Austurland


Austurland - 24.03.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 24.03.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 24. marz 1956. Merkasii sijórnmálavið- burður síðusiu árai Kosningabandalag alþýðu, sem Alþýðusambandið vinnur nú að að koma á stofn, hefur vakið mikla athygli og hefur verið fagn- að af alþýðu umi land allt. Og andstæðingablöðin bera þess ljós- an vott, að afturhaldