Pétur er minn maður - 01.06.1996, Blaðsíða 4

Pétur er minn maður - 01.06.1996, Blaðsíða 4
Að finna til ábyrgðar og taka afstöðu Pétur Hafstein í viðtali um kosningabaráttuna og forsetaembættið Af hverju tókstu þá ákvörðun að gefa kost á þér til embcettis forseta íslands? „Ég læt mig miklu skipta hvernig embætti forseta íslands er rækt og eftir vandlega íhugun komst ég að þeirri niðurstöðu að ég hefði sitt- hvað fram að færa sem að gagni mætti koma. Hvort sem menn vilja kalla það skyldurækni eða eitthvað annað, þá á ég erfitt með að láta ekki til mín taka ef ég get lagt eitthvað til mál- anna og gert gagn. Þegar mikið er í húfi verður hver maður að finna til ábyrgðar og taka af- stöðu.“ Hver eru þá helstu stefnumál þín í þessari kosningabaráttu ? „I kosningabaráttunni hef ég lagt megin- áherslu á stöðu forseta Islands í þjóðlífinu. Annars vegar hef ég lagt áherslu á hlutverk for- setans við meðferð ríkisvalds og hins vegar á það að forsetinn sé sameiningartákn. Þetta eru að mínu mati þýðingarmestu þættirnir í starfi forsetans og hinar raunverulegu ástæður þess að embættið er starfrækt. Ég tel að framganga forseta fslands erlendis geti að verulegu leyti ráðist af því hversu styrk staða hans er á innlendum vettvangi. Það er ástæða þess að ég legg svo mikla áherslu á stöðu forsetans í þjóðlífmu. Ég legg ríka áherslu á að ítrasta aðhalds, ráð- deildar og spamaðar sé gætt í rekstri embættis- ins, þannig að reksturinn fari aldrei fram úr þeim fjárheimildum sem Alþingi ákvarðar á - hverjum tíma. Við íslendingar eigum að sníða okkur stakk eftir vexti og embættið á ekki að reka eins og hér búi milljóna þjóð. Virðuleiki forsetaembættisins verður ekki minni þótt það sé rekið af látleysi. Jafnframt er það von mín að forsetaembættið geti orðið öðrum ríkisstofnun- um fyrirmynd og þannig lagt sitt af mörkum til þess að ríkisútgjöldum sé almennt haldið innan þeirra marka sem Alþingi ákvarðar." Nú heyrist oft sagt um þig að þú sért vamm- laus. Er það rétt, ertu vammlaus? „Enginn er gallalaus, ekki ég frekar en aðrir. Ég held að þetta orð hafi kannski verið notað um mig í þeim skilningi að ég hafi ekki orðið ber að afglöpum eða mistökum í opinberu starfi. Allt orkar þó tvímælis þá gjört er og svo hefur væntanlega verið um sum embættisverk mín. Þegar horft er yfir farinn veg virðast emb- ættisverk mín þó ekki hafa leitt til úlfúðar." En nú er þetta orð „vammleysi" stundum notað um þig af andslœðingum þínum sem eins konar skammaryrði. „Mér finnst undarlegt að orðið skuli notað sem skammaryrði þar sem gefið er í skyn að ákaflega óspennandi sé að fá slíkan forseta. Ég veit satt að segja ekki til hvers er ætlast af for- seta íslands ef það er ekki kostur að hann gegni opinberu starfi sínu á þann hátt að þjóðin sé fullsæmd af.“ Að kveða sér hljóðs Nú sagðir þú í sjónvarpsþœtti á dögunum að þú hefðir ekki haft opinber afskipti af stjórn- málum árum saman. Nú halda sumir því fram að þarna hafir þú farið með rangt mál og benda í því sambandi á grein sem þú skrifaðir árið 1991 þar sem þú varaðir við mótframboði gegn sitjandi formanni Sjálfstœðisflokksins. „A mínum yngri árum starfaði ég í Sjálfstæð- isflokknum en gegndi þar aldrei sérstökum trúnaðarstörfum. Þegar ég varð sýslumaður á ísafirði árið 1983 fannst mér ekki geta farið saman að gegna