Ísland - 15.05.1934, Qupperneq 1
Fánalið þjóðernissinna.
Þingræði — lýdræði.
Skrúðganga
pess 1. maí
s. 1. er sú
glæsilegasta,
sem sézt hef-
ir hér á landi.
Marxistar ætluðu að eiga 1. maí ein-
ir í þetta sinn eins og þeir hafa áður
gert. 1 næði vildu þeir fá að prédika
landráðastefnu sína, í friði ætluðu þeir
að boða stéttabaráttu og sundrung með-
al þjóðarinnar, í ró og næði ætluðu þeir
að tæla til sín þá menn, sem þingræðið
hefir gert áttavilta og óánægða með
ríkjandi skipulag. Þetta 'vita allir, þetta
vita einnig íslenzku valdhafarnir, þótt
fávizku þeirra séu lítt takmörk sett.
En þeir hugsa ekki um hagsmuni og
lífsafkomu óborinna og uppvaxandi Is-
lendinga, þeir hugsa aðeins um sjálfa
sig', þeir lifa í þeirri trú, að syndaflóð-
ið komi ekki fy.r en þeir eru komnir
undir græna torfu. Þess vegna hafast
þeir ekki að, þótt sjáanlegt sé, að allt
er að komast í öngþveiti. Illa er sú æska
stödd, sem fylgir þessum mönnum, enda
mun vera fátt um æskumenn í liði
þeirra, og flestir þeirra fylgja með hálf-
um hug.
Nei. Islenzk æska sér og, hvert stefn-
ir. Hún sér ónytjungshátt borgaraflokk-
anna og skilur skaðsemi kenninga marx-
ista. Hún veit, að ekki dugir lengur að
sitja aðgerðarlaus, ef hún í framtíðinni
á að geta lifað frjálsu, friðsömu og rétt-
Þegar Dettifoss var á Akureyri síð-
ast, gerðu kommúnistar aðsúg að skip-
inu og vildu stöðva vinnu við það, þrátt
fyrir fulla andstöðu verkamanna sjálfra.
Eftir dálitlar hnippingar milli verka-
manna og kommúnista, tókst með að-
stoð lögreglunnar að hindra kommúnista
í þessu áhlaupi sínu. — Þegar Dettifoss
kom til Siglufjarðar, átti sama sagan
að endurtaka sig. Voru kommúnistar
búnir að hafa mikinn viðbúnað og ætl-
uðu að láta handaflið ráða, því þeir
látu lífi. Þess vegna hópast nú íslenzk-
ur æskulýður undir þórshamarsmerkið,
merki þjóðernissinna.
Þjóðernissinnar skilja, hve nauðsyn-
legt er að láta marxistana aldrei hafa
frið til útbreiðslu kenninga sinna. Þess
vegna vildu þeir ekki gefa þeim 1. maí
til þeirra starfa, þess vegna fylktu þeir
liði þann dag, svo að enginn þurfi leng-
ur að efast um vilja þeirra í þessum efn-
um. Og vilji þjóðernissinna er jafn ein-
beittur og hreinn í öllum öðrum málum.
Sú æska, sem af einbeittni og vilja beit-
ir sér fyrir einhverju máli, hlýtur og
skal koma því máli í höfn.
Veðrið 1. maí er táknrænt fyrir breyt-
ingar þær, sem hljóta að fylgja þjóð-
ernissinnum. Um morguninn var dimmt
í lofti og sá ei til sólar. Það táknar tíma
þann, sem nú er ríkjandi í íslenzku
þjóðlífi. En er þjóðernissinnar gengu
fylktu liði fram á baráttuvöllinn, birti
í lofti og sólin baðaði landið geislum
sínum. Svo verður og í þjóðlífinu. Þegar
þjóðernissinnar hafa völdiri í sínum
höndum, þá mun verða bjart yfir hug-
um fslendinga, þá munu hverfa af
stjórnmálahimninum þau ský, sem nú
hylja fslandi sólarsýn, þá en ekki fyr.
