Ísland - 15.09.1934, Blaðsíða 1

Ísland - 15.09.1934, Blaðsíða 1
íhaldið og bitlingarnir. Island er fpamtídapland. Eftir Helga S. Jónsson. Oft áður hefir íslenzka þjóðin átt við erfi^eika að stríða, en alltaf hefir hún sigrast. á þeim. Ríkjandi erfiðleikar eru annars eðlis en áður fyr, og mennirnir, er'tekizt hafa á hendur, sem stjórnend- ur þjóðfélagsins, að ráða fram úr þeim, á mun lægra manndómsstigi en áöur. Þjóðskipulagið er orðið svo úrelt og rot- ið, að það er ekki lengur megnugt aö standast áföllin. örlög þess eru fast- ákveðin: Að rotna niður yfir þjóðina, sem það átti að færa til ljóssins. Undir núverandi þingræðisfyrirkomu- lagi er ekki um varanlegar framfara- framkvæmdir að ræða. Allt strandar á innbyrðis stríði, ílokkadráttum og stéttahatri. Enginn sameiginlegur vilji er lengur til. Ekkert alþjóðar átak get- ur skapazt undir kúgunarfjötrum stéttaflokkanna. En i kjölfar þessa á- stands siglir þó eitt, sem flestum er sameiginlegt: Hatrid til hvers annars. 1 skjóli þingræðisins og vegna þröng- sýni einstaklinganna hefir djúpið milli atvinnustéttanna sífelt breikkað og- bar- átta þeirra stöðugt vaxið, því engrar lausnar er leitaö nema í dýrkun og efl- ingu blinds haturs. Stéttaflokkarnir, sem lifa fyrir náð örðugleikanna og þingræðisins, hugsa ekki um það, hvaða leiðir liggi tii betra líís, heldur um hitt, hvaða stétt skuli undiroka allar-hinar. Á hinn þjóðfélagslega glæpaferil stéttaflokkanna verður ekki bundinn endi, nema takast megi að skapa sam- eig'inlegt átak og bera fram til sigurs nýtt, íslenzkt þjóðskipulag, sem gefur ekki pólitískum spákaupmönnum lífvæn- leg- skilyrði. Það þjóðskipulag er grund- vallað á þekkingu. Það er til fyrir alla þjóðina, allar stéttir, en ekki einstakar. Það sviftir hvern einstakling rétti til þess aö ganga á hluta heildarinnar. Það er ávalt reiöubúið að hagnýta sér i eyn lu og þekkingu annarra þjóða og samrama hana sinni eigin reynslu og staðháttum. Það leysir úr vandamálunum vegna þjóðarheildarinnar, því að það heíir engra flokkshagsmuna að gæta. Það er nýtt skipulag á framtiðarstarfi einstakl- inganna, til vegna þeirra og fyrir þá. þeirra leiðarstjarna að betra lífi grund- vallað á þeim æfagamla sannleika, aö sanuýinafiir stóndum vér, en sundraðir f 'óllum vér. Fyrir þessa hugsjón berjumst við þjóðernissinnar. Við viljum byrja á byrj- uninni og byggja upp það þjóðskipulag, sem framfarir geta þróazt undir. Við tökumst það erfiða og vanþakkláta starf á hendur að seg'ja þjóðinni þann sann- leika, að tilraun heimsins með þingræð- ið hafi mistekizt og' að nýtt stjórnar- l'yrirkomulag sé að skapast. Við erum ennþá rödd hrópandans í eyðimörkinni, sem ryðjum nýrri framfara- og menn- ingaröld brautina. Við gerum það ekki með neikvæðri árás, en því, sem þarf að víkja, ryðjum við miskunnarlaust úr vegi og setjum annað í staðinn, ef nauð- syn krefur. Framtíð þjóðarinnar, okk- ar styrkur og starf, liggur því fyrst og fremst í uppbyggingu hins samvirka þjóðrikis. Við fslendingar búum í einhverju auðugasta landi heimsins. Það hefir o- teljandi þroska og' framfaramöguleika að geyma. öll gæði landsins liggja þó enn að mestu hulin í skauti þess, því