Siglfirðingur - 23.12.1989, Qupperneq 5
5
Vegarlagning frá Ráeyri til Sigluness
Þar sem fyrirhuguð vega-
lagning Stefáns Einarssonar út
á Siglunes er enn á ný til um-
fjöllunar fyrir bæjarstjóm
þykir undirrituðum rétt aó
gera nokkra grein fyrir máli
þessu, lesendum Siglfirðings
til fróðleiks.
Með bréfi dagssettu 20. máí
1987 sótti Stefán Einarsson
formlega um leyfi bæjarráðs
til þess að leggja einkaveg frá
Ráeyri til Sigluness og fylgdi
með umsókninni lýsing Verk-
fræðistofu Siglufjarðar á fyrir-
huguðum vegi. I bréfinu segir
m.a.: „Undirritaður hefur
fengið leyfi umráðamanns
Staðarhóls til þess að leggja
veginn um land jarðarinnar og
einriig leyfi meirihluta eig-
enda jarðarinnar Sigluness til
þess að leggja veginn yfir
óskipt land jarðarinnar. Þess
er gætt að vegurinn liggi ekki
yfir skipt land úr landi
Sigluness.“
í lýsingu Verkfræðistofu
Siglufjarðar kemur fram
fyrirhuguð lega vegarins í
grófum dráttum, en eiginleg
hönnun var ekki gerð og eru
lokaorð hennarþessi: „Lýsing
þessi er tekin saman af Verk-
fræðistofu Siglufjarðar í sam-
ráði við Stefán Einarsson á
Siglunesi, en tekið skal fram
að vegna þess að vegurinn er
ekki hannaður eins og al-
mennt tíðkast við vegi, sem
eru opnir fyrir almennri um-
ferð, má gera ráð fyrir að við
framkvæmdina komi fram
vandamál, sem ekki verða á
þessu stigi séð fyrir, þannig að
víkja þurfi talsvert frá lýsingu
þessari.“
Eftir miklar umræður og
athuganir samþykkti bæjar-
stjóm á fundi 17. september
1987 að heimila vegagerðina
að uppfylltum þeim skilyrðum
að: 1) Veghönnun yrði sam-
þykkt af skipulagsyfirvöldum,
2) Veghönnun yrði á þá leið að
lágmarksröskun yrði á landi,
3) öraggt yrði að lokið yrði
við verkið og það unnið sam-
kvæmt hönnun, 4) Ljóst yrði
frá upphafi hver væri eigandi
vegarins og sæi um viðhald
hans í framtíðinni. Með skil-
yrði nr. 3 var átt við að
bankatrygging yrði lögð fram
fyrir því að verkinu yrði lokið
á fullnægjandi hátt.
Aðalskipulagibreytt
í framhaldi af þessari sam-
þykkt var fyrirhugaður vegur
settur inn á aðalskipulag og
breytingin auglýst í Lögbirt-
ingarblaðinu 23. desember
1987 og skiplagið haft til sýnis
hjá bæjartæknifræðingi lög-
skipaðan tíma og auglýst eftir
athugasemdum. Allnokkrar
athugasemdir bárust, en þóttu
ekki gefa tilefni til breytinga
og var því skipulagið staðfest
af félagsmálaráðherra. Við
afgreiðslu málsins í bæjar-
stjóm bókuðu bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins að þrátt
fyrir samþykki sitt við að veg-
urinn væri settur inn á skipu-
lag væru þeir ekki að skuld-
binda sig til þess að sam-
þykkja eignamám síðar.
Eignarnámsbeiðni
Með bréfi til samgönguráð-
herra dags 7. júní 1989, fer
Stefán þess á leit að ráðherra
veiti heimild til eignamáms
vegna vegagerðar frá Ráeyri í
Siglufirði og út á Siglunes og
óskaði ráðherrann, með bréfi
dags 29. nóvember 1989, eftir
umsögn bæjarstjórhar Siglu-
fjarðar um málið með hliðsjón
af 38. gr. vegalaga nr. 6/1977.
Frá því að breytingin var
samþykkt á aðalskipulaginu
höfðu orðið eigendaskipti á
Staðarhóli og hafði sam-
komulag ekki tekist milli hins
nýja eiganda og Stefáns um
vegarlagninguna.
Var bréf samgönguráðherra
tekið til umræðu í bæjarstjórn
14. desember sl„ en varð ekki
útrætt.
Lögfræðiálit
Við þá umræðu rifjaði
undirritaður upp umsögn
Arnmundar Backman, lög-
fræðings, frá 5. júlí 1988, um
eignamám, en þar segir m.a.:
„í 7. kafla skipulagsmála nr.
19/1964 eru ákvæði um for-
kaupsrétt, eða eignarnám og
skaðabætur. I 27. gr. laganna
er lögfest það almenna ákvæði
að sveitarstjórnum sé heimilt,
að fengnu samþykki ráðherra,
að taka eignarnámi lands-
svæði (fasteignir) innan
sveitarfélags, ef skipulags-
stjórn telur það nauðsynlegt
vegna fyrirsjáanlegrar og eðli-
legrar þróunar sveitarfélags-
ins. í 28. gr. sömu laga er
kveðið á um heimild sveitar-
stjórnar til að taka einstakar
eignir eða hluta fasteignar
eignarnámi, ef þess gerist
nauðsyn vegna framkvæmda
á staðfestu skipulagi. „.“ Ef
borin eru saman ákvæði 6.
