Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.12.2000, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 23.12.2000, Blaðsíða 4
Grein úr fyrst tölubladi Siglfirdings, 1. árgangur 1923 Ávarp Eftir áskorun ýmsra góðra manna hefi jeg ráðist í að gera tilraun með að gefa hjer út vikublað, jafnvel þótt undanfarandi tilraunir á því sviði sjeu ekki sjerlega hvetjandi. Fram sálugi safnaði skuldum, eins og allir vissu, og þeim því meiri sem hann lifði lengur, þangað til þær urðu honum að bana. Og Framtíðin sem að vísu ekki er dauð ennþá, hefur víst ekki gert mikið betur en að halda holdum. Mjer er það því fullkomlega ljóst, að við fjárhagslega örðugleika muni verða að stríða, ásamt með ýmsum fleiri örðugleikum, sem blaðaútgáfu er samfara. Jeg geng þess heldur ekki dulinn, hve mikið vantar á að jeg sje fær um að standa fyrir blaði á þann veg, að það verði bænum menningarauki og til uppbyggingar landi og lýð. í því efni treysti jeg að mestu leyti á ýmsa menn, mjer færari, sem lofað hafa aðstoð sinni um að gera blaðið sem best úr garði. Um stefnu blaðsins skal það eitt sagt að þessu sinni, að það verður eindregið bindindisblað, en að öðru leyti mun stefna þess koma í ljós smátt og smátt. Annars mun blaðið fyrst og fremst láta til sín taka alt, sem heill Siglufjarðar varðar, og berjast á móti misrjetti því , sem sjávarútvegurinn hefir orðið fyrir í löggjöf vorri nú síðustu árin. Frjettir mun blaðið reyna að flytja sem mestar, rjettastar og nýjastar og húsmæðrum mun verða bent á, hvar þær fái mest fyrir peninga sína. Fyrsti árgangur er ákveðinn minst 40 blöð og kosta hann fjórar krónur sem greiðist fyrirfram. Það er að vísu nýtt hjer á landi, að blöð sjeu greidd fyrirfram, en það er gamall og góður siður erlendis, sem búið hefði átt að vera að taka upp hjer á landi fyrir löngu. Með því er tekið þvert fyrir mjög umfangsmikla innheimtu og eilíf vanskil, sem mörgu blaðinu hefir orðið að fjörtjóni. Hverjum kaupanda verður gefin kvittun, skrifleg, þar sem tekið verður fram, að ef ekki koma út 40 tölublöð, þá verði þeim endurgreiddir 10 aurar fyrir hvert það blað sem upp á vantar. Jeg vona því, að menn taki þessari nýjung vel og sjái, að um enga hættu er að ræða, þó þeir borgi blaðið fyrirfram. Ef vel gengur, er hugsanlegt að árgangurinn verði jafnvel 50-60 tölublöð án þess þó að verðið hækki. Virðingarfylst, Friðb. Níelsson

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.