Siglfirðingur - 27.04.1985, Page 8
Steingrímur Kristinsson:
UM DAGINN
OG VEGINN
SICLUFJARÐARLEIÐ
VÖRUFLUTNINGAR - NAFNNÚMER: 7557-4371
Afgreiðsla í Reykjavik: Vöruflutningamiðstóðin, simi 91 -10440
Afgreiðsla á Siglufirði: Sími 96-71510
Sigurður G. Hilmarsson, sími 91 -74648
Að rabba um daginn og veginn
í þröngum hópi fara flestir létt
með. En að setjast með ritvél
fyrir framan sig og eiga að fara
að setja eitthvað af því sem
flogið hefur úr munni og í eyra
á blað, það er allt annað mál.
En hvað um það. Það versta er
þegar afstaðið, því að ég er
byrjaður.
MENNINGARLÍF,
HVAÐ ER ÞAÐ?
Það eru ekki allir sammála um
hvað sé menning og hvað ekki.
En gerum ráð fyrir því að all-
flestir þeirra Siglfirðinga, sem
hafa tjáð sig á opinberum vett-
vangi í ræðu og riti, um það sem
þeir hafa kallað menningu, sé
menning, — þá liggur „málið“
ljóst fyrir og um það held ég að
flestir geti verið sammála.
Bæjarfulltrúar og embættis-
menn undanfarinna ára hafa
flestir tjáð sig um menningu. þó
misjafnlega mikið, og sumir
láta mikið á sér bera hvað
menningu snertir, talað og talað
um að allt skuli gera til að við-
halda þeirn möguleikum sem
þurfa að vera til staðar svo
menning geti þrifist. Meðal
annars hafa verið gerðar
heljarmiklar samþykktir í
bæjarstjórn hverju sinni, sem
hvetja átti aðila til að koma
með menningu til bæjarins og
hvetja „innfædda" til að stuðla
að menningu og iðka hana.
Hér er karlakór, lúðrasveit.
leikfélag, meira að segja jass-
band og sennilega gleymi ég
einhverju. Þeir sem áhitga hafa
á menningu hafa séð leikfélagið
okkar að störfum nú fynr
nokkru, en hlutfall þeirra sem
nenntu að sjá afrakstur þriggja
rnánaða erfiðis lítils áhugahóps.
og þeirra sem sátu heima, var
leikfélaginu mjög óhagstætt.
Alltof fáir sáu þetta ágæta leik-
rit. og þar á meðal vantaði alltof
marga kjörna bæjarfulltrúa og
embættismenn, meira að segja
fulltrúa sem talað hafa mikið á
undanförnum árum um menn-
ingu. Lúðrasveitin hefur
nokkrum sinnum komið fram,
þegar eitthvað er að ske. En er
karlakórinn dauður?
Hingað hafa komið hópar að,
til að miðla okkur menningu.
Sumir úr þessum hópum hafa
haft á orði í mín eyru, að til
Siglufjarðar komi þeir ekki
aftur til að miðla menningu. —
Hvers vegna? Jú, vegna þess að
aðsókn að þessum menningar-
tilboðum hefur verið svo léleg
að ekki hefur tekist að afla einu
sinni fyrir húsaleigunni, hvað
þá öðrum kostnaði. Eins og t.d.
fyrir um tveim árum, þá tróðu
Hofsósingar hér upp með alveg
frábært efni, létt og klassískt. —
Það komu 19, þar af einn
bæjarfulltrúi með konu sína.
Leikfélagið okkar fór ekki á
fjalirnar á s.l. ári. Um ástæður
veit ég ekki, en það var ekki
ósjaldan að ég heyrði um það
talað að þetta væri nú meira
áhugaleysið, að geta ekki æft að
minnsta kosti eitt leikrit á ári.
þetta hefði nú fólk farið létt
með í gamla daga o.s.frv. En ég
tók eftir því, að nú þessa fjóra
daga sem leikfélagið sýndi. þá
vantaði flesta sem virtust hafa
áhyggjur af „leti“ leikfélagsins
á árinu 1984. Það er nefnilega
meinið. Það er oft mikið talað.
en minna um framkvæmdir.
