Austurland


Austurland - 24.03.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 24.03.1956, Blaðsíða 1
Málgagii sósfalis&a á Anstnrlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 24. marz 1956. 9. tölublað. reynir gamalt bragð F ramsókn Framsóknarmenn leggja nú of- urkapp á að eyða íhaldsþefnumi, sem af þeim leggur eftir margra ára náin mök við íhaldið. Svokölluð stjórnmáiaályktun nýafstaðins þings Framsóknar- flokksins ber ljósan vott þessa þrifabaðs. Þar er reynt að skella allri skuldinni af því, sem miður hefur farið og óvinsælt hefur orð- ið á íhaldið. — Ekki skal Austur- land gera lítið úr sök íhaldsins í óhæfuverkum ríkisstjórnarinnar, en sjálfsagt er að láta það sem aðra njóta sannmælis. Og mála sannast er það, að íhaldið á sinn mælda helming af óhæfuverkun- um. Hinn helminginn á Framsókn. ■— Þar gildir einnig hin fræga lielmingaskiptaregla. Enginn hefur öll þessi ár orðið þess var að Framsóknarforingj- arnir hefðu í þjóðmálunum önnur sjónarmið en íhaldið. Og þegar þeir — t d. Eysteinn — hafa heimsótt kjördæmi sín, hafa þeir látið vel af vistinni og yfir engu þurft að kvarta. En jafnframt því að kenna í- haldinu alla óknyttina, þakkar Framsókn sér einni það fátt, sem segja má að þessi stjórn hafi skammlaust gert. Ekki alvarleg töf í síðasta blaði var frá því skýrt, að í bréfi dags, 23. febr. hefði skipasmáðastöðin, sem smíðar nýja togarann, tilkynnt, að vegna hinna miklu kulda, sem í vetur hafa herjað Evrópu, mundi smíði skipsins seinka. Nú hefur borizt annað bréf frá skipasmíðastöðinni dags. 8. marz. Er þar tilkynnt, að smíðin muni aðeins tefjast um tvær vikur. Inílúensan Inflúenzufaraldurinn mun nú hafa tekið meirihluta bæjarbúa °g fer vonandi senn að réna. — Kennsla hætti í barnaskólanum á föstudag í fyrri viku vegna fjar- vista barna og kennara og hefur kennsla enn ekki hafizt að nýju. í gagnfræðaskólanum féll kennsla líka niður í nokkra daga. Ekki er afstaða Framsóknar stórmannleg fremur en við var að búast. Hún reynir að hlaupast frá ábyrgðinni á því, sem stjórnin hef- ur illa gert, en eignar sér þáð sem sæmilega hefur tekizt. En vissu- lega á hún helminginn af hvoru tveggja. Framisókn hefur oftar en einu sinni áður reynt að leika þetta bragð. Hún hefur slitið stjórnar- samstarfi við íhaldið og dulbúizt vinstri flíkum fyrir kosningar. En þegar er kosningar voru um garð gengnar, fleygði hún vinstri flík- unum og skreið undir gullbaldír- aða dúnsæng íhaldsins og undi sér þar vel unz nálgast fór næstu kosningar og urgur kjósendanna tók að heyrast inn í hjónaher- bergið. Framsókn hefur til þessa dugað þetta lævísa bragð með ágætum, en hvort það tekst einu sinni enn skal ósagt látið. En að því hlýtur að koma að kjósendur sjái í gegn- um þennan blekkingavef og þá er Framsókn búin að vera. Að miklum hluta er stjórn- málaályktunin sk'raf um vinstra starf og vissulega felast þar sannleikskorn innan um allar blekkingarnar. Fyrsta setning á- iyktunarinnar hljóðar svo: „Flokkadráttur innan verk- lýðssamtakanna hefur um langan tíma orðið þess valdandi að ríkt hefur sérkennilegt og hættulegt ástand í stjórnmálum hér á landi“. Og ályktunin, sem af þessu er dregin, kemur fram í næstu setn- ingu: „Það er eitt af aðaleinkennum þessa ástands, að ekki hefur reynzt hægt að mynda meirihluta rlkisstjórn nema með þátttöku Sjálfstæðisf!okksins“. Þetta láta fulltrúar á flokks- þingi Framsóknarflokksins