Pétur er minn maður - 01.06.1996, Blaðsíða 5
Pétur Hafstein -traustsins verður
Hvort sem menn vilja kalla
það skyldurækni eða eitthvað
annað, þá á ég erfitt með að
láta ekki til mín taka ef ég get
lagt eitthvað til málanna og
gert gagn. Þegar mikið er í
húfi verður hver maður að
finna til ábyrgðar og taka af-
stöðu.
á að koma fram í þágu heildarinnar, þjóðar-
heildarinnar eða hagsmuna heilla atvinnugreina
svo sem sjávarútvegs, landbúnaðar eða ferða-
þjónustu. Forsetinn á hins vegar ekki að gerast
erindreki einstakra manna eða fyrirtækja.
I heimsóknum mínum í fyrirtæki um allt
land hefur þessi skoðun mín styrkst. Frammi-
staða fyrirtækja í viðskiptum ræðst af því
hvemig þau geta sjálf nýtt sér þau tækifæri sem
bættar samgöngur og upplýsingatækni skapa
þeim. Það hefur vakið athygli mína hversu ís-
lensk fyrirtæki eru vakandi fyrir nýjungum og
færa sér þær í nyt. Því er ég enn sannfærðari
um það en áður að markaðsstarf erlendis er og
verður best unnið af fyrirtækjunum sjálfum.
Við verðurn að átta okkur á því að tímamir
hafa breyst. Alþjóðleg samskipti hafa orðið ein-
faldari og ódýrari og eru einfaldlega hluti af
okkar daglega lífi. Um leið og það skapar aukin
tækifæri krefst það líka aukinnar ábyrgðar af
hverjum og einum. Hver og einn verður að
standa fyrir sínu. Þjóðarleiðtoginn stendur á
bak við þetta fólk en tekur hvorki af því ffum-
kvæði né ábyrgð heldur hvetur menn til þess að
nýta sóknarfæri sem sífellt em að skapast milli
landa. Þess vegna er mikilvægt að við stöndum
vörð um menntun unga fólksins og að hún sé
fyllilega sambærileg við það sem gerist erlend-
is. Við verðum að búa þannig að unga fólkinu
að hæfileikar þess geti nýst sem best bæði hér
heima og á alþjóðlegum vettvangi. í rauninni er
sjálfstæði þjóðarinnar að miklu leyti undir því
komið."
Hverl er viöhorfþitl til orðuveitinga?
„Þar ber að minni hyggju að hafa það sjónar-
mið að leiðarljósi að forseti sé með heiðurs-
nterki að færa fram þakklæti fyrir hönd þjóðar-
innar fyrir störf eða afrek sem ekki verður
þakkað fyrir með öðrum hætti. Ef þetta sjónar-
mið verður ríkjandi þá hlýtur það að leiða til
þess að sparlega verður farið með orðuveiting-
ar, en þar á engin sjálfvirkni að ráða ferðinni.
Orðunefnd starfar samkvæmt lögurn um hina
íslensku fálkaorðu og er aðeins ráðgefandi aðili
í þessum efnum. Það er forsetinn einn sem tek-
ur ákvarðanir um veitingu orðunnar.“
Finnst þe'r aðforsetinn eigi að greiða skatta?
„Já, ég tel miður að Alþingi hafi ekki afgreitt
með einhverjum hætti það frumvarp sem lá fyr-
ir þinginu um skattamál forseta. Skattfrelsi for-
setans er arfur frá liðinni tíð. Forsetinn er ekkert
annað en fremstur meðal jafningja og honum
ber að greiða skatta eins og öðrum.“
Mikið verkefni
Nú fer þetta á annan hvorn veginn, þú vinnur
eða lapar.
„Auðvitað fer enginn út í svona baráttu nema
með því markmiði að ganga með sigur af
liólmi. Ef á annan veg fer er mér það manna
best ljóst að allir verða að una dómi og ekki síst
dómi þjóðarinnar."
Nú er nokkur munur á ykkur Ólafi Ragnari í
skoðanakönnunum. Gerirðu þe’r vonir um að
vinna hann?
„Já, ég er bjartsýnn. Kjósendur eru að gera
upp hug sinn og niðurstöðu þeirra kvíði ég
ekki.“
Nú ertu i kosningabaráttu þar sem hver mín-
úta er skipulögð, þú þarft að vera á ferð og
flugi og þessu fylgir vafalaust mikill erill. Verð-
urþetta tímabil ekki eftirminnilegt?
„Þetta er mikið verkefni og mikil og
skemmtileg lífsreynsla. Þegar vel gengur
gleymir maður öllurn þreytumerkjum. Það er
nægur tími eftir kosningar til að láta þreytuna
líða úr sér. Við Inga Ásta höfum kynnst fjölda
fólks að undanfömu, sem er tilbúið til að leggja
rnikið af mörkum fyrir okkur. Ný vináttubönd
hafa skapast, önnur hafa styrkst. Þessi reynsla
verður okkur Ingu Ástu dýrmætt veganesti og
ánægjuleg minning í framtíðinni hvemig sem
allt fer.“