aðeins hjálparlausir einstaklingar hafa lagt efni sín og atorku fram, til þess að opna ný svið atvinnulífsins. Eigi framtíð landsins að trygg-jast, verður að halda áfram á þessari braut, því að útflutningsverzlunin er nú sem stendur svo reikul, að alltof hættulegt er að byg'gja lífsviðurværi þjóðarinnar á henni. Það verður að stefna að því, að þjóðin geti verið sjálfri sér nóg. Ekki ber þó að skilja það svo, að stefnt skuili að innilokun, heldur aðeins að opnun fleiri sviða atvinnulífsins, og þar með að gera útflutninginn fjöl- breyttari en nú er, þar sem fiskverzl- unin er nær því einráð, en hún byggist bæði á því, að fiskjar sé hægt að afla, og að markaðir séu alltaf fyrir hendi í neyzlulöndunum. Þjóðernissinnar hafa oft og einatt bent á, að leita þurfi nýrra markaða fyrir fiskinn. Þarf þá að taka upp ýms- ar nýjar verkunaraðferðir á fiskinum. Við síðustu alþingiskosningar benti Ösk- ar Iíalldórsson, sem var frambjóðandi okkar i Vestmannaeyjum, á, að mark- aður mundi vera fyrir hraðfrystan fisk í Miðjarðarhafslöndunum, og lagði þar til grundvallar athuganir, sem hann hef- ir gert í þessum málum. Annars skrif- aði hann margar greinir um þessi mál í »Þjóðernissinnann« í Vestmannaeyjum og' »fsland«, og' vísa ég hér með til þeirra. En eigi íslendingar ekki að drukkna í kapphlaupi hinnar frjálsu samkeppni, þá veitir sannarlega ekki af að taka þessi vandamál fastari tökum en gert hefir verið. Svo mikill íhaldshugsunarháttur er ennþá ríkjandi meðal þjóðarinnar, að það er nær því álitið óðs manns æði að tala um iðnaö á íslandi. En við erum sannfærðir um, að fsland á mikla fram- tíð fyrir sér sem iðnaðarland og þá sér- staklega í hráefnaframleiðslu. En til þess að koma fótunum undir iðnaðinn, þarf að vinna eftir skipulegri áætlun, fyrst með því að hefja visindalegu rann- sókn á landinu, þá að koma upp stór- um aflstöðvum og að gera vega- og sam- göngukerfið nothæft. En meðan þing- ræðið, heimskan og stéttaflokkatog- streitan sitja í öndvegi, þá þarf ekki að búast við framkvæmdum, hvorki á þess- Frh. á bls. 4. Eitt af því marga, sem almenningi i landinu þótti alveg óþolandi hjá gömlu Hriflustjórninni, voru hin mörgu og al- óþörfu embætti, sem hún setti á lagg- irnar, til að halda lífinu í bitlingahjörð sinni. Morgunblaðið og önnur íhaldsblöð kölluðu slíkt vítaverða eyðslu á almenn- ingsfé, sem rétt var. Maður skyldi því ætla, að íhaldið hefði varazt að gera sig sekt í sama at- hæfinu þar sem það réði ríkjum, eftir að blöð þess höfðu tekið svo ákveðna afstöðu til óþarfa eyðslu á almennings fé til pólitískra samherja. En viti nienn! Nú er íhaldið í bæjarstjórninni komið vel á veg með sama embættabruölið, sem það hneykslaðist mest á hjá and- stæðingum sínum. Fyrst bjó það til embætti handa Tómasi Jónssyni lögfr. (hann var á lista íhaldsins við bæjarstj.kcsningarnar) og kallaði það bæjarritarastcðu. Fyrir þessi »bæjarritstörf« er honum ætlað að hirða 9000 kr. í árslaun. Næst gerði íhaldið Jóhann Möller aö bókara við rafveituna, þvert ofan í til- lögur rafmagnsstjóra. Hann hefir 6000 Stórþjófnaður. Þeir fara nú ad gerast nokkuð tíðir þjófnaðir „al- þýðuieiðtoganna“. Nýlega hefir orðið