hafa sig til að samþykkja, þó þeir og allur landslýður viti, að flokkur- inn liefur öll þessi ár átt þess kost að mynda sterka meirihluta ríkisstjórn án þátttöku íhaldsins. En hann kaus bara heldur að halla sér að spillingar- og afturhalds- öflunum, en vinstri stjsfnu. Og enn á flokkurinn þess kost að mynda vinstri stjórn. En hann vill það ekki. Hann vill kosningar þegar í stað og að þeim loknum skal á ný hnýta kærleiksböndin við íhaldið, en þau hafa nú rofnað um skeið. — I því samibandi má á það benda, að flokksþingið felldi tillögu, þar sem lýst var yfir því, að samstarf við íhaldið kæmi ekki til mála eftir kosningar. Áætlun Framsóknar liggur ljóst fyrir. Hún ætlar að leika sama bragðið og stundum áður, rjúfa í orði kveðnu samvinjnuna við íhaldið, klæðast á ný vinstri bur- unni, gera kosningabandalag við hægri krata og að kosningum loknum, þegar það liggur fyrir, sem allir vita að verða muni, að þeir eru úralangt frá að fá meiri- hluta, ætlar Framsókn sér að skríða á ný undir feldinn hjá íhaldinu og nú eiga kratarnir að verða þeirrar náðar aðnjótandi að kúra á fótum skötuhjúanna. Að Framsókn er engin alvara mjeð vinstra samstarf sést fyrst og fremst af afstöðu flokksins til baráttu Alþýðusambandsins fyrir einingu vinstri aflanna. Þar áttu þingfulltrúar guljlið tækifæri til að láta einingardraum fólksins rætast. Og þar áttu foringjar Framsóknarflokksins gullið tæki- færi til að snúa frá íhaldsþjón- ustunni og gerast leiðtogar þjóð- arhreyfingar, sem á stuttum tíma hefði orðið þess megnug að ryðja um koll spillingarkerfi því, sem afturhaldsöfl landsins þrífast af. En þetta tækifæri létu Fram- sóknarmenn — því miður — sér úr greipum ganga. En það mun ekki koma í veg fyrir, að fjöl- margir Framsóknarmenjn, sfjm, ekkert þrá heitar en raunveru- legt vinstra bandalag, styðji kosn- ingabandalag alþýðunnar. Þeir vita sem er, að Framsóknarfor- ingjarnir stefna að íhaldssam- starfi eftir kosningar og að eina ráðið til að losa þá úr álögum íhaldsins, er að veita þeim þá ráðningu sem þeir skilja eina — ráðningu kjörseðilsins. Fjárhús hrynur í vikunni sem leið vildi það til að fjárhús Sv:ins Guðmundsson- ar bílstjóra, hrundi og drápust 7 kindur. Hús þetta, sem eitt sinn var lifrarbræðsla sem Sigfús Sveinsson átti og er inni á Fanjis- grunnum, var reist fyrir 30 árum. Var þakið steinsteypt en ekki járnbent og datt það niður á kind- urnar. Næsta blað af Austurlandi kem- ur út í vikunni eftir páska. Forseti Alþýðusambandsins rekinn úr Alþýðnflokknum í fyrradag samþykkti miðstjórn Alþýðuflokksins að \íkja úr flokknum einum af þingmönnum flokksins, Hannibal Valdi- marssyni. „Sök“ Hannibals er sú, að hann hefur staðið í fylkingar- brjósti þeirra manna, sem beitt liafa sér fyrir vinstri samvinnu. Hægri ldíkan í Alþýðuflokknum hefur lengi haft hug á að reka Hannibal úr flokknum, en brostið kjark vegna þess hve miklu fylgi hann á að fagna innan flokksins og meðal alþýð- unnar almennt. — En áður hafði kiíkan rekið'annan bæjarfull- trúa flokksins í Reykjavík, Alfreð lækni Gíslason, fyrir sömu sakir. Og eigi að halda áfram á sömu braut liefur miðstjórn Alþýðuflokksins áreiðanlega nóg að gera við brottrekstra næstu vikurnar. En íslenzk alþýða mun svara brottrekstri forseta heildar- samtaka hennar með því að fyl kja sér uin kosjningabandalag það er hann á mestan þátt I að mynda.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.