Ég nefndi áðan að menn-
ingarhópar hefðu ekki einu
sinni getað fengið inn fyrir
húsaleigu. Þar komum við að
einum viðkvæmum þætti. Allir
sem leigja út húsnæði hafa ein-
hverja viðmiðun. viðmiðun sem
síðan er nietin með hliðsjón af
ýmsum aðstæðum. Félag kvik-
myndahúsaeigenda hefur
ákveðinn taxta. sem miðar við
hlutfail af sætafjölda við-
komandi kvikmyndahúss og
þess tíma sem sú dagskrá tekur
er fer fram í húsinu, og miðast
leigutíminn við 4 klst í senn,
nema um annað semjist.
( gildi eru þrír taxtar, 35%,
50% og 85%, sem þýðir að
textaleiga fyrir Nýja Bíó œtti að
vera kr. 12.485,00, 15.000,00,
eða kr. 17.820,00 fyrir fjóra
tíma í senn, allt eftir því á hvaða
tíma sólarhrings leigan færi
fram. En þó svona „há“ leigá sé
talin sjálfsögð í byggðarlögum
þar sem fjölmenni er, t.d.
Reykjavík, þá er ég viss um að
slíkt gengur ekki hér. Einfald-
lega yrðu engar leiksýningar
eða aðrar skemmtanir en bíó í
því húsi, fyrst og fremst vegna
þess að hér er ekki nógu margt
fólk sem nennir út til að kynn-
ast menningu.
Leikfélagið samdi um kr.
5.000,00 á dag, eða sem svarar
til kr. 833,00 pr. 4 tíma, vegna
fjölda daga í senn. Líklega
hefði verið hagkvæmara að
sýna bíó þessa daga þrátt fyrir
lélega aðsókn, ef miða á við af-
komu hússins. Aðrar leigusölur
eru í svipuðum bás, ef undan
eru dregnar þær fáu leigur til
fjársterkari aðila, eins og t.d.
þess „opinbera“.
Hver er svo tilgangurinn með
þessum uppljóstrunum? Til-
gangurinn er að upplýsa þá,
sem hafa talið sig „vita“ af
okurleigu til menningaraðila,
og það sé ástæðan fyrir lélegu
menningarlífi á Siglufirði.
En það gæti svo vakið
spurningar. Hverjir eiga að
styrkja menningarlíf á Siglu-
firði? Eru það einstaklingar eða
lítil fjölskyldufyrirtæki á borð
við Nýja Bíó h.f„ eða er það
bæjarfélagið í heild?
Svo eru það kvikmyndasýn-
ingar. Það væri gróf lýgi ef ein-
hverjum dytti í hug að fullyrða
að slíkur rekstur væri ábata-
samur. Staðreyndin er sú að oft
hefur hvarflað að eigendum
Nýja Bíó að hætta þeim rekstri
og snúa sér að meiri „sjoppu-
rekstri“, því í raun má segja að
„góður“ hagnaður af Bíó Bar
hafi runnið beint í taprekstur á
bíóinu. Skynsamlegra ætti að
vera að gera hagnaðinn raun-
verulegan og nota bíóið fyrir
geymslu eða eitthvað þvíum-
líkt.
Fyrir rúmum tveim árum
munaði litlu að eignirnar yrðu
seldar undir verslun. og á þeim
tíma „gerðu bæjaryfirvöld allt“
til að koma í veg fyrir að svo
yrði, vegna þess að við það
mundi mikilvægum stoðum
vegna menningarlífs Siglu-
fjarðar verða kippt burtu, bæði
hvað snertir þá menningu sem
kvikmyndasýningar eru og allar
aðrar samkomur. Eigendur
voru kallaðir á bæjarráðsfund
og prívatfundi til að kanna
leiðir til bjargar, svo hægt væri
að reka bíóhúsið. Jafnvel lá í
loftinu að bæjaryfirvöld vildu
flestu fórna til styrktar, nema
að kaupa sjálf. En allt í einu,
þegar væntanlegur kaupandi
eignanna hætti við aukin
verslunaráform sín, og það lá
fyrir að eigendur Nýja Bíós
gátu ekki selt, þá misstu bæjar-
ráðsmenn og aðrir allan áhuga
á menningarþætti bíósins. Það
sannaði svar við bréfi sem eig-
endur Nýja Bíó höfðu sent
bæjarráði til að kanna hvort
hægt yrði að þreifa á einhverj-
um af þeim uppörvandi orðum,
sem þeir höfðu haft í eyru eig-
anda Nýja Bíó.
