Siglfirðingur


Siglfirðingur - 27.04.1985, Síða 2

Siglfirðingur - 27.04.1985, Síða 2
 SIGLUFJARÐARKAUPSTAÐUR Auglýsir eftirfarandi: 14. mars 1985 REGLUGERÐ um búfjárhald á Siglufírði. Nr. 148 1- gr- Tileangur reglugerdar þessarar er að stemma stigu við óhóflegu búfjárhaldi innan lögsagnarumdæmis Sigiufjarðar og tryggja að gróðurlendi bæjarins verði ekki spillt. 2. gr. Búfjárhald (sauðfjár. hrossa. nautgripa, svína. geita og alifugla) er óheimil utan lögbýla innan lögsagnarumdæmis Siglufjarðar, nema með sérstöku leyfi bæjarstjórnar. Þó er reiðhestahald undanþegið ákvæðum reglugerðar þessarar. ef það er á vegum hestamanna- félaga og þau hafa sett um það reglur sem bæjarstjórn staðfestir eftir gildistöku hennar. 3' ?r- Sá sem hyggst sæk]a um leyfi samkvæmt 2. gr. skal senda um það umsókn til bæjarráðs. í umsókninni skal gera grein fvrir fjölda þess búfjár sem óskað er leyfis fyrir, hvernig geymslu þess skuli háttað og öðru er máli skiptir fyrir öryggi þess og aðhald. Leyfisveiting er háð því að umsækjandi sé félagi í búfjáreigendafélagi. ef slíkt félag er starfandi og skal vottorð þess efnis þá t'ylgja umsókn. 4. gr. Telji bæjarstjórn að skilyrði til búfjárhalds séu fvrir hendi. skal hún veita leyfið og skal það bundið við tiltekinn hámarksfjölda. Leyfið er veitt til óákveðins tíma. en er uppsegjanlegt með eins árs fyrirvara miðað \ið 1. júní ár h\ert. Leyfið er háð gildandi reglugerð um búfjárhald á hverjum tíma. það skal gefið út á nafn og skal ekki vera framseljanlegt. Ef leyfishafi brýtur reglur um meðferð búfjár. t. d. með því að gæta ekki fjárins á fullnægjandi hátt. má afturkalla leyfið að undangenginni aðvörun. 5. gr. Ef maður heldur búte án heimildar samkvæmt reglugerð þessari. skal lögreglan hlutast til um að það sé tekið úr vörslu hans. Heimilt er að selja það búfé á opinberu uppboði eða slátra því að undangenginni að\örun. Hið sama gildir ef leyfishafi gætir ekki settra reglna um meðferð búfjárins. þannig að það veldur tjóni eða óþrifum. Eiganda búfjár ber að greiða allan kostnað sem leiða kann af slíkum ágangi. 6. gr. Bæjarstjórn getur ákveðið að greitt skuli gjald fyrir veitt leyfi til búfjárhalds. Forðagæslumenn skulu gæta þess að fjöldi bufjár sé í samræmi við veitta heimild hverju sinni. 7. gr. Bæjarstjórn skal hafa búfjárhelda girðingu umhverfis íbúðabyggð í bænum og skipu- leggja landsvæði fyrir bútjárhald utan hennar. Stefnt skal fljótt og skipulega að því að allt búfjárhald flytjist út fyrir ofangreinda girðingu. 8. gr. Byggingar peningshusa skulu aöeins lesfðar i skipulögðum bufjársvæðum sem bundin eru í aðalskipulagi. 9. er. Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar skulu varða sektum. allt að kr. 5 ()()().()(). Upphæð þessi skal breytast í samræmi við þær breytingar sem verða kunna á vísitölu byggingarkostnaðar. 