Austurland


Austurland - 17.03.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 17.03.1956, Blaðsíða 1
Málgagn sósfalista á Anstnrlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 17. marz 1956. 8. tölublað. Hin illræmda ríkisstjórn Ey- steins og Ólafs Thors að falla Kosningar í vor. — Samstarf vinstri manna undirbúið Þau tíðindi hafa nú gerzt, sem fáum munu harmsefni, að Fram- sóknarmisnn hafa séð sig til- neydda að lýsa yfir því, að þeir muni rjúfa stjórnarsamstarfið við íhaldið. Þessi ákvörðun, sem tekin var af flokksþingi Framsóknar- manna nýlega, kom engum á ó- vart, því það var á almannavit- orði, að svo mundi fara. Andstað- an gegn íhaldssamvinnunni var orðin svo mögnuð, að sýnt var, að hinir afturhaldssömu foringjar mundi tilneyddir að láta að vilja hinna almennu flokksmanna, ef þeir áttu ekki að stefna tilveru flokksins í beinan voða. Framsókn er samábyrg íhaldinu Með því-að slíta stjórnarsami- vinnunni hyggst Framsókn vinna tvennt. 1 fyrsta lagi að koma í veg fyrir algjört fylgishrun hjá flokknum og í öðru lagi að skjóta sér undan ábyrgðinni á þeim stjórnarathöfnum, sem óvinsæl- astar eru. En ótrúlegt er, að flokknum takist það. Hann ber fullkomlega sinn hluta af ábyrgð- inni. Eysteinn hefur síður en svo verið eftirbátur Ólafs Thors og Bjarna Ben. í árásunum á lífskjör alþýðunnar, Aldrei hefur staðið á Framsókn í þeim efnum og oft hlefur hún átt frumkvæðið. —■ Var það ekki Eysteinn Jónsson, sem krafðist þess í vetur, að 80 millj. kr. nýjum sköttum væri bætt á skattabyrði þá, semi fyrir var, algerlega að þarflausu? — Voru það ekki Framsóknarmenn sem ásamt íhaldinu veltu 230— 240 millj. kr. byrði á bök al- mennings í stað þess að taka það fé af okurgróða stórfyrirtækja eins og sósíalistar hafa lagt til ? Hefur ekki Framsókn ásamt íhaldinu staðið í samningamakki við brezka útgerðarmenn um und- anhald í landhelgismálinu ? Svona mætti lengi spyrja og svarið er jafnan það, að Framsókn hafi engu síður en íhaldið staðið að óhæfuverkum hinnar feigu ríkis- stjórnar. Til skammis tíma hefur ekki annars orðið vart, en að Fram- sóknarforingjarnir kynnu vel við sig í faðmlögunum við íhaldið. Og foringjatryggir Framsóknar- menn hafa af kappi varið gerðir stjórnarinnar og talið öll hennar verk góð. Það er dálítið broslegt að sjá limaburð þessara manna nú. Nú geta þeir eiginlega í hvor- uga löppina stigið af monti yfir því, að foringjarnir skuli nú hafa slitið stjórnarsamvinnunni og nú sjá þessir skrítnu menn harla fátt nýtilegt við Eysteins-Thors- stjórnina. Miðflokkasamvinna I allan vetur hafa staðið yfir viðræður milli Framsóknar og Alþýðuflokksins — þ. e. a. s. hægra arms hans, sem ræður mið- stjóminni — umi samstarf í næstu kosningum. Tveir sprenglærðir prófessorar hafa af kappi lagt saman og dregið frá til að reyna að finna það út hvemig hagan- legast væri að haga framboðum til þess að samsteypan fengi sem flesta þingmenn. — En gallinn er bara sá, að allir þessir útreikn- ingar eru bandvitlausir. Reikni- meistararnir taka það ekki með í reikninginn, að fólkið lætur ekki verzla með sig eins og fénað. Það er vitað að báðir þessir flokkar eru þverklofnir og einkum hefur það verið áberandi með Alþýðu- flokkinn, Tilgangur þessa samstarfs er sá einn, að reyna að forða