Siglfirðingur - 12.02.1965, Qupperneq 1
1965.
„011 byggíarlög eiga sín
erfiðleikatímabil”
Nú fyrst rofar fyrir batnandi tímum
Viðtal við Einar Ingimundarson, alþ.m.
ÓIRFIIR THORS LÁTINN
Ólafiur Thors er látinn. —
Allir menn eru að vísu dauð-
iegir, en fáum mönnum hefi
ég kynnzt, sem voru meira
lifandi en ihann, og 'aJlt, sem
minnti á deyfð og dauða,
var svo órafjarri í návist
-hans. Allt, sem hann lagði
hönd að, virtist klæðast
djörfu fjöri og ólgandi lífi,
og hvar sem hann lét til sín
taka, var sem dulinn ikraftur
leystist úr læðingi. — Bjart-
sýni ihans, kjarkur og trú
hans á sigur hins góða,- var
óbugandi meðan kraftar
hans entust. En þrátt fyrir
hispursleysi hans, djörfung
og baráttuhug, voru áreið-
anlega fáir núlifandi Islend-
ingar honum slyngari við
samningagerðir og mála-
miðlamr, þegar miikið var í
húfi fyrir land hans, þjóð,
og þann stjórnmálaflokik,
sem hann var um langan
tíma örlagaríkur foringi
fyrir. öllu þessu ollu fjöl-
margir eiginleiikar hans,
samslungnir og sameinaðir á
svo meistaralegan hátt, að
persónan sjálf, svo hrífandi
sem hún var, varð eðlileg og
misfellalaus hvar og hvenær
sem var. Enginn, sem kynni
hafði af Ólafi Thors, hefði
getað hugsað sér hann öðru-
vísi en hann var. Hann var
til síðustu stundar heill og
sannur.
Svo margir hafa nú, fná
andláti Ólafs Thors, lýst lífi
hans og starfi og þeim
Grettistökum, sem hann lyfti
á örlagatímum, í þágu lands
og þjóðar, að ég mun ekki
reyna að bælta þar neinu við.
En ég get ekki látið hjá
líða, er ég minnist iþessa vin-
ar míns og flökksleiðtoga
um langt skeið með nokikr-
um orðum, að lýsa því í fari
lians, sem ég dáði mest og
þótti vænzt um. — Mér er
það að vísu ljóst, að það
voru glæsimennska hans,
persónutöfrar, yfirburðaskýr
hugsun, f jör og þróttur, sem
fyrst og fremst leiddu hann
til öndvegis í islenzkum
stjórnmálum, og hefðu þess-
ir eiginleikar hans sennilega
enzt til þess, þótt hann hefði
verið borinn og uppvaxinn í
margfalt fjölmennara þjóð-
félagi. En hefðu þessir eig-
inléikar notið sín til fulls, ef
ekki hefði komið til hinn
innsti og gullni kjarni hverr-
ar góðrar mannssálar, dreng
lyndi, göfugmennska, í sam-
skiptum við aðra menn, og
sá hlýleiki í viðmóti, sem
nálgast gat viðkvæmni? Ég
held varla. — Víst var Ó1
afur Thors einn vigfimaslti
og harðskeyttasti baráttu-
maður íslenzkrar stjórnmála
sögu um rnargra áratuga
slceið, en eiturvopnaburður
var honum fjarri skapi, og
persónulega er mér kunnugt
um, að mörgum orrahríðum,
sem ihann átti í við andstæð-
inga sína, lauk með hlýju
handtaki hans, hýru brosi
og gamanyrðum.
Þráfaldlega leitaði ég
fundar hans með vandkvæði
mín og fyrirgreiðslubeiðnir
vegna þess ibyggðarlags, sem
ég var umiboðsmaður fyrir á
Aiþingi, og jafnoflt gekk ég
af fundi hans glaður i
bragði, þakklábur og iheillað-
ur af foringja mínum og á-
trúnaðargoði. Aldrei minnist
ég þess að hafa farið af
fundi hans bónleiður til
búðar, a.im.k. eikki, ef er-
indið, sem upp var iborið,
snerti Siglufjörð. — Með
Ólafi Thors hefir þetta
byggðarlag misst góðan vin
og sannan, vin, sem í raun
reyndist.
Heilræði hans og föður-
legar leiðbeiningar, hjarta-
hlýja ihans og göfug-
mennska, munu mér aldrei
úr minni líða.
Með dýpsbu lotningu og
þakklæti kveð ég þennan vin
minn og iglæsta höfðingja,
sem ég dáði svo mjög og
leit upp til- Hann verður
mér jafnan ógleymanlegur.
Ástríkri eiginkonu hans
og skylduliði öllu, sem unni
honum mest, og hann unni
einnig mest, votta ég inni-
legustu samúð.
