Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.12.1989, Síða 9

Siglfirðingur - 23.12.1989, Síða 9
9 SiglítraSgnr Þ. Ragnar Jónasson: Faktorinn á Siglufírði ] að a ávallt fróðlegt og gagnlegt að horfa til liðins tíma og kynna sér aldarfar og at- burði, sem sett hafa mark á þjóðlífið og skapað gengnum kynslóðum kjör og kosti. Jafn- framt því kynnist. maður þeim persónum sem breytt hafa sögu einstakra héraða og lands- íeildarinnar. Einn af þeim mönnum, sem stuðlaði að framförum í sínu héraði, og vakti fólk til dáða í byrjun mikilla beytingatíma á seinni hluta 19. aldarinar, var Snorri Pálsson faktor á Siglu- firði. Hann var helsti og áhrifamesti hvatamaður flestra þeirra fyrirtækja, er til fram- kvæmda komust á Siglufirði á meðan hans naut við. Snorri fæddist þann 4. febrúar árið 1840 á Möðruvöll- um í Hörgárdal. Faðir hans, Páll Jónsson, var þá heimilis- kennari þar hjá Bjarna amt- manni og skáldi Thorarensen. Seinna varð Páll prestur á Myrká, Völlum og Viðvík. Hann var kennimaður góður og sálmaskáld. Hinir fögru sálmar hans eru ennþá í sálmabók þjóðkirkjunnar. Kona Páls var Kristín Þorsteinsdóttir frá Laxárnesi. í þjóðsögum er eftirfarandi frásögn: „Einu sinni er prestshjónin áttu bamsvon dreymdi séra Pál. að til hans kæmi aldraður maður og bað hann að láta barhið heita eftir sér. Prestur spurði aðkomumann að heiti, en hann kvaðst vera séra Snorri á Húsafelli. Séra Páll hét draummanninum því, sem hann bað um, og lét son sinn heitaSnorra. Hann varð seinna verslunarstjóri á Siglufirði, og gæfumaður mikill, að því talið er.“ Séra Snorri Björnsson á Húsafelli var frægur maður í þjóðsögum, sökum gáfna og mikillar þekkingar, enda talinn göldróttur. Hann var hraust- menni og kraftajötunn svo að af bar, og steinatökin hans eru ennþá til sýnis á Húsafelli. Það var talið, að gæfa fylgdi því, ef börn voru skírð eftir óskum draumamanna, en ógæfa myndi fylgja barninu ef út af því væri brugðið. Snorri Pálsson stundaði nám í föðurhúsum. Hugur hans stóð snemma til verslunarstarfa og ungur hóf hann störf við Skagastrandarverslun, sem þá var í eigu bræðranna Jakobsen. Einn vetur var hann skrifari sýslumannsins í Skagafirði, sem þá var Kristján Kristjánsson, síðar amtmaður. Vorið 1859 réðist hann til Chr. Thaaes verslunar á Hofsósi, sem „assistent.“ Verslunarstjóri þar var Sigmundur Pálsson. Chr. Thaaes var valdamikill kaupmaður á Norðurlandi og hafði mikil afskipti af atvinnu- málum óg útgerðarmálum, og er talið að hann hafi orðið fyrstur manna til að gera út þilskip á hákarlaveiðar. Árið 1845 keypti Chr. Thaae Siglufjarðarverslun af Örum og Wulf, og átti hann þá margar verslanir bæði á Norðurlandi og Austurlandi. Hann mun því hafa haft marga góða menn í þjónustu sinni. En árið 1864 var Snorri Pálsson gerður að versíunarstjóra á Siglufirði, aðeins 24 ára gamall. Mun því Snorri hafa aflað sér mikils álits á þeim árum, sem hann var „assistent“ á Hofsósi. Sama ár kvæntist Snorri, Margrét. Ólafsdóttur frá Fjöllum í Kelduhverfi og reistu þau heimili sitt í hinu nýja umhverfi á Siglufirði. Siglfirðingar bjuggu þá upp á forna vísu, og lífskjörin breyt- ingalítil um aldaskeið. Þeir stunduðu jöfnum höndum sjó- sókn og landbúnað. í Siglu- fjarðarbyggðum voru um þetta leyti 22 bújarðir, flestar litlar og gátu ekki borið stór bú. Þá voru íbúar í Hvanneyrarhreppi aðeins 260. Norðlendingar höfðu stundað hákarlaveiðar um langan aldur, mest á opnum fleytum, en þó voru árið 1864 fimm þilskip í Hvanneyrar- hreppi. Útflutningur var þá einkum lýsi og skreið, en einnig var harðfiskurinn notaður í vöruskipti innanlands milli útvegsmanna