Austurland


Austurland - 17.03.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 17.03.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 17. marz 1956. Atvinnuleysistryggingarnar Einn þýðingarmesti árangur verkfallanna í vor var sá, að ríkisstjórnin var knúin til að gefa bindandi loforð um að á þingi því, sem nú situr, skyldi sett löggjöf um atvinnuleysistryggingar. Mikill dráttur varð á, að nefnd sú, er falið var að semja frum- varpið, lyki störfum, en nú hefur það verið lagt fram á Alþingi. Atvinnuleysistryggingar hafa iengi verið baráttumál verklýðs- samtakanna og þing eftir þing hafa sósíalistar flutt frumvörp um þess háttar tryggingar, en þau hafa aldrei hlotið afgreiðslu. Hér á eftir verður aðalefni frumvarpsins rakið. Tekjur tryggingarsjóðs 1 tryggingarsjóð rennur semi svarar 4% af vinnulaunum hinna tryggðu. Skiptist framlagið svo, að atvinnurekendur greiða 1%, sveitarfélög 1% og ríkissjóður 2%, Svarar þetta til þess, að fyrir hverja vinnuviku verkamanns renni í sjóðinn kr. 8.44 með nú- gildandi vísitölu. Þetta er mikið fé og hlýtur skjótt að safnast á- litlegur sjóður, ef atvinnuleysi verður ekki tilfinnanlegt. Gerum okkur í hugarlund, að launagreiðslur til hinna tryggðu hér í bæ nemi 10 millj. kr. á ári. Tekjur tryggingarsjóðsins yrðu þá 400 þús. kr. — Miðað við svip- að atvinnuástand og undanfarin ár, mundi þessi upphæð að mestu eða öllu lögð fyrir, því frumvarp- ið gerir ekki ráð fyrir að bætur verði greiddar, nema atvinnuleysi sé verulegt. — Á fáum árum mundi þá tryggingarsjóður norð- firzkrar alþýðu nema milljónum króna. Atvinnuleysisbætur í atvinnuleysisbætur greiðist cinhleypum manni kr. 12.00 á dag, en kvæntum manni 15 krónur og 3 krónur á barn allt að þremur. Þó má í reglugerð ákveða hærri bætur en þó mega þær aldrei verða hærri en 26 krónur fyrir einhleyp- an, 30 fyrir kvæntan mann og 4 krónur fyrir barn. Bætur mega aldrei verða hærri en svo, að þær, ásamt öðrum tekjum, nemi 75% af verkamannskaupi. Eftir þessu er gert ráð fyrir því sem aðalreglu, að bætur til handa kvæntum manni með 3 börn á framfæri verði með nú- gildandi vísitölu kr. 41.52 á dag. Má öllum ljóst vera, að þær bætur eru svo lágar, að engin leið er fyrir 5 manna fjölskyldu að draga fram lífið á þeim, Hin lága bóta- upphæð er einn af megingöllum frumvarpsins, en vonandi yrði fljótlega hægt að hækka bótaupp- hæðina þegar sjóðunum vex fisk- ur um hrygg. Skilyrði til bótaréttar Tryggingarnar ná til manna á aldrinum 16—67 ára og þurfa eft- irtalin skilyrði að vera fyrir hendi til að bætur séu greiddar: 1.. Rétt til bóta hafa- fullgildir meðlimir í verklýðsfélögum, sem lögin taka til og hafa minnst 20 meðlimi. Þó geta félög með færri meðlimi öðlazt rétt til bóta, hafi þau samið fyrir gildistöku lag- anna um greiðslur frá atvinnu- rekendum til tryggingarsjóðs. 2. Til þess að öðlast rétt til bóta, þarf viðkomandi á síðustu 12 mánuðum að hafa í a. m. k. 6 mánuði stundað vinnu, sem goldin er samkvæmit samningi eða taxta verklýðsfélags. 3. Bótaþegi þarf, til að fá bæt- ur greiddar, að sanna með vott- orði vinnumiðluijar að hann hafi á síðustu 6 mánuðum verið at- vinnulaus a. m. k. 36 daga þar af 9 daga á síðustu 18 dögum. Þeir, sem orðnir eru 67 ára, en njóta ekki ellilífeyris, hafa rétt til bóta. Sá, sem öðlast rétt til bóta samkvæmt þessu, á þegar rétt til bóta fyrir þá virka daga umfram 6, sem hann hefur verið atvinnu- lau- á siðustu 18 dcgum virkum. Úthlutunarnefnd getur þó ákveð- ið bætur frá og með 16. atvinnu- leysisdegi, enda þótt eigi sé full- nægt skilyrðinu um 36 atvinnu- leysisdaga síðustu 6 mánuði. Bótaréttur fellur niður hafi bótaþegi samfellt vinnu í 12 daga eða 18 daga af síðustu 24 dögum. Stjórn og fyrirkomulag Stjórn atvinnuleysistryggingar- sjóðs skipa 7 menn, einn tilnéfnd- ur af Alþýðusambandinu, annar tilnefndur af Vinnuveitendasam- bandinu og 5 þingkjörnir, Tryggingarstofnunin annast vörzlu sjóðsins, reikningshald og daglega afgreiðslu. Handbært fé sjóðsins skal eftir því sem við verður komið, ávaxta á þeim stöðum þar sem féð fellur til. Verði jgmdbært fé meira en ætla má að nauðsynlegt sé til bóta- greiðslu, er sjóðsstjórninni heiml- ilt að lána féð gegn ríkisábyrgð eða annarri öryggri tryggingu. Hætt er við að ýmsum úti á landi þyki óþarfi að öll yfirstjórn trygginganna skuli vera í