því starfi og sinna stjómmála- þátttöku. Síðan hef ég ekki tekið þátt í flokks- starfi af nokkru tagi. Ég fann mig knúinn til þess á árinu 1991 að kveða mér hljóðs á opinberum vettvangi og rita grein í dagblað þar sem ég gagnrýndi aðferðir í aðdraganda formannskosninga í Sjálfstæðis- flokknum. Þama ritaði ég grein, eins og hver annar borgari, þar sem ég velti upp siðfræðileg- um spumingum, lét í Ijós skoðun mína og rök- studdi hana. Þegar mönnum er mikið niðri fyrir þá kveða þeir sér hljóðs. Ég get ekki fallist á að þessi skrif séu lögð að jöfnu við þátttöku í flokksstarfi." Þegar þú gegndir starfi sýslumanns skrifaðir þú grein um aðskilnað framkvœmdavalds og dómsvalds. Fannst þér málið brýnt? „Ég hafði mikla ánægju af því að gegna sýslumannsstarfinu og vera bæði lögreglustjóri og dómari. Ég taldi mig geta sinnt þeim störf- um af óhlutdrægni. En það er ekki nóg að dóm- arar telji sig hlutlausa heldpr verður almenning- ur að geta treyst því að störfum dómstólanna sé skipað með þeim hætti að þetta hlutleysi sé tryggt. Þess vegna lagðist ég mjög eindregið á þá sveif að aðskilja bæri dómsvald og fram- kvæmdavald. Ég var til að byrja með einn fárra sýslumanna sem taldi þær breytingar brýnar, en ég held að sýslumenn hafi almennt áttað sig á því síðan að þessi breyting var bæði nauðsynleg og skynsamleg." Þú varst því einnig fylgjandi að sýslumenn hœtlu að hafa uppboðstekjur. Af hverju fylgd- irðu eftir máli sem hefði leitt til lekjutaps hjá sjálfum þér? „Mér fannst einfaldlega ekki eðlilegt að tekj- ur sýslumanna gætu ráðist af því hversu ötul- lega þeir gengju fram við að innheimta ríkis- sjóðstekjur og halda nauðungaruppboð. Þess vegna var ég fylgjandi því að það fyrirkomulag yrði tekið upp að kjaradómur ákvarðaði laun sýslumanna og þeir hættu að hafa uppboðstekj- ur. Það var auðvitað aldrei neitt vafamál að þessi breyting leiddi til launalækkunar hjá mér og ýmsum öðrum sýslumönnum. „ Þegar talið berst að sýslumannsferli þt'num heyrist stundum sagt: Hann stakk löggunum inn. Hvað eiga menn þá við ? „Þetta er nú heldur fært í stílinn. Á ísafirði þurfti að gera átak í löggæslumálum og færa ýmsa þætti í betra og nútímalegra horf. Síðan gerðist það, því miður, að einhverjum lögreglu- mönnum varð fótaskortur. Það Ieiddi til þess að ég varð að láta menn hætta störfum og gera í framhaldi ýmsar endurbætur og skipulagsbreyt- ingar." Þetta hlýtur að hafa tekið nokkuð á. „Jú, það voru mikil átök, sérstaklega fyrstu árin. Það þurfti margt að Iagfæra, en þegar frá leið náði að skapast friður og sátt um embættið og nú held ég að menn séu almennt sammála um það að þær aðgerðir sem gripið var til hafi verið nauðsynlegar." Ekki pólítískt framboð Nú ert þú alinn upp á heimili stjórnmála- manns en í kosningabaráttunni hefur komið fram að þú telur greinilega að ekki sé mjög heppilegt að forseti haft haft áberandi afskipli af stjórnmálum. „Mér finnst að það hljóti að skipta máli með hvaða hætti stjómmálaafskipti þess manns hafa verið sem sækist eftir forsetaembættinu. Og fyrir þann mann, er staðið hefur í illvígum pól- itískum deilum og verið í fylkingarbrjósti sem foringi í stjómmálaflokki um langa hríð, hlýtur að vera erfitt að gegna embætti forseta íslands þannig að friður og sátt sé um embættið. Öðm máli kann að gegna um þá sem tekið hafa þátt í stjómmálum en ekki gegnt leiðtogahlutverki.