og sveitabænda. Lýsisbræðsla var á vegum verslunarinnar, mest í opnum pottum, en seinna var komið upp gufubræðslu og varð lýsið þá betri vara. Fiskur var aðal- lega veiddur haust og vor, enda var gott til fanga á grunn- miðum á þessum tímum. Sjávargagnið drýgði í búi hjáSiglfirðingum. Eftir að Snorri tók við stjórn Siglufjarðarverslunar hófst hann handa um að efla sjávar- 1 útveginn. Hann eignaðist hlut í hákarlaskipum og gerði til- raunir með þorskveiðar á þil- skipum. Blómaskeið hákarla- veiðana er talið tímabilið 1860—1880. Árið 1873 voru 14 hákarlaskip í eigu Siglfirðinga og Fljótamanna. Sjálf verslun- in dafnaði vel undir stjóm Snorra og var talin ein sú arð- samasta af verslunum Thaaes kaupmanns. Ánð 1870 urðu mikil tíma- mót í verslun og viðskiptum Norðlendinga. Þá var stofnað á Akureyri hið svokallaða Gránufélag. Aðalforgöngu- maður þess og framkvæmda- stjóri var Tryggvi Gunnarsson. Þeir Tryggvi og Snorri voru miklir vinir og höfðu mikil bréfaviðskipti. Eftir að Gránu- félagið var orðin sterk hreyfing var Snorri þess mjög fýsandi að það keypti Siglufjarðarverslun. Af því varð þó ekki fyrr en eftir lát Chr. Thaaes, sem andaðist 1875. Árið eftir, eða 1876 keypti Gránufélagið veiblunina á Siglufirði og þau mannvirki og eignir sem henni fylgdu, þar á meðal hafskipabryggju. Snorri varð svo áfram versl- unarstjóri og færðist nú í auk- ana. Þilskipaábyrgðarfélag var stofnað á Akureyri 1866 og vai sérstök deild í því undir stjórn Snorra Pálssonar. Félagið lét til sín taka um menntun skipstjóra á hákarlaskipum. Jón Loftsson, bóndi og skipstjóri í Efra Haganesi í Fljótum var kennari skipstjóranna og skipstjóra- efnanna. Hann var einn menntaðasti skipstjórinn á félagssvæðinu. Þann 1. janúar 1873 var „Sparisjóður Siglufjarðar“ stofnaður. Snorri var einn helsti hvatamaður að stofnun hans og var hann gjaldkeri sjóðsins til dauðadags. Þetta er nú elsta starfándi peninga- stofnun landsins. Árið 1880 beitti Snorri sér fyrir stofnun Ekknasjóðs Siglu- fjarðar, ásamt öðrum góðum mönnum. Mjög mikið var um sjóslys á tímum hákarlaveið- anna, enda var hart sótt. Þessi sjóður er ennþá til, og er í vörslu Siglufjarðarkaupstaðar. Stofnað var Síldveiðifélag Eyfirðinga árið 1880, að frym- kvæði Tryggva Gunnarssonar og Snorra. Síldin var þá mikil inná Eyjafirði og Siglufirði og veidd í landnætur. Snorri lét salta í 650 tunnur og seldi þær til útlanda haustið 1881. Var það fyrsti síldarútflutningur fslendinga. Því miður varð þessi starfsemi endaslepp, þar sem árið 1882 lokuðust öll mið af hafís, og mikil harðindi voru í landinu, svo starfsemin hætti. Á árinu 1878 stofnuðu þeir Snorri og Einar B. Guðmunds- son alþingismaður á Hraunum í Fljótum, sem var giftur Kristinu systur Snorra, fyrir- tæki sem átti að annast niður- suðu matvæla. Forstöðumaður fyrirtækisins var Hafliði Guðmundsson, sem einnig var blikksmiður og smíðaði umbúðir um vörurnar. Snorri og Hafliði voru systr- synir en móðir Hafliða var Ragnheiður Þorsteinsdóttir frá Laxámesi. Hafliði var síðar oddviti og hreppstjóri á Siglu- firði í 23 ár, og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Hafliði var vinsæll og vildu allir hlíta forsjá hans, enda góðvilj- aður og glaðvær. Norskir vinir hans reistu honum minnisvarða við hús hans, í þakklætisskyni fyrir veitta aðstoð. Niðursuðan var rekin í nokkur ár og reyndust vörurnar mjög vel. Aðallega voru soðnar niður kjötvörur s.s. kindakjöt, kæfa, rjúpur, svo og silungur í olíu. Löngu seinna flutti Einar á Hraunum niðursuðuna til Haganesvíkur, og starfrækti hana þar um nokkurt skeið. Fyrir áeggjan Snorra var