Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.12.1989, Síða 10

Siglfirðingur - 23.12.1989, Síða 10
10 Siglftr&llflpir Vilhjálmur Egilsson: Gefumst ekki Við gerum að sjálfsögðu þá kröfu að halda yfirráðum okkar yfir fiskimiðunum og það gengur alls ekki að undir- gangast sameiginlega fisk- vieðistefnu Evrópubandalags- ins. Við ömumst oft við kvótanum og öðrum þeim að- gerðum sem gripið hefur verið til við stjórn fiskveiðanna hér við land. Það stendur þó eftir sem staðreynd að okkur hefur um flest tekist betur til við að varðveita fiskistofna okkar en þjóðum Evrópubandalagsins. íslendingum er einum treystandi til þess að varðveita og byggja upp þá auðlind sem fiskurinn í sjónum umhverfis iandið er og því má alls ekki gefa eftir í þessu máli. Ríkið tekur ekki þátt í erfiðleikunum Næsta ár verður erfiðleika- ár í atvinnulífi okkar og heimilin í landinu munu enn þurfa að draga saman seglin. Þetta er fyrst og fremst afleið- ing af minnkandi sjávarafla sem ekki þýðir að fást um. Erfiðleikar heimilanna eru því miður magnaðir með óvitur- legum skattahækkunum sem þýða um 7000 krónur á mánuði í hærri skattbyrði fyrir vísitölufjölskylduna títt- nefndu. Við höfum tekið eftir því að í langflestum fyrirtækjum landsins er verið að draga saman seglin, hagræða og spara og reyna að greiða niður skuldir. Mörg fyrirtæki hafa sligast undan skuldunum og orðið gjaldþrota. Á heimilun- um hefur líka verið dregið saman og fólk leyfir sér ekki það sama og áður. bita af minni köku. Ekki er svo teljandi sé verið að stokka upp og spara í ríkisstofnunum og þess vegna fer sem fer. Verðbólgan næst ekki niður Á undanförnum vikum hefur verið rætt um svokall- aða „núlllausn" í kjarasamn- ingum. Hætt er við því að klúðurdeildin í stjórnarráðinu sjái til þess að slík leið verði ekki fær með því að hækka skatta og eyðileggja með því grunninn fyrir því að fólk geti sætt sig við litlar kauphækk- anir. Því má búast við að næsta ár verði með svipaðri verðbólgu eins og það ár sem nú er að liða. Verðbólgan þýðir að sjálfsögðu að hagur heimil- anna versnar meira en hann þyrfti að gera. Skynsamlegast væri að ná verðbólgunni sem allra mest niður. Þá verður fólki miklu meira úr pening- unum þrátt fyrir lækkandi kaupmátt og þá er hægt að ná niður vöxtum. Úr öldudalnum liggur leiðin upp Við megum ekki láta erfið- teikana hafa of mikil áhrif á okkur. Við verðum áð eygja möguleikana til framfara og betri kjara. Við skulum ekki búast við neinu á næsta ári. Minnkandi afli þýðir alltaf að Islendingar þurfa að draga saman seglin. En þá verður botninum líka náð. Á árinu 1991 fer aftur að rofa til og takist vel til með samninga við Evrópubanda- lagið skapast miklir mögu- leikar fyrir sjávarplássin á Is- landi. Jól og áramót eru tími hátíðahalda og gleði, en einnig tími uppgjörs við fortíðina og umhugsunar um framtíðina. Ekkert getur tekið jólin og gleðina sem þeim fylgir frá okkur. Við höldum alltaf jólin sama hverju á gengur. Árið sem nú er að líða hefur um margt verið erfitt. Við höfum séð fyrirtæki og heimili lenda í vandræðum í stærri stíl en í langan tíma og gjaldþrot og fjárhagslegar hremmingar hafa verið tíð. Siglufjörður hefur ekki farið varhluta af þessu ástandi. Glæta í myrkrinu Mikilvægt er á slíkum erfiðleikatímum að láta ekki hugfallast heldur að horfa til framtíðarinnar og reyna að sjá glætu í myrkrinu. Við skulum gera okkur fulla grein fyrir vandræðum sem mörg heimili og fyrirtæki búa við, en við megum ekki