Austurland


Austurland - 11.02.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 11.02.1956, Blaðsíða 1
Málgagn sósfalista á Anstnrlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 11. febrúar 1956. 6. tölublað. F rá bæjarstjórn Nefndarkosningar — Fjárhagsáætlanir — Stuðningur við Goðanes til heimalöndunar Bæjarstjórn Neskaupstaðar hélt almennan fund í gær og verður hér á eftir rakið það helzta sem gerðist. Forsetakjör og nefndar- kosningar Nú var í fyrsta sinn kosið eftir nýrri samþykkt um stjórn bæjar- mála. Hefur hún í för með sér talsverðar breytingar, fyrst þá, að nú skal kjósa tvo varaforseta í stað eins áður, en meginbreyting- in er sú, að nú er sett á stofn bæjarráð og því falin störf all- margra nefnda, sem jafnframt hafa verið lagðar niður. Flotinn stækkar Um kl. 9 á fimmtudagsmorgun bættist norðfirzka flotanum nýr fiskibátur. Nefnist hann Huginn og eru einkennisstafir hans N K 110. Huginn er byggður í Gilleleje í Uanmörku og er um 65 lestir að stærð með 240 hestafla Völund vól. Báturinn var 5 sólarhringa á leið hingað frá Danmörku og meðalganghraði á klukkustund var 9 sjómílur. Huginn er traustbyggður bátur °g búinn öllum þeim öryggis og Siglingatækjum, sem tíðkast i bát- um af þessari stærð, þar á meðal asdic-tæki. Mannaíbúðir eru vistlegar og rúmgóðar. í lúkar eru rúm fyrir 8 menn, í káetu 4 og í brú er klefi skipstjóra. Eigandi Hugins er hlutafélagið Hrafnkell, en aðaleigendur þess eru Jón S. Sigurðsson og Ármann IJagnússon. Huginn verður í vetur gerður ut frá Sandgerði og fór áleiðis þangað í gær. Skipstjóri verður Jóhann K. Sigurðsson, en skip- EtJóri á heimleiðinni frá Dan- mörku var Þórður Björnsson. Austurland óskar eigendum Hugins til hamingju með þennan uýja bát. Forseti bæjarstjórnar var end- urkjörinn Lúðvík Jósepsson. 1. varaforseti var endurkjörinn Jóhannes Stefánsson. 2. varaforseti var kosinn Oddur A. Sigurjónsson. Bæjarráð. Minnihlutaflokkarn- ir í bæjarstjórn lögðu á það all- mikið kapp að bæjarráð yrði skip- að 5 mönnum og töldu þriggja manna bæjarráð þeim óhentugt, þar sem 3 flokkar væru um þenn- ar eina mann. Ekki sáu sósíalist- ar ástæðu til að standa gegn þessari ósk og eru því 5 menn í bæjarráði og 5 til vara. Bæjar- ráðsmenn eru: Aðalmenn: Lúðvík Jósepsson Jóhannes Stefánsson Jón S. Sigurðsson Jón S. Einarsson Oddur A. Sigurjónsson. Varamenn: Sigfinnur Karlsson Vigfús Guttormsson Bjarni Þórðarson Jóhann P. Guðmundsson Ármann Eiríksson. Aðrar helztu nefndir, sem kjörnar voru í gær, eru: Hafnarnefnd: Aðalmenn: Einar Guðmundsson Jón S. Sigurðsson Hilmar Björnsson Jóhann P. Guðmundsson Sigurjón Ingvarsson. Varamenn: Sverrir Gunnarsson Ármann Magnússon Byggingarnefnd: Aðalmenn: Jóhannes Stefánsson ívar Kristinsson Jón S. Einarsson Erlingur Ólafsson. Varanienn: Bjarni Sveinsson Jón Þórðarson. Bæjarstjóri er sjálfkjörinn for- maður nefndarinnar, Rafveitustjórn: Lúðvík