10. gr. Allir þeir, sem við gildistöku reglugerðar þessarar eiga eða hafa í umsjá sinni búfé er fellur undir ákvæði hennar. skulu innan sex mánaða frá gildistöku hennar hafa tilkynnt um búfjárhald sitt og sótt um leyfi. ella fellur mður heimild þeirra til að halda búte. Reglugerð þessi, sem er samin og samþykkt af bæjarstjórn Siglufjarðar. staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 44 23. maí 1964 um búfjárhald í kaupstöðum og kauptúnum til þess að öðlast gildi þegar í stað. Felagsmálaráduneytid. 14. mars 1985. F. h. r. Hallgrímur Dalberg. _______________________________ Hólmfríður Snæbjörnsdóttir. J Aðildarfélagsafslátturinn til félaga innan ASÍ, BSRB, SÍS, BHM, SÍB og fleiri gildir til 7. maí 1985. Tryggið ykkur aðildarfélagsafsiáttinn með því að staðfesta pöntunina fyrir 7. maí. Samvinnuferdir-Landsýn Umboð Siglufirði: ÁSGRÍMUR SIGURÐSSON Aðalgötu 14, Sími 71228 frá 13—17. Sinclair-námskeið á vegum TÖLVUMENNT Eftirfarandi námskeið eru í boði á vegum Tölvumenntar: 1. Grunnnámskeið .... 16 kennslustundir 2. BASIC-námskeið ... 12 kennslustundir 3. Lógó-námskeið .... 12 kennslustundir Grunnnámskeið. Fjallað verður um grunnhugtök varðandi tölvur með hliðsjón af Sinclair Spectrum. Undirstöðuatriði BASIC-málsins verða kennd og þjálfuð með verklegum æf- ingum. Kennd verður notkun á mikródrifi og mótuð forritun (structured) kynnt með Lógó. BASIC-námskeið. Farið verður á hraðbergi yfir allra einföld- ustu BASIC-skipanirnar, s.s. PRINT, INPUT o.s.frv. Þá verður farið í flóknari skipanir og notkun þeirra kennd með stuttum forritum. Kennd verður notkun á mikródrifi. Lógó-námskeið. Allir geta og ættu að læra Lógó. Þetta öfluga forritunarmál býður upp á möguleika eins og þá að búa til eigin skipanir og lagskiptingu. Það er notað til kennslu vegna þess hversu mannlegt það er. Kennd verður notkun á mikródrifi. Verð námskeiðanna er sem hér segir: 16 kennslustundir kr. 2.400,00 12 kennslustundir kr. 1.800,00 Ath. Unglingar fá 30% afslátt. (16 st. kr. 1.700,00 og 12 st. kr. 1.250,00) Innritun á námskeiðin fara fram í Aðalbúðinni. TÖLVUMENNT s/f. Togarinn SIGLFIRÐINGUR Eins og flestum er kunnugt þá var togaranum Siglfirðingi breytt í frystitogara á síðasta ári og hefur útgerð skipsins gengið allþokkalega síðan. Afla- verðmæti Siglfirðings frá ára- mótum til 27/3. eftir 55 daga úthald er ca. kr. 17.6 millj. brúttó. Þegar sterlingspundið tók að falla í verði í vetur töldu margir að útgerð frystitogara væri orðin vonlaus. þar sem afurðir frystitogaranna höfðu svo til eingöngu farið á Bretlands- markað. Á sama tíma og þetta gerðist með pundið þá opn- uðust markaðir í Japan fyrir karfa og grálúðu á góðu verði. Einnig tókst sjómönnum að vinna þorskinn fyrir Banda- ríkjamarkað. þannig að upp- fylítar voru þær gæðakröfur sem gerðar eru fyrir þann markað. Það má geta þess að úr síð- ustu veiðiferð Siglfirðings fóru aðeins 10% af aflanuin á Englandsmarkað, 82% fóru á Bandaríkjamarkað, 2% fóru á Japansmarkað. en lítið veiddist af karfa og grálúðu í þessari veiðiferð. Á Siglfirðingi er 24 manna áhöfn. þar af hafa að jafnaði verið 2—6 konur i áhöfninni, og hefur þeim að sögn heim- ildarmanns blaðsins líkað sjó- mennskan vel. V vs.

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.