Ísland - 15.09.1934, Blaðsíða 4

Ísland - 15.09.1934, Blaðsíða 4
T 4 15. sept. 1934 ISL AND Kemur út 1. og 15. hvers mánaðar, og oftar eftir þörfum. Askriftargjald 5 krónur árg. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Guttormur Erlendsson. Gjaldkeri: Baldur Jónsson, Bergst.str. 27. Afgreiðsla í Vallarstræti 4. I5IAHD ÚTGEFANDI: FLOKKUR FJÓÐERNISSINNA Nú vakna ]>ú fsland, við vonsæinu glaum ni' vorbylgjuni tímans á djúpi; l>yrg' ejrun el lengur fyr aldnnna struum, en ní'léttu dej íðanna lijúpi og drng þér uf nuguin livert dapurlegt ský, sem dylur þtr heiniinu og freiudarljús ný. Steingríuiur 'l'liorsteinSson. Island er iramtíðarland. Frh. af bls. 1 um sviðurn né öðrum. Iðnaður á heil- brigðum grundvelli getur ekki risið upp fyr en farið er með málefnin af þekk- ingu, og afturhaldsvald stéttaklíkuþings- ins brotið á bak aftur með sigri þjóð- ernissinna. Landbúnaðurinn íslenzki er kominn í kaldakol, vegna þess að allir stéttaflokkarnir hafa þurft að »slá sér upp« á lyginni. Enginn hefir þorað að taka landbúnaðarmálefnin föstum tökum og segja bændum sann- leikann. lvreppuhjálpin og allt slíkt moldviðri hefir bara orðið til ills eins. Það, sem þarf að gera, er að breyta landbúnaðinum í nýtízku horf, gera af- urðir hans fjölbreyttari og stilla fram- leiðslunni til jafns við markaðinn á hverjum tíma. Þetta hefir einnig í för með sér,nauðsyn á því að lækka fram- leiðslukostnað bænda með aukinni véla- ilotkun, og þá aftur bein afleiðing þess, að byggðirnar þurfa að færast saman og nýbýlahverfi að myndast í hverri grein framleiðslunnar, eftir því sem landsskilyrði eru fyrir hendi. En aö viðhalda einyrkjaholum á hrjóstrugum blettum langt upp til fjalla, sem ekkert gefa af sér nema strit, bogin bök og fátækt, það er of mikil fórn til blindrar átthagaástar, þegar velferð alls lands- ins krefst mjög róttækra breytinga á gamla búskaparlaginu. En hvorc »þungamiðja þjóðlífsins« hvílir í sveit- um eða bæjum það skiftir engu máli, ef hér aðeins skapast þjóðlíf, sem vert er að nefna því nafni, ef einstaklingur- inn öðlast skilning á því, að hann til- heyri þjóð, en ekki stétt, að starf hans í sinni atvinnustétt sé framkvæmt vegna þjóðarheildarinnar, að stéttirnar eigi aö vinna með og fyrir þjóðarheildina sem nauðsynlegur liður, en ekki gegn henni, eins og stéttapólitíkin vill vera láta. Hér bíða óteljandi óleyst verkefni, sem framtíð þjóðarinnar krefst, að séu leyst. Iíér ganga ungir og hraustir menn atvinnulausir, og farlama gamalmenni til sjávar og sveita vérða að strita alla leið að grafarbakkanum. Ríkisskuldum er dengt á herðar þeirrar æsku, sem ekkert hefir framundan nema atvinnu- leysi og vaxandi örðugleika. En á Al- þingi sitja 49 andlaus vesalmenni, sem rnetast um einskisnýt völd og bitlinga. Þessir 49 líkkistunaglar hins deyjandi þingræðis þurfa vonandi ekki að bíða þess lengi, að Þórshamarinn reki þá á sinn stað, og að hin uppvaxandi kynslóð setji kistu þess við hlið annarra hörm- unga, sem dunið hafa yfir íslenzku þjóð- ina. Því þingræðið hefir endað sitt ilía starf. Víða hefir þurft að beita nokk- urri hörku, en hér á Islandi mun jarð- arför þess fara friðsamlega fram. Hér býr svo gáfuð þjóð, að þegar hún sér til fullnustu, að þingræðið er ekki köllun sinni vaxið, heldur skaðlegt og spillandi fyrir frið og framkvæmdir, þá mun hún víkja því úr vegi og byggja upp nýtt þjóðskipulag, sem er samræmanlegt tím- ans þörfum. Við legstað þingræðisins mun feðrun- um frekar fyrirgeíin danska kúgunin en sú ógæfa, sem þeir skópu niðjum sín- um með dýrkun þessa stjórnskipulags. Saga þjóðarinnar mun geyma sagnir af hinni síðari Sturlungaöld til ævar- andi viðvörunar gegn ófriði og stétta- kúgun. Og hin uppvaxandi kynslóð skal staðfesta dauðadóm þingræðisins með uppbyggingu hins samvirka þjóðríkis. Hún skal sýna það, að Island er fram- tíðarland, því þegar stálvilji æskunnar hefir brotið á bak aftur örðugleikana og sett drenglyndi og réttlæti í hásætið, þá mun sameiginlegt átak allrar þjóðar- innar tryggja henni síbatnandi framtíð. Helgi S. Jónsson. Flokksfréttir. Hinn 19. fyrra mánaðar fóru um 20 fána- liðsmenn í búningum austur að Laugar.atni og til Þingvalla. Lagt var af stað úr Reykja- vík um morguninn og komið aftur um kvöld- ið. Eru slíkar ferðir vel til þess fallnar, að þjóðernissinnar kynnist hver öðrum, jafnframt þvi sem þeir njóta útiloftsins í íslenzkri r.