Kafla vegalaga um einkavegi,
kemur í ljós að einkavegir eru
þeir einir, sem ekki teljast
þjóðvegir, sýsluvegir eða fjall-
vegir, ligga utan skipulags-
skyldra svæða og eru kostaðir
af einstaklingum, fyrirtækjum
eða opinberum aðilum sbr. 37.
gr. vegalaga „....“ Ef það er
ætlun bæjarstjórnar Siglu-
fjarðar að heimila einkaveg
innan skipulagðs svæðis er
augljóst að heimild 37. gr.
vegalaga nær ekki til þess.
Stefán Einarsson á Siglunesi
gæti því ekki sjálfur fengið
heimild ráðherra til eignar-
náms vegna einkavegar, enda
er hér um að ræða veg innan
bæjarmarka Siglufjarðar á
skipulögðu svæði. Eignar-
námið yrði því að fara fram á
ábyrgð og að frumkvæði
kaupstaðarins í samræmi við
27. gr. sbr. 29. gr. skipulags-
laga og sveitarfélagið bæri því
ábyrgð á greiðslu eignar-
námsbóta gagnvart land-
eigendum og gagnvart öllum
öðrum kostnaði samfara
eignamámi sbr lokamálsgrein
29. gr. skipulagslaga en þar er
ákvæði þess efnis að allar
bætur skv. lögum þessum
skuli greiddar úr sveitarsjóði,
en um framkvæmd mats fari
skv. lögum nr. 61/1917 með
síðari breytingum frá 1973.
í þessu tilfelli eins og öðrum
þegar um eignamám er að
ræða verður að gæta ákvæða
67. gr. stjórnarskrárinnar, en
þar er ákvæði þess efnis að
engan megi skylda til að láta
af hendi eign sína nema al-
menningsþörf krefji og þurfi
til þess lagafyrirmæli og komi
fullt verð fyrir. Spurning er
þess vegna í fyrsta lagi sú
hvort sveitarfélag geti krafis
eignarnáms á einkaland
undir einkaveg sem þjónar í
öllum atriðum hagsmunum
eins manns og sem ætlað er að
bera ábyrgð á honum og kosta
að öllu leyti.“
Álitsgerð Arnmundar er
það löng að ekki eru tök á að
taka mikið meira upp úr henni
en hér er gert, en þó skulu tíl-
greind tvö atriði úr saman-
dregnum niðurstöðum hans:
1) Eignarnám á einkavegi
semliggur innan skipulags-
skylds svæðis, er á ábyrgð
sveitarfélags. Sveitarfélagi
ber að fjalla um kostnað og
skaðabætur og verður að eiga
frumkvæðið.
2. 67. gr. stjórnarskrárinnar
heimilar ekki eignarnám
nema almennignsþörf krefji.
Um það kann að verða réttar-
ágreiningur ef veginum er
ætlað að þjóna einkahags-
munum alfarið."
Samkomulagsatríði
Eins og sjá má af
framangreindum tilvitnunum
telur Ammundur að fyrir-
hugaður einkavegur falli ekki
undir 38. gr. vegalaga, þannig
að eignamám og tilheyrandi
costnaðúr (ef eignarnám næði
fram að ganga) væri alfarið á
ábyrgð sveitarfélagsins. Þar
sem það hefur ætið verið
skoðun bæjarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins að ef af vegar-
lagningu út á Siglunes eigi að
verða, þurfi að koma til sam-
komulag þeirra sem hags-
muna eiga að gæta í málinu án
afskipta bæjaryfirvalda.
Skylda bæjarstjórnar
Bæjarstjórn hefur þegar
gert skyldu sína í málinu, þ.e.
að setja veginn inn á skipulag
og gera með því landeig-
endum kleyft að leggja veginn
þegar og ef þeir ná samkomu-
lagi sín á milli um vegarlagn-
inguna. Þó erfitt sé að „banna
mönnum að leggja veg heim
til sín“ eins og það hefur verið
kallað, er ennþá erfiðara að
taka löglegar eignir annarra
manna eignarnámi í einka-
þágu. Til þess eru eignarrétt-
arákvæði stjórnarskrárinnar
væntanlega sett, að hið opin-
bera (eða einstaklingar) geti
ekki ráðskast með einkaeignir
að geðþótta.
Niðurstaða
Þetta mál, eins og flest
önnur, verður að leysa í sátt og
samlyndi, án afskipta bæjar-
yfirvalda, enda er sú leið oftast
farsælust.
Siglfirðingum öllum óska
ég gleðilegra jóla og óska þeim
velfarnaðar á nýju ári, með
þökk fyrir ánægjuleg sam-
skipti á liðnum árum.
Axel Axelsson
Óskum starfsfólki
okkar og A/ h
landsmönnum öllum
Gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs
SIGLFIRÐINGUR HF.
Aðalgötu 34
580 Siglufjörður 96-71518
SIGLFIRSK
STEENA-
SIGLFIRSK
STJÓRNUN
n
SPARISJÓÐUR SIGLUFJARÐAR
- fyrir þig og þína heimabyggð
Crtriciriririririririririririririririririririririririririri^^