Pétur er minn maður - 01.06.1996, Blaðsíða 14

Pétur er minn maður - 01.06.1996, Blaðsíða 14
mennsku. „Það voru ekki margir ung- lingar í hestamennsku og við Pétur vorum þá ekki í sama hópi. Hann var með Þorláki Ottesen, Höskuldi á Hof- stöðum og einhveijum gömlum körl- um og ég var með öðrum gömlum körlum í hestamennskunni. Reyndar voru þetta alls ekki „gamlir karlar" - þegar maður er unglingur fmnst manni að allir sem komnir eru yfir þrítugt séu óskaplega gamlir. Ég var ekki með bflpróf, svo ef mig langaði að komast á hestbak þá hringdi ég í ein- hverja af körlunum og spurði hvort þeir vildu koma á bak,“ segir Inga Asta og hlær. „Mínir helstu félagar fyrir utan vinahópinn í skólanum voru menn einsog Arni Þórðarson skóla- stjóri í Hagaskóla, Páll Briem, Stefán Pálsson í Búnaðarbankanum. Hesta- mennskan er svo hrífandi og það var gaman að vera með þessum mönn- um.“ Inga Asta og Pétur eru semsagt bæði hestamenn, einsog reyndar hefur komið rækilega fram í sjónvarpsaug- lýsingum. Og ekki nóg með það: þau kynntust upphaflega í gegnum þetta sameiginlega áhugamál. Inga Asta segir mér að þau eigi ekki hesta núna. Á sínum tíma fluttu þau með sér hesta til Isafjarðar en þar er fátt um lendur þar sem hægt er að spretta úr spori; Oshlíðin eini reiðveg- urinn og þar mátti heyra smáskriðum- ar rúlla niður fjallshlfðina. „Við vor- um vön Rangárbökkum og Heiðmörk og ótal reiðvegum í kringum Reykja- vík. Að lokum gáfumst við eiginlega upp, enda höfðum við heldur ekki tíma til þess að sinna hestunum sem skyldi. Én hnakkanir og stígvélin og kambamir em enn á sínum stað úti í bflskúr. Við fylgdum hinsvegar strák- unum þegar þeir fóru að stunda skíði enda góð aðstaða til þess á Isafirði." Kostirnir sem ég féli fyrir... Þegar hér er komið sögu kemur Einar Ólason ljósmyndari með al- væpni. Það er ekki á Ingu Ástu að sjá að hún hafi til skamms tíma verið íjarri leifturljósum myndavélanna, og hún tekur því með mesm ró þegar Ein- ar biður hana að setjast við píanóið og taka eitt lag eða tvö meðan hann smellir af í gríð og erg. Hvort við vilj- um heyra eitthvað sérstakt? spyr hún, og töfrar síðan fram Mozart. Þegar ljósmyndun er lokið spyr ég um Pétur. Vinir hans og samstarfs- menn eru sammála um að hann sé grandvar og heiðarlegur og megi ekki vamm sitt vita. Jafnframt að hann sé ákaflega hlédrægur maður. Hvernig lýsir Inga Ásta eiginmanni sínum? .Jylér fmnst þetta góð lýsing. Það er sagt að hann sé hlédrægur og það er rétt í þeim skilningi að hann hefur aldrei troðið sér áfram. En þegar sagt er að hann sé feiminn, þá spyr ég á móti: Hefur einhver heyrt um feimna sýslumanninn á Isafirði?" Nei, ætli það, svara ég. „Einmitt. Hann er ekki hlédrægur þar sem hann ekki á að vera það. En lýsingin er ágæt: þetta eru þeir kostir t fari hans sem ég féll fyrir. Fyrst eftir að Pétur gaf kost á sér var oft sagt að hann brosti aldrei - en hann er nú bú- inn að afsanna það aftan á strætó! En þegar sagt er að hann haft ekki brosað þegar hann lýsti yfir ífamboði, þá spyr ég: Finnst einhvetjum það brosvert að gefa kost á sér í þetta embætti? Ég hefði ekki verið par ánægð ef hann hefði verið brosandi yftr því,“ segir Inga Ásta og raddblærinn er ákveðinn. ,Aftur á móti er hann ákaflega bros- mildur maður og léttur og skemmti- legur í okkar lífi.