Ísland - 15.09.1934, Blaðsíða 2

Ísland - 15.09.1934, Blaðsíða 2
2 7 1 S L A N D 15. sept. 1934. Forsetaskiftin í Þýzkalandi. Um morguninn 2. ágúsl* andaðist Hindenburg forseti Þýzkalands á heim- ili sínu, Neudeck, 87 ára að aldri. Þekktastur var hann fyrir sigur sinn á Rússum í orustunni við Tannen- berg 1915, þar sem liðsveitir hans tvístr- uðu rússneska hernum og Þjóðverjar Adolf Hitler, ríkisleiðtogi. náðu á vald sitt 100 þús. föngum og 500 fallbyssum. I tilefni af þessum sigri var reist minnismerkið við Tannenberg, þar sem hinar jarðnesku leyfar Hindenburgs hvíla nú. Þegar Ebert forseti lést árið 1925 var Hindenburg kosinn ríkisforseti í fyrsta sinn og endurkosinn árið 1932. Alt fram til ársins 1933 voru hinar mestu viðsjár og flokkadrættir innan- lands, hver höndin upp á móti annari, atvinnuleysi og eymd. Jafnaðarmenn fóru þá með völdin og virtist það helsta áhugamál foringja þeirra að komast yf- ir sem mesta fjármuni sjálfum sér til framdráttar. Alla þessa niðurlægingu varð hinn gamli forseti að þola án þess að geta rönd við reist meðan þingræðis- skipulagið hélst óbreytt. En 20. jan. árið 1933 varð breyting á. Þjóðernisjafnaðarmenn með Adolf Hitler í broddi fylkingar fengu völdin í hendur og þar með má telja að niður- lægingartímabilinu væri lokið. Menn geta sagt sér sjálfir að slíkur föðurlandsvinur sem Hindenburg var, hafi 'fagnað því að fá sterka þjóðrækna ríkisstjórn, sem mat meira velferð þegn- anna, en sína eigin, og þorði að vísa á bug yfirgangi erlendra þjóða. Ekkert mun hafa glatt gömlu hetjuna frá Tannenberg meira en að fá að lifa það að sjá drauminn um sameiningu þjóðarinnar rætast. Eftir lát Hindenburgs tók llitler að sér störf forsetans til bráðabirgða unz atkvæðagreiðslan hefði farið fram, en hún var ákveðin hinn 19. ágúst s. 1. Atkvæðagreiðslan fór þannig að 38. 124.030 greiddu atkvæði með Hitler. Er það sú langhæsta atkvæðatala sem nokk- ur af forsetum Þýzkalands hefur hlotið. Með forsetakosningunni síðustu er því endanlega lokið valdatöku þjóðernis- jafnaðarmanna í Þýzkalandi er Adolf Hitler var kjörinn þriðji forseti hins þriðja ríkis. ,BankaeftirlitiðÉ afnumið? Nú loksins hefir bankaeftirlitsmaður- inn, Jakob Möller, verið rekinn, eftir að iiafa hirt um 170 þús. krónur fyrir »eftirlit«, sem enginn veit til að komið hafi að nokkru •gagni. Það er vitað, að þetta embætti var stofnað sem bitling- ur handa Möller á þinginu 1924, og er helzt hægt að víta hirðuleysi undanfar- inna stjórna fyrir það, að þær skyldu ekki hafa lagt embættið niður fyrir löngu. En full ástæða er til að ætla, að það sé ekki sparnaðurinn við em- bættið, sem vaki fyrir stjórninni, ef dæma má eftir þeim aragrúa af laun- uðum nefndum, sem hún klekur út á hverjum degi, heldur muni hún ætla einhverjum af sínum gæðingum bitann. Hér er þó sannarlega möguleiki til sparnaðar á þeim erfiðu ,tímum, sem nú ganga yfir landið, með því að af- nema þennan bitling' að fullu og nota féð, sem við það sparast, til einhvers þarfara. Frækileg för. Fyrir skömmu síðan efndu marxist- ískir »íþrót arnenn« til alþj ðaráðstefnu í París, til að »vinna gegn vaxandi fasc- isma í heiminum«, og til >:að frelsa Thálmann«. Kommúnistaillþýðinu hér hcima fannst óhjákvæmileg nauðsyn að taka þátt í slíkum skrípaleik og sendi tvo »full«trúa áleiðis til Arítwerpen i Belgiu. Áttu þeir þar að slást í förina með öðru álíka hyski, sem til ráðstefnunnar færi. En þegar leggja átti af stað til Par- ísar, voru íslenzku »full«trúarnir týnd- irv og fundust hvergi, þótt víða væri leitað. Kom síðar í ljós, að þeir höfðu ekki staðist freistingar stórborgarlífs- ins og lagst í sukk og svall. Til Parísar komust þeir aldrei, og misti þessi virðulega samkunda þar með af aðstoð þeirra »til að frelsa Thál- mann«. Svo fór um sjóferð þá. Minnir þessi háðulega för einna helzt á feröalag sendimanns Hriflustjórnar- Auðmagn Gamla skipulagid. Allt frá stofnun stéttaflokkanna á Is- landi hefir stjórnmálabaráttan verið barátta fámennra klíka innan flokk- anna, seu hafa barist um völdin af fjár- hagslegum ástæðum, en blekkt fjöldann til fylgis við