Forsetaval - 20.06.1968, Blaðsíða 2

Forsetaval - 20.06.1968, Blaðsíða 2
2 FORSETAVAL MATTHÍAS EGGERTSSON, tilraunastjórl, Skriðuklaustri: Andliiin ivö I fyrsta tölublaði ,,Þjóðkjörs“, stuðn'ngsblaði Gunnars Thor- oddsens til forsetakjörs, má lesa, hvað stuðningsmenn hans telja honum til ágætis og þá einkum, hvað þeir telja honum til ágætis í forsetastól. Sá verðleiki, sem þar ber hæst, er, að Gunnar Thoroddsen hefur stjórnmálalega reynslu en Kristján Eldjárn ekki. Á þennan verðleika er bent aftur og aftur í blaðinu með hinu fjöl- breytilegasta orðalagi og nokkrir greinahöfundar benda á þann eina verðleika í ritsmíðum sínum. Gísli Jónsson, menntaskóla- kennari segir: „Hitt virðist mér augljóst, að lífsstarf Gunnars og menntun falli betur en Kristjáns að forsetaembættinu, svo mjög sem þar reynir á stjórnmálalega reynslu og þekkingu. Það er mergurinn málslns frá mínu sjón- armiði“. Gunnar Sigurðsson í Seljatungu skrifar: „Forseti Islands þarf að mínum dómi fyrst og fremst að vera „reyndur stjórnmálamaður“. Víglundur Möller vitnar í Ólaf Thors, sem sagði: „Hann (forset- inn) þarf að þekkja völundarhús stjórnmálanna". Og hann bætir við frá eigin brjósti: „Ætli þeir þekki það marg'r betur en Gunn- ar Thoroddsen. Séu þeir til, er a. m. k. ekki nú -um þá að velja“. Og í forystugrein stendur: „Hann (Gunnar) hefur tekið veigamikinn þátt í opinberum málum þjóðarinnar í liðlega þrjá áratugi. Hann þra-utþekkir stjórn- mál samtíðarinnar af langri reynslu, stefnur, flokka og menn“. „Þeir, sem kjósa Gunnar Thor- oddsen, ónýta atkvæði sitt, því Kristján Eldjárn verður kosinn“. Þessi orð mælti Gústaf Gísla- son, bóndi og vitavörður í Papey, nú fyrir skömmu. Það var þungi í röddinni og alvara, er hann fór að lýsa því fyrir viðstöddum, af hverju hann veldi Kristján Eldjárn, fremur en Gunnar fyrir forseta. Þessir menn báðir höfðu kom- ið í Papey. Gunnar í tíð föður hans, en Kristján tvisvar til hans í leit að fornminjum. Það var einmitt í annarri þeirrar farar, sem ég kynntist Kristjáni. Og í seinni för hans þangað, hittumst við af tilviljun. Af þessum fundum, svo og af fræðistörfum hans og fyrirlestr- um í útvarpi, var ég ekki í vafa um hvorn frambjóðandann ég mundi styðja við forsetakjör. Sú áherzla, sem lögð er á þetta atriði, vekur ýmsar hugrenning- ar. Það er þegjandi samkomulag eða samantekin ráð stjórnmála- flokkanna að taka ekki beina af- stöðu til frambjóðenda og dag- Öll þjóðfélög þurfa að eiga sér æðsta vald. Lýðveldi þurfa að eiga sér æðsta vald, engu síður en önnur þjóðfélög. En á það að vera pólitískt vald? Ég held ekki. Eigum við ekki, meðborgarar góðir, að lyfta einu embætti, for- setaembættinu, upp úr dægur- þrasi hinnar daglegu þrætu um kaup, kjör og ágóða. Það verður alltaf svo, að þeir, sem í stríði standa í stjórnmálaþrasinu, fyrir ákveðinn flokk eða flokka, mót- ast þar — viljandi eða óviljandi. Segjum svo, að til komi alvarleg vandamál við myndun ríkisstjórn- ar vegna missættis stjórnmála- flokkanna. Ríkjandi stjórn segir af sér, en er falið að sitja áfram, þar til ný stjórn verður mynduð. Þá kemur til kasta forseta að ráða fram úr vandanum. Er lík- legt, að harðbakaður pólitískur flokksmaður sé bezt til þess fall- inn? NEI. Hví ekki að fá í for- setaembættið mann, sem er utan við allt dægurþras hinna stríðandi póhtísku flokka, og er að allra manna sögn hinn gegnasti og gáfaðasti maður? Ég held, að hver og einn, sem um þetta hugs- Frú Kristjáns, Halldóra Ing- ólfsdóttir, er Vestfirðingur, dóttir sæmdarhjónanna Ólafar Jóns- dóttur og Ingólfs Árnasonar framkvæmdastjóra á Isafirði. Éig minnist þess frá mínum barna- og gagnfræðaskólaárum hvað tal- að var af mikilli virðingu um þá fjö'skyldu og um Halldóru, sem alltaf var hæst í sínum bekk alla sína skólagöngu. Á milli fjölskyldu Halldóru og minnar varð vinskapur. Ingólfur Árnason átti sumarbústað inni á Kleifum í Seyðisfirði og þangað átti faðir minn margar ferðir með þessa fjölskyldu, því hann átti 7 tonna vélbát, sem hann var með í flutningum á Isafjarðardjúpi. Ég er í engum vafa um, að þau hjónin Halldóra og Kristján muni sóma sér vel sem húsbændur á Bessastöðum, sér og landi okkar til sóma. ’ 1 ! blöð'n eru hin hógværustu og virðast forðast að taka þátt í kosningabaráttunni. Af því má draga þá ályktun, að ríkur vilji sé fyrir því að hefja forsetaemb- ættið upp yfir stjórnmálaþras og þrætur og flestir munu taka