láta barlóminn ná svo tökum á okkur að við komum ekki auga á það sem getur hjálpað okkur upp úr erfiðleikunum. Þrátt fyrir allt eru lífskjör á íslandi með því sem best gerist meðal þjóða heims. Á síðasta ári vorum við í hópi 10 tekju- hæstu þjóða heims og við verðum á þessu og næsta ári í hópi 20 tekjuhæstu þjóða heims þótt afli og kaupmáttur heimilanna minnki. Fólkið er verðmæt-- asta auðlindin Möguleikarnir framundan eru miklir og ef við beitum skynsemi er vel unnt að byggja áfram upp atvinnulífið og bæta lífskjör þjóðarinnar. Sjávarútvegur verður enn um hrið aðal útflutningsgrein okkar og þrátt fyrir allt tal og áform um stóriðju getur ekkert komið í staðinn fyrir sjávarútveginn á næstu árum og áratugum. Oft er talað um að sjávarút- vegur byggi á takmarkaðri auðlind sem er fiskurinn í sjónum. Þetta er svo langt sem það nær en sjávarútvegurinn byggir líka á ókatmarkaðri auðlind, en það er fólkið sem við hann vinnur. Framfarir á íslandi á undanförnum árum hafa ekki síst byggst á því að vinna meir og betur úr sjávaraflanum og gera meiri verðmæti úr fiskin- um. Þetta hefur verið gert með betri meðferð á fiski um borð í skipum og vinnslu í verðmætari afurðir. Evrópubandalagið skiptir máli Þessi þróun mun halda áfram. Það sem framundan er i þessum efnum tengist ekki síst viðræðum okkar við Evrópubandalagið. Þegar við hlustum á fréttir af viðræðum fulltrúa okkar við Evrópu- bandalagið virðast þessi mál oft vera fjarlæg og ekki skipta okkur beint máli. En það er öðru nær. Fríverslun með sjávarafyrðir við Evrópubandalagið er eitt mikilvægasta hagsmunamál hvers einasta heimilis á íslandi og ekki síst þeirra heimila þar sem fyrirvinnurnar hafa tekjur af sjávarútvegi. Nú greiða íslendingar verulegar upphæðir i tolla til Evrópubandalagsins og má ætla að á þessu ári séum við að greiða um 1500 milljónir króna. Þetta ér að sjálfsögðu skattur sem leggst á alla þá sem vinna við sjávarútveg og nálægt 100 þúsund krónum á hvem fullvinnandi karl eða konu sem starfar í þessum at- vinnuvegi. Tollamir sjálfir eru þó ekki aðal málið. Þessir tollar gera það líka að verkum að marg- vísleg vinnsla borgar sig ekki sem myndi vera hagkvæm ef tollarnir væru ekki til staðar. Þannig tapast líklega enn hærri upphæðir en þær sem við borgum í tolla. 8% tollur á ferskum flökum Til dæmis er 18% tollur á ferskum fiskflökum inn í Evrópubandalagið sem dregur mjög úr hagkvæmni þess að flytja fersk flök með flugi eða jafnvel skipum til ríkja bandalagsins. Ef þessi tollur fæst fellur niður og sömuleiðis tollur af saltfiski opnast stóriir möguleikar fyrir sjávarplássin á landsbyggð- inni. Þær viðræður sem í hönd fara milli íslands og Evrópu- bandalagsins i samfloti við EFTA þjóðirnar eru því afar þýðingarmiklar fyrir alla þjóðina og ekki síst fyrir þá sem hfa og starfa í sjávar- plássum víðsvegar um landið. En á meðan allt þetta er að gerast heldur ríkið áfram að þenjast út og heimtar stærri Með ósk um gleðileg jól og þökk fyrir sa.mskiptin á líðandi ári. Óskum starfsfólki okkar og við- skiptavinum gleðilegra jóla, árs og friðar og þökkum samstarf og viðskipti á liðandi ári. Egilssíld h.f. GleðUeg jól! Farsælt komandi ár! Þðkkum viðskiptin B|tre,ðaverkstæðl Ragnars Guðmundssonar Gleðileg jól! farsælt komandi ár. Siglufjarðarumboð: Hinrik Andrésson. Gleðileg jól! Sendum Siglfirðingum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. BÆJARSTJÓRN SIGLUFJARÐAR

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.