vita sem er, að vinnufriður manna á
engrar verndar að vænta frá ríkisvald-
inu. —
A Siglufirði er starfandi deild úr
Flokki þjóðernissinna undir forystu
Steindórs Hjaltalíns, og gerðust þeir nú
sjálfboðaliðar til að vernda vinnufrið
siglfirzkra verkamanna og bjuggust til
varnar. Á bæjarbryggjunni var hlað-
inn garður úr olíutunnum og kössum
umhverfis vinnustaðinn. — Þegar komm-
únistar sáu, að þeir komu ekki áformi
sínu fram, hófu þeir skothríð með grjóti
og kolum að þeim, sem vörðu verka-
menn. Nokkru síðar kom slökkvilið
Siglufjarðar og fleiri sjálfboðaliðar, og
tókst að lokum að hrinda til baka árás
kommúnista, en í viðureigninni slösuð-
ust 12 menn og 2 mjög hættulega,
þeir Jón Jónsson frá Steinaflötum og
Páll Jónsson frá Lindarbrekku.
Fer nú yfirgangur kommúnista að
verða lítt þolanlegur lengur. — Slíkir
Ennþá hefir þjóðernissinnum ekki
tekizt að láta þjóðina rumska, svo um
muni, en þó eru andstæðingar okkar
orðnir kvíðafullir og líta okkur óhýru
auga.
f fyrstu stóð þeim enginn stuggur
af þessum »strákafíflum«, sem ótrauð-
ir ætla að heyja stjórnmálabaráttu
eins og »fullorðna fólkið«. Fjárhagslega
snauðir, en ríkir í anda, höfum við geng-
ið í berhögg við stjórnmálaspillinguna og
óreyðuna. Ötrauðir höfum við barizt á
báða bóga gegn íhaldi og marxisma og
sýnt ókúgandi vilja til að umskapa þjóð-
félagið, öllum þegnum þess til hagsbóta,
en ekki einstaka mönnum til fjársöfn-
unar og óhófs.
Sá sem vill, hann getur. Forystumenn
andstæðinga okkar, sem ekkert vilja
annað en auðga sjálfa sig á kostnað ann-
arra, sem hafa þá hugsjón háleitasta að
lifa í óhófi og allsnægtum meðan fátæk-
ir samlandar þeirra hafa hvorki í sig né
á, og hefir telcizt ótrúlega vel að gera
þessa hugsjón sína að veruleika, þessir
menn rísa nú upp og reyna a@ svívirða
okkur og sverta með þeim vopnum, sem
þeim einum eru samboðin. Þeir sjá, að
við viljum ekki láta þá halda áfram iðju
sinni, og þeir sjá, að við getum rutt þeim
úr íslenzku stjórnmálalífi.
Þess vegna reyna þeir að útrýma okk-
ur. En okkur verður aldrei útrýmt, því
við erum þjóðin sjálf, sem er að vakna
við vondan draum. Og hvernig er um-
horfs? Sultur í búi, og sjálfstæði þjóðar-
innar — árangur heillar aldar baráttu
beztu manna hennar — lokað í ramm-
gerðum stálskápum suður f Lundúnum
og nefnist þar ríkisskuldabréf. Hið þús-
und ára gamla Alþingi orðið að ómaga-
hæli og kauphöll, ríkissjóður þurausinn,
bönkunum mætti breyta í tugthús á
einum degi án þess að mikið þyrfti að
fara þaðan þess vegna, skólarnir eru
orðnir skemtistaðir, fiskflotinn mann-
drápsbollar, býlin lögzt í eyði og gras-
lendið í órækt. Verkamenn hafa varla
ofan í sig, og bændur flosna upp af jörð-
um sínum. Auðkýfingar aka í »luxus«-
bílum, en verkamenn ganga í hópum at-
vinnulausir; þeir búa í skrauthýsum, en
verkamenn hýrast í heilsuspillandi neð
anjarðarholum.