und- ir, að það sé vel farlð. I „Ávarpi til kjósenda“ í fyrsta tölublaði „Þjóðkjörs" stendur meira að segja: „Forsetastarfið á að vera einingartákn þjóðarinnar, örva til ar í alvöru, komist að sömu nið- urstöðu og ég: Ekki harðsnúinn pólitikus sem forseta, heldur mann, sem hvergi er bundinn böndum pólitísks valds. Að öllu jöfnu er honum betur trúandi til réttsýni í málefnum þjóðarheild- arinnar. Að þessu athuguðu kjósum við Kristján Eldjárn sem forseta. Sumir þeir, sem stóðu að fram- boði séra Bjarna Jónssonar vígslubiskups til forsetakjörs ár- ið 1952 virðast hafa skipt um skoðun. Þá var séra Bjarna talið það til gildis, að hann hefði stað- ið utan við erjur stjórnmálanna og væri þess vegna hæfari til að gegna embætti forseta en þeir Ásgeir Ásgeirsson og Gísli Sveins- son, sem báðir höfðu staðið fram- arlega í flokki á þeim vettvangi um langan aldur. Nú er því hald- ið fram af þessum sömu mönn- um, að fremur beri að kjósa Gunnar Thoroddsen en Kristján Eldjárn, af því að Gunnar sé reyndur stjórnmálamaður, en Kristján ekki. Hvor sem fyrir valinu verður, tel ég að við munum hljóta virðu- legan þjóðhöfðingja, sem sómir sér vel í veizlusölum og kann sig innan um stórmenni, og mundi slíkt ekki síður mega segja um konur þeirra. En annað skiptir sköpum með þeim. Dr. Gunnar Thoroddsen hefur staðið í farar- broddi síns flokks, Sjálfstæðis- flokksins, frá því hann óx úr grasi, hann var formaður Heim- dallar langan tíma, þingmaður flokksins mörg kjörtímabil og ráðherra um skeið. Þó að hann hafi nú notið hvíldar frá stjórn- málaþrasinu um hríð, þarf ekki að ganga að því gruflandi, að af- staða hans og sjónarmið í for- setastóli mundu mótast mjög af stefnu Sjálfstæðisflokksins og hljóta allir að telja slíkt óhepni- samheldni, bera klæði á vopnin og veita festu og forystu á örlaga- stund“. En því meiri vilji, sem er í þessa átt, þeim mun óvæntara er að sjá mælt með frambjóðanda vegna þátttöku hans í pólitík. Liggur ekki tvískinnungurinn í þeim málflutningi í augum uppi? Er unnt að beina kastljósum áróðursins að stjórnmálalegri reynslu án þess að vekja athygli á þessu og þar með, að hin stjórn- málalega reynsla Gunnars Thor- oddsens er einhliða barátta fyrir ákveðinn flokk og enginn efast um, að Gunnar hafi það lyndi, að hafa gengið að þeirri baráttu ó- skiptur og einlægur. Vonandi eru ekki til í neinum flokki svo ein- sýnir flokksmenn, að þeir leggi að jöfnu flokk sinn og þjóðina. Éig vil vekja athygli á, að það eru þeir, sem benda á stjórnmála- lega reynslu Gunnars Thorodd- sens sem sérstaka verðleika hans, sem vekja um leið athygli á bak- hlið þeirra kosta og hæðast þannig að þeim, sem vilja hefja forsetaembættið til þess végs sem því ber og þjóðin ætlar því. legt aðrir en þeir sem telja þá stefnu eina rétta. Stjórnmála- skoðanir forsetans geta skipt meginmáli, einkum við stjórnar- myndanir og ef til þess kæmi að forsetinn þyrfti að beita því valdi, sem honum er fengið til áhrifa á löggjöf. Hygg ég, að öllum sé fyrir beztu, að forsetinn sé ekki um of bundinn af gömlum skoðun- um og stundum varhugaverðum. Fyrsta desember 1945 héld dr. Gunnar Thoroddsen aðalræðu fullveldisins. Þar lýst hann yfir því, að Islendingar ættu ekki að þola erlent herlið í landi sínu. Litlu síðar átti hann þátt í að lengja dvöl þess hér, svo að enn er það ófarið. Dr. Kristján Eldjárn hefur unn- ið sér álit vísindamanna víða um heim fyrir störf sín að varð- veizlu þjóðlegra íslenzkra verð- mæta og rannsóknir á þeim. Ræktarsemi hans við íslenzkar bókmenntir, tungu og sögu, er alkunn. Hógværð og látleysi þeirra hjóna er viðbrugðið, en það eru þeir eiginleikar, sem með sannri menntun, einurð og festu, eru mest prýði á þeim, sem gegna háum embættum. Dr. Kristján Eldjárn hefur staðið utan við flokkadrætti og stjórnmálaerjur. Hann hefur því, auk algildra, viðurkenndra hæfi- leika sinna, til að bera þann kost, sem sá flokkur, sem nú stendur að framboði dr. Gunnars Thor- oddsens, taldi miklu varða í síð- ustu íorsetakosningum. ÞORSTEINN SVEINSSON, kaupfélagsstjór), Egilsstöðum: [ f Ég er í engum vafa . . . RAGNAR GUÐJÓNSSON, skólastjóri, Vopnafirði: Ekki harðsnúinn pólitíkus GISSUR Ó. ERLINGSSON, símstjóri, Neskaupstað: Því kýs ég dr. Kristjdn...

x

Forsetaval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forsetaval
https://timarit.is/publication/811

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.