Austurland


Austurland - 17.02.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 17.02.1956, Blaðsíða 1
Málgagn sósfalista á Austurlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 17. febrúar 1956. 7. tölublað. Mikil verðhækk- un á næsiunni Starfsemi Sundlaugarinnar '55 Hinar nýju, risavöxnu álögur rikisstjórnarinnar munu stór- liækka allt verðlag í landinu og er talið varlega áætlað, að verð inn- fmttrar vöru hækki um 20%. Þassar hækkanir munu hafa í för með sér vísitöluhækkun um 6 —7 stig alveg á næstunni og enn meiri hækkun síðar, því dýrtíðar- hjól stjórnarinnar heldur áfram að velta. Þessi tala er miðuð við álögur ríkisstjórnarinnar einar, en ekki tekið tillit til verzlunarálagn- ingar, en sé hún meðtalin má ætla að vísitalan hækki um 10 stig til að byrja með. Þessar hækkanir munu ekki segja til sín í kaupgjaldsvísitöl- unni, sem gengur í gildi 1. marz. Við ákvörðun hennar er farið eft- ir framfærsluvísitölu 1. des.. 1. Jan. og 1. febr. og er þá áhrifa þessara ráðstafana ekkert tekið að gæta. I 4 mánuði er verkafólki og öðrum launþegum ætlað að þola verðhækkunina bótalaust. Eins og áður er sagt er talið varlegt að áætla verðhækkunina um 20% og skal nú gerð nokkur F ramfærsluvísitalan 176 stig — Kaup- gjaldsvísitalan 163 Kauplagsnefnd hefur nú birt útreikning sinn á framfærsluvísi- tölunni 1. febr. — Reyndist hún 176 stig. Einnig hefur hún reiknað út vísitölu þá, sem kaupgjald verður reiknað eftir í marz—maí. Reynd- ist hún 163 stig og verður hækk- uð um 2 stig. Kaupgjald verður reiknað út með 173 vísitölustig- umi. j Kaupgjald verkamanna í al- mennri vinnu hækkar um 21 eyri úr kr. 17.56 í kr. 17.77. Hinsvegar er vitað, að á næstunni stórhækk- ar allt verðlag í landinu vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar,. en þá úækkun skulu launþegar líða bóta- laust fram í júní. ítarlegri grein fyrir hinum nýju álögum, en áður hefur verið gert í blaðinu. Af tollverði allrar innfluttrar vöru að viðbættum framleiðslu- gjöldum á að taka 9.9%. Viðbótar söluskattur, 3% af allri skattskyldri sölu og veltu, skal innheimtur. Tollar (vörumagnstollur, verð- tollur og aðrir slíkir) hækka um 60—70 millj. kr. af innfluttum vörum. Innflutningurinn mun nema um 1200 millj. og jafngildir þetta því yfir 5% hækkun. Innheimta á sérstakan auka- skatt af ávöxtum, búsáhöldum, smíðatólum og verkfærum. Er hér um 30% skatt að ræða og er á- ætlað að hann skili 10 millj. í rík- issjóðinn. Hér við bætist svo aukin verzl- unarálagning, því verzlanir miða álagninguna við verð vörunnar eftir að ríkið hefur tekið sinn skerf. Leitinni að Hólmaborg, sem hvarf á leið til Skotlands, hefur verið haldið áfram til þessa, en engan árangur hefur hún borið og ekkert fundizt, sem gefið gæti vís- bendingu um hver afdrif bátsins hafi orðið. Áhöfn Hólmaborgar er fjórir menn, allir kvæntir og allir eiga þeir börn. Mennirnir eru: Jens Jensen, skipstjóri Eskifirði. Herbert Þórðarson, skipstjóri, Landhelgisbrot Klukkan 1—2 í nótt kom hing- að brezki togarinn Cape Cleveland frá Hull. Hafði flugvél landhelg- isgæzlunnar staðið skipið að veið- um innan fiskveiðitakmarkana við Ingólfshöfða. Sá skipstjóri sér ekki annað fært en að hlýðnast skipun flugstjórans um að halda til hafnar. Ekki hefur enn verið dæmt í máli skipstjórans. Árið 1955 sóttu Sundlaugina alls 16620 manns, en það er mesta aðsókn á einu ári frá því Sund- laugin tók til starfa. Meirihluti baðgesta voru börn, eða 12303 en 4317 fullorðnir. Gufubaðstofuna sóttu 1710 full- orðnir og 136 börn. Tekjur Sundlaugarinnar urðu kr. 53.569.00, en gjöld kr. 84.664. 00. Reksturshalli er því kr. 31.095.00. Frá byrjun starfseminnar hefur Neskaupstað. Hann réðist stýri- nuaður á Hólmaborg þessa ferð. Vilhelm Jensen, vélstjóri, Eski- firði, sonur skipstjórans. Sigurður Jónasson, vélstjóri, Eskifirði. Samid um smíði báts Dráttarbrautin h. f. hefur tek- ið að sér smíði eins bátsins enn. Á það að verða 22ja lesta bátur og verða eigendur hans þeir bræð- ur Flosi og Hörður Bjarnasynir. Báturinn á að afhendast fyrir 1. apríl 1957. AUSTURLAND Austurland kemur ekki út næstu 4 vikur vegna fjarveru prentarans úr bænum. Er hann á förum til Siglufjarðar og mun þjálfa þar lúðrasveit sem Verk- lýðsfélagið Þróttur er að setja á stofn, það verið svo að öll börn í barna- skóla bæjarins hafa fengið 30 sundkennsiutíma á ári og greiða bær og iíki kostnaðinn við þá kennslu. Á s. 1. ári sóttu þessa kennslu 177 börn og auk þess 24 utanbæjarbörn. Eftir því sem ég bezt veit mun óvíða eða hvergi á landinu vera lögð jafn mikil á- herzla á sundnám skólabarna og hér. Mörg þeirra ná líka ágætum árangri strax í fyrstu taekkjum taarnaskólans. T. d. var það svo, að í sumar tóku tvö 8 ára börn sundstig fullnaðarprófsbarna, en í því stigi þarf að leysa eftirtald- ar sundraunir: 100 m bringusund, 40 mi baksund, 25 m sund í fötum, 15 m björgunarsund með jafn- ingja, 8 m kafsund, kafa eftir hlut á 1.5 m dýpi og sitt hvað fleira. Nemsndur Gagnfræðaskólans fá í byrjun hvers skólaárs og stund- um á vorinu einhverja sund- kennslu. Árið sem leið nutu 56 nemendur þessarar kennslu. Eins og undanfarin ár hafði íþróttafélagið sundkennslu á kvöldin og sóttu þá tíma 40 Þróttarfélagar. Einnig fór fram §undkennsla fyrir börn á aldrinum 5-6 ára og voru í þeirri kennslu 31 barn. Alls hafa því 328 manns notið sund- kennslu á árinu. Sumarið 1955 var með eindæm- um sólríkt og hafði það mjög örf- andi áhrif á aðsókn að sundlaug- inni. Einkumi voru sundnámskeið barnanna betur sótt en oft áður. Börnin voru líka einstaklega hraustleg og falleg eftir böð í sól og vatni dag eftir dag. Ekkert spurzt til Hólmaborgar

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.