Þannig er ástandið, þegar þjóðin vakn-
ar, þeg'ar þjóðernissinnar rísa upp og
ákæra þá, sem þessu ástandi valda og
viðhalda vísvitandi. Og það er engin
atburðir, sem þessir, færa okkur þjóð-
ernissinnum heim órækar sannanir um
nauðsyn aukinnar og miskunnarlausrar
baráttu gegn marxismanum.
Því það mega allir Islendingar vita.
að í þessu landi verður ekki lífvænlegt
fyr en hverjum einasta marxista er út-
rýmt úr íslenzku þjóðfélagi.
Það verk geta þjóðernissinnar einir
framkvæmt.
furða, þótt stjórnmálamennirnir rjúki
upp og ráðist að okkur þjóðernissinnum
fyrir að vilja breyta þessu ástandi og
kalli okkur fjandmenn »menningarinn-
ar«, Þetta er þeirra verk, þeirra menn-
ing, þeirra paradís.
Það er ekki úr vegi að athuga, hvers-
konar skipulag það er, sem elur slíka ó-
stjórn, slíka spillingu, já og bein landráð,
ekki aðeins í skuggalegum skúmaskot-
um, heldur og í dagsins ljósi fyrir aug-
um þjóðarinnar, því svo er óskammfeiln-
in mikil, að ekki er einu sinni gerð til-
raun til að hylja þessi verk, heldur er
þjóðinni talin trú um, að það sé »sögu-
leg' nauðsyn« og henni til sérstakrar
sáluhjálpar.
Því er haldið fram, að hér sé lýðræði,
sem »þjóðernissinnar vilji fótum troða«.
Það er nú fyrir það fyrsta alrangt. Þaö
er eflaust eng'inn flokkur, sem er meiri
lýðríeðisflokkur en við, því að við erum
eini flokkurinn, sem berst fyrir lýðræði,
en gegn þingræði. Lýðræðið er ekki neitt
fastákveðið stjórnskipulag, heldur hug-
sjón, sem andans menn 18. aldarinnar
báru í brjósti og reynt hefir verið að
framkvæma með þingræðinu.
Lýðræðið segir, að þjóðin sjálf eigi
að ráða málum sínum, og ekkert er okk-
ur nær skapi en það. Þingræðið er fast-
ákveðið stjórnskipulag, sem átti að
vinna á grundvelli lýðræðisins, en er nú
sú hörmulega skrípamynd þess, sem
raun ber vitni um. Almennar þingkosn-
ingar eru stórfelldur loddaraleikur, sem
framinn er til að blekkja þjóðina, til að
telja henni trú um, að hún ráði. Þjóðin
sjálf getur engin áhrif haft á, hverjir
eru í kjöri. Framboðin eru ákveðin af
fámennum klíkum, stjórnum flokkanna.
Hlutverk þjóðarinnar er svo eingöngu
að velja eða hafna, ekki milli góðs og
ills, heldur milli þess, sem er vont, og
þess, sem er ennþá verra, og oftast er
vont að greina á milli. »Það skárra af
tvennu illu« er í rauninni kjörorð allra
kosninga í þingræðisskipulaginu.
Allir kannast við framkomu þing-
mannaefna við kosningar. Hún er blátt
áfram móðgun við þjóðina. Moldviðri er
þyrlað upp um málefnin og menn sví-
virtir, saklausir sem sekir. Frambjóð-
endurnir halda hrókai'æður um framtíð-
arfyrirætlanir sínar í þjóðmálum og
segjja: »Allt þetta mun ég framkvæma,
ef þú kýst mig.« Kosningarnar, sem eru
»gimsteinn« þingræðisins, eru þannig, að
Árás kommúnista hrundið.
Þeir reyna að hindra vinnu við Dettifoss
með kola- og grjótkasti. Þjóðernissinnum
undir forystu Steindórs Hjaltalíns tekst að
skapa vinnufrið. I viðureigninni særast 12
menn og 2 þeirra mjög hættulega.