Forsetaval - 20.06.1968, Blaðsíða 3

Forsetaval - 20.06.1968, Blaðsíða 3
FORSETAVAL r 3 JÓHANNES STEFÁNSSON, framkvæmdastjórí, Neskaupstað: Styðjum frjdlslyndan forseta Hver einstakur kjósandi verður að gera upp við sig hvorn fram- bjóðandann á að kjósa sem for- seta. Kemur þar margt til, bæði lífsviðhorf kjósandans og mat hans á verðleikum frambjóðenda. Kjósandinn hlýtur að gera það upp við sig hvorn hann telur bet- ur til forseta failinn, hvor er nær því að gegna þessu virðulega starfi, án áhrifa fyrri starfa og pólitísks uppeldis. Báðir eru frambjóðendur vel gerðir menn og ástæðulaust að fara þar í manngreinarálit. En kjósendur, sem allt frá æskuárum hafa mótazt af hug- sjónum og starfi til að bæta hag þeirra, sem þjóðfélagið hefur dæmt skuggamegin í lífinu, eiga létt val. Þeir trúa því ekki, að pólitískt uppeldi, hörku pólitísk barátta í fremstu víglínu á beztu árum stjórnmálamanns, deyi út, Þegar stuðningsmenn dr. Krist- járns Eldjárns báðu mig að gera opinberlega grein fyrir skoðun minni á forsetakosningunum var ég tregur til, en ýmislegt hefur verið rætt og ritað síðan, sem veldur því að ég skrifa þessar linur. Eitt af því ógeðfelldasta er uppvakning á gömlum draug, sem hér í nágrenni við mig a. m. k. gengur orðið ljósum logum þrátt fyrir bjartar sumarnætur, en það er „kommúnistagrýlan gamla“. Aðalrök ýmissa andstæðinga Kristjáns Eldjárns gegn honum eru sem sé þessi: „Hann er kommúnisti“. Menn þekkja sjálf- sagt þennan áróður en þeir vita einnig, að til svona fullyrðinga er gripið, þegar rökin eru þrotin. Því er mjög haldið fram af stuðningsmönnum Gunnars Thor- oddsens, að stjórnmálareynsla só nauðsynlegur undirbúningur til forsetaembættis vegna afskipta forsetans af myndun ríkisstjórna. Ég tel hins vegar, að maður, sem ekki hefur staðið í áratuga langri baráttu við þá menn, sem hann á að vinna með að slíkum málum, sé miklu betur settur en hinn, sem barizt liefur á vettvangi stjórnmálanna, og verið umdeild- ur. Austfirðingar eru þekktir að því að fara sínar eigin götur, vera sjálfstæðir i hugsun og verki. Þetta skuium við sanna enn einu sinni með því að veita þeim frambjóðanda brautai’gengi, þegar til erfiðra ákvarðana kem- ur í forsetaembætti. Það lifir lengi í gömlum glæð- um. Finnst mér kosningabaráttan benda ótvírætt til þess hina síðari daga. Æsingur flokksmanna, ég segi fyrst og fremst flokksmanna Gunnars Thoroddsens hér um slóðir, bendir til þess, að þeir telji mikið liggja við að þeirra „hug- sjónir“, þeirra pólitisku lífsvið- horf, eigi að ríkja í forsetabú- staðnum. En við, sem getum ekki fallizt á þetta flokkslega sjónarmið að- alstuðningsmanna annars fram- bjóðandans, eigum kost á að kjósa sem forseta ágætan mennta- mann, er he,fur sýnt í verki að flokkspólitísk sjónarmið standa honum ekki fyrir þrifum. Mín kynni af Kristjáni Eldjárn eru að vísu ekki mikil ,en næg til þess, að ég tel hann hafa þá mann- sem sameinar það að vera óum- deildur á stjórnmálasviðinu, gjörþekkir þær aðstæður, sem við búum við gegnum sveitastörf og kennslu við Stýrimannaskóla Is- lands, er manna fróðastur um sögu og menningu þjóðarinnar og er kvæntur myndarkonu. Kosningarnar hinn 30. júní snúast um það, hvort forsetaemb- ættið, þetta sameiningartákn lýð- veldisins skuli í næstu framtíð vera skipað mikilhæfum og þjóð- legum mennta- og fræðimanni, eða stjórnmálamanni, sem horfið hefur af vettvangi stjórnmálaum- svifa um hríð í ákveðnum til- gangi. í l. Sú ákvörðun mín að kjósa Kristján Eldjárn í forsetakosn- ingunum 30. júní hefur fyrst og fremst mótazt af því, að hann er einn úr hópi íslenzks alþýðufólks, gjörþekkir hagi þess og hugsun- arhátt, jafnframt því, sem hann er hámenntaður maður og ágætur fulltrúi hins bezta, sem í íslenzkri þjóð býr. Við störf sín hefur Kristján Eidjárn víða farið um landið og kynnzt fólki af öllum stéttum. Hann hefur hlustað á hjartslátt íslenzkrar sögu og ís- kosti til að bera, sem þjóðhöfð- ingja sæmir. Kristján Eldjárn hefur unnið hinni íslenzku þjóð vel, með dugn- aði, þjóðlegu, vísindalegu starfi, sem einkennzt hefur af víðsýni og frjálslyndi. Við AustÞrðingar höfum orð fyrir að vera seinteknir, en