Ísland - 23.07.1934, Blaðsíða 3

Ísland - 23.07.1934, Blaðsíða 3
23. júlí 1934. 1 S L A N D 3 »Er vonandi, að næsta Islandsglíma verði ánægjulegri, að keppendur verði fleiri og um fram allt vel æfðir. Ef svo getur ekki orðið, þá á að leggja Islands- glímuna niður«. Petta er ekki í fyrsta skifti, sem M. St. fer illum orðum um kappglímur. Ég hef oftar en einu sinni heyrt hann fara sömu orðum um hana og í þessari grein sinni. Og hann hefir ekki aðeins fjarg- viðrazt yfir æfingarleysi, stirðleika og þjösnaskap glímumanna, heldur yfir ill- um vexti þeirra og alls kyns göllum. Það er leiðinlegt að heyra veikan mann kvarta og kveina yfir veikindum sínum, en gera svo ekkert til að láta sér batna. Pað er líka leiðinlegt að heyra þessa íþróttafrömuði vera sífelt að hnýta í íþróttamenn fyrir lítil afrek, »bolalegt hnoð« og »nautslegar stimpingar«, þessa menn, sem ekkert vilja gera, sem stuðl- ar að fegurð íþróttarinnar og auknum afrekum. Frá því 1904 hefir Islandsglíman ver- ið háð með sama eða lítið breyttu fyrir- komulagi og þessi glíma 1934. Og ég ætla að leyfa mér að halda því fram, að aðr- ar Islandsg'límur hafa ekki verið betur glímdar en þessi, og e. t. v. mætti finna margar verri í sögu hennar. Eitt vár þó það, sem hún hafði fram yfir marg- ar fyrri; enginn maður slasaðist. Pið íþróttafrömuðir! Hvenær viljið þið losna við að tala um bolalegt hnoð, sví- virðilega framkomu og óæfða glímu- menn? Ætlið þið að bíða eftir því, að fólkið hrópi þessa íþrótt niður? Pið er- uð komnir svo vel á veg með að eyði- leggja hana með aðgerðaleysi ykkar, að þið ættuð að reyna að sjá ykkur um hönd og gera hana að þeirri fögru íþrótt, sem hún getur verið. Aðeins á sýninga- glímum hafa einstaka menn gert ís- lenzku glímuna að þeirri dásamlega fögru íþrótt, sem hún getur verið. Eigi íslenzka glíman að lifa til lengd- ar, þarf gagngerðar breytingar á fyrir- komulagi kappglímunnar. Tíðarandinn hefir breytzt. Nú vill fólk ekki lengur sjá luralega vöðvaða kraftamenn eða silaleg kraftaátök. Pað vill spengilega menn með snarpan og lipran líkama, sem er jafnt vöðvaður. Sterkur maður er ekki lengur sá, sem getur tekið upp ósköpin öll af þunga í höndunum, eða hefir þjálfað ákveðna vöðva, svo þeir afmynda líkamann, heldur er það mað- ur, sem hefir stundað fjölbreyttar í- þróttir, þjálfað jafnt alla vöðva, er fjað- urmagnaður, snarpur, lipur og úthalds- góður. Eftir þessum kröfum þarf að breyta íslenzku glimunni. Pað er ekki eðlilegt, að menn æfi öll þau brögð, sem íslenzka glíman hefur aó geyma, þar eð aðeins ein bylta ræður sigri. Sterkir, luralegir og stífir menn hafa yfirburðina. Og þegar þar við bæt- ist, að maðurinn kemst af með kunna aðeins eitt bragð, þá þarf engan að undra, þótt glímumenn verði ekki fjöl- brögðóttir og léttir fyrir. Oftar en einu sinni hefir máls verið vakið á því með- al glímumanna dg þeirra, sem vit hafa á glímunni, að núverandi fyrirkomlagi kappglímunnar, þ. e. að ein bylta ráði sigri, þyrfti að breyta í glímumót, þar sem gefið er í stigum eftir fastákveðn- um reglum. Slíkt fyrirkomulag hefi ég séð á glímumóti, er G. R. lét fara fram innan félags, og gafst vel. Nú eru síðustu forvöð fyrir 1. S. I. að breyta fyrirkomulagi