“ Skoðanakannanir sýna að fylgi þitt kemur aðallega úr röðum sjálfstœðismanna. Er þetta einlilt framboð eins og einhverjir vilja gefa í skyn? „Því fer víðs fjarri. Mitt framboð er ekki pól- itískt og skoðanakannanir sýna þvert á móti að ég nýt stuðnings fólks úr röðum ólíkra stjórn- málaflokka í samræmi við stærð þeirra. Að framboðinu stóðu einstaklingar úr ólíku um- hverfi og ólíkum stjórnmálahópum. Forseta- embættið er ópólitískt í hinum venjulega hefð- bundna skilningi þess orðs og forsetakosningar eiga að vera það líka. Meginatriðið er að þjóðin geti sameinast um forseta sinn að kosningum loknum." Hvað finnst þér um að hafa tvœr umferðir í forsetakosningum nái enginn frambjóðanda fimmtíuprósent atkvœða? „Ég tel að það eigi að stefna að því að hér verði tvær umferðir í forsetakjöri, þannig að í síðari umferðinni verði kosið á milli þeirra tveggja efstu úr fyrri umferð. Með þeirri aðferð er miklu betur tryggt en nú er, að forseti hafi ör- uggt fylgi þjóðarinnar að baki sér. Því hefur verið borið við að þetta fyrirkomulag sé of kostnaðarsamt, en þetta mál er svo mikilvægt að ekki má horfa £ kostnaðinn. Það er að vísu ekki hægt að fullyrða að sá forseti sem fær minna en fimmtíu prósent fylgi nái ekki trausti og stuðningi meirihluta þjóðar- innar þegar frá líður. Sagan sýnir að forsetum Þessi reynsla verður okkur ✓ Ingu Astu dýrmætt veganesti og ánægjuleg minning í fram- tíðinni hvernig sem allt fer. hefur tekist það og þannig getur það orðið áfram. Ef forseti sem ekki nær meirihlutastuðn- ingi fyrst gefur kost á sér til endurkjörs þegar kjörtfmabilið er á enda og ekki kemur til mót- framboðs þá má segja að í því felist ákveðin traustsyfirlýsing." Það vakti athygli þegar þú sagðir í sjón- varpsþcetti að málskotsrétturinn vceri í eðli si'nu ekki lýðrœðislegur. Viltu útskýra nánar hvað þú áttir við? „Það er ljóst að lýðræðisskipulag okkar byggist fyrst og fremst á þingræði. Þjóðin kýs sér fulltrúa til setu á Alþingi og meirihluti þeirra ræður lagasetningunni. Það er grundvall- anregla. Þjóðkjör forsetans merkir ekki að hann hafi umboð frá þjóðinni til að stöðva lagasetn- ingu eða neita að skrifa undir lög, nema til þess liggi sérstakar og brýnar ástæður." En er fullveldisrétturinn hjá þinginu en ekki þjóðinni? „Þegar talað er um fullveldi þjóðar er fyrst og fremst átt við stöðu hennar gagnvart öðrum þjóðum og hvernig hún stendur andspænis þeim, stórum og smáum. Hver fullvalda þjóð ræður sjálf sfnum innri málefnum án íhlutunar annarra þjóða. Fullveldi þjóðarinnar er varið í stjórnarskránni og viðurkennt af öðrum þjóð- um. Alþingi getur að sjálfsögðu ekki afsalað því eða skert án þess að bera það undir þjóðina. Um það hlýtur forsetinn að standa vörð. Það hefur verið látið að því liggja í þessari kosningabaráttu að í fullveldisrétti þjóðarinnar felist eitthvað allt annað, jafnvel það að slíkur réttur sé farvegur til pólitískra afskipta forsætis- embættisins í þeim tilgangi að gæta jafnvægis milli þings og þjóðar. Þess vegna beri forsetan- um eftir eigin geðþótta að skjóta málum til þjóðarinnar. Mér finnst það afar varasamt og ófræðilegt að stilla þingi og þjóð þannig upp sem andstæðum fylkingum en li'ta alveg fram- hjá því að þingið er þjóðkjörið og að hér ríkir