Blað stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens í Hafnarfirði - 01.06.1968, Blaðsíða 3
Blað stuðningsmanna GUNNARS THORODDSENS
3
Frú Hulda Runólfsdóttir, kennari:
Dómgreind alþjóðar
Frú Hulda Runólfsdóttir.
Frá þvl ég heyrði að dr. Gunnar
Thoroddsen gæfi kost á sér við for-
setakjör, hef ég ekki verið í nokkr-
um vafa um, hvern ég ætti að styðja.
Dr. Gunnar Thorodsen hefir þá eig-
inleika, menntun og reynslu, sem
hver þjóð hlýtur að kjósa sinum
æðsta manni til handa.
Dómgreind þess embættismanns,
sem veitti þeim mæta manni dr.
Kristjáni Eldjárn stöðu þjóðminjavarð
ar, var óskeikul. Hæfari mann í þá
stöðu var ekki hægt að fá.
Ég veit, að dómgreind þjóðarinnar
verður jafn skörp og óskeikul nú.
Þjóðin kýs þann mann, sem hæfari
er, til að fara með hið ábyrgðarmikla
embætti forseta Islands' Hún kýs
Gunnar Thoroddsen.
Alda sundrungar riður nú yfir víða
um heim. Eigi vitum við hvenær að
okkur kemur, vonandi aldrei. En á-
vallt og ekki sízt á svo óvissum
tímum sem nú eru, er oss naðsyn-
legt, að hafa þann manninn æðstan,
sem mikla þekkingu hefur á þjóðmál-
um, innlendum sem erlendum og —
svo vitnað sé til lokaorða dr. Gunn-
ars I hinum ágæta sjónvarpsþætti
„Forsetaefni á fundi“ slðastliðinn
miðvikudag: „Leggur sig allan fram
um að sameina þjóðina, ef holskefla
sundrungar ríður yfir, flytur sáttar-
orð milli manna og ber klæði á vopn,
ef deilur rísa hátt.“
Hófsamur og rökfastur málflutn-
ingur dr. Gunnars ber það með sér
að hann er mikill mannasættir og
drengur góður.
Zophanías Ásgeirsson, sjómaður:
Valið er auðvelt
Zophonias Ásgeirsson.
30. júní næstkomandi gengur
þjóðin að kjörborðinu, til þess að
velja sér þjóðhöfðingja. Valið er á
milli tveggja mætra manna, þeirra
Gunnars Thoroddsen sendiherra I
Kaupmannahöfn, og Kristjáns Eld-
járns þjóðminjavarðar. Ég fæ ekki
séð að fólk með heilbrigða dóm-
greind, þurfi að efast um hvorn þess-
ara ágætu manna hafi betri skil-
yrði til þess að gegna þessu mikil-
vægasta embætti íslenzku þjóðarinn-
ar. Ég tel lífsreynslu manna og dag-
leg störf einna mikilvægasta skóla-
göngu hvers manns, og svo mikið
hefur nú verið ritað um báða fram-
bjóðendur að allir ættu að þekkja
til ævistarfs þeirra hvors um sig.
Hvort halda menn svo að sé far-
sælli reynsla fyrir forsetaefni að
grafa kuml, eða að gjörþekkja mál-
efni þjóðarinnar I dag. Mér hefur
aldrei verið neinn efi i huga um
þetta atriði, og þessvegna mun ég
kjósa Gunnar Thoroddsen.
Ingimundur Magnússon, trésmiður:
Akjósanlegur
starfsundirbúningur
Ákjósanlegasti starfsundirbúningur
er: 1. Stjórnmálaleg reynsla. 2.
Dimplomatísk reynsla. Að hafa lang-
an og starfsmikinn stjórnmálaferil að
baki, er ómetanlegur undirbúningur
fyrir þann, sem á að verða forseti.
Stjórnmálalega reynslu hafa margir,
en fáir eins víðtæka og alhliða og
forsetaefni okkar, Gunnar Thor-
oddsen, því störf hans sem borgar-
stjóri, alþingismaður ög ráðherra
hafa skapað svo náin kynni af ís-
lenzku þjóðlífi, að raunhæfari og
haldbetri þekkingu er vart hægt að
fá. Þetta er meginástæða og for-
senda þess ,að við skoruðum á
Gunnar Thoroddsen að gefa kost á
sér til forsetakjörs. Þegar forsetinn
kemur fram erlendis fyrir hönd þjóð-
arinnar, I opinberum heimsóknum og
við margvlsleg öpnur tækifæri, kem-
ur sér einkar vel reynsla sú, er
Gunnar Thoroddsen hefur öðlast
sem sendiherra. Þessa reynslu,
KOSNINGASKRIFSTOFUR
stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens í Hafnarfirði
Aðalskrifstofa: Góðtempiarahúsið, Suðurgötu 7. Símar: 5-27-00 og 5-27-01
Ungo fólkið: Vesturgata 4. Sími: 5-27-05.
Þeir, sem vilja veita aðstoð og lána bíla á kjördag, vinsamlegast hafi samband
við skrifstofuna. FRAMKVÆMDANEFNDIN
.wuyywvWMSAAíMiíiM
mennsku og heiðarleika I stjórn-
málastarfi. Nægir þar að benda á
að hörðustu andstæðingar hans I
borgarstjórn fyrrum styðja hann nú.
