Austurland


Austurland - 17.02.1956, Page 4

Austurland - 17.02.1956, Page 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 17. feb'rúar 1956. Fréiiir af Héraði Hallormsstað, 29. janúar. Veðrið og samgöngurnar Að íslenzkum sið byrjar maður auðvitað á að tala um veðrið, þegar segja skal. fréttir! Við Héraðsbúar höfum nú í janúar fengið að kenna á Vetri konungi eins og aðrir landsbúar. Eftir þíðviðriskaflann um áramót- in gekk hér í norðlæga átt með allmikilli snjókomu og verulega miklu frosti. Svo mikið snjóaði, að bílaumferð tepptist að heita alveg. Kom sér nú heldur vel, að snjóbíll er til á Egilsstöðum, enda mun eigandi hans, Bergur Ölason, lítt hafa staðnæmzt heima hjá sér, nema yfir blánóttina. Var hann ýmist í ferðum með lækna eða flutningum með rjóma til Rjómabús K.H.B. á Egilsstöðum oS vöru- og farþegaflutningum um Héraðið. En um miðjan mánuðinn kom þar, að snjóbíll Bergs bilaði, Þá fannst bezt, hve háðir við erum orðnir farartæki þessu. Mátti heita, að samgöngur legðust með öllu niður á Héraði. Raunar eru til snjóbílar bæði á Seyðisfirði og Reýðarfirði, en þeir eru báðir bundnir í flutningum yfir Fjarð- arheiði og Fagradal. Samhliða fannfergi þessu komu frost meiri en um langt skeið. Hér á Hallormsstað komst það hæst í 18.2 stig eina nóttina, og er hið mesta, sem mælzt hefur síðan veðurathuganir hófust hér árið 1937. Enda fór svo, að Lagarfljót lagði í byrjun síðustu viku, Nokkra síðustu daga fyrri viku hafði ver- ið látlaus norðanstormur, og myndaðist þá að lokum íshrönn út á mitt Fljót hér efra, en það mun mjög sjaldgæft. Strax og storminn lægði, lagði ís á það, sem eftir var. Fyrir þremur dögum brá svo til þíðviðris og hefur asahláka verið síðan. Mestan snjó hefur tekið og ísinn á Lagarfljóti er farinn að brotna. upp. Verður nú væntanlega bílfært aftur, a. m. k. ef frýs. Framkvænulir við Grímsárfoss Fleiri almælt tíðindi segi ég ekki að sinni, en sný mér að því efni, sem millifyrirsögnin greinir. Fyrir jól lauk fyrstu skorpu verksins við virkjun Grímsár. Vinna hófst þar aftur um miðjan þennan mánuð og starfa þar nú fáir menn að sprengingum að- og frárennslisganga rafstöðvarinnar 27—8 m undir yfirborði jarðar. Verður einkum unnið við þetta til vors. En þá hefst af fullum krafti bygging hinnar miklu stíflu virkj- unarinnar (sem verður 12 m há í árfarveginum) og hafin verður gerð stöðvarhússins sjálfs. Um miðjan desember komi ég að Grímsárfossi og hitti þá Rögn- vald Þorláksson verkfræðing, stjórnanda verksins. Hann sýndi mér framkvæmdir og skýrði frá gangi þeirra fyrsta áfangann. Fer hér á eftir í megindráttum það, sem hann sagði mér. En fyrst skulu rifjuð upp örfá atriði varðandi framkvæmd þessa. Virkjunin á að framleiða 2400 kílówatta raforku. Allar mælingar og áætlanir hefur Sigurður Thor- oddsen verkfræðingur gert. en Sigvaldi Thordarson húsameistari hefur teiknað hús, sem reist verða í samfoandi við virkjunina. (Þeir önnuðust líka þessa hluti við nýju Laxárvirkjunina). Sjálf rafstöðin verður neðanjarðar og er fyrsta slík stöð, sem teiknuð hefur verið af íslendingum. Verk- fræðifirmað Verklegar fram- kvæmdir h. f. hefur tekið verkið að sér. Vinna hófst við Grímsárfoss 3. ágúst s. 1. Var fyrst lagður 700 m langur vegur frá þjóðvegi nið- ur að fossi. Síðan hafa verið reist- ir tveir timburskálar yfir verka- menn og eiga þeir að hýsa 50 manns til borðs og sængur. Flat- armál hvors þeirra er um 140 fer- metrar. Skálar þessir eru einkar vistlegir. Þá hefur verið reist tré- smíðaverkstæði og járnsmiðja, steyptir grunnar undir tvö íbúðar- hús starfsmanna stöðvarinnar og annað þeirra reist í mótumi. Lokið er við að grafa fyrir stíflunni, en eftir að sprengja fyrir undirstöð- um hennar. Ótalið er þá aðalverk- ið til þessa,, sem er vinna við að sprengja fyrir stöðvarhúsinu. Þessu verki lauk fyrir jólin og gefur nú að líta skammt frá foss- inum holu eina mikla, sem er 27 m djúp, 8 m í þvermál — eða tæp- ir 1400 teningsmetrar að rúmtaki. I haust unnu þarna flest um 40 manns. Um % hlutar þeirra ófag- lærðir menn. Flestir Austfirðing- ar. Rögnvaldur Þorláksson gat þess aðspurður, að verkið hefði til þessa gengið eftir áætlun þeirri, semi verktökunum var snið- in. Sig. Blöndal. Goðanes