Blað stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens í Hafnarfirði - 01.06.1968, Blaðsíða 4

Blað stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens í Hafnarfirði - 01.06.1968, Blaðsíða 4
4 Blað stuðningsmanna GUNNARS THORODDSENS Einar Ingimundarson bœjarfógeti: Stjórnmálaafskipti forsetaefna Á lífsleiðinni hef ég nú orðið kynnzt mörgum mönnum, enda er ég nú kominn á miðjan aldur og e. t.v. vel það, eftir þvi hvernig á það er litið. Frá því að ég komst til þroska, hef ég haft talsverðan áhuga fyrir stjórnmálum og af þeim sök- um fylgzt nokkuð með stjórnmála- skoðunum samferðamanna minna, þótt langt sé frá því, að ég hafi dæmt þá eftir þeim einvörðungu. Sem bet- ur fer, hef ég alltaf, að vissu marki, getað sett mig í spor andstæðinga minna og jafnan því fremur sem þeir eru hreinskilnari og hafa lýst skoð- unum sínum afdráttar- og umbúða- lausar. Margir eru þeir af samferðamönn- unum, sem frá fyrri árum halda enn fast við skoðanir sínar á stjórnmál- um, hafa staðið með þeim og fallið ,, I lífsins ólgusjó" og hvergi farið dult með hver væri sannfæring þeirra á því sviði. Tel ég að þegar allt kem- ur til alls hafi þeim bezt farnazt, þótt ekki sé því að neita, að stundum hafi þeir goldið skoðana sinna og haft af skaða, tímabundinn eða var- anlegan. Nokkra menn þekki ég einnig, sem með árunum hafa skipt um skoðun og sýnt hafa þau skoðanaskipti í orði og verki, hvort sem um það hefir verið að ræða, að t. d. þeir, sem áður voru róttækir í skoðunum hafi gerzt íhaldssamir með aldrinum eða öfugt. Fjarri sé það mér að reyna að varpa rýrð á þá, sem þetta á við um; þvert á móti tel ég það virð- ingarvert að hafa til þess hug og dug að hlýða rödd samvizku sinnar, snúa frá þeirri villu, sem þeir telja sig hafa vaðið í og til liðs við þann málsstað, sem þeir telja réttari vera. Enn aðrir eru þeir, sem ég hefi kynnzt og haft samskipti við, sem á yngri árum skipuðu sér ákveðnir í eina eða aðra sveit, en virðast síð- an hafa kosið að fara með löndum, bíða byrjar og afneita jafnvel fortíð sinni, ef svo ber undir. Ekki virðist mér það fara milli mála, að þeir sem þennan hlut kjósa sér hyggi mjög að, hvað verða kunni þeim til framdráttar eða hags hverju sinni. Verð ég að játa, að frá mínu sjónarmiði eiga þeir, sem í hina síðastnefndu sveit skipa sér sízt traust mitt. „ÓPÓLITÍSKUR MAÐUR“? Því hefi ég þennan formála á spjalli minu, að nú upp á siðkastið, er forsetakosningar standa fyrir dyr- um hefir orðið um það mjög tíðrætt manna á milli, hvort æskilegra væri og hollara fyrir hið unga forsetaem- bætti lýðveldisins, að valinn yrði í það maður, sem ætti að baki sér langan feril og umsvifamikinn í stjórnmálasögu þjóðarinnar síðustu áratugi, eða hinsvegar eins og það er orðað á áróðursmáli „ópólitiskur maður", sem engin afskipti hefir haft af stjórnmálum, að þvi er mönnum helzt skilzt, og staðhæft er raunar, skv. því sem segir í 1. tölublaði blaðs ins 30. júní um annan frambjóðand- Einar Ingimundarson bæjarfógeti. ann og síðan hefir margsinnis verið undirstrikað í því blaði. EKKERT AÐ DYLJA Okkur stuðningsmönnum dr. Gunn- ars Thoroddsens í þeim forsetakosn- ingum, sem nú standa fyrir dyrum hefir aldrei til hugar komið