sig með því að ala á öfund og stéttahatri. Þessar fjáraflaklíkur innan siétta- flokkanna sköpuðust á þann hátt, að 11 reksturs flokkunum þurfti fjármagn. Einstaka fjárplógsmenn innan ilokk- anna lögðu fram féð, en fengu með því raunverulegt stjórnarvald í flokkunum. En þegar svo einhver flokkur sigrar í kosningum og myndar stjórn, þá koma þessir fjárplógsmenn fyrst alvarloga til sögunnar, og þeir heimta fyrir stuðning sinn embætti, ívilnanir o. fl. — Þetta er saga bitlingafargansins. Hver stjórn varð að reka andstæðinga sína úr em- bættum og skapa önnur ný og óþörf, allt handa fjárhagslegum stuðnings- mönnum sínum og vildarmönnum þeirra. Baráttan hapdnar. En eftir því sem baráttan harðnar, verða stéttaflokkarnir að auka rekstur sinn, auka blaðakost sinn, fjölga leigu- liði sínu, og yfirleitt að taka til allra vopna, sem þingræðisfyrirkomulagið veitir, til þess að blekkja almenning'. Við þetta vex fjárnauðsyn stéttaflokk- innar til Englands, þar sem »full«trúinn sást vera að væflast dauðadrukkinn á sokkaleistunum á götum úti. Nýja stjórnin. Alþingi hefur nú verið kvatt til funda þann 1. næsta mánaðar. Þá mun stjórn- in beiðast blessunar fyrir sig og gjörðir sínar. það mun eflaust verða auðsótt mál, ef dæma má eftir vanda. Þing- menn eiga flestir mikið af sinni lífs- afkomu undir náð stjórnarinnar, því að hún hefur útbýtt bitlingum eins og þegar hænsnum eru gefin grjón. Sjálf- sagt eiga þó margir enn eftir að fá bita í svanginn sinn. Fyrir þeim verður séð, er á þing kemur, ef ekki vinnst tími til þess áður. Þetta, sem í daglegu tali nefnist bitlingafár, heitir á góðri ís-' lenzku hreint og beint míitur og er ekki neitt óþekkt fyrirbrigði í íslenzku stjórnmálalífi. Þannig hafa allar stjórn- ir keypt blessun þingsins á. hvern einn ósóma og jafnvel sérhvern glæp, sem þær hafa framið. Þannig var Fram- sóknarstjórnin, sem lét af völdum 1924/ Þannig var Ihaldsstjórnin 1924—1927. Þannig var Hriflustjórnin. Þarínig var utangáttastjórn Ásgeirs Ásgeirssonar og þannig er stjórn »verkamanna og bænda«. Þannig hefði og stjórn Kveld- úlfs orðið, ef týndu atkvæðin í Skaga- firði hefðu kornið til skila á réttum tíma. Þessar mútur, sem teknar eru með háum sköttum af fæði og fatnaði verka- manna. cg bænda, eru hverri þingræðis- stjórn nauðsynlegar, ef hún á að sitja stundinni lengur. Stjórnski])ulagið krefst þess óbeinlínis, að allur almenn- ingur spari við sig lífsnauðsynjar, til þess að heill her af stjórnardindlum hafi ofan í sig og á, án þess að gera neitt (sem að gagni kæmi minsta kosti). Þannig er þingræðið. Þetta skipulags- leysi, sem við þjóðernissinnar erum svo »ósvífnir« að vilja afnema. Stjórnin mun eflaust leggja fyrir þetta þing allan þann mikla aragrúa af bráðabirgðalögum, sem hún hefir ung- að út. Þá hefir og' heyrzt, að rigna muni niður frumvörpum um einkasölur á öllu mögulegu milli himins og jarðar, svo og alpýða. anna stórkostlega. Nú verða einstakling- ar ekki lengur færir um að uppfylla allar fjárkröfur þeirra. Nú koma stór- félögin og- hringarnir til sögunnar. Þeir styrkja flokkana og fá í staðinn ýms »vilyrði«, »undanþágur« og »íhlutanir«. Ilver stéttaflokkur aflar sér síns stuðn- ingsfyrirtækis: Sjálfstæðisflokkurinn fær Kveldúlf, Framsókn Samband ísl. samvinnufélaga og Alþýðuflokkurinn Alþýðusambandið (Alþýðubrauðgerðina, Kaupfélag alþýðu o. fl.). Allt miðar í sömu áttina, hringavald- ið er að ná yfirhiöndinni í flokkunum og stjórnum þeirra og eru á þann hátt, með aðstoð löggjafarvaldsins, að drepa smá- framleiðendur og yfirleitt allan sjálf- stæðan smá-atv:innurekstur og selja al- þýðuna í ánauð. Nýja stefnan. Hringavaldið er búið að ná yfirhönd- inni í flokkunum, stéttaflokkarnir verða fyrirtæki. Fyrirtækin láta sér ekki nægja »undanþágiir« og »ívilnanir«. Kveldúlfi og S. 1. S. nægir ekki að hafa rnenn í bankaráðum, til þess að lána sér og hylma yfir miljónaskuldir sínar, heldur reyna nú þessi fyrirtæki, auk þess sem þau færa út kvíarnar og út- rýipa þannig öllum minni atvinnu- rekstri, að samlaga sig ríkinu, til þess

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.