átt- úru og væri vel að fleiri slíkar ferðir yrðu farnar. Baldur Johnsen stud. med. hefir undanfariö verið S ferð á Austfjörðum og stofnað félög þjóðernissinna á Eskifirði og undirbúiö fé- lagsstofnun á Fáskrúðsfirði. Má því búast vi-\ að innan skams verði stofnuð félög í ölluin kaupstöðum á Ausfjörðum. Miklar viðgerðir hafa farið fram á skiif- stofu flokksins i Vallarstræti, svo að þar er nú orðið mjög vistlegt. Hafa félagar staðið fyrir viðgerðum, svo að alt gæti orðið þar sem vistlegast. Skrifstofan er opin frá kl. 11—-12 f. h. og 8—10 e. h. og ættu flokks- menn að líta þangað inn sem oftast til skrafs og ráðagerða. Nokkur dráttur hefir orðið á útkomu blaðs- ins og liggja til þess margar ástæður, sem kaupendur taka væntanlega gildar. Fyrst og fremst eru engir launaðir starfsmenn við blað- ið, heldur einungis áhugamenn, sem látið hafa aðstoð sína í té endurgjaldslaust, en um há- bjargræðistímann verða þeir að vinna. önnur ástæðan er sú, að flokkurinn hefir mjög tak- markað fjármagn yfir að ráða til blaðaútgáfu og ekki farið að innheimta áskriftargjöld ennþá. Er vonandi að regla komist á um ú tkomu blaðsiris með haustinu, þega félagar koma til bæjarins og vetrarstarfsemin hefst fyrir al- vöru. Þeir kaupendur, sem kynnu að vilja greiða áskriftargjald sitt nú þegar, eru vir.samlegast beðnir að snúa sér til Baldurs Jónssonar, Berg- staðastræti 27. Væri slíkt þegið með þökkutn. Til hans ber að snúa sér með allar aðrar fjái- reiður blaösins. A skrifstofu flokksins í Va!lar=træti ; 4 fæst þórshamarsmerkið úr silfri. — I ; Ennfremur oddveifur á reiðhjól mcð I i þórshamrinum og borðfánar úr silki. j Vörurnar sendar um land alt eftirpönt. j (með póstkröfu). i Berið þórshamarinn sem tákn þjóðern- j is og norræns anda. j .....................HIIIU...I......... Þjóðernissinnar! Þad er eindregin tilmæli okkar að þið fvlgist vel med því hverjir auglýsa í blöðum okksr, og Iátið þau fyrirtæki sitja fyrir vidskift- um ykkar. Prentsmiðja Jóns Helgasonar. « Munið, að svona lltur merkið út (klukku- skifa) á dósunum á Monopol’s »Original«, 4 tíina lakkinu, sem er tvímælalaust bezta gólí- lalckió, sem fyrirfinnst á markaðinum. Þorn- ar á 4 tímum. Sé það borið á að kveldi, er það glérhart að morgni. Verður spegilgljáandi. Endingin óviðjafnanleg. Monopol’s »()riglnal«, 4 t’ma lakk, notasl með góðum árangri á gólfdúka, eldhúsborð, allskonar húsmuni úr tré og veggi innanhúss. — Lakk þetta er sérlega ódýrt, miðað við gæði þess. (> ára rejnsla hér á landl. Það er ekkert skrum, þótt sagt sé, að aðdáenduin Monopol’s »Original«, 4 tima lakksins fjölgi dag frá. degi. Vaidst eftirlíkingar! Monopol’s »Origin»l«, 4 t’ma góll'lakkió, fæst Verzluninni Vaðnes, Laugavegi 28, sími 3228, í eftirtöldum verzlunum, í V og 1 lcg. dósum, meö loftþéttu loki: Verzluninni Málning & Járnvörur, Laugavegi 25, sími 2876, Verzlun Sigurðar Kjartanssonar, Laugavegi 41, simi 3830, Verzlun Ferdínands Har.sens, Hafnarfirð'i, simi 9240, Veiðarfæraverzluninni Geysi, simi 1350, Veiðarfæraverzlun O. Ellingsens, sími 4605, Járnvöruverzlun Jes Zinlsen, simi 3336. Fyrirliggjandi stórsölubirgðir til kaupmanna og kaupfélaga hjá undirrituðum umboðsman íi verksmiðjunnar, er einnig útvegar lakk þetta beint frú verksmiðjunni. Laugaveg 28. Sími 4361. Hjörtur Hansson. & Laugaveg 28. Sími 4361 Margt gott í MATINN Kjötbúðin HERÐUBREIÐ HAFNARSTR. 18. 8ÍMI 1575 2 íínur. V E R Ð tk PAKKINN KOSTAR J/Ma.a MAY BL0SS0M VIRGINA CIGARETTUR Z%íst i c&um vetýámum

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.