að reyna að draga fjöður yfir eða dylja á nokk- urn hátt fyrri afskipti hans af stjórn- málum, enda væri slíkt tilgangslaust með öllu. — Við sem áttum hann að samherja í stjórnmálabaráttunni dáð- um hann og virtum sem slíkan, snjall- an, ódeigan og vopnfiman, en þó allt- af fyrst og fremst drenglyndan og prúðmannlegan baráttumann, sem aldrei lét það henda sig að búa örv- ar sínar eituroddum. Og ekki er það síður athyglisvert að fyrri andstæð- ingar hans i stjórnmálum, margir þeirra, sem oft hafa við hann hildi háð á fyrri árum, hafa nú; heitið hon- um stuðningi í forsetakosningunum ekki vegna fyrri afskipta hans af stjórnmálum, heldur þrátt fyrir þau. Þeir trúa því og treysta, að hann muni með réttsýni og virðuleika með glæsilega og elskulega konu sina sér við hlið skipa hið tigna em- bætti með þeirri sæmd að ekki verði á betra kosið. Svo vill til að ég hafði einnig á fyrri árum nokkur kynni af hinu for- setaefninu dr. Kristjáni Eldjárn, nú þjóðminjaverði. Eg kynntist honum á háskólaárum okkar beggja og get ég með góðri samvizku og með ánægju lýst yfir því, að þau kynni leiddu til þess, að ég ber síðan virðingu fyr- ir honum sem gáfuðum og dreng- lyndum manni, sem síðar hefir í lífi sínu og starfi unnið sér traust og virðingu manna, vegna lærdóms síns og hæfni í starfi. En í stjórn- málum vorum við andstæðingar. Hann var þá skeleggur baráttumaður vinstri manna í Háskólanum, fylgdi að málum öðrum hvorum þeirra stjórnmálaflokka, sem árum saman hafa verið taldir Sjálfstæðisflokkn- um andstæðir, eða af sumum tal- inn standa mitt á milli flokka þeirra. Eg hins vegar Sjálfstæðismaður, eins og-ég er enn og hefi aldrei farið dult með. Þvi fer viðs fjarri, að ég telji það út af fyrir sig nokkurn ókost á þess- um hæfileikamanni, að hann hafi skipað sér í sveit andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins á háskólaárum sín- um og hafi siðan almennt ekki ver- ið talinn hlynntur þeim flokki. Að mínum dómi gæti hann vel og myndi sjálfsagt verða hinn ágætasti forseti islands þrátt fyrir það. Svo mikið traust ber ég a.m.k. til hans og hik- (Framh. á bls. 2) '0*0*0*Q*0*0*0»0«0*0*0*0*0*Ol !292929292929292929292929292929292929292*°£2 II Dr. phil. Vilhjálmur G. Skúlason, bœjarfulltrúi: Kjósum hœfari frambjóðandann Góðir fundargestir! Ég hef stundum á undanförn- um árum leyft mér að hvetja ykk- ur, góðir samborgarar, til þess að hugsa vel um og gera ykkur fulla grein fyrir þeim dýrmæta rétti, sem kosningarétturinn er, án þess að ég hafi þó nokkurn tíma efast um, að þið hafið gert það. Þetta hef ég gert til þess að undirstrika og minna ykkur á þessi dýrmætu réttindi. Þið eigið því fullan rétt á því, að ég geri nú slíkt hið sama gagnvart ykkur viðvíkjandi i hönd farandi forseta- kosningum. Eins og kunnugt er hafa tveir valinkunnir ágætismenn valizt til framboðs þeir dr. Gunnar Thoroddsen, ambassador og dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður. Sú spurning hlýtur því að hafa sótt að hverju og einu okkar: Hvorn á ég að kjósa og hvers vegna? Til þess að svara þessari mikilvægu spurningu er mér ætl- aður stuttur tími, en ég vona að mér takist í stórum dráttum að gera nokkra grein fyrir minni af- stöðu. Um lagalegar frumskyldur for- seta íslands hefur nú þegar ver- ið rætt á mjög greinargóðan hátt af sérfræðingum bæði í útvarpi og sjónvarpi. Einnig hafa forseta- efnín rætt þessi mál á sömu stöð- um. Það væri því að bera í bakka- fullan lækinn að endurtaka hér það, sem þar hefir komið fram og mun ég því ekki gera það, nema að litlu leyti. Oft leggja menn mat á störf forsetans og mikilvægi embættis- ins eftir þeim skyldum, sem hon- um eru faldar samkvæmt stjórn- arskránni. Frá mínu sjónarmiði hefur þetta oft í för með sér, að störf og áhrif hans eru ekki met- in að verðleikum. Þó segir mér svo hugur, að þau áhrif, sem for- setinn hefur séu meiri en menn grunar og á ég þar að sjálfsögðu ekki við hin daglegu embættis- störf hans, sem eru greinileg. í nútímaþjóðfélagi ber mest á tveimur meginþáttum annars veg- ar tækni- eða vísindalegum þætti og hins vegar siðfræðilegum þætti. Þegnar þessa þjóðfélags sem og annarra þjóðfélaga byrja snemma á lífsleiðinni að búa sig undir væntanlegt lífsstarf og verja til þess löngum og dýrmætum tima. Sökum þess margbreyti- leika, sem tveir áðurnefndir meg- inþættir eru ofnir úr og sem stöð- ugt fer fjölgandi er Ijóst, að nán- ast sagt ekkert starf í nútímaþjóð- félagi er til, sem ekki krefst á- kveðinnar þekkingar og reynslu. Sízt af öllu væri hægt að undan- skilja forsetaembættið þessari kröfu. . Forsetinn er sameiningartákn þjóðarinnar og kemur fram fyrir hennar hönd gagnvart innlendum og erlendum aðilum. Af þessu leiðir, að hann verður að kunna góð skil á sögu, menningu og at- vinnuháttum þjóðarinnar. Samfara staðgóðri þekkingu á hinu svo- kallaða tækniþjóðfélagi þarf hann ekki síður að vera hvetjandi til siðfræðilegrar endurvakningar, en margir telja, að mörg stærstu vandamál okkar sem og alls heimsins eigi rætur sínar að rekja til þess misræmis, sem er á milli hinna tveggja áðurnefndu þátta nútímaþjóðfélagsins. Ég mundi fagna því, ef forseti islands beitti sér fyrir siðfræði- legri endurvakningu og friðarvið- leitni bæði á innlendum og er- lendum vettvangi, enda samrým- ast bæði þessi atriði þeirri kvöð, að forsetinn upphefji sig yfir stjórnmálaerjur og dægurþras. Einhverjum finnst ef til vill, að forseti smáþjóðar mundi verða lítið lóð á vogarskál þeirra mála. Það má vel vera, en litlu lóðin eru lika nauðsynleg og ef til vill nauð- synlegust, þegar mest á ríður, þegar mestrar nákvæmni skal gætt. Oft er talað um fámenni og smæð íslenzku þjóðarinnar, en á það má benda, að það er ekki alltaf fjöldinn, er mestu máli skipt- Dr. phil. Vilhjálmur G. Skúlason. ir eins og glöggt kemur fram í því, sem kallað er offjölgunar- vandamál, sem meðal annars staf- ar af því, að margir einstakling- ar hafa ekki þekkingu eða að- stöðu til þess að sjá sér og sín- um farborða. Þar er einn einstakl- ingur vandamál annars. Raun- veruleg stærð mannsins og þjóð- arinnar þar af leiðandi byggist fyrst og fremst á andlegum þroska einstaklingsins. Með sam- stilltu átaki gætu því áhrif þess- arar starfsemi islendinga orðið meiri en margan grunar þrátt fyr- ir fámenni þjóðar okkar og smæð. Því er oft haldið fram, að for- seti íslands sé ekki ýkja valda- mikill. Þó hefur verið sýnt greini- lega fram á ýmis tilfelli þar sem vald, þekking og reynsla forset- ans getur hreinlega gert gæfu- muninn og enda þótt við vonumst öll til þess, að til sllks ástands í þjóðfélagsmálum komi ekki, get- um við ekki leyft okkur að gleyma þessari staðreynd. Andstæðingar Gunnars Thor- oddsens í þessari kosningabar- áttu hafa fundið honum til for- áttu, að hann hafi lengi haft hug á þessu embætti. Ekki skal ég þar um dæma ,en mín skoðun er sú, að því lengur, sem hann hefur haft hug á embættinu því betra, enda skilst mér, að einn af hyrn ingasteinum lýðfrelsis vorst sé frjálst starfsval. Það tryggir að- eins, að hann hafi um starfið hugsað vandlegar en aðrir og gert sér betri grein fyrir því. Ég tel, að eigi einhver að rækja störf sín vel af hendi þurfi viðkomandi að hafa áhuga á þeim, hafa undir- búið sig vel undir þau og því lengur, sem hvoru tveggja hefur staðið því betra því að æfingin skapar meistarann í þessu tilfelli eins og öllum öðrum, hvort sem unnið er með huga eða hönd. Að vísu þekki ég Gunnar Thoroddsen ekki persónulega, en eins og flestir islendingar á mín- um aldri hef ég fylgzt með opin- berum störfum hans á síðustu áratugum. Ég tilheyri því þeim hópi meiri hluta islendinga, sem þurfa að dæma á milli frambjóð- enda eftir störfum þeirra, en þau eru hinn raunverulegi mælikvarði á gæði og verðleika manna, þau eru ávöxtur mannsins. Gunnar Thoroddsen gerðist ungur prófessor við Háskóla ís- lands og lét hann þess getið í sjónvarpsviðtali nýlega, að af öll- um þeim störfum, sem hann hefði sinnt hefði sér verið kennarastarf- ið hugstæðast. Sá sem fæst við kennslu- og vísindastörf á eitt boðorð, sem hann aldrei brýtur á meðan hann vill kallast vísinda- maður, en það er skilyrðislaus leit að og túlkun sannleikans og sökum þeirra áhrifa, er æðsti maður þjóðarinnar hlýtur að hafa jafnt í siðfræðilegum sem öðrum efnum, er þetta frá mínu sjónar- miði mjög mikilvægt atriði. Þýzka stórskáldið Goethe hafði að sjálfsögðu mikla trú á afburða- mönnum og gerði sér fulla grein fyrir áhrifum þeirra, er hann sagði að það fyrsta og síðasta, er krafist væri af þeim væri ást á sannleikanum. Með öðrum opinberum störf- um sínum sem borgarstjóri í Reykjavík um rúmt tólf ára skeið, ráðherra og nú am- bassador í Kaupmannahöfn hef- ur Gunnar Thoroddsen frá mínu sjónarmiði aflað sér þeirrar þekk- ingar á mönnum og málefnum, sem ekkert getur komið í staðinn fyrir með tilliti til embættis for- seta íslands og ekki verður num- ið á öðrum vettvangi né á annan hátt. Sá undirbúningur, sem hann hefur aflað sér bæði innan lands og utan er þess eðlis, að á betra verður vart kosið. Ég er því sann- færður um, að við fylkjum okk- ur um betri frambjóðandann, er við kjósum dr. Gunnar Thorodd- sen forseta islands næst kom- andi sunnudag. •0*0*0*0*0*( io*o»o*o»o*o»o»o»o»o*o«o»o*o*o*o»o*o*o»o»o*o*o»o*o»o*o»o< '•0*0#0*0#0#0*0*0*0#0«0*0*0*0i0*0#0*0*0*0*0*0*0#0*0#0*0*! n ,v

x

Blað stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens í Hafnarfirði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blað stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens í Hafnarfirði
https://timarit.is/publication/810

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.