fulltrúalýðræði. Landsmenn kjósa sér fulltrúa til setu á löggjafarsamkomunni og hlutverk þeirra er að setja lög. Að sjálfsögðu er réttur forseta til þess að synja lögum staðfestingar og skjóta málum þannig til þjóðarinnar mikilvægur. En ég árétta að þessi réttur forsetans er neyðarúrræði og tak- markast af þingræðisreglunni sem stjómarfiu- á Islandi byggist á. Forsetinn á ekki að leggja pólitískt mat á efni laga eða láta undan þrýst- ingi ákveðinna stjómmálaafia. Hann á ekki að hafna því að undirrita lög og beita synjunarrétt- inum á þeim gmndvelli. Það er vandasamt að nefna örugg dæmi um það hvenær forseta er rétt og skylt að synja lög- um staðfestingar og skjóta málum til þjóðarinn- ar. Að mínu mati er það þó algjörlega óhjá- kvæmilegt, ef um það er að ræða, að Alþingi samþykki lög sem ganga á fullveldi þjóðarinnar án þess að bera það undir þjóðina sjálfa. Ég álft að lagasetning um aðild að Evrópusambandinu sem þannig væri staðið að sé dæmi um slíkt. Ef það yrði engu að síður reynt bæri forseta að skjóta slíkri löggjöf undir dóm þjóðarinnar.“ Ekki skoðanalaus forseti Þú hefur sagt að brýnt sé að jafna atkvœðis- réttinn. „Það hefur lengi verið mín skoðun að jöfnun atkvæðisréttar sé í eðli sínu mannréttindamál. Ég tel það vera mannréttindi að hver einstak- lingur í þjóðfélaginu sé jafngildur þegar að því kemur að velja sér fulltrúa, hvort heldur um er að ræða forseta Islands eða fulltrúa til setu á löggjafarsamkomu og í ríkisstjórn. Mér finnst að forseti íslands eigi og megi hafa skoðun á þvi' sem lítur að þessum grundvelli, og að hann geti látið hana í ljós og fært fyrir henni rök án þess að það skaði hlutleysi hans eða slöðu hans sem sameiningarafls. Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að það er Alþingi sem tekur ákvörðun um mál af þessu tagi en forsetinn get- ur engu að síður vakið máls á því og öðru sem honum finnst ástæða til að menn gefi gaum.“ Þú ert þá greinilega á þeirri skoðun að for- setinn eigi ekki að vera skoðanalaus. En hvað á hann að ganga langt í því að lýsa opinberlega yfir skoðun sinni? „Forsetinn á ekki að blanda sér í flokkspólit- ískar deilur en hann á og getur látið í sér heyra ef um er að ræða knýjandi mál í þjóðfélaginu sem hanp telur sig geta haft jákvæð áhrif á. For- setinn hefur staðið og mun standa vörð um ís- lenska rnfenningu og íslenska tungu. Forsetinn getur einnig beitt sér í öðrum málum. Mannrétt- indamál eru mál af því tagi. Einnig umhverfis- mál. Ég n ríni líka fíkniefnamál. f störfum mfn- um á Isaf rði og sem dómari við Hæstarétt hef ég kynnstliögum einstaklinga sem höfðu misst stjóm á lífji sfnu vegna ffkniefnaneyslu. Þessir einstaklingar þurfa á hjálp og stuðningi að halda til að öðlast sjálfsvirðingu og kjölfestu f lífinu að nýju. í þeim málum getur forsetinn lagt sitt lóð á vogarskálina." / kosningabaráttunni hefur verið vakið máls á því að hjutverk forsetans sé að vinna að auknum útflutningi íslenskra afurða erlendis. Hver er þln skoðun á því? „Forsetinn á að sjálfsögðu að koma fram fyr- ir hönd þjóðarinnar erlendis og leggja íslensk- um hagsmunamálum lið f öðrum löndum. Hann

x

Pétur er minn maður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pétur er minn maður
https://timarit.is/publication/809

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.