Alþýðublaðið - 05.11.1919, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.11.1919, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Grefið út aí Alþýðuflokknum. 1919 Miðvikudaginn 5. nóvember 7. tölubl. Síðnstn þlng. IV. Af þessu er aubsætt, að þessi þing hafa velt skat.tabyrðinni mest- ínegnis á herðar þeim, sem búa í kaupstöðum og sjávörþorpum, og þá einkum á herðar þeirra af þessum mönnum, sem minst þol hafa til ab bera hana. Þannig hvílir mest á alþýðunni, á verka- nrönnum, og þeim öðrum, sem ekki hafa nema til hnifs og skeiðar, «g þab aí skornum skamti. Ætla mætti nú, ef einhver sanngirni heflr ráðib í þinginu, að einhverj- um talsvert miklum hluta þessara tekna væri varið til þess að bæta að einhverju leyti kjör þessara manna, sem byrðina bera, annað- hvort andlega eða efnalega.. En lítum í fjárlögin og annað, sem þingið hefir gert, og sjáum hvab verða vill. í fjárlögunum fyrir tvö næstu ár, 1920 og 1921, sem þingið í sumar afgrelddi, eru „Búnaðarfé- lagi íslands" ætlaðar 180,000 kr. á ári, en „Fiskifélagi íslands" 00,000 kr. á ári. Þetta er það, sem veitt er beint til þessara tveggja atvinnuvega, en fjölmargar aðrar upphæðir mætti og telja, sem óbeint eða beinlinis miða þessum atvinnuvegum til gagns. En það mundi sizt verða til þess að hækka sjávarútveginn hlutfalls- lega, og sést af þessu, hve gífur- lega hann er afskiftur. Þetta fé, sem hér var talið, rennur til þeirra stétta tveggja, sem þessar atvinnugreinir hafa með höndum, landbænda og útgerðarmanna. En önnur fjölmennasta stéttin í landinu eru verkamenn. Hvað er þeirri stétt ætlað? Einar 6000 kr. — sex þúsundir króna —, sem herjaðar voru út handa „Bygg- ingafélagi Reykjavíkur" með mesta harðfylgi, og var það skoðað sem eins konar gustukastyrkur. Og ekki vantaði að barist væri á móti því. Það var eins og sumum þessum ágætu fjármálaspekingum, sem svo snildarlega hafa komið fjárhag landsins, fyndist að himin og jörð hlyti að „forganga", ef þessi litli styrkur yrði veittur. Með því væri kaupstöðunum komið á spenann, og mundi verða erfitt að venja þá af aftur. Betur að satt reyndist! (Prh.). Þjóðarrekstur. Álit Sir Leo Chiozza Money. í októberhefti „Review of Re- views" skrifar enski þjóðmegunar- fræðingurinn’ Sir L. Chiozza Money um það, hvort heppilegt sé að ríkið taki áð sér rekstur ýmissa stórfyrirtækja. Hér er útdráttur úr grein hans: Fyrir stríðið var krafan um ríkis- eða þjóðarrekstur stórfyrir- tækja orðin hávær, því menn voru farnir að sjá fram á vand- ræði þau, sem hið þáverandi fyr- irkomulag hlaut að hafa í för með sér. Nú hafa einkum námamenn og járnbrautarþjónar krafist hins sama, bæði í Englandi og Ame- ríkú. Miijónir manna taka undir með þeim, svo auðsætt er, að deilan mun harðna nú á næst- unni. Auðvaldssinnar hafa engin ný rök. Fyrir þeim er ástandið sama og það var fyrir stríðið. En einmitt striðið hefir leitt ýmislegt nýtt í ljós, sem gerir kröfur soci- alista réttmætari, en þær voru nokkru sinni áður. Þegar á reyndi, þegar enska þjóðin þurfti á öllum sínum kröftum að halda, reyndist auðvaldið einskis nýtt. „Það?var socialisminn, og að eins socialism- inn, sem barg oss á fjármálasvið- inu“, segir Sir Chiozza Money. — Á friöartímum voru brestir auðvaldsins nægilega skýrir, I en bezt komu þeir þó fram í ófriðn- um. Á friðartímum var nógu slæmt að hafa hnignandi stáliðn- að, en á stríbstímum var það banvænt. Og sama á við um timbur, zink, litarefni, sprengiefni, vinnukraft o. fl. Ekki þýðir að reyna að bera blak af auðvaldinu með því að segja, að þetta hafi mátt kenna stríöinu, því í fyrsta lagi eru þessar vörur eins nauð- synlegar í friði, og fyrst þetta fyrirkomulag reyndist ómögulegt þegar friðnum sleit, á það engan rétt. — Eftir ab þessi reynsla var fengin, neyddist ríkið til að vinna upp á eigin spýtur. Stjórnin og þá einkum Mr. Lloyd George tók málið að sér og henni heppnaðist svo vel, að enginn getur efast neitt um árangurinn. Brezka iðn- aðinum var komið á fastan fót aftur og fjármagnið aukið. Eink- um voru það þær verksmiðjur sem voru ríkisverksmiðjur, sem báru góðan árangur. Yopn voru framleidd svo ódýrt, að Mr. Lloyd George gat með fullum rétti sagt í neðri málstofunni 18. ágúst 1919, að hergagnaráðuneytið hefði sparað ríkinu 400 milj. punda (8000 milj. krónur eftir núgild- andi myntverði). Þá kallaði einn af fulltrúum verkamanna fram í: „Þjóðarrekst- ur hefir sparað það“. „Þér hafið rótt fyrir yður“, svaraði forsætisráðherrann. Matvælaráðuneytið gat einnig sýnt svipaðan árangur. Begar kaf- bátahernaðurinn virtist ætla að ná tilgángi sinum, tók ráðuneytið að sér útvegun og einkasölu á helztu nauðsynjavörum og seldi þær gegn lágu og sanngjömu verði. „Hvað gerði aubvaldið til að hjálpa ?“ spyr Sir Ch. Money og svarar svo sjálfur eftir þeirri reynslu, sem hann hefir aflað sér: „Það er sannanlegt, að það reyndi eftir megni að spilla fyrir og rægja íramkvæmdir þær, sem urðu til lífs þjóð vorri".

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.