“ Inga Ásta veltir vöngum yfir því hvort fólki almennt þyki þau orð sem oftast eru notuð til að lýsa persónu Péturs ekki nógu jákvæð. „Mér finnst svolítið skrýtið, að það er stundum sett fram með neikvæðum formerkjum að hann sé hógvær og vammlaus. Þeim kostum hans, sem ég féll fyrir, var stillt upp sem göllum af sumu fólki. Þvf er ég enganveginn sammála, en þetta mun þjóðin dæma um. Punktur." En eru þau ólíkar persónur, Pétur og Inga Ásta? ,Ég virka kannski opnari en Pétur," segir hún. „Við erum ákaflega ólík. Pétur talar gott íslenskt mál og hugs- unin í hverri setningu sem hann segir kemur oftast fullmótuð. Mér er gjamt að segja hlutina jafnóðum og ég hugsa þá. Við Pétur bætum hvort annað upp, og er það ekki best í hverju hjóna- bandi? Við erum samrýnd og samstíga og höfum yfirleitt sömu skoðanir á hlutunum, en erum samt ólíkar per- sónur.“ Vildi helst vera á skólabekk alla ævi Áhugamálin eru mörg, einsog þegar hefur komið fram: hestamennska, skíði og tónlist til dæmis. Hvað fleira? „Allt, sem menntun er fólgin í, heillar mig. Helst vildi ég vera á skólabekk alla ævi, og undanfarin ár hef ég verið að læra meira í tónlist. Við vinkonumar í saumaklúbbnum er- um líka hættar að nenna að sauma en fömm í staðinn á endurmenntunar- Tónlistin gefur mér lífsfyllingu. Hún auðgar bæði andann og hugmyndaflugið og hún er svo ögrandi - þú getur alltaf gert betur. Þegar maður æflr eitthvert verk er það áskorun um fullkomnum, sem maður nær aldrei. námskeið í Háskólanum. Á eftir för- um við svo á kaffihús, svo þetta hefur verið bæði skemmtilegt og fróðlegt. Við fómm á námskeið sem Hjörleifúr Sveinbjömsson var með um samtíma- sögu Villtra svana og annað hjá Vil- hjálmi Ámasyni heimspekingi, Sið- frceði lífs og dauða. Núna síðast vor- um við á námskeiði hjá Ingólfi Guð- brandssyni um Bach og við höfum áhuga á að fara á íslendingasagna- námskeið hjá Jóni Böðvarssyni. Þetta hefur verið ákaflega gefandi og við ætlum að halda þessu áfrarn." Ósýnilegir tónar Mozarts em enn í loftinu og ég spyr Ingu Ástu hvað tón- listin gefi henni. „Lífsfyllingu. Hún auðgar bæði andann og hugmyndaflugið og hún er svo ögrandi - þú getur alltaf gert bet- ur. Þegar maður æfir eitthvert verk er það áskorun um fullkomnum, sem maður nær aldrei. Þótt maður hafi spilað eitthvað verk ámm saman er það ekki nema einstöku sinnum sem maður getur verið sæmilega sáttur. Og eftir því sem maður kynnist tónverki betur, sér maður fleiri fleti sem hægt er að bæta og auðga. Þótt það sé gam- an að spila mörg verk er álíka gefandi að spila sömu verkin árum saman. Þessvegna er líka svo skemmtilegt að fara á tónleika og hlusta á sömu tón- smíðina í túlkun mismunandi lista- manna. Það er endalaust hægt að halda áfram, hvort sem maður hlustar eða spilar." Það er einhver trúarleg innlifun í röddinni þegar Inga Ásta talar um tón- listina. Ég spyr um trúna. „Já, ég er trúuð.“ Hún hugsar sig um. „Sígilt, íslenskt svar við þessari spumingu er: Já, ég er trúuð og svo tölum við ekki meira um það! Mér finnst að það mætti vera meiri gleði í trúnni og hún mætti líka vera opnari. Ég hef kynnst fólki undanfarin ár sem hefur ólíka afstöðu til trúariðkunar. Það hefur verið mér mikils virði að kynnast því, enda hefur það opnað mig í trúariðkun minni.“ Nú förum við senn að segja amen eftir efninu. En ég spyr að lokum hvaða gildi í lífinu Inga Ásta Hafstein metur mest. „Heiðarleika, númer eitt, tvö og þrjú. Heiðarleika í víðustu merkingu sinni: Heiðarleika gagnvart sjálfum sér og skoðunum sínum, og heiðar- leika gagnvart öðmm. Ég hef oft sagt við strákana mína, að ef þeir eru heið- arlegir í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur, þá geti þeim ekki annað en famast vel í lífinu. Það þýðir um leið að þeir geri sitt besta í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Sá er heiðarlegur sem gerir eins vel og hann getur.“

x

Pétur er minn maður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pétur er minn maður
https://timarit.is/publication/809

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.