Blað stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens í Hafnarfirði - 01.06.1968, Blaðsíða 1

Blað stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens í Hafnarfirði - 01.06.1968, Blaðsíða 1
(-zo) BLAÐ STUÐNINGSMANNA GUNNARS THORODDSENS í HAFNARFIRÐI /^g Glœsilegur kjósendafundur í Bœjarbíó Stuðningsmenn Gunnars Thoroddsens samtaka um kröítuga og markvissa loka- bardttu fyrir sigri í íorseta- kosningunum Fundur stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens, sem haldinn var í Bæjarbíó s.l. sunnudag var einn glæsilegasti kosningafundur, er hald- inn hefur veriS í HafnarfirSi. Her- mann GuSmundsson setti fundinn meS skeleggri og snjallri ræSu, er hann flutti fyrir hönd fundarboS- enda. í lok ræSu sinnar tilnefndi Hermann, Matthías Á. Mathiesen til aS taka viS fundarstjórn og þau Gunnur Gunnarsdóttir og SigurS T. SigurSsson, sem fundarritara. Nokkru áSur en fundurinn hófst var hvert sæti í húsinu setiS og varS fólk aS standa meSfram sætaröSum og i anddyri hússins, en þar hlýddu fundarmenn og konur á ræSur og á- vörp meS hjálp hátalarakerfis Fimm stuSningsmenn Gunnars Thoroddsens fluttu ávörp og ræSur á fundinum; frú GuSrún Ingvarsdótt- ir, dr. pliil. Vilhjálmur Skúlason, bæj- arfulltrúi, ÞórSur ÞórSarson, fram- færslufulltrúi, FriSbjörn Hólm, kenn- ari og Eggert ísaksson, bæjarfull- trúi. Málflutningur var allur hinn hóg- værasti og þótt baráttuhugur væri mikill hjá ræSumönnum, sat alvaran og mikilvægi þess aS kjósa rétta manninn í æSsta embætti íslenzku þjóSarinnar , i fyrirrúmi. BoSskapur þeirra var ótvíræS hæfni, reynsla og virSuleiki frambjóSanda þeirra, sem Gunnar Thoroddsen sannaSi svo fundarmönnum er hann meS sinni þjóSkunnu mælsku og háttprýSi á- varpaSi fundinn, af festu og glögg- skyggni á íslenzku þjóSlífi og þjóSar- sál. i ræSu Gunnars Thoroddsens kom í Ijós, hve létt hann á meS aS túlka hið rétta mat þjóSarandans á hverj- um tíma. Hann sannaSi og víSsýni sitt á vandamálum þjóSarinnar og umfram allt, hve þýSingarmikiS er aó þjóShöfSingi islands sé maSur, sem gerir sér fulla grein fyrir hlut- verki sáttasemjarans og virSingu þeirri, sem forseti íslands má aldrei láta sig henda aS skerSa, sakir van- kunnáttu eSa reynsluleysi varSandi þekkingu á islenzku þjóSlífi, stjórn- háttum og atvinnuvegum. í fundarlok, eftir aS forsetaefniS hafSi af þekktri lipurS og kunnug- leik svaraS fyrirspurnum fundar- manna, kallaSi Matthías Á. Mathie- sen, forsetaefniS og konu hans, frú Völu, fram á sviSiS og fögnuSu fundarmenn þeim hjónum meS lang- varandi lófataki og húrrahrópum. Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður: ifturík forysta verði tryggð Matthías Á. Mathiesen, alþm. Þegar við göngum að kjörborðinu og veljum okkur æðsta embættis- mann þjóðarinnar, forseta, hljótum við að gera okkur Ijósa grein fyrir ar reynslu, sem fengin er af störfum þeirra tveggja manna, sem gegnt hafa embættinu frá stofnun lýðveldis- ins. Starf forseta er tvíþætt annars vegar að koma fram, sem sameining- artákn þjóðarinnar og hins vegar að fjalla um hin mikilvægustu málefni á stjórnmálasviðinu og taka ákvarð- anir oft á tíðum á mjög örlagaríkum tímum. Það liggur í augum uppi, að víð- tæk þekking á stjórnmálum og stjórn- málamönnum samfara góðri þekk- Frá hinum fjölmenna fundi í Bæjarbíó. Svo sem sjá má var húsiS þétt- skipaS áheyrendum. Nokkrir HafnfirSingar fluttu ávörp, og birtist ávarp dr. Vilhjálms G. Skúlasonar á baksíSu blaSsins. í fundarlok flutti Gunnar Thoroddsen ræSu og svaraSi fyrirspurnum. ingu og reynslu á öðrum þáttum þjóðlífsins hlýtur að gera þann mann, sem velst til forseta starfinu hæfari til þess að gegna því en ella. Án þess að kasta rýrð á annan frambjóðandann við í hönd farandi forsetakosningar, þá hefur að minum dómi dr. Gunnar Thoroddsen, sendi- herra, með menntun sinni og störf- um öðlazt þá yfirburðar þekkingu og reynslu, sem æskilegt er að forsetinn hafi. Hann er ennfremur gæddur eig- inleikum hins áhrifaríka stjórnmála- manns hefur fágaða og prúðmann- lega framkomu og er afburða snjall og rökfastur ræðumaður. Það er skoðun mín að með því að fela þeim hjónum, frú Völu og dr. Gunnari Thoroddsen að stýra þjóðar- heimili okkar að BessastöSum, verði bezt tryggð gifturik forysta islenzks þjóðhöfðingja og þar verði búið með þeim sóma og reisn, sem við viljum að þar rlki. Gunnar Thoroddsen ávarpar fundargesti. 0 ' Ai .1 27? FSIANB!

x

Blað stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens í Hafnarfirði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blað stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens í Hafnarfirði
https://timarit.is/publication/810

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.