kappglímunnar. Vei’ði ekki undinn bráður bugur að því, veldur það dauða íslenzku glímunnar. Það væri rauður blettur á merki 1. S. I., ef það léti jafn rammíslenzka íþrótt og glíman er deyja út af eintómri íhalds- semi og aðgerðarleysi. Ég skoi’a á hina nýkosnu stjórn 1. S. 1. að rífa glímuna úr viðjum úrelts fyrirkomulags. Æðsta viðfangsefni hennar þetta starfsár ætti að vera það, að búa til reglur, sem gera öllum þeim, er glímu stunda, kleift að taka þátt í kappglímum, að breyta glímunni úr »nautaati«, »bolalegu hnoðic og »nautslegum stimpingum« (þessi nöfn velur M. St. ísl. glímunni) í fagra og glæsilega íþrótt. Á eitt vildi ég benda, sem gæti hindr- að þátttöku óæfðra manna í kappglím- um, en það er að setja lágmark á þá stigaupphæð, sem þyrfti til að vinna æðstu glímunafnbótina. Pað ætti að vera nægur varnagli við því, að menn gengju óæfðir til kappgiímu. M. St. sér ýmsa galla á ísl. glímunni, en hann skilur ekki, að þeir orsakast af fyrii'komulagi hennar. Eina ráðið, sem hann vill grípa til, er að leggja glímuna niður. Hún er sennilega of ís- lenzk fyrir lærisvein mai’xistans frá Hirflu. Pað er grátbroslegt, að þessi íþróttaráðunautur framsóknai’, sem allt þykist vilja gera fyrir líkamsmenntun þjóðarinnar, skuli verða fyrstur manna til að kveða upp úr með slíkt. Œímumaður. Hin frjálsa samkepni. Hrun ríkjandi atvinnuhátta. Meginorsök þess glundroða í viðskifta- lífinu, er gerir vart við sig um allan heim, er hin frjálsa samkeppni. Vér verðum að gera okkur það ljóst, að enn- þá höfum vér ekki fundið nein algild eða sígild lögmál viðskiftalífsins, nema með hjálp reynzlunnar. Þegar vér höf- um reynzlu fyrir því sem vér berum fram, getum vér fyrst verið öruggir um að það sé rétt. Vér skulum því athuga ofurlítið afleiðingar hinnar frjálsu sam- kepni. Eitt fyrirbrigði hennar er það, sem í daglegu tali er nefnt offramleiðsla. Jafnvægið milli framboðs og eftirspurn- ar hefir raskast, á þann hátt að fram- boð vörunnar er oi’ðið margfalt meira en eftirspurnin, þ. e. a. s. kaupgeta al- mennings hefir rýrnað að sama skapi og framboðið hefir aukist. Oi’sök þess er aðallega sú, að eftir því sem sam- kepnin hafðnar, verður framleiðandinn að lækka framleiðslukostnað vörunnar, og það gerir hann með því að fullkomna og auka vélanotkunina, sem hefir í för með sér fækkun verkamanna og lækkun kaups. Pað atvinnulysi er silgt hefir yfir heiminn á síðustu árum, er afleiðing hinnar frjálsu samkepni. Vér sjáum því að hér er ekki um neina »offramleiðslu« að ræða, því þrátt fyrir það að hver ein- staklingur hefir orðið að draga saman útgjöld sín á hið allra nauðsynlegasta, þá er þörfin jafn mikH og áður, og það eitt er víst, að framleiðslan er hvergi nærri komin á það stig að hún myndi fullnægja öllum þörfum mannanna. önn- ur mynd hinnar frjálsu samkepni er dreyfing vörunnar, hér fáum vér sama fyrirbrigðið staðfest. Dreyfingarfyrir- tækjum er hrúgað upp skipulagslaust. Verzlanir, sem hafa sömu vörutegund- ir á boðstólum, standa í hnapp hver of- an í annari, samkeppnin eykst og hai’ðn- Stefnugagnrýni. Sérhverjum stjórnmálaflokki er það nauðsynlegt, að vera sem samhentastur, og að einstaklingana innan hans greini hvorki á um stefnu né starfsaðferðir. Vorum