Eigendur Nýja Bíó hyggjast
ekki í dag að selja eignina við
Aðalgötu 30, þrátt fyrir mót-
vind og slæmar bárur frá
bæjaryfirvöldum. En hvort gert
verður stutt, langt eða eitthvert
hlé á rekstri Bíóhússins, það
verður mál eigendanna. En eitt
ættu allir að gera sér grein fyrir.
Frumskilyrði þess að einhver
menning geti boðist, er að ein-
hver hafi áhuga á henni og sæki
hana þegar hún býðst, svona
annað slagið að minnsta kosti.
Og ekki ætti að saka að minnast
á að þetta á ekki síður við um
kvikmyndir en aðrar tegundir
lista. Til marks um hvað Sigl-
firðingar eru komnir lágt
menningarlega séð má nefna,
að Siglufjörður er í dag miðað
við síðustu tvö árin, lélegasti
markaður islenskra kvikmynda
ef miðað er við íbúatölu. Það
hafa kvikmyndaframleiðendur
sagt mér.
Hluti af „sök“ þessarrar
öfugþróunar er aukin tækni,
sem gerir fólki kleift að njóta
menningar heima í stofu, þ.e.
vídeótæknin. Sumir nota þessa
tækni af skynsemi, en alltof
margir nota vídeótæknina á
þann hátt að velja myndefni af
handahófi. eða án þess að hafa
hugmynd um raunverulegt
innihald. Sumir jafnvel senda
eftir „spólu“ sem þeir hafa ekki
„séð áður“, og virðist ekki
skipta máli hvert efnið er, og
sleppa á sama tima góðu efni úr
sjónvarpsdagskránni og eða
góðri mynd i Nýja Bíó.
Skynsamleg notkun vídeó-
tækis væri nr. 1 að skoða dag-
skrá sjónvarpsins, athuga
hvaða mynd sé i bíó eða hvort
eitthvað annað áhugavert sé á
döfinni í bænum. Nú ef eitt-
hvað gott er í sjónvarpinu á
sama tíma og góð bíómynd er í
bíó eða eitthvað annað at-
hyglisvert, þá á maður að setja
óátekna spólu í vídeótækið og
láta sjálfvirknina taka upp úr
sjónvarpsdagskránni og fara í
bíó eða hvað annað sem maður
velur, og horfa síðan á „upp-
tökuna" síðar er tækifæri gefst.
Nr, 2 ætti að vera heimsókn á
vídeóleigu og velja vandlega
það efni sem áhugavert kann að
sýnast til afþreyingar, ef allt
annað þrýtur.
Steingrímur
Sundhöllin opnar
Nú strax eftir helgina er
stefnt að því að sundhöllin
opni. Unnið hefur verið við að
taka gólfið af og gera allt tilbúið
fyrir sundvertíðina.
íþróttaráð kom saman á
mánudag og ákvað verðskrá:
Fullorðnir, einst. skipti 38,00
Fullorðnir, 10 miðar . 250,00
Börn, einst. skipti ... 20,00
Börn, 10 miðar .......... 125,00
Baðstofa, einst. skipti 65,00
Baðstofa, 10 miðar 508,00
Leiga (sundf., handkl.) 40,00
Verðskrá á sólarlampa verð-
ur óbreytt.
Formaður íþróttaráðs er
Freyr Sigurðsson. K.
Símar: 71129 — H. 71248 r-ri
EIMSKIP
STRANDFLUTNINGAR
" <
tBRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS
ER EIGN SVEITARFÉLAGA í LANDINU
UMBOÐ: KRISTRÚN HALLDÓRSDÓTTIR
-.. ..--- --------
ELDHUSINNRÉTTINGAR INNIHURÐIR FATASKÁPAR VIÐARKLÆÐNING BAÐINNRÉTTINGAR Búturhf Sími 7-13-33. ÚTIHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR GLUGGAR NÝBYGGINGAR
I