Reykja- vík. Mundu flestir heldur hafa kosið, að hvert verklýðsfélag fyr- ir sig færi með stjórn síns sjóðs, en hvert verklýðsfélag á sinn sér- reikning í sjóðnum og á hann fær- ast greiðslur atvinnurckenda og hins opinbera fyrir meðlimi fé- lagsins. Hugsum okkur að eftir 10 ár verði atvinnuleysistrygg- ingasjóður verklýðsfélagsins hér 3 millj. kr. — Líklegt mætti telja að sjóðsstjórnin teldi ekki þörf á að hafa allt það fé handbært og vildi lána t. d. helming þess. Ef sjóðnum væri stjórnað af heima- mönnum, mundi féð án efa fyrst og fremst verða lánað til þeirra framkvæmida, sem ætla mætti að drægju úr atvinnuleysi. — En það er ekki gott að segja hver sjónar- mið ríkja hjá Reykvíkingum þeg- ar um lánveitingar er að ræða. Kannski mundu þeir lána trygg- ingarfé norðfirzkra verkamanna til húsbygginga í Reykjavík. Heimamenn úthluta bótum Nokkur bót er það í máli, að úthlutun bóta fer fram þar sem viðkomandi félag starfar. Úthlut- un bótafjár fyrir hvert félag ann- ast 5 manna nefnd og eru þrír skipaðir af viðkomandi verklýðs- félagi, einn af Vinnuveitendasam- bandinu og einn af Vinnumála- samibandi samvinnufélaganna. Á- frýja má þó úrskurði úthlutunar- nefndar til stjórnar trygging- arsjóðsins. Úthlutunarnefnd ann- ast sjálf útborgun bóta. Atvinnuleysisbætur greiðast af sérreikningi þess félags, sem bótaþegi telst til. Bótagreiðslur byrja 1. okt, Greiðslur atvinnuleysisbóta hefjast ekki fyrr en 1. okt. í haust, en iðgjöld verða greidd frá 1. júní 1955 og ætti þá að verða fyrir hendi væn fúlga þegar bótagreiðslur hefjast. Vinnumiðlun Nefndin, sem samdi frumvarpið um atvinnuleysistryggingarnar, samdi líka frumvarp um vinnu- miðlun. Verður í næsta blaði leytazt við að gera nokkra grein fyrir því. —o— Margt fleira er ástæða til að rekja úr efni þessa frumvarps, en rúmsins vegna verður þetta að nægja. Hér er um ræða stór- merkilegt mál, sem verklýðssami- tökin hafa borið fram til sigurs í harðri baráttu. Og þó augljósir gallar séu á frumvarpinu, er ekki ástæða til að taka það of alvar- lega, því lögin á að endurskoða að tveim árum liðnum, þegar nokkur reynsla er af þeim fengin. Ástæða er til að ætla að í næstu kosningum efli verkalýðurinn þingfylgi sitt svo, að hagsmuna hans verði fullkomlega gætt við endurskoðunina. Or bnuni Afmæli: Elías Jónasson frá Vindheimi varð 75 ára 19. febrúar. Hann fæddist í Mjóafirði, en hefur lengi átt hér heima. Jón Lundi Baldursson, spari- sjóðsstjóri, varð 50 ára 22. febr. Hann fæddist að Lundarbrekku í Bárðardal, en hingað fluttist hann 1930. Einar Jónsson, skipstjóri, varð 60 ára 7. marz. Hann fæddist hér í bæ og hefur alltaf átt hér heima. Minningarathöfn um Herbert Þórðarson, skip- stjóra, sem týndist með v. s. Hólmaborg í byrjun fyrra mánað- ar, fór fram hér í kirkjunni 5. marz. Var athöfnin virðuleg og mikill fjöldi mianna viðstaddur. Daginn eftir fór fram í Eski- fjarðarkirkju minningarathöfn uffl Eskfirðingana, sem fórust með Hólmaborg, þá Jens Jensen, Vil- helm Jensen og Sigurð Jónasson. Inflúensufaraldur Mikill inflúensufaraldur geysar nú í bænum og hefur fjöldi manns tekið veikina. Mjög mikið er um fjarvistir úr skólunum vegna veikinnar, Kennsla hefur fallið niður í gagnfræðaskólanum síðustu daga vegna mdkilla fjarvista nemenda og frestað hefur verið 25 ára af- mælishátíð skólans, sem ráðgerð hafði verið í kvöld. — í gær var felld niður kennsla í barnaskól- anum af sömu ástæðum. Útvarpsumræður I fyrrakvöld var að kröfu Sós- íalistaflokksins útvarpað frá Al- þingi fyrstu umræðu í Neðri deild um frumvarp um togaraútgerð og stuðning við sveitarfélög til at- vinnuframkvæmida. Frumvarp þetta er flutt af þing- mönnum úr öllum andstöðuflokk- um íhaldsins. -— Er hér um að ræða hið merkilegasta mál, sem. ef fram næði að ganga, - mundi gjörbreyta lífskjörum fólks víða um land. Ekki verður málið rakið hér, þar sem það var vel og skilmerki' lega gert í umiræðunum og ætla má að allur þorri lesenda blaðsins hafi fylgzt með þeim. Umræðurnar voru í hógvæf' ara lagi og snerust meira en títt er um mál það, sem á dagskrá er. Það vakti athygli margra, að nú lét enginn ræðumaður orð falú í þá átt að „kommúnistar" værn ekki samstarfshæfir. Það hefiT þó venjulega verið upphaf og end- ir á öllum ræðum andstæðinga sósíalista til þessa,

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.