Siglfirðingur


Siglfirðingur - 27.04.1985, Page 1

Siglfirðingur - 27.04.1985, Page 1
I í l l z l l z [ z. í í z. z [ z z lfirðin FLUGLEIDIRi uri noróurlands tmf. Líður að langdegi, lokið skammdegi Ljósmynd: Birgir Gengur gullsól, geislum sindrandi, sigurglöð af svalvogum. Hátt yfir brúnir hvítra fjalla mœr hún skín um morgun hvem. Vakna vormenn, viljann hvetja verk að vinna vel fyrir þjóð. Létt er drunga, liðið skammdegi, blóð hraðara berst um ceðar. Aldnireins augum renna lífgjafa mót lands og manns. Endurminningar œskudaga brjótast fram sem hrim að ströndu. Þótt úr vöðvum þorrinn sé kraftur, dregið hafi úr sýn og dug í hug. Geislar Guðs sólar gefa bjarta yfirsýn um andans lönd. H.J. Framsókn rýfur meirihluta samstarf- 1 ið í bæjarstjórn Z [ [ [ [ [ [ [ í Algert ábyrgðarleysi við gerð f járhagsáætlunar Umræða um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 1985 hófst i bæjarráði í janúar og var síðan um hana fjallað á mörgum fundum, síðast mánudaginn 1. apríl. Skýringin á því að umræða um fjárhagsáætlun tók svo langan tíma er auðvitað sú, að enginn starfhæfur meirihluti hefur verið fyrir hendi í bæjarstjórn og því fór tíminn hjá bæjarráði, fund eftir fund, í þjark um hin ýmsu mál, þar sem reynt var að sætta sjónarmið allra flokka og ná samstöðu þeirra um fjár- hagsáætlun eins og gert var 1983 og 1984, en þá var það reyndar Sjálfstæðisflokkurinn sem mestan svip sinn setti á þær áætlanir. „Þrátt fyrir þessa bragarbót á dellutillögum Fram- sóknarmanna er samt sem áður á þeim 10—11 milljóna króna „gat“ vegna allra þeirra lausu enda sem þeir skilja eftir, enda dettur engum í hug að þær séu fluttar í fullri alvöru, heldur til þess að losna endanlega úr meirihluta- samstarfinu og er það svo sem góðra gjalda vert, en tillögurnar eru jafn vitlausar eftir sem áður. Nú brá hins vegar svo við að fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarráði virtist gera sér leik að því að tefja málið og flækja eins og framast var unnt og má t. d. geta þess, að upphaflega var marsfundi bæjarstjórnar frestað um tvær vikur, eða til 28. mars, þar sem þá átti að leggja fram fjárhagsáætlun til fyrri umræðu, en það tókst ekki vegna þeirrar sundrungar og kergju sem ríkir á upplausnar- heimili „bæjarstjórnarmeiri- hlutans". Þrátt fyrir þau óheiðarlegu vinnubrögð vinstriflokkanna eftir síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar, að taka sig saman um að útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá þátttöku í mótun bæjarmála- stefnunnar á yfirstandandi kjörtímabili, hafa fulltrúar flokksins í bæjarstjórn og bæjarráði unnið af fullum heil- indum og ábyrgð og tekið mál- efnalega afstöðu til allra mála og þegar öllu er á botninn hvolft hefur Sjálfstæðisflokk- urinn verið óumdeildur for- ustuflokkur í bæjarstjórn Siglufjarðar frá því á miðju ári 1983, er meirihlutasamstarf vinstriflokkanna rann út í sandinn, þrátt fyrir að þeir hafi ekki fyrr en nú fengist til að viðurkenna opinberlega að samstarfi þeirra um bæjarmál sé lokið. Vinstriflokkarnir hafa setið á svikráðum hver við annan í tæp tvö ár og allir beðið eftir hent- ugu tækifæri til þess að hlaup- ast undan merkjum og nú hefur Framsóknarflokkurinn látið til skarar skríða, en þá með svo einkennilegum málatilbúnaði að furðu sætir. Á bæjarráðsfundi 1. apríl s.l. tilkynnti fulltrúi Framsóknar- flokksins „samstarfsmönnum sínum í meirihlutanum" að hann tæki ekki frekari þátt í mótun fjárhagsáætlunar, nema þeir samþykktu aukin framlög til íþróttahússbyggingar um kr. 450.000 og kr. 2.000.000 vegna sanddælingar undir nýja ein- býlishúsabyggð milli Snorra- Framhald á 4. síðu VERZLUN SIGURÐAR FANNDAL HF. Eyrargötu-2 - Siglufirði - Sími 71145 Nafnnúmer: 9173— 3641

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.