Austurland


Austurland - 11.02.1956, Blaðsíða 3

Austurland - 11.02.1956, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 11. febrúar 1958. AUSTURLANB Landheigismáiið NorSfjarSarbió Framhald af 2. síðu. og stofna í beinan voða öllu sínu kjörfylgi. Enginn nauður rekur okkur til neinskonar fórna í sam- bandi við þetta mál. Löndunar- bannið hefur ekki orðið okkur til tjóns, heldur þvert á móti til góðs. Vegna viðskiptasamninga okkar við Sovétríkin kom ekki að sök þó Bretar hættu að kaupa af okk- ur físk. í stað þess að flytja af- urðirnar sem hráefni á valta upp- boðsmarkað í enskum hafnarborg- um, hafa þær verið unnar í land- inu, útflutningsverðmæti þeirra stóraukið og mikil vinna verið við togarafisk víða um land. Sú stefna ríkisstjórnarinnar að vilja stuðla að þvi að aflinn sé fluttur út óunninn, hlýtur að hafa í för með sér mikinn samdrátt í atvinnu víða á landinu. Það er því hætt við að margur maðurinn eigi erfitt með að fá það inn í kollinn, að brýn nauðsyn hafi knú- ið ríkisstjórnina til að fórna þjóðarhagsmunum Islendinga í þeim eina sjáanlega tilgangi að svipta verkafólk atvinnunni. Og eins og sjá má á því hve togara- eigendur brugðust fljótt við með nefndarskipun þá, er sagt var frá í upphafi greinarinnar, eru þeir staðráðnir í að selja fiskinn óunn- inn úr landi. Vitað er, að hin miklu og hag- kvæmu viðskipti okkar við Sovét- ríkin eru Bandaríkjunum og fleiri þjóðum mikill þyrnir í augum. Ekki er ósennilegt, að þau hafi hér hönd í bagga og beiti áhrifum sínum á stjórnendur Islands — og auðvitað hlýða þeir eins og vant er. Á mánudag kom annar stálbát- urinn til Fáskrúðsfjarðar af sömu gerð og stærð og Sigurbjörg, sem kom þangað fyrir skömmu og á?ur hefur verið frá sagt. Þessi nýi bátur heitir Búðafell, eign samnefnds hlutafélags og itiun kaupfélagið aðaleigandi. Búðafell verður gert út við T'axaflóa ; vetur. BJaðiö óskar Fáskrúðsfirðing- um til hamingju með bátinn. Paradísarfuglinn Amerísk litmynd frá 20th f Century Fox. ; Sýnd sunnud. kl. 3 fyrir börn. [ Geimfárarnir Þessi sprenghlægilega skop- ¦ 'mynd verður nú sýnd í allra ¦ síðasta sinn. - Sýnd sunnudag kl. 5. Draumadísin mín \ Skemmtiieg amerísk söngva- : mynd er fjallar um ameríska : ljóðskáldið Gus Kahn. Doris Day og fleiri syngja | 23 lög í myndinni. s Sýnd sunnudag kl. 9. : Til sölu | Víl selja stórt og vandað ¦ barnarúm með dýnu. * Svein|björg Stefánsdóttir • Svalbarði. i Efnalaugin : opnar í dag. Tekið á móti fatnaði til 17. ¦ a ¦ í febrúar. » s ¦ ¦ z ¦ Samkomudagur Alþingis 1956 Framhald af 1. síðu. lega stjórnarkreppa verður varla leyst nema farin verði ein leið af þremur. I fyrsta lagi að núverandi ríkisstjórn sitji áfram sem bráðabirgðastjórn fram yfir kosningar. Mundi það almennt talin óbein yfirlýsing um að íhald- ið og Framsókn ætluðu að mynda nýja stjórn eftir kosningar. I öðru lagi kæmi til greina að krat- ar og Framsókn myndi bráða- birgðastjórn með a. m. k. óbein- um stuðningi sósíalista. Mundi það talið benda til að eftir kosn- ingar yrði mynduð vinstri stjórn. I þriðja lagi kæmi svo til greina myndun utanþingsstjórnar að mestu skipaðri embættismönnum og er líklegt að stjórnarflokkarn- ir telji það fýsilegast. Fataefni: Pipar og saltefni, 3 litir, o. fl. alullarefni. í Pipar og salt-efnin kosta aðeins 198.00. jj Sendum gegn póstkröfu. : Pöntnnarféiag alþýðu, Neskaupstað! Nr. 2/1956. Mynnin Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á benzíni, og gildir verðið hvar sem er á landinu: Benzín, hver lítri ................ kr. 1.98 Sé benzínið afhent í tunnum má verðið vera 5 aurum hærra hver lítri. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 29. janúar 1956. Reykjavík, 28. janúar 1956. Verðgæzlustjórinn. Útsvör 1956 Bæjarstjórn Neskaupstaða r hefur, með tilvísun til 28. gr. laga nr. 66, 12. apríl 1945, um útsvör, ákveðið að haga inn- heimtu útsvara fyrir árið 1956 þannig: Hver gjaldandi, sem á þessu ári er útsvarsskyldur til Bæj- arsjóðs Neskaupstaðar, skal greiða fyrir fram upp í útsvar sitt 1956 sem svarar helmingi þess útsvars, sem honum bar að greiða árið 1955. Greiðsla þessi skal innt af hendi með fjórum jöfnum greiðslum, sem falla í gjalddaga 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní n. k. Lögtaksréttur er á greiðslum þessum. Þetta birtist hér með öllum hlutaðeigandi til eftirbreytni. Bæjarstjórinn í Neskaupstað, 11. febr. 1956. Bjarni Þórðarson. Kvikmyndasýning Bússneska sirkusmyndin Tígrisdýratemjarinn verður sýnd í dag — laugardag — kl. 5 fyrir börn og kl. 9 fyrir fullorðna. MlR-deildin. Sprengikvöld Saltkjöt, rófur og baunir borðið þér úr Pan n. k. þriðjudagskvöld. Pöntunaríélag alþýðu, Neskaupstað Lakaléreft 200 cm. breitt, 43.25 j Léreft Léreft 140 cm. 140 cm. breitt breitt 20 00 p £ N 15.00 »»,j

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.