Einar Ingimundarson.
Einar Ingimundarson, al-
])ingismaður, dvaldi hér
heima í þinghléi, nokkrar
vikur upp úr áramótum.
Blaðið leitaði frétta af þeim
málum, sem efst eru á
baugi og snerta Siglufjörð.
— Ilvenær hefst ganga-
gerð um fjallið Stráka?
■— Undanfarna mánuði
liefur starfslið Vegamála-
stjórnarinnár unnið að gerð
verklýsingar og útboðs, se’m
hvort tveggja verður full-
unnið undir vorið, að sögn
vegamálastjóra. Erú verk
þessi eilítið síðbúnari en ég
hafði vænzt, en ljóst er öll-
um, að því betur og ná-
kvæmar, sem verk þessi
eru unnin, eða úr garði
gerð, þeim mun styttri tíma
þarf væntanlegur verktaki
til gerðar tilboðs og undir-
búnings verksins, svo því
sjálfu þarf ekki að seinka
af þessum sökum, enda
segir í yifirlýsingu vega-
málastjóra, sem nýlega var
lesin í útvarpinu, að þvi
verði að fullu lokið á næsta
ári — 1966. — Þá verður,
til lylcta leitt það baráttu-
mái Sigluf jarðar, sem von-
andi befur í för með sér
gæfu og gengi byggðarlags-
ins og bætt búsetuskilyrði
þess fólks, sem svo lengi
hefur orðið að sæta ein-
angrun og samgönguerfið-
leikum.
Þá er og þess að gea, að
sá nýi vegur, sem í notkun
á að taka á næsta ári, nær
frá Brúnastöðum í Fljót-
um til Siglufjarðar, og er
að mínum dómi mikill á-
Framhald á 2. síðu
Suður eða uorður
(Nokkur orð um síldarflutninga)
Undanfarin ár hefir síldar-
leysi þjáð verstöðvar fyrir
Norðurlandi, og höfuim við
Siglfirðingar orðið áþreifan-
lega varir við afleiðingar
þess. Þessu Itil sönnunar má
nefna þá staðreynd, að árið
1962 voru hér aðeins salt-
aðar 140 þús. tunnur, 1963
um 70 þús. tunnur, og 1964
aðeins 12 þús- tunnur. Talar
iþetta sínu máli um það hörm
ungarástand, sem ihér hefir
slkapazt á sviði abvinnu- og
menningarlífs þessa litla
bæjarfélags.
Hér skal engu spáð um
framtíðarhorfur á aflaibrögð-
um, læt ég aðra mér fróðari
um það. Þó mætti á það
benda, að sjávarhilti á svæð-
inu milli Horns og Langa-
ness, hefir á þessu tímabili
verið fyrir neðan 3 gráður
C, nema sl. sumar, er sjávar-
hiti ikomst upp í 5 gráður.
Það er alkunna, að rauðátan
þrífst ©kki nerna í heitari
sjó, eða nánar tiltekið 7—9
gráða sjó. Bendir margt til
þess, að Golfstraumurinn
hafi breytt stefnu sinni
þannig, að hann hefir haldið
suður og austur með land-
inu, mælbt kalda straumnum,
hinum svokallaða Inmingar-
straumi út af Austfjörðum,
þar hafi svo myndazt sjávar-
svæði með hitastigi, sem
hagstætt var rauðátunni og
sé hér að leita aðalástæð-
unnar fyrir því, að síldveið-
arnar hafa flutzt austur
fyrir land. Vissulega er engu
hægit að spá örugglega um
þessi mál í framtdðinni.
Á sl. sumri var gerð fyrsta
tilraun ilslendinga á flutn-
ingum síldar beint úr skipi í
rúmsjó. Er þar átt við flutn-
ingá með tankskipinu Þyrh,
sem Einar Guðfinnsson og
sonur hans stóðu að. Um
iþetba hefir ibirzt allítarleg
grein í janúarhefti Itimarits-
ins ÆGI og 10.—12. tbl.
tímaritsins FÍROST, og vil ég
eindregið ráðleggja mönnum
að kynna sér skýrslu þeirra
feðga og verkfræðings þeirra
um þessi mál.
Það er aikunna, að bæði
Þjóðverjar og Ameríkanar
hafa framikvæmt slíka sáld-
arflutninga svo áratugum
skiptir. Er það sýnilegt, að
vér Islendingar erum á eftir
tímanum á þessu sviði. Marg
ir mestu athafnamenn þjóð-
arinnar hafa vaknað við
vondan draum og er nú of-
arlega í hugum manna að
ráða bót á þessu. Má í iþví
samibandi minna á ágætar
greinar, sem þeir Haraldur
Framhald á 2. síðu