kom af veiðum á þriðjudag með mikinn afla, 346 tonn og mun ekki áður hafa komið með svo mikinn fisk í einu. Nær allur afl- inn var þorskur fremur smár, ekki ósvipaður færafiskinum við Langanes. Allur þessi afli fékkst á Austurlandsmiðum og er sum- part frystur og sumpart saltaður. Goðanes fór aftur á veiðar í fyrrinótt. Vinstri sigur í Járn- iðnaðarmannafél. Til skamms tíma var það svo, að í Félagi járniðnaðarmanna í Reykjavík tókust á mjög jafn- sterkar fylkingar vinstri og hægri manna, en þó hafði afturhaldið haft yfirhöndina um nokkur ár með örlitlum atkvæðamun og var íhaldsmaðurinn Sigurjón Jónsson formaður. Árið 1953 er síðasta árið, sem afturhaldið stjórnaði félaginu og hafði þá 4 atkvæði fram yfir vinstri menn. En 1954 kemst fé- lagið undir stjóm vinstri manna mieð 19 atkvæða meirihluta og 1955 bæta þeir aðstöðu sína stór- lega, fá 61 atkv. meirihluta. Úrslitin í stjórnarkosningunum í ár eru nú kunn orðin. Hlutu vinstri menn 184 atkv. en hægri menn 103. Sigrar vinstri manna í verklýðs- félögunum benda eindregið til þess hvert straumurinn liggur. Þeir benda til þess, að það sé vilji fólksins, að efnt sé til vinstri samvinnu í landinu gegn þeim spillingaröflum, sem nú drottna og virðast vera að leiða algjört öngþveiti yfir þjóðina. ðr bænum Af mæli: Hildur Jónsdóttir, kona Eiríks Elíssonar, trésmiðs, varð 65 ára í gær, 16. febrúar. Hún fæddist í Miðhúsum í Mjóafirði en hefur átt hér heima frá tveggja ára aldri. Dánarfregnir. Halldór Einarsson trésmiður andaðist að heimili sínu, Ekru, aðfaranótt sunnudags eftir löng og erfið veikindi. Hann fæddist í Seldal í Norðfjarðarhreppi 10. júlí 1885, en fluttist hingað 1889. Foreldrar hans voru hjónin Einar Jónsson, sem lengi var hreppstjóri hér á Nesi, og Jónína Halldórs- dóttir. Einar var ættaður úr Reyðarfirði, en Jónína var af merkum, þingeyskum ættum. Halldór var lengi byggingar- fulltrúi bæjarins. Kvæntur var Halldór Emmu Jónsdóttur og lifir hún mann sinn ásamt tveim dætrum þeirra hjóna, Jónínu, konu Ármanns Eiríksson- ar útgerðarmanns og Guðrúnu, konu Axels Magnússonar vél- stjóra. María Jónatansdóttir andaðist í gær á heimili dóttur sinni Laufeyj- ar Arnórsdóttur og tengdasonar Bjarna Lúðvíkssonar. Hafði hún í vetur hlotið slæma byltu á svelli og steig ekki á fætur eftir það. María var fædd á Borgarfirði eystra 10. ágúst 1874 og var því á 82. ári, er hún lézt, Hingað til bæjarins fluttist hún 1920. Níræð á morgun: María Hjálmars- dóttir, Mjóaíirði Á morgun — 18. febrúar — verður María Hjálmarsdóttir, Sandhúsi í Mjóafirði níræð. Hún fæddist á Reykjum í Mjóafirði og þar í sveit hefur hún átt heima alla ævi og í Sandhúsinu bjó hún allan sinn búskap. María er af þekktum og kjarn- miklum austfirzkum ættum. Föð- urfaðir hennar var Hermann Jónsson í Firði, hinn nafnfrægi höfðingi Mjófirðinga og í móður- ætt er hún einnig komin af Her- manni í 4. lið, því foreldrar hennar voru náskyldir. I móðurætt er hún einnig 4, maður frá Skúla Sigfússyni á Brimnesi, sem Skúla- ætt er frá talin. Eru ættir Maríu auðraktar langt í aldir aftur. Móðir hennar hét Jóhanna Sveins- dóttir. Eignuðust þau Hjálmar og Jóhanna 12 börn, en með fyrri konu sinni eignaðist Hjálmar a. m. k. 6 börn. Meðal albræðra Maríu voru hin- ir þekktu athafnamenn Konráð og Gísli Hjálmarssynir, en Vilhjálm- ur á Brekku var hálfbróðir henn- ar. María giftist 21. okt. 1888 Larsi Kristjáni Jónssyni, en hann and- aðist 12. maí 1941 78 ára að aldri. Eignuðust þau 6 börn og eru 5 á lífi. María ber sinn háa aldur vel og er hin ernasta. Leiðrétting Vestmannaeyjum, 9.-2.-’56. Herra ritstjóri, Ég vil leyfa mér að leiðrétta misskilning, sem var í grein Magn- úsar Guðmundssonar í blaði yðar Austurlandi 23. des. 1955. Þar ssgir að Högni Sigurðsson hafi flutzt aftur til Vestmanna- eyja og andazt þar fyrir fáum árum. Þetta er ekki rétt. Högni Sig- urðsson er enn lifandi við góða heilsu og ern vel. Virðingarfyllst, Högni Sigurðsson (yngri). Austurland Málgagn sósíalista á Austur- landi. Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. Kemur út einu sinni í viku. Lausasala kr. 2.00. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi 1. apríl.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.