Austurland


Austurland - 17.03.1956, Blaðsíða 3

Austurland - 17.03.1956, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 17. marz 1956. AUSTURLAND 3 Bátur ferst Síðastliðinn föstudag varð það slys, að vélbáturinn Vörður frá Reykjavík fórst með allri áhöfn, 5 manns. Daginn áður hafði bát- urinn leitað hafnar í Þorlákshöfn eftir að hafa orðið fyrir áfalli, en hélt áleiðis til Reykjavíkur morg- uninn eftir, en hálfri annarri klukkustund síðar báðu skipverjar um aðstoð vegna véiarbilunar. Hjálp barst um seinan, því Vörð hafði þá borið upp í brimgarðinn rétt austan við Selvog. Eins og áður er sagt fórust fimm menn með bátnum. Einn þ'úrra var borinn og barnfæddur Norðfirðingur, Hermann Sigurðs- son, semi var eigandi bátsins og vélamaður. Hermann fæddist’ hér í bænum 7. júlí 1921, sonur hjónanna í Holti, Sigurðar Jóns- sonar og Guðrúnar Gísladóttur. Hermann lætur eftir sig konu, Rögnu Bjarnadóttur, og tvö börn, Sigrúnu og Jónas. Togarasmíði tefst Skipasmíðastöðin þýzka, sem smúðar hinn nýja togara Nes- kaupstaðar, hefur tilkynnt, að vegna hinna miklu vetrarharð- inda á meginlandinu, tefjist smíði togarans. Hefur skipasmíðastöðin orðið að draga mjög úr starfsemi sinni sökum kuldanna. Þegar bréfið er skrifað, 23, febr. var enn ekkert lát á hörk- unum og kvaðst fyrirtækið ekki geta um það sagt að svo stöddu hve töfn verður mikil. En strax þegar kuldabylgjan er gengin yf- ir mun það semja nýja starfs- áætlun og þá tafarlaust tilkynna - venær skipið muni afhent. N orSfjarSarbió Neðansjávar- ■ borgin ■ ■ ■ ■ ■ Spennandi kvikmynd. Sýnd ■ ■ r ■ | í síðasta sinn laugardag kl. 9. ; Call my Mister ■ ■ ■ ■ Bráðskemmtileg og fjörug : ■ dans- og söngvamynd með : ■ Betty Grable. ■ | Sýnd sunnudag kl. 3 og 5. : Norðfjarðarbíó sýnir amerísku ■ : stórmyndina iLæknirinn liennar! ■ ■ ■ ■ ■ ■ sunnudag kl. 9. Stúlka • óskast til heimilisstarfa hálf- ■ ; an daginn. Gott kaup. • Upplýsingar í símia 16. Áusturland Málgagn sósíalista á Austur- landi. Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. ■ ■ ■ ■ Kemur út einu sinni í viku. ■ ■ ■ ■ ■ ■ Lausasala kr. 2.00. Árgangurinn kostar kr. 60.00. : Gjalddagi 1. apríl. ■ ■ ■ ■ ■ ■ NESPRENT H-P \ Nylon- undirkjólar Pöntunarfélag alþýðu, Norðfirði Nr. 6/1956. Tilkynning Innflutnipgsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á brauðum í smásölu: Franskbrauð, 500 g....................... kr. 3,40 Heilhveitibrauð, 500 g..................... — 3.40 Vínarbrauð, pr. stk. .*.................... — 0.90 Kringlur, pr. kg........................... — 10.00 Tvíbökur, pr. kg........................... — 15.00 Rúgbrauð, óseydd, 1500 g................... — 4.55 • Normalbrauð, 1250 g........................ — 4.55 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Á þeim stöðum, semi brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningsko stnaði við hámarksverðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið á rúgbrauð- um og normalbrauðum vera kr. 0.20 hærra en að framan greinir. Söluskattur og framleiðslu sjóðsgjald er innifalið í verðinu. Reykjavík. 23. febrúar 1956. Verðgæzlustjórinn. Nr. 7/1956. Tðkynning Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á benzíni og olíum, og gildir verðið hvar sem er & landinu. 1. Benzín, hver lítri ........... kr. 2.08 2. Ljósaolía, hver smiálest ....... — 1360.00 3. Hráolía, hver lítri ............ — 0.87 Sé hráolía og benzín afhent í tunnum má verðið vera 2 y2 eyri hærra hver olíulítri og 3 aurum hærri hver benzínlítri. Heimilt er einnig að reikna 1 /2 eyri á hráolíulítra fyrir heimakstur, þegar olían er seld til húsakyndingar eða annarrr ar notkunar í landi, Söluskattur og framleiðslusjóðsgjald á benzíni og ljósaolíu er innifalið í verðinu. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 4. marz 1956. Reykjavík, 3. marz 1956. Verðgæzlustjórinn. ■ ■■■■■■■■■■■■■■•■•■■■■■■■■■■■■■■■■■^■^ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■' Bifreið til sölu Bifreiðin U-110, sem er Fordbifreið, smíðaár 1947, er til sölu ef um semst. Bifreiðin er nýyfirfarin og í fullkomnu standi á verkstæði á Reyðarfirði. — Nánari upplýsingar gefa bifreiðaverkstæðið „Lykill“ Reyðarfirði og Víðir Friðgeirsson, Stöðvarfirði. : :

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.