Siglfirðingur - 27.04.1985, Síða 4
4
Málgagn Sjálfstæðismanna á Siglufirði
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
AXELAXELSSON
Aðrir í ritnefnd:
VALBJÖRN STEINGRfMSSON, BIRGIR STEINDÓRSSON
Siglufjaröarprentsmiöja hf.
EFLUM EINN FLOKK
TIL ÁBYRGÐAR
Undanfarnar vikur og mánuði hafa Siglfirðingar
fengið að fylgjast með einstökum vinnubrögðum
vinstri flokkanna í Bæjarstjórn Siglufjarðar við gerð
fjárhagsáætlunar fyrir bæjarsjóð og stofnanir hans fyrir
árið 1985 og hefur sundrungin milli þessara flokka
stöðugt aukist og hafa yfirlýsingar gengið á víxl í dag-
blöðum og útvarpi um að meirihlutasamstarfinu sé
lokið og kenna þar hverjir öðrum um.
I raun og veru hefur lítið sem ekkert samstarf verið
með þessum flokkum í bæjarmálum allt frá því á
haustmánuðum 1983, þótt þeir hafi ekki fengist til að
viðurkenna það opinberlega fyrr en nú. Á þessum tíma
hefur æ betur komið í ljós hve mikilvægt er að um
stjórnvölinn á bæjarfélaginu sé samhentur og sterkur
meirihluti, þannig að skýr og fastmótuð stefna ráði
ferðinni, en ekki sú sundrung og hentistefna sem hefur
orðið afleiðing ósamkomulagsins í Bæjarstjórn Siglu-
fjarðar.
Siglfirðingar þurfa að sameinast unr að efla einn
flokk til ábyrgðar í bæjarstjórn og eini raunhæfi
möguleikinn til þess er að sameinast um það markmið í
bæjarstjórnarkosningunum á næsta ári að Sjálfstæðis-
flokkurinn fái hreinan meirihluta, þ. e. fimm menn
kjörna í bæjarstjórn. Takmarkið verður að vera það að
losa bæjarfélagið við þá ringulreið og óstjórn sem við
lýði hefur verið þetta kjörtímabil og fer sífellt vaxandi,
eins og brigslyrði bæjarfulltrúa vinstri flokkanna í garð
hver annars bera ljósan vott um.
í þeim bæjum og kaupstöðum sem Sjálfstæðisflokk-
urinn fer einn með stjórnina í krafti meirihluta síns ríkir
festa, eindrægni og skýr stefna í öllum málum og
fjárhagsstaða er góð, þrátt fyrir að skattheimtu sé í hóf
stillt. Ástandið í bæjarmálum Siglufjarðar er þveröfugt
og til þess að breyta því verður að koma í veg fyrir að
vinstriflokkarnir hafi möguleika til meirihlutamynd-
unar í framtíðinni. Fjárhagsstaða Siglufjarðarkaup-
staðar leyfir hreinlega ekki að þessum hringlandahætti
sé haldið áfram öllu lengur.
Að því markmiði að efla einn flokk til ábyrgðar í
bæjarstjórn þurfa Siglfirðingar að vinna, allir sem einn.
ir
Siglfirðingar
Á hverjum miðvikudegi eru bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins með opinn fund milli kl. 12 og
13 á Hótel Höfn. Komið og hlustið og gerið fyrir-
spurnir um bæjarmálin.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
Framsókn rýfur meirihluta-
samstarfið í bæjarstjórn
Axel Axelsson.
Framhald af 1. síðu
brautar og Norðurtúns. Til þess
að fjármagna þetta vildi hann
skera niður framlag til Grunn-
skóla til breytinga á húsnæði
undir námsgagnasafn um kr.
200.000, framlag að upphæð kr.
1.000.000 til lagfæringa á Aðal-
götu 28 (Norska sjómanna-
heimilið) til þess að koma þar
fyrir Tónlistarskóla Siglu-
fjarðar, og lækka áætlaðar
launagreiðslur til slökkviliðs-
stjóra um kr. 100.000. Þær
1.150.000 kr. sem eftir eru átti
að fjármagna með ótilgreind-
um niðurskurði eða lántökum.
