Ísland - 23.07.1934, Blaðsíða 2

Ísland - 23.07.1934, Blaðsíða 2
2 í S L A N D 23. júlí 1934. Baráttan harðnar. Löng og ströng kosningahríð er um garð gengin. Övenjulega stórt skrípi fæddist. Það heitir Alþingi. Hingað til hafa »fulltrúar þjóðarinn- ar« verið 42. Nú verða þeir 49. Hingað til hafa 42 menn átt í hrossa- kaupum og traðkað á hagsmunamálum almennings sjálfum sér til hagsbóta. Nú verða þeir 49. Hingað til hafa aðeins 42 menn not- ið lögverndar vissan tíma ársins á allri sinni lygi og öllum sínum róg. Nú verða 49 menn þessarar lögverndar aðnjótandi. Hingað til hafa aðeins 42 menn get- að hirt laun á Alþingi fyrir engin störf. Nú verða þeir 49. öll stjórnmálaspilling á Alþingi verð- ur einum sjöunda meiri en nokkru sinni fyr. Þó var vart á hana bætandi. Eini stjórnmálaflokkurinn, sem berst gegn þessari spillingu, er Flokkur þjóð- ernissinna. Að þessu sinni kannaði hann fylgi sitt í aðeins þrem kjördæmum. Alls var það 363 atkvæði. 1 Vestmannaeyjum og Gullbringu- og Kjósarsýslu varð árangurinn góður. 1 Vestmannaeyjum fékk öskar Halldórs- son 64 atkvæði. 1 Gullbringu- og Kjósar- sýslu fekk Finnbogi Guðmundsson 84 atkvæði. 1 þriðja kjördæminu, Reykjavík, hafði flokkurinn kannað fylgi sitt áður, við bæjarstjórnarkosningarnar í janúar s. 1. Þá fekk hann 399 atkvæði. Nú fekk hann 215. Þessi atkvæðafækkun stafar af þeirri skoðun mjög margra manna, að sjálf- stæðisflokkurinn svonefndi sé fær um að vinna bug á marxismanum og bæta úr ríkjandi eymdarástandi. Þetta er röng skoðun. Síðustu kosn- ingar sýna glögglega, ad sjálfstædis- flokkurinn er ekki fær um aö stöðva sí- vaxandi sigurbylgju marxismans, hvað j)á beldur aö bæta úr ríkjandi eymdar- ástandi. Þessa menn hefir blákaldur raun- veruleikinn löðrungað svo, að þeir munu aftur hverfa á rétta braut og aldrei framar láta blekkjast af lygum og fag- urgala íhaldsins. * Stjórnarskifti standa fyrir dyrum. Marxistísk stjórn tekur senn við völd- um. Enginn mun ganga þess dulinn, hvern- ig sú stjórn verður. Þjóðin hefir áður fengið að kenna á stjórn marxista., og sú kynslóð, sem veitti þeim valdið, mun ekki fá sopið seyðið af öllum þeim ógn- um, sem hún hafði í för með sér. Nei. Það er íslenzka æ s k a n, sem verður að taka á sig afleiðingarnar af gjörðum þessara manna. Það verður hlutverk íslenzku æskunnar að bæta úr því böli, sem marxistísku vald- hafarnir skópu, að græða þau sár, sem nú hindra heilbrigt þjóðlíf, að slíta þá fjötra, sem nú hefta eðlilega þróun þjóð- arinnar, að skapa það þjóðfélag, sem fært er um að veita þegnunum í fram- tíðinni viðunanlega lífsafkomu. Þetta getur einungis tekizt á grund- velli hins samvirka þjóðskipulags, sam- starfi allra stétta þjóðfélagsins. Æskumenn af öllum stéttum! Barátt- an stendur um líf eða dauða þjóðarinn- ar. Sú barátta er hörð, en hún mun harðna margfalt meir. Skylda hvers ein- asta ykkar er að taka virkan þátt í henni. Framtíðarlíf ykkar er komið und- ir úrslitum þessarar baráttu. En þá og því aðeins geta úrslitin orð- ið heillavænleg, að barist sé undir merkj- um þjóðernissinna, undir merkjum rétt- lætis, frelsis og friðar. Þess vegna fram til ósleitilegrar og sigursællar baráttu, fyrir framtíð þjóð- arinnar, fyrir ykkar eigin framtíð, fyrir framtíð óborinna kynslóða. Sameinaðir eigum við sigurinn vísan, því ekkert afl fær staðizt snúning gunn- reifri æsku, sem sækir fram í eldmóði góðs málstaðar. Hvað bíður æ Nú undanfarið hafa menn hlýtt á framsögu hinna ráðandi stjórnmála- flokka. Flokkarnir eru ósammála um flest þau mál, er þjóðina varða, og inn- byrðis eru flokkarnir ósammála og for- ingjar þeirra berjast sín á milli um völdin. 