uppvíst um stór- þjófnað í Kaupfélagi Alþýðu. — Hafa tveir kaupfélagsstjórar hvor eftir annan misséð sig á vörum og peningum verzlunarinnar, annar því sem nemur um 7% af vörunum, en hinn um 40%. Rannsókn er nú hafin sam- kvæmt kröfu frá stjórn kaupfélagsins. Þetta er ekki í fyrsta skifti, sem trún- aðarmenn verkalýðsins hafa sýnt heið- arleik sinn og hæfileika til að fara meJ annarra fé. Er skemmst að minnast þjófnaðarins í verkalýðsfélaginu á Siglu- firði s. 1. vetur og eldri verkamenn hér í Reykjavík muna Kaupfélag verka- manna, sem starfaði hér á árunum og núverandi atvinnumálaráðherra veit i forstöðu um skeið. »Steli ég' litlu, standi ég lágt í steininn settur verð ég, steli ég- miklu, standi ég hátt í stjórnarráðið fer ég«, stóð í Aþbl. hérna á árunum. Er nú full ástæða til að ætla að rík- issjóðurinn sé í hættu staddur, er hann er kominn í hendurnar á slíkum mönn- kr. í byrjunarlaun. (Þannig á rafveitan að borga 6000 kr. fyrir pólitíska aðstoð Jóhanns í þágu íhaldsins). Þá hefur Gunnar Benediktsson, for- maður Varðar, verið settur yfir hina nýstofnuöu atvinnuráðningarskrifstofu bæjarins. Fyrir það fær hann 400 kr. í mánaðarlaun. , Og að lokum hefir íhaldið kórónað þetta starfsmannafargan og fáránlegu embættaveitingar með því að gera Ragnar Lárusson að fátækrafulltrúa. (Hann var á lista íhaldsins við bæjar- stjórnarkosningarnar síðustu, og því vel að starfinu kominn). Menn eru yfirleitt sannfærðir um, að þessi embætti séu ekki ýkja nauðsynleg, og valið á mönnunum, sem í þau hafa valizt, vekja heldur óþyrmilega grun um, að til þeirra sé meira stofnað til þess að launa pólitíska fylgispekt. Og það má íhaldið vita, að þó að því tæk- ist ekki í þetta skifti að koma sínum sauðum á ríkisjötuna, þá munu Reyk- víkingar ekki taka því þegjandi, að fé bæjarins verði notað sem flokkssjóður fyrir ihaldið og helztu sprautur þess. Kommúnistar dæmdir. Mönnum mun enn í minni skrælingja- háttur nokkurra kommúnistaforkólfa á Siglufirði, er þeir réðust inn í garö þýzka ræðismannsins þar á staðnum og skáru niður þórshamarsfánann þýzka, sem blakti þar á stöng í tilefni af árs- afmæli Hitleisstjórnarinnar. Nú nýlega hefir dómur verið kveðinn upp í undir- rétti yfir þessum þokkapiltum. Voru þeir Þóroddur Guðmundsson, Eyjólfur Árnason og Steinn Steinar dæmdir í 3 mánaða fangelsi hver, en Gunnar Jóhannsson og Aðalbjörn Pét- ursson í 2 mánaða fangelsi hvor, alt óskilorðsbundið. Er þetta í fyrsta skifti, sem óskil- orðsbundinn dómur hefir verið feldur hér á landi vegna ofbeldisverka komm- únista, og er vonandi að þeir verði í þetta sinn látnir sæta ábyrgð gerða sinna, nema Hermann Jónasson sýni ennþá einu sinni skyldleika sinn við þetta ofbeldishyski með því að nota náð- unarvaldið til þess að koma sökudólg- unum undan réttmætri refsingu. En við sjáum hvað setur. Kaupid um. »1 þjóðfélagi, þar sem einhver er þurf- andi„ — þar sitja þjófar að völdum, ránsmenn og morðingjar«. (Til Alþýðu- flokksins vinsanilegast frá Halldóri Kiljan Laxness. Stendur í Alþýðubók- inni). — Oft ratast kjöftugum satt á munn! og útbreidid „ÍSLAN D“, blað pjóðernissinna.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.