Skýrt var tekið fram að annað-
hvort yrði að samþykkja þetta
allt eða ekkert. Ekici kæmi til
greina að ræða neitt af þessum
atriðum sérstaklega.
Það verður að segjast, að
mikið hefur Framsóknarmönn-
um verið orðið mál að losna úr
meirihlutanum fyrst þeir grípa í
svona fúið hálmstrá sér til
bjargar, því að þessi tillögu-
flutningur er svo barnalega
einfaldur, að engu tali tekur. Til
þess að útbúa byggingarsvæði
neðan Norðurtúns þarf miklu
stærri upphæð en kr. 2.000.000,
enda liggur fyrir tilboð frá
Björgun h/f um sanddælingu í
svæðið að upphæð kr. 5—7
millj. kr. og er þá eftir að jafna
út svæðið, leggja vatns- og
hitaveitu. skólplagnir og raf-
magn, svo að ætla má að
heildarkostnaður við svæðið
verði 13—14 millj. kr. Tillaga
um sanddælingu fyrir 2 millj.
kr. er því algerlega út í hött og
óskiljanleg. nema þá sem gabb í
tilefni dagsins (tillagan var flutt
1. apríl). Sama má raunarsegja
um niðurskurð á framlagi til
lagfæringa á Aðalgötu 28 fyrir
Tónlistarskólann, því Þor-
móður rammi er búinn að segja
skólanum upp því húsnæði sem
hann hefur haft á leigu á Hótel
Hvanneyri og því verður að
koma honum í nýtt húsnæði
fyrir haustið og það verður ekki
hægt fyrir minni upphæð en kr.
1.000.000 í fyrsta áfanga, enda
vantaði alveg inn í „skilyrða-
pakka“ Framsóknar hvernig
ætti að leysa vanda Tónlistar-
skólans og fjármagna hann. Á
þessu sést að í þennan tillögu-
flutning Framsóknar var ekki
bara ,.gat“ upp á 1.150 þús. kr..
heldur 11—12 milljónir króna.
sem sýnir hvers konar leikara-
skapur og ábyrgðarleysi hér er á
ferðinni.
Þessi málatilbúnaður Fram-
sóknar fékk vægast sagt óblíðar
viðtökur „samstarfsflokkanna“
í bæjarráði og fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins var ekki til-
búinn til þess að taka þátt í
þessu aprílgabbi Framsóknar
og tók heldur þá ábyrgu afstöðu
að greiða atkvæði með því að
fyrirliggjandi drögum að fjár-
hagsáætlun yrði vísað til fyrri
umræðu í bæjarstjórn, enda
hefði þessi umræða tafist svo
lengi að það verður ekki fyrr en
í maí sem endanlega verður
hægt að afgreiða fjárhags-
áætlun og sjá allir að svona
getur þetta ekki gengið lengur.
Á bæjarstjórnarfundi 10.
apríl s.l. var fjárhagsáætlun
síðan tekin til fyrri umræðu í
bæjarstjórn og kórónuðu þá
Framsóknarmenn vitleysuna
með því að láta bóka nánar út-
færðar „sparnaðartillögur“
sínar, en til viðbótar því sem
áður var nefnt vildu þeir skera
niður laun slökkviliðs um kr.
116.000 (en laun slökkviliðs-
stjóra skyldu lækka um kr.
82.000 en ekki kr. 100.000 eins
og lagt var til í bæjarráði 1.
apríl), þátttaka í vinabæjarmóti
lækkuð um kr. 150.000 (sem
þýðir nánast það sama og að
hætta alveg þátttöku í vina-
bæjarstarfinu), rekstrarkostn-
aður tveggja pallbíla í Áhalda-
húsi skyldi felldur niður að
fullu, eða um kr. 266.000 og
hætt skyldi við lagfæringu á
göngustígum milli Hólavegar
og Hvanneyrarbrautar að upp-
hæð kr. 240.000.
Samtals hljóða þessar niður-
skurðartillögur Framsóknar
upp á kr. 2.054.000, en út-
gjöldin skyldu hækka um kr.