Er ég heyrði um framboð dr. Gunn-
ars Thoroddsens var ég ekki I vand-
ræðum að taka ákvörðun, þvi ég
hafði löngu ákveðið það með sjálf-
um mér að ef Gunnar gæfi kost á
sér í þetta embætti þá mundi ég
styðja hann. Ég vil að lokum skora á
kjósendur hvar I flokki, sem þeir
standa að vinna ötullega að kosn-
ingu Gunnars Thoroddsens.
Ingvar Viktorsson, kennari:
Að íhuguðu mdli
Gunnar S. Guðmundsson, verkamaður:
Öðrum mðnnum
Jón Rafnar Jónsson, sölumaður:
Frdbœrir hœfileikar
afburða ræðusnilld, fágun og glæsi-
leika I framkomu. Síðan þetta skeði
hef ég fylgzt með störfum Gunnars
Thoroddsens. Allir sem starfað hafa
með honum, jafnt andstæðingar
sem samherjar, Ijúka upp einum
munni um drengskap hans, prúð-
Jón Rafnar.
Ef velja á mann til starfa er ætlð
spurt hvaða reynslu og þekkingu
hann hafi. Þegar við veljum mann til
æðsta embættis þjóðarinnar hljótum
við að gera miklar kröfur til þess
manns, hann á að vera meira en
vanalegur maður. Ég var mjög ungur
er ég sá Gunnar Thoroddsen fyrst
og heyrði hann tala. Ég minnist þess
hve þessi maður hreif mig með sinni
I upphafi þessarar kosningabar-
áttu var ég á báðum áttum um það
hvorn farmbjóðandann ég ætti að
styðja, og hallaðist þá jafnvel frek-
ar að þvl að kjósa Kristján Eldjárn.
En eftir að hafa íhugað málið ræki-
lega tók ég ákveðna afstöðu með
Gunnari Thoroddsen. Mér var strax
Ijóst að báðir frambjóðendurnir
höfðu mikið ágæti til brunns að bera,
en Gunnar Thoroddsen hefur það
fram yfir hinn frambjóðandann, að
hann býr yfir mikilli stjórnmálaþekk-
ingu, sem ég álit að sé nauðsynleg
hverjum þeim sem kjörinn verður
forseti þjóðarinnar. Gunnar Thorodd-
sen hefur mikla reynslu sem fyrrver-
andi ráðherra og sem sendiherra I
að umgangast og taka á móti erlend-
um þjóðhöfðingjum og fyrirmönnum,
þá er slík reynsla ekki síður dýrmæt
hinni ágætu eiginkonu hans frú Völu
Ingvar Viktorsson.
Thoroddsen. Þá álít ég, að á sínum
stórnmálaferli hafi Gunnar Thorodd-
sen ætíð verið réttsýnn og tekið á
hverju mál málefnalega, því treysti
ég honum fullkomlega til að taka
mikilvægar ákvarðanir I forsetaem-
bætti. Síðast en ekki sízt vil ég
benda á, að stór hópur stuðnings-
manna Kristjáns Eldjárns beitir sllk-
um baráttuaðferðum að þær einar
ættu að verða mönnum til alvarlegrar
íhugunar um það hvort styðja beri
þann málstað er þeir vinna fyrir.
Rógs- og slúðursögurnar eru einhver
auðvirðulegasta baráttuaðferð sem
fyrirfinnst.
Að lokum vil ég hvetja alla Hafn-
firðinga eldri sem yngri að styðja
Gunnar Thoroddsen til forsetakjörs
og fela honum þar með virðuleg-
asta embætti þjóðarinnar.
ars verið kennari við Háskóla íslands
alþingismaður, ráðherra, borgar-
stjóri og nú sendiherra. i öllum þess-
um störfum hefir hann verið verðug-
ur fulltrúi þjóðarinnar bæði innan-
lands og utan. Gerum sigur Gunnars
Thoroddsen sem allra glæsilegastan.
Gunnar S. Guðmundsson
hœfari
Það sem ræður því að ég kýs
Gunnar Thoroddsen fremur em
nokkurn annan, er að ég álít hann
öðrum mönnum hæfari til að gegna
því mikilvæga embætti sem forseta-
embættið er. Hann gjörþekkir Is-
lenzk þjóðmál, og er auk þess vel
heima I alþjóðamálum. Þá má ekki
gleyma hinum mörgu opinberu störf-
um er hann hefir gengt, meðal ann-
ásamt frábærri ræðusnilld, háttvísi
og styrkri skaphöfn munu reynast
heilladrjúg þjóðkynning á erlendum
vettvangi. Við skulum ekki láta rugla
okkur I ríminu um val á forseta, við
höfum mikilmenni, þar sem Gunn-
ar Thoroddsen er, og það er ein-
göngu mikilmenni, sem á að vera
forseti þjóðar vorrar. Þess vegna
greiði. ég Gunnari Thoroddsen at-
kvæði mitt sem forseta íslenzku
þjóðarinnar.
Unga fólkid kýs GUNNAR THORODDSEN