Austurland


Austurland - 17.03.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 17.03.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 17. marz 1956. Ríkisstjórnin að falla Framhald af 1. síðu. i menn úr öllum landsfjórðungum, hélt fund um síðustu helgi. Á fundi þessum var samþykkt, að Alþýðusamban'dið skyldi hafa forystu um miyndun stjórnmála- samtaka á grundvelli stefnuyfir- lýsingar Alþýðusambandsins. Vert er að hafa það í huga, að í sam- bandsstjórn ASI eru Alþýðu- flokksmenn í yfirgnæfandi meiri- hluta. Um þessi samtök munu vinstri menn í landinu fylkja sér. Þeir hafa lengi þráð að slíkur flokkur risi upp. Sósíalistaflokkurinn mun heita á alla sína stuðningsmenn að veita þessum flokki allt það brautargengi, er þeir mega. Slíkt hið sama mun Málfundafélag jafn- aðarmanna gera. Og ef marka má orð þjóðvarnarmanna við útvarps- umræðurnar í fyrrakvöld, má telja líklegt að þjóðvarnarflokkurinn muni skora á sína menn að styðja nýja flokkinn. Og ekki er að efa, að miargir róttækir Framsóknar- menn muni telja þennan flokk í samræmi við óskir þeirra og skoð7 anir. Og vafalaust mun fjöldi manna, sem ekki hefur skipað sér í nein pólitísk samtök, veita þess- uin flokki stuðning. Þessi væntanlegi flokkur verð- ur reistur á stéttarlegum grund- yelli sem stjórnmálasamtök verka lýðsins og annarrar alþýðu. Hann verður ekki bandalag flokka, held- ur stjórnmálasamtök, sem allir frjálslyndir umbótamenn, sem) f.ndvígir eru ríkjandi stjómmála- spillingu, geta fylkt sér um. Alþýðusambandið hefur skipað þriggja manna nefnd til að koma þessum flokki á laggirnar. I henni eru: Hannibal Valdimarsson, for- seti sambandsins, Eðvarð Sigurðs- son, varaforseti þess og Sigríður Hannesdóttir, meðlimur í mið- stjórn sambandsins, en þau voru öll í nefnd þeirri er ASl skipaði til að gangast fyrir viðræðum milli andstöðuflokka íhaldsins um samstarf. Þegar miiðstjórn flokksins hef- ur verið valin, mun hún koma á fót kosninganefndum í öllum kjördæmum. Afturhaldinu er það ljóst hve þessi tíðindi boða alvarlega hættu fyrir yfirráð þess, enda er það skelfingu lostið, Slík stjórnmálasanitök mundu án efa fá 4 menn kjörna í Reykja- \-ik og álíta verður að íhaldið fái sömu tölu. Er þá enginn eftir handa hægri krötumi og hljóta þeir þá að þurrkast út úr tölu Jnngflokka, nema þeim takist að vinna sæti utan höfuðstaðarins, en til þess munu litlar líkur, — Og kosningaflokkur alþýðunnar hefði mikla möguleika til að vinna 4—5 kjördæmi utan Reykjavíkur og ineð þciin uppbótasælum, scin kæmu í hlut flokksins, yrði þetta sterkur þingflokkur með líklega 12—15 þingmenn. Sú stjórnmálasamvinna, sem nú befur tekizt fyrir forgöngu Al- þýðusambandsins á svo væntan- lega eftir að þróast í öflugan stjórnmálaflokk, semi sameinaði innan sinna vébanda alla þá, sem vilja af einlægni vinna gegn yfir- ráðum íhalds og afturhalds í ís- lenzkum stjórnmálum. Mundi þá linna hjaðningavígunum og vinstri menn snúast einhuga gegn íhaldsöflunum og yrði þess þá ekki langt að bíða, að einveldi þeirra hyrfi. Er þetta í samræmi við tilgang Alþýðusambandsins? Andstæðingar raunverulyegs vinstra bandalags reyna oft að halda því fram, að Alþýðusam- bandið sé með afskiptum sínum af þessum miálum að brjóta sitt pólitíska hlutleysi og gegn yfir- lýstum vilja verklýðssamtakanna. En sé nánar að gætt sjá allir að þetta er hin mesta firra. Al- þýðusambandið sem slíkt verður ekki aðili að þessu samstarfi, þó það beiti sér fyrir því að koma því á laggirnar. Öllum verkalýð er nú ljóst orðið, að ekki ier nóg að knýja fram kjarabætur, ef í þing- sölunum ráða menn, sem hafa þá yfirlýstu stefnu, að svipta verka- lýðinn jafnóðum því sem hann vinnur í harðvítugri baráttu. Verkalýðnum er því ljóst, að til þess að kjarabaráttan nái tilætl- uðum árangri, verður stjórnmála- leg eining að takast mteð þeim, sem vilja vernda réttindi og bæta kjör alþýðu. Og það er einmitt slík stjórnmálaleg eining sem Al- þýðusambandið nú er að skapa. Og loks er þess að geta, að þessi viðleitni stjórnar ASl er í fullu samræmi við einróma samþykkt síðasta Alþýðusambandsþings. Þrír mánuðir til stefnu Þegar þetta er skrifað er full- víst talið að kosningar verði í vor, líkíega 24. júní. Og eins og málin horfa nú, er líklegast að þrjár fylkingar eigist við. I fyrsta lagi hið nýja bandalag alþýðunnar, í öðru lagi íhaldið og í þriðja lagi bandalag hægri manna krata og Framsóknar. Enn