um 1875 byrjað að salta fisk á Norðurlandi og fékk hann sér- fróðan mann til þess að kenna saltfiskverkun. Þetta varð síðar mikilvæg útflutningsvara. Það var mikið lán fyrir Sigl- firðinga, að Snorri Pálsson var kosinn annar þingmaður Eyfirðinga árið 1875. Sat hann á þingi til 1879. Á þessum stutta ferli, sem al- þingismaður, kom hann í gegn mörgum nauðsynjamálum fyrir sitt heimahérað með góðri hjálp samþingmanna. Fyrir atbeina Snorra var lagfæring gerð áveginum yfir Siglufjarðar- skarð á kostnað Landssjóðs. Þar hafði til foma verið gerður einskonar dyr í gegnum þunna fjallseggina. En við þessa breytingu var skarðið lækkað og vegurinn breikkaður svo að það varð sæmilega fært klyfj- uðum hestum. Stofnað var sérstakt læknis- hérað á Siglufirði sem náði yfir Siglufjörð, Ólafsfjörð, Grímsey og þrjú prestaköll í austanverðri Skagafjarðarsýslu. Þetta var á þinginu 1875, sem samþykkt var ný skipan læknishéraða á íslandi. Áður þurftu Siglfirðingar og nær- sveitamenn að leita læknis til Akureyrar, sem reyndist að sjálfsögðu erfiðleikum bundið. Fyrsti héraðslæknir Siglfirð- inga var Helgi Guðmundsson. Sagt er að í læknisleysinu haf Snorri Pálsson fengist vic lækningár og hjálpað mörgum. Á þessum árum var Siglu- fjörður gerður að viðkomustað strandferðaskipanna, en áður höfðu þau farið framhjá á ferðum sínum. Þetta var nauð- synjaverk, sem verslunarstjór- inn skildi manna best, vegna síns aðalstarfs. Þá var samþykkt að póst- ferðir skyldu teknar upp til Siglufjarðar, en áður gekk pósturinn aðeins til Hofsóss. Póstafgreiðsla var jafnframt stofnuð á Siglufirði. Allt þetta hafði geysilega þýðingu fyrir Siglfirðinga, og vissulega má eigna Snorra afgreiðslu þessara mála, enda var hann manna kunnugastur þörfum sveitunga smna, og hann var alltaf fús til að leysa málin með dugnaði. Snorri hafði forgöngu um það á Alþingi að koma upp minnisvarða um Hallgrím Pétursson sálmaskáldið mikla. Sá varði stendur við dómkirkj- una í Reykjavík. Hins mikla athafnamanns Snorra Pálssonar naut því miður við of skamman tíma. Hann var verslunarstjóri á Siglufirði aðeins í 19 ár. Hann andaðist úr taugaveiki þann 13. febrúar 1883, öllum harm- dauðl. Snorri var talinn hamingju- maður í einkalífi sínu og bjó kona hans Margrét Ólafsdóttir honum gott heimili. Þau hjónin eignuðust 7 börn, en fjögur náðu fullorðinsaldri. Bárna- dauði var mjög algengur á þeim tímum. Maddama Margrét, en svo var hún jafnan kölluð, byggði sér einbýlishús árið 1884. Þar bjó hún ásamt börn- um sínum í nokkur ár, en flutt- ist síðan til fsafjarðar. Hún lést á Siglufirði árið 1926. Hafliði Guðmundsson keypti „Maddömuhúsið“ 1898 og bjó í því til dauðadags árið 1917. Þar býr nú (1989) sonardóttir hans frú Sigríður Guðmundsdóttir, ásamt eiginmanni sínum Hirti Ármannssyni fyrrv. íögreglu- þjóni. Það var gæfa Siglufjarðar, að hinn mikli athafnamaður Snorri Pálsson, skyldi ráðast til Siglufjarðar, sem verslunar- stjóri. Hann var frumkvöðull nýrra atvinnuvega og mikill baráttumaður frjálsrar versl- unar á Norðurlandi. Hann var hinn mikilhæfasti maður og kom allmikið við sögu marg- víslegra mála bæði utanhéraðs og innan. Hann andaðist aðeins 43 ára gamall og óefað hefði hann af- rekað miklu, ef honum hefði enst lengri aldur. Á næsta ári, þann 4. febrúar 1990 verða liðin 150 ár frá fæð- ingu Snorra Pálssonar, og væri ærin ástæða til þess fyrir Sigl- firðinga að minnast þess hátíð- lega. 16. desember 1989. Þ. Ragnar Jónasson. Gleöileg jól! Farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Veiðarfœraverslun Sig. Fanndal

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.