. Meðal fundarmanna er Norðmaður- inn dr. Finn Devold, eitt stærsta nafnið í samtíma síldarrannsóknum. Aðspurður um síldveiði- horfur og síldveiðar Norð- manna, segir dr. Finn De- vold: „Þær (þ.e. síldveiðar Norð- manna) hafa aukizt mjög á sl. ári. Árið þar áður veidd- ust 600.000 hektólítrar, en fimmfölduðust á sl. ári. Þetta þökkum við feiknar- Iega góðu árferði 1959. Þá voru mjög góð vaxtarskil- yrði fyrir ungsíldina, og nú erum við farnir að nóta á- vaxtanna af því. Árið 1960 var líka mjög gott, og spái ég því, að næstu ár verði mjög góð síldveiðiár, bæði í Noregi og við ísland, á sumr- in. Norski stofninn, sem ég er að tala um, gengur hér við norðurströnd Islands á sumrin, en vetrarsíldin hér er Islandssíld, svo að þessi spá á ekki við hana.“ Við vonurn að hinn reyndi síldarspámaður hafi lög að mæla. Auglýsið í Siglfirðingi

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.