Jósepsson Bjarni Þórðarson Oddur A. Sigurjónsson. S júkrahússst jórn: Aðalmenn: Lúðvík Jósepsson Óskar Jónsson Jón S. Einarsson. Varamenn: Bjarni Þórðarson Stefán Þorleifsson Jóhann P. Guðmundsson. Bókasafnsnef nd: Aðalmenn: Gunnar Ólafsson Magnús Guðmundsson Oddur A. Sigurjónsson. Varamenn: Aðalsteinn Halldórsson Davíð Áskelsson Jón S. Einarsson. Fjaliskilancfnd: Jón Einarsson, Haugsstöðum Guðni Einarsson Eyþór Þórðarson. Heilbrigðisnef nd: Jón L. Baldursson. Bæjarfógeti og héraðslæknir eru sjálfkjörnir í nefndina. Kjörskrárnefnd: Sigfinnur Karlsson Bjarni Þórðarson Eyþór Þórðarson. Endurskoðendur bæjarreikninga: Aðalmenn: Jón L. Baldursson Björn Björnsson. Varamenn: Aðalsteinn Halldórsson Jakob Hermannsson. Endurskoðendur Sparisjóðs Norðfjarðar: Aðalmenn: Aðalsteinn Halldórsson Eyþór Þórðarson. Varamenn: Þórður M. Þórðarson Axel Tulinius. Stjórn bæjarútgerðar: Kosningu frestað. Atvinnumálanef nd: Bjarni Þórðarson Ölver Guðmundsson. Byggingarnefnd gagnfræðaskóla. Nefnd þessi var kosin sam- kvæmt ályktun síðasta fundar. Á hún að undirbúa byggingu gagn- fræðaskóla, sem ráðgert er að hefjist á næsta ári. 1 nefndinni eru: Framd.ald á 4. síðu. Ottazt um Hólmaborg Vélskipið Hólmaborg fór héðan áleiðis til Skotlands 30. janúar, en hefur ekki komið fram og eru menn nú mjög uggandi um afdrif bátsins. Síðast heyrðist til hans fimmtudaginn 2. febrúar og var hann þá að reyna að ná sambandi við Þórshöfn í Færeyjum, en stöðin þar heyrði ekki til bátsins. Undanfarna daga hefur mikil leit verið gerð að bátnum og hafa togararnir Austfirðingur og Goða- nes tekið þátt í henni og flugvél- ar hafa leitað frá íslandi, Skot- landi og Noregi. Þrátt fyrir gott skyggni hefur báturinn ekki fundizt, né neitt, sem bent gæti til hver afdrif hans hafa orðið. Á Hólmaborg er fjögurra manna áhöfn, þrír Eskfirðingar og einn Norðfirðingur. Fjárhagsáætlun Seyðisfjarðar Bæjarstjórn Seyðisfjarðar sam- þykkti fjárhagsáætlun bæjarins á fundi sínum 19. janúar. Niðurstóðutölur áætlunarinnar eru kr. 1.534.250.00. Otsvör eru áætluð kr. 990.000.00 og er það 90 þús. kr. hærra en í fyrra. Auk þess er útsvar Áfengisverzlunar- innar áætlað 90 þús. kr. — Aðrir tekjuliðir eru samtals kr. 59.250. 00. Áætlunin er afgreidd með 385 þús kr. tekjuhalla og má af því draga þá ályktun, að bæjarstjórn- in treystir sér ekki til að jafna fyrirsjáanlegum útgjöldum niður. Helztu gjaldaliðir eru: Stjórn bæjarmála 171 þús., en þar frá dragast 60 þús. kr., sem er end- urgreiðsla bæjarstofnana fyrir störf bæjarskrifstofunnar í þeirra þágu, framfærslan 150 þús., fram- lag til Almannatrygginga 110 þús. og til Sjúkrasamlags 43 þús. —- Kostnaður við barnaskólann er áætlaður 113 þús. að frádreginni endurgreiðslu ríkissjóðs, miðskól- inn 38 þús. einnig að frádreginni endurgreiðslu. Halli sundhallar er áætlaður 60 þús. Framh. á 4. síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.