við höfum líka orð fyrir að vera Rétt mat er undirstaðan að góðu verki. Eigi athöfn manns- ins, þegar hann velur og hafnar, að standast, verður hún að byggj- ast á yfirvegaðri íhugun. At- kvæðagreiðsla er því niðurstaða á uppgjöri — úrskurður eftir ein- tal sálarinnar. Því ber að virða hverja kosningu, bæði kjör fólks- ins á þjóðhöfðingja og val ein- staklings í persónulegum efnum. Islendingar eru fámenn þjóð með mikið og tiltölulega kostnað- arsamt ríkisbákn. Konunglegir hættir í dýrleika og útlátamikilli viðhöfn, aðallega fyrir og í kring- um fámenna, ímyndaða yfirstétt, eru ekki aðeins ofviða efnahag íslendinga, heldur og hættulegir þjóðarandanum. I embætti for- seta þurfum við mann, sem lítur á sig í þeirri stöðu sem heimilis- föður lítillar, fátækrar fjölskyldu. Dr. Krístján Eldjárn hefur verið fenginn til forsetaiframboðs af ábyrgum aðilum meðal annars vegna þess, að hann býr yfir slík- Æðsta embætti hins unga ís- lenzka lýðveld’s er vandskipað og það á ekki að vera stöðnuð virð- ingarstaða, heldur vaxtarbroddur íslenzks þjóðlífs. Því ber okkur að velja í það mann, sem er boð- beri þjóðlegrar menningar og and- legrar reisnar. Bessastaðir eru lenzkrar tungu. Mér er persónu- lega kunnugt, að þeir menn, sem Kristján Eldjárn hefur umgeng- izt á ferðum sínum, meta hann mikils sem góðan dreng og fágæt- an mannkostamann. Ég tel hann manna líklegastan til að gæta hófs og stillingar í afskiptum sín- um af opinberum málum, og við- halda sannri reisn og virðingu æðsta embættis þjóðarinnar. Hinu unga lýðveldi er fuil þörf á því, að allir ábyrgir íslendingar hafi þetta í huga á kjördegi. frjá'shuga og djarfir í ákvörðun- um. Hér hafa íhaldssamar skoð- anir og lífsviðhorf alltaf átt erf- itt uppdráttar. Fjórir af hverjum f'mm mönnum á Austurlandi hafa um langa tíð kosið að. styðja frjálslyndari öflin í okkar þjóðfé- lagi. Éig trúi og treysti því, að í forsetakosningunum fari á sama veg. um eiginleikum. Því má segja nú, að hann sé von þjóðarinnar. Hóf- samur forseti og ramm-íslenzkur í háttum um heimilishald og framkomu út á við sparar þjóð- inni ekki aðeins fjárútlát, heldur veitir öðrum embættismönnum í háum stöðum gott fordæmi, sem ekki mun vanþörf á í mörgum til- fellum. Dr. Kristján Eldjárn hef- ur sýnt það í öliu sínu starfi í þágu íslendinga, að hann gerir mikið fyrir lítið fé. Söfnun og varðveizla þjóðminja er verð- mætasköpun í menningarþjóðfé- lagi, ekki sízt okkar, sem ekki værum sjálfstæð þjóð, ef ekki ættum söguna að baki og geymd hennar. „Visindin efla alla dáð“, sagði listaskáldið góða. Þau eru einkunnarorð dr. Kristjáns. Því er honum nú trúað betur en öðr- um til þess drengskapar og stað- festu, að liefja forsetaembættið til þeirrar virðingar, er samir hinni fátæku söguþjóð. ekki veizlustaður, þar sem glasa- glaumur og hirðprjál á að sitja í fyrirrúmi, heldur forn menning- arstaður og liöfðingjasetur og aðsetur íslenzks þjóðhöfðingja, og um leið fulltrúi allra íslenzkra heimila. Á stjórnmálalegt vald forsetans reynir mjög lítið og virðist þar skipta mestu, að hann gæti fyllstu réttsýni í garð allra flokka, þeg- ar um stjórnarkreppur er að ræða. Frá stofnun lýðveldisins hefur forsetinn aðeins tvisvar orðið að greiða úr stjórnarflækj- um. Framboð dr. Kristjáns Eld- járns til forsetakjörs er gleðiefni. Þar er um valinkunnan mann að ræða, vammlausan og víðsýnan. Störf sín hefur hann rækt með prýði, sýnt reglusemi og hófsemd í hvívetna. Sem vísindamaður nýt- ur hann mikils álits, innanlands sem utan, en hefur þó fylgzt vel með í þjóðmálum okkar á liðnum árum. Hann er gjörkunnugur ís- lenzku þjóðlífi og menningararfi og yrði því verðugur fulltrúi ís- lenzku þjóðarinnar. VÍÐIR FRIÐGEIRSSON, skipstjóri, Fáskrúðsiirði: Kjósum hinn þjóðlega menntamann INGIMAR SVEINSSON, skólastjóri, Djúpavogi: Hvers vegna éo hýs Kristjdn Eldjdrn! SR. ÁGÚST SIGURÐSSON, Vallanesi: Tróflí til drengshapor og staðfestu DÓRA SKULADÓTTIR, Iæknisfrú, Eskifirði: Boðberi þjódlegrar menningar

x

Forsetaval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forsetaval
https://timarit.is/publication/811

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.