1 alþýðuflokknum ræður Héðinn Valdimarsson nú lögum og lofum, og dreymir um það með tilstyrk Jónasar frá Hriflu að verða einræðisherra á Is- landi, að stjórna án laga. I sjálfstæðis- flokknum er það opinbert leyndarmál, að ölafur Thórs er vel á veg kominn með að sparka Jóni Þorlákssyni út úr hreiðrinu. Jón Þorláksson var á móti því, að flokkurinn myndaði samsteypu- stjórn með framsóknarflokknum, hann var á móti norsku samningunum, kreppulánasjóðnum, og frekari fellingu íslenzku krónunnar. Því miður hefir hann orðið að láta þarna alstaðar í minni pokann. Af öllu þessu er eðli- legt, að Jón Þorláksson þreytist við tilraunir sínar, að halda aftur af þeim angurgöpum öl. Thórs, Jakob Möller og Magnúsi Jónssyni dócent, sem nú ráða sjálfstæðisflokknum. Tryggvi Þórhallsson og Jónas frá Hriflu, þessar fornu þjóðkunnu sam- lokur, berast nú á banaspjótum. Getur íslenzka þjóðin treyst samkundu þessara manna til þess að fara með velferðarmál sín í framtíðinni? Eftir þessar kosningar býst ég við, að taki við sama þófið og áður, sömu skunnar. óheilindin og sama braskið. Starfsað- ferðir Alþingis og þingræðið í heild sinni er orðið úrelt og á eftir tíman- um. Vandamálum þjóðarinnar er þvælt á milli flokka, deilda og þinga, ó- leystum. Oftast er það ástand, er skapaði nauð- syn löggjafar um eitthvert efni, orðið gjörbreytt, er hin langþráðu lög koma til framkvæmda. Islenzka þjóðin þarfn- ast sterkrar stjórna'r, því ríkisvaldið er nú með öllu máttlaust. Núverandi ríkis- stjórn varð t. d. að greiða Héðni Valdi- marssyni 50 kr. sekt fyrir hvern vara- lögreglumann, til þess að hann fengi vinnufrið hér í bænum. Ríkisstjórnin þarf að fylgja sömu stefnu um fleiri ára bil, til þess að var- anlegur árangur náist. I bezta tilfelli getur, samkv. reynslunni, skapast hér á landi hreinn þingmeirihluti um eitt kjörtímabil. Þá má búast við umskift- um. Nýja stjórnin rífur þá oft niður megnið af því, er hin fyrri hafði byggt upp. Framundan bíða æsku Islands ótelj- andi verkefni. Ælskan verður að borga ríkisskuldir, skuldir banka og einstaklihga. Æskan verður að eyða eitri hatursins, er nú- verandi stjórnmálastarfsemi hefir sáð á meðal fólksins. Æskan verður að hreinsa burtu þá glæpa- og fjársvika- starfsemi, er ríkir á meðal ráðandi manna. Æskan verður að reisa atvinnu- vegina úr rústum. Skipafloti lands- manna er nú löngu úreltur. Togararnir eru margir hverjir- svo úreltir, að það er glæpur að gera þá út. Suðurlands- undirlendið bíður með óræktaðar, geysi- víðáttumiklar lendur eftir landnámi. Samgöngurnar austur eru algjörlega ófullnægjandi. Brautin austur, malbik- uð og fær stórum bifreiðum, verður að byggjast nú þegar. Húsakynni landsmanna eru víða lé- leg og heilsuspillandi. Ilinir ráðandi stjórnmálaflokkar hafa t. d. stöðvað starfsemi veðdeildar Landsbanka Is- lands, sem helzt gat bætt úr húsnæðis- vandræðunum, sennilega af því, að það er tryggasta bankastarfsemin, sem nokkru sinni hefir verið rekin hér á Islandi. Atvinnuleysið vex í réttu hlutfalli við fjölgun þjóðarinnar. Enginn stjórnmála- flokkur virðist gera sér það ljóst, að hin helgasta skylda þingsins er að skapa æskunni í landinu aðstöðu til að hefja nýtt landnám til lands og sjávar. Til framkvæmda hinna mörgu verkefna, er bíða vor í framtíðinni, er lítið fjár- magn fyrir hendi, og skattþol þegna landsins rýrnar með ári hverju. En æska Islands á einn fjársjóð, — sem er hennar eigið vilja- og starfsþrek. — I þegnskylduvinnunni munum vér í framtíðinni lyfta hverju Grettistakinu á fætur öðru. Framkvæma stórvirki a stórvirki ofan, svo að vöxtur íslenzku þjóðarinnar stöðvist ekki, heldur haldi áfram með eðlilegum hætti. Þeir, sem vilja hjálpa oss til þessa, fylkja sér undir merki þjóðernissinna. Er úti um Reykjavík? Fáni rauðliða heflr verið dreginn við hún yfir Reykjavík. Næstu daga heldur hin rauða stjórn innreið sína í stjórnarráðið. Haturs- menn Reykjavíkur taka völdin og setj- ast að í miðri Reykjavík. Þeim mönnum, sem tekizt hefir að