nokkr- um Framsóknarþingmönnum frá að falla, en við borð liggur að Framsókn tapi nokkrum þing- sætum. Engum dettur í hug að -þessi óbjörgulega samsteypa geti feng- ið meirihluta á þingi. Hvað verður eftir kosningar? Eysteinn veit það eins vel og allir aðrir, að hægri Framsókn- armenn og hægri kratar geta ekki fengið meirihluta. Þegar sú stað- reynd liggur fyrir eftir kosning- ar, hugsar hann sér að taka íhaldssamvinnuna upp á ný og þá eiga hægri kratar að vera mieð, ef þeir verða þá ekki þurrkaðir út af þingi. Ihaldið er að tapa Allar líkur benda til þess, að í vetur, sérstaklega frá því um ára- mót, hafi mjög þorrið fylgi íhaldsins og mun það nú vonlaust um meirihluta, sem það þóttist áður sjá hylla undir. Mjög er lík- legt að það tapi einhverjum þing- mönnum til vinstri manna, t. d. á Siglufirði og Vestmannaeyjum, en það ber að játa, að það hefur Þriðjudaginn 21. febr. var hleypt af stokkunum í skipa- smíðastöð Dráttarbrautarinnar h. f. nýjum fiskibáti nær 59 lesta stórum. Hlaut hann nafnið Langa- nes N. K. 30. Eigendur hans eru bræðurnar Ársæll og Þorsteinn Júlíussynir, Langanes fór áleiðis til Kefla- víkur um mánaðamótin, en þaðan verður það gert út í vetur. Langanes er sterklegur bátur og vel útbúinn. Meðal annars hef- ur hann fisksjá og 10—12 manna gúmmíbjörgunarbát. í bátnum er 240—375 ha. dieselvél og er gang- hraði a. m. k. 13 sjómílur. Báturinn var smíðaður eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, skipasmíðameistara í Keflavík. Yfirsmiður var Sverrir Gunnars- son. Vélsmiðja Dráttarbrautar- innar annaðist niðursetningu vél- ar og fleira þar að lútandi. Yfir- möguleika til að vinna örfá sveitakjördæmi frá Framsókn. Alþýðusambandið beitir sér fyrir vinstri samvinnu Alþýðusambandið hefur nú um skeið barizt fyrir því, að vinstri öflin í landinu tækju höndum saman um myndun ríkisstjórnar, sem starfaði í samræmi við hags- muni alþýðunnar. Sambandinu er það ljóst, að verkalýðurinn verður að ná áhrifum í stjórn landsins, eigi ekki jafnóðiun að eyðileggja árangra kjarabaráttunnar. — Ekki hefur tekizt að gera banda- lag vinstri flokkanna að veru- leika, en viðleitni Alþýðusam- bandsins hefur fengið miklar og góðar undirtektir um land allt. Og f jöldi manna í öllum) andstöðu- flokkum íhaldsins krefst vinstra samstarfs. Þeim er það ljóst, að bandalag hægri manna krata og Framsóknar á ekkert skylt við vinstra samstarf, heldur er þar einungis um að ræða pólitískar brellur og hrossakaup. Sambandsstjórn Alþýðusam- bandsins, en í henni eiga sæti Framhald á 2. síðu. maður vélsmiðjunnar er Reynir Zoega. Raí'iagnir annaðist Raf- tækjavinnustofa Kristjáns Lund- berg. Á nýsköpunarárunum voru smíðaðir hér þrír fiskibátar, en siðan hefur nýsmíði legið niðri. Það er mjög ánægjulegt að þessi iðnaður skuli hafinn að nýju, því hann er ákaflega mikils verður. Og ekki mun skipasmíðastöðina skorta verkefni á næstunni, því hún hefur te,kið að sér smíði þriggja báta til viðbótar. Langanes mun vera stærsti bát- urinn sem smíðaður hefur verið á Austurlandi til þessa. Skipstjóri á bátnum) er Þor- steinn Júlíusson, annar eigandi hans. Austurland óskar eigendum Langaness ýl hamingju með þenn- an myndarlega bát. Nýr bátur: Lctnganes N. K. 30

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.