2.450.000 eins og áður hefur
komið fram. Eins og fyrri dag-
inn var engin grein gerð fyrir
því hvernig leysa skyldi hús-
næðisvanda Tónlistarskólans,
hvernig ætti að fá slökkviliðið
til þess að sinna útköllum og
æfingum fyrir ekki neitt (en
fyrir slíkt hefur verið greitt ár-
um saman), eða hvað ætti að
koma í staðinn fyrir snattbílana
í Áhaldahúsinu, sem raunar eru
búnir að vera í notkun það sem
af er árinu, þannig að þó að
hægt væri að leggja þeim það
sem eftir er ársins, stenst
„sparnaðartillaga“ þeirra
vegna alls ekki.
Þrátt fyrir þessa bragarbót á
dellutillögum Framsóknar-
manna er samt sem áður á þeim
10—11 milljón króna „gat“.
vegna allra þeirra lausu enda
sem þeir skilja eftir. enda dettur
engum í hug að þær séu fluttar í
fullri alvöru, heldur til þess að
losna endanlega úr meirihluta-
samstarfinu og er það svo sem
góðra gjalda vert. en tillögurnar
eru jafn vitlausar eftir sem
áður.
Að sjálfsögðu var afgreiðsla
bæjarráðs á fjárhagsáætluninni
aðeins tillaga til bæjarstjórnar,
með fyrirvara um breytingar
milli umræðna í bæjarstjórn og
hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins lagt mikla vinnu í að
yfirfara áætlunina og gera á
henni breytingar og eru þær
allar vel ígrundaðar og lagðar
fram í fullri alvöru og af þeirri
ábyrgð, sem Sjálfstæðismenn
hafa tamið sér í allri sinni af-
stöðu til bæjarmálanna.
Að lokum skal látin í ljós sú
ósk að þetta nýjasta aprílgabb
sé það síðasta, sem bæjarbúar
þurfa að þola af hendi vinstri-
flokkanna hér í bæ um langa
framtíð.
Axel Axelsson
Bréf frá
lesanda
Spurning til Sverris Sveins-
sonar veitustjóra.
Samkvæmt opinberum
gögnum, þá er verðlag og allir
útreikningar Hitaveitunnar á
Siglufirði og annarra opinberra
aðila, þegar verið er að bera
saman verðlag á hitaveituvatni,
t. d. með samanburð við olíu-
verð í huga, miðaðir við 80° C
hitastig. Og einnig eru gamlar
úreltar neysluvenjur um olíu-
notkun teknar með í útreikn-
ingana, þó svo allir viti (sem
vilja vita) að slíkt er ekki raun-
hæft, bæði vegna þess að hús-
eigendur hafa einaograð hús
sín og bætt ofnakerfi sín, síðan
þær upplýsingar voru fengnar. í
framhaldi af ofanrituðu, þá er
spurningin þessi:
„Finnst þér sanngjarnt og
eðlilegt að ekki sé tekið tillit til í
verðlagningu og eða magni,
þess mismunar, sem er á hita-
stigi vatns sem veitan selur. Þ. e.
reiknað með 80°C og sumir fá
kannske það hitastig en aðrir
minna, allt niður í 58°C og allt
þar á milli“.
Nánari útskýring:
Undirritaður kaupir 2,7 lítra
á mínútu og er að „sjálfsögðu“
selt það magn sem 80°C heitt
og mun það vera um 15 Kwh
umreiknað í rafmagn. En sé
miðað við 60°C þá munu þessir
2.7 ml ekki vera nema um 11,3
Kwh eða tæpum 25% minni
orka, sem lítur svona út með
einfaldri líkingu: Ef ég væri
með olíukyndingu þá væri það
,.sjálfsagt“ að kaupa olíu
blandaða 25% vatni. eða þá ef
þú skilur það betur, að brenni-
vínið sem við kaupum fullu
verði í „ríkinu“ væri blandað
25% vatni.
Ég veit að þú skilur vel hvað
ég á við, því þú ert langt frá því
að vera heimskur. og raunar tel
ég þig mjög skynsaman og
klókan. Þess vegna óska ég eftir
að þú svarir þessari spurningu
útúrsnúningalaust. Ég vona að
þú fáir pláss í næsta Einherja,
sem mér sagt að sé væntanlegur
á næstu dögum.
Nevtandi.