koma heilum landshlutum á kné, eru nú komnir til ykkar, Reykvíkingar, — komnir með völdin, sem sundurkramd- ar og kúgaðar sveitir hafa gefið þeim, og þau á að nota til að kúga ykkur til hlýðni, knýja út úr ykkur síðasta pen- inginn og draga úr ykkur duginn og drepa alla sjálfsbjargarviðleitni. Enginn þyrnir er eins sár í augum þessara manna og sjálfstæði; efna- legt sjálfstæði er synd, og sjálfstæði í skoðunum er glæpur. Og vegna þess að Reykjavík hefif ennþá ekki gefizt upp í baráttunni fyrir tilveru sinni, og vegna þess, að síðasta vígi sjálfstæðis á þessu landi er Reykja- vík, er fyrsta, stærsta og einasta verk- efni þessarar nýju stjórnar að koma Reykjavík á kné. Þeir vita, að Reykjavík þarf að vinna, til þess að yfirráð þeirra yfir landinu séu fullkomin, og þeir vita líka, hvernig þeir eiga að fara að því. Þeir hafa reynsluna annarsstaðar frá. Þeir vita, að þegar búið er að sjúga efnalegt sjálfstæði úr Reykvíkingum, er alræði öreiganna fullkomnað á Islandi. Og til þessa eru þeir nýju herrar komnir. Þið, Reykvíkingar, vitið, hvað þið eigið í vændum. Sjálfstæðisflokkurinn, sem meiri hluti Reykvíkinga hefir treyst, er runninn af hólmi. Sjálfstæðisflokkurinn, sem alltaf hefir ætlað að sigra við næstu kosning- ar — en alltaf tapað, er nú jafn ráð- þrota og hann hefir verið og vesælari að stjórn en nokkru sinni fyr. Sjálfstæðisflokkurinn, sem þið, Reyk- víkingar, hafið treyst og sem ætlað hefir að bera umhyggju fyrir ykkar hags- munum, hefir nú afhent ykkur þeim féndum, er það eitt hafa á stefnuskrá sinni, að koma ykkur á kné. Þannig hefir þessi flokkur launað ykkur fylgið. Foringjar sjálfstæðisflokksins eru huglausir, duglausir og ráðþrota menn. Foringjar sjálfstæðisflokksins eru for- ingjar af eigingirni en ekki hugsjónum. Þeir flýja með fenginn, þegar hættan er stærst, og skilja liðsmennina eina eftir á vígvellinum. Þeir hugsa aðeins um sjálfa sig, en ekki um þá, sem með þeim hafa barizt. Þeir veita Torfa Hjartarsyni Isafjarð- arsýslu fyrir að falla við hverjar kosn- ingar. Þeir gera 20 ára samning við Ilelga Tómasson á Kleppi fyrir að vill- ast á Jónasi frá Hriflu og Magnúsi Guð- mundssyni. Þeir veita hver öðrum em- bætti, áður en þeir skila völdunum, — en ykkur, sem hafið kosið þá ár eftir ár, skilja þeir eftir í klóm rauðliðanna. Reykvíkingar, nú fyrst sjáið þið, hverjum þið hafið treyst, og hvernig þessir foringjar reynast. Þeir hafa gefizt upp. Þeir hafa sam- þykkt á leynifundi í Varðarhúsinu, að hér sé ekkert hægt að gera. En, Reykvíkingar, sem sjálfstæðis- flokkurinn nú selur undir ok rauðlið- anna, ætlið þið að gefast upp, þótt ykk- ar fyrri foringjar flýi? Reykvíkingar! Þjóðernisflokkurinn skorar á ykkur að taka höndum saman og hrista af ykkur þá féndur, sem nú mtla að taka völd á þessu landi. Fram til baráttu á móti rauðliðunum og bjarg- ið Reykjavík og þar með ykkur sjálfum frá glötun. * Islandsglíman. Eigi hún ekki að leggjast niður þarf gagn- gerðar breytingar Miðvikudaginn 27. júní fór Islands- glíman fram að þessu sinni. Orslit henn- ar urðu þau, að Sigurður Thorarensen varð glímukonungur, en Ágúst Krist- jánsson glímusnillingur. Greinarstúfur þessi á ekki að vera dómur um þessa kappglímu sérstaklega, því þær eru alltaf eins, heldur gagn- rýni á núverandi fyrirkomulagi Tslands- glímunnar. Það er gamall sannleikur, að eftir á fyrirkomulagi hennar. hverjar einustu kappglímu fara þeir menn á kreik, sem þykjast vera aðal- málsvarar glímunnar, og hallmæla henni eftir beztu vitund. Aldrei þykjast þeir hafa séð ljótari glímu, aldrei meira nautaat, aldrei annan eins þjösnaskap. Svo varð og reyndin í þetta sinn. Magnús Stefánsson skrifar í Nýja dagblaðið 28. júní miklar skammir um síðustu glímu. Hann endar grein sína með þessum orðum:

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.