flokki er þetta sérstök nauðsyn, þar sem vér eigum nú fyrir höndum að taka forustuna í hlífðarlausri bar- áttu gegn hinni nýju stjórn. Oss er því nauðsynlegt að útrýma og uppræta all- ar veilur og villur, sem kunna að vera á meðal vor, til þess að flokkurinn geti einhuga hafið baráttuna. Stéttaflokkunum öllum er það eig'in- legt, að innan þeirra myndist klíkur (sbr. Heimdallar-klíka, Varðar-klíka, Héðins-klíka, réttlínumenn og' tækifær- issinnar), sem halda fram hagsmuna- legum — eða fræðilegum — »villum«*) Allar þessar »villur« eru eðli þeirra og uppruna samkvæmar, þar sem þeir eru aðeins hagsmunaflokkar vissra stétta og flestir byggðir á ævagömlum og úr- eltum kenningum (sbr. Marxismi og' kenningar Adams Smith), en hafa al- drei gert sér far um að fylgjast með tímanum né samræmast kröfum hans. *) Villa — með tilliti til fyri’i stefnu flokksins. I Flokki þjóðernissinna hafa komið fram villur, sem uppræta verður, en þær eru af öðrum toga spunnar en »vill- ur« stéttaflokkanna, og verða ekki upp- rættar með brottrekstrum eins og í stéttaflokkunum, heldur með fræðslu. Eðli flokksins er ekki stéttarlegt og uppruni hans ekki bundinn úreltum kreddum gamalla eintrjáninga. Hann er orðinn til fyrir þróun og reynslu heill- ar þjóðar. Hann er framhald frelsis- baráttunnar ásamt skilningi á kjörum fjöldans og þróun tækninnar. Pess vegna eru þessar villur hvorki klíkukenndar hagsmuna- eða fræði-»villur«, heldur misjöfn þróun, sem leiðréttist með fræðslu. Villurnar eru aðallega þrennskonar. 1. Elzta villan kemur fram í því, ao vér eigum í baráttu vorri að sýna sjálf- stæðisflokknum einhverja sérstaka misk- unn. — Hann sé þó betri en þeir rauðu. Þetta er afar liættuleg’ur misskiln- ingur og- byg-gist á því, að menn skilja ekki, að sjálfstæðisflokkurinn er stétta- flokkur, sem byggir tilveru sína á þing- ræðisblekkingum. En við stéttaflokk semjum vér aldrei frið, því að sigur stéttaflokks, á hvorn bóginn sem er, þýðir stéttaveldi — stéttakúgun. — En viðvíkjandi þeirri villu, að sjálf- stæðisflokkurinn sé vörn gegn marx- ismanum, vil ég taka það fram, að hann er þvert á móti faðir hans, því að íhald og afturhald hafa með stjórn sinni og þar afleiðandi öi’byrgð skapað marxism- ann. Og' að lokum, flokkur, sem er Oi’ð- inn jafn úreltur og agalaus þingræðis- flokkur og' sjálfstæðisflokkurinn, er ekki fær um að heija hina hörðu úr- slitabaráttu við mai’xismann. — Það er Flokkur þjóðernissinna fær um. 2. Sumir flokksmenn hafa gengið svo langt í baráttu sinni fyrir því, að gera takmörkin milli flokks vors og sjálfstæð- isflokksins sem gleggst (en þau tak- mörk hafa alla tíð glögg verið, þó að andstæðing;-. vorjr hafi reynt að blekkja kjósendur moð því, að svo væri eigi), að þeir hr.fa beint aðalárásum sínum og barist nærri eingöngu gegn sjálf- stæðisflokknum, en hlíft marxistum. Pessi villa stafar af því, að þeir líta á sjálfstæðisflokkinn sem yfirstéttar- flokk, sem er rétt. En þeir verða að hafa það í huga, að flokkurinn er yfir- stéttarflokkur sökum örfárra manna, klíku, sem eru foringjar hans og helztu stuðningsmenn, en allur almenningur sjálfstæðiskjósendur — eiga enga hags- muni með yfirstéttinni, heldur með þjóð- ar, hver undirbýður annan. Kaupmað- urinn verður að draga úr kostnaðinum eins og honum frekast er unnt. Og á hverjum lendir það fyrst og fremst, öðru en verkafólkinu. Einstök fyrirbrigði hafa litla sem enga þýðingu fyrir við- skiftalífið í heild. en þegar þetta er orð- ið almennt — eins og nú — sjáum vér afleiðingarnar. Reynslan færir oss heim sanninn um það, að hagsmunir atvinnurekandans og verkamannsins fara æfinlega sam- an. Og þetta er tilfellið, hvort sem í hlut á framleiðslufyrirtæki eða dreifingar- fyrirtæki. Vér sjáum af sögunni og einstökum fyrirbrigðum hennar, að þeg-ar atvinnu- lífið stendur í mestum blóma, kemst menningin á hæst stig. Endurreisn og fullkomnun hinna atvinnulegu tækja, er því skilyrðið fyrir því, að Islending- ar geti orðið boðberar nýrrar menning- ar og staðið sem forustuþjóð annarra þjóða. Skammsýni einstakra manna, sem hafa augnabliks hag af því ástandi. er hin frjálsa samkeppni skapar, vei’ð- ur að bi’jóta á bak aftur. En hvar er leiðin út úr þeim ógöng- um, er vér höfum lent í? Svarið er: Uppbygging liins samvirka þjóðrikis. 1 stuttri blaðagrein er vitanlega ekki hægt að gefa nema tæmandi lýsingu af framtíðarríkinu, hér mun því einungis verða dregin fram andstæða fram- leiðsluhátta nútímans — hinnar frjálsu samkeppni, sem er samvirkjun. Með samvirkjun ber að skilja það samstarf, sem verður á milli hinna þriggja aðila: verkamanna, — atvinnu- rekenda — ríkisins. Vér höfum séð, hvað framleiðsla í bfindni hefir skaðleg- ar afleiðingar. Einstaklingurinn hefir hvorki tæki, g-etu né efni til að öðlast það víðsýni, er hefir óskift alþjóðarheill fyrir augum. Án þess að vita af því sjálfur getur hann orðið stórskaðlegur fyrir þjóðfélagið. Enginn þeirra, er taka þátt í hinu hálfvitstola kapphlaupi hinnar frjálsu samkeppni, gerir sér að líkindum grein fyrir því, hvaða þátt hann tekur í aukningu þess glundi’oða, er hann sér að færist yfir, eða gerir sér ljóst, hverjar orsakir eru að. Ríkið hef- ir öll þau öfl í hendi sér, er þarf til að samstilla kraftana. arheildinni — með Flokki þjóðernis- sinna. Þessa menn vinnum við ekki með einhliða árásum á sjálfstæðisflokk- inn, heldur með því að sýna þeim upp- byggingu vora, urn leið og vér bendum þeinx á úrræðaleysi og ónýti þéirra eig- in flokks og skipulags. 3. Kyrstöðukenningin er friðarkenning', sáttfýsi við umhverfið og sljóvgun bar- áttunnar. Hún lysir sér í því sífellt, »að bíða« og’ »að géfa tækifæri« o. fl., og á þann hátt að sundra og draga kjark- inn úr flokksmönnum. En aðal myndin, sem hún birtist C er þó sá reginmis- skilningur, að halda því fram, að þjóð- ernisstefnunni geti ekki aukizt fylgi til muna eða unnið fullkominn sigur, nema marxistar hafi áður stjórnað og sýnt ónýti sitt. Þetta er vantraust á bar- áttu vorri og vanþekking á fylgi voru. Baráttan á að vera stöðug og sífellt harðnandi, en ekki »að bíða eftir tæki- færi«. Fylg'i vort á ekki að koma af því, að einhver annar sé verri, heldur af óbilandi trú á eina“ákveðna lífsskoðun á markmiðið. Þessar villur munu upprætast með fræðslu, og þn mun Flokkur þjóðernis- sinna verða fær um að taka forustuna í baráttupni fyrir hinu samvirka þjóð- ríki framtíðarinnar. K.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.