getur þó breyting á þessu orðið, ef álitið verður að „þriðja aflið“ fari illa út úr kosningunum. Kann bá enn svo að fara að Alþýðuflokkurinn sem heild verð með í vinstra bandalaginu. Eins kann svo að fara, að Framsókn telji horfurnar það ótryggar, að hún þori ekki í kosningar þegar á skal herða. Það er skammt til kosninga og áríðandi að stuðningsnJenn vinstri samvinnu hefjst þegar handa um að skipuleggja starfsemi sína. I blaðinu Austurland frá 23. des. f. á. ritar hr. Magnús Guð- mundsson glögga og fróðlega grein: „Brot úr tónlistarsögu Norðfirðinga" og getur um fyrsta raddaða kórinn á Norðfirði, — að hans áliti. Leyfi ég mér í þessu sambandi að leiðrétta eina saklausa smá- villu, sem einhvern veginn hefur borað sér inn og komið mér til að brosa góðlátlega. Það hefur að vísu átt sér stað, að ég hef verið kominn full ná- lægt markalínu þessa heimis og annars og nærri hrotinn inn fyrir hurðina miklu, sem ég var farinn að rjála við, en sem aðskilur líf og dauða. Pétur portnari var þá höndum seinni að slá loku fyrir og stinga lyklinum niður í buxna- vasann, svo að hingað til hef ég alið aldur minn hérna meginn dyra og er nú 82 ára. Um fyrsta „raddaða kórinn“ á Norðfirði er það að segja að öllu má nafn gefa. Ég hef alla tíð verið söngelskur og hafði sungið í söngfélögum syðra og heima, áður en ég kom til Norðfjarðar. Það kom því að miklu leyti af sjálfu sér, að ég og nokkrir aðrir „tókum stundum lagið“ til á- nægjuauka fyrir okkur sjálfa 1 fá- sinninu, og sungum við þá tíðast tvíraddað mieð allri hógværð og heyrði ég þess hvergi getið að losnað hefði um þök á húsum og höfum við því ekki komizt í hálf- kvisti við þann kynngimagnaða rifrildiskauða, sem rauf þökin o°- an af fólki nýverið. Lögin, sem við sungum, voru flest ný af nál- inni og óheyrð flestum Norðfirð- ingum. Ekkert var hljóðfærið, en frú Hjálmarsson — mikilhæf kona með ágæta söngrödd — lék stundum undir. Jónas Þorsteinsson skáld orti þessa vísu undir létt og lipurt valslag: Skundar Skinfaxi greiður skeiðið ljósheima, endalaust hreint. Þeir eiga mikið verk fyrir höndum því það er ekki áhlaupaverk að skipuleggja ný stjórnmálasamtök, jafnvel þó þau byggi á tilveru eldri samtaka, Og við Austfirðingar munum ekki láta okkar hlut eftir liggja. Fljótlega mun hér í blaðinu rætt um kosningahorfur í aust- firzku kjördæmunum. Þegar vordaga himinn er heiður hrynur gullfax á jörðina beint. Blikandi rósir með barnslegri gleði blöðin ljómandi útrétta þá, mlesti fögnuður manninn sem skeði myndast þeim sælulífsdögum á, Um Álfadansinn — tilhlökkun- arefni unglinganna o. fl. — mun greinarhöfundurinn fara rétt með. (Sjá vísuna aftast). En í sam- bandi við „1 krónu um tímann“, sem ég man nú ekki lengur, datt mér Ingimundur fiðla í hug. Nokkrir unglingar auruðu saman í eina krónu til að fá lag hjá fiðlaranum. Hann tók þá nokkrar strokur og steinstoppaði svo. Á- heyrendur vildu fá meira, en fiðl- arinn sat við sitt og sagði: „Það er ekki lengi verið að spila fyrir eina krónu“. Nú er ég búinn að þrælklifa alla Nípuna efst upp á topp og hélt ég tæplega í við greinarhöfundinn sem alltaf var á undan og jafn sprækur og skemmitilegur, og sá ég þá að hann hafði gjört óþarf- lega lítið úr sér þegar hann fór í Nípuferðina. Ekki gat ég séð rákirnar sem höfundur talar um. Þær sjást víst betur neðan frá. Og víst er að Jónas Þ. Norðfjarðarskáld var á sjó þegar hann gerði þessa vísu um Nípuna og nefnir hann þar „randir“ og mun átt við sama fyrirbærið og greinarhöfundur nefnir rákir. Hulda þó í hamrasal háan vísdóm fergi. Undur-mikið alda-tal er á randa-bergi. Heill þér gamli kunningi og íbúum öllum, — kæri Norðfjörð- ur! — Með stolt þitt, Nípu drottningu, þér við hlið. Með kærri kveðju. Högni Sigurðsson, E. s. Jónas Þorsteinsson orli álfabrag og hefur álfadans verið þá á þorra. Er þetta viðlagið: Heim sækjum þorra að háum tignarstól, fyrir skömmu fluttum á fjallagyðju ból. Ungur Austíirðing- ur drukknar Aðfaranótt mánudagsins 4 marz vildi það slys til á vélbátn um Völusteini frá Bolungavík, ac Oddur Sigurgeirsson, stýrimaður féll fyrir borð og drukknaði. Vai verið að leggja línuna þegar slys ið varð og tókst ekki að finní Odd þrátt fyrir mikla leit. Oddur var ungur maður oí efnilegur. Hann var frá Djúpa vogi sonur Sigurgeirs Stefánsson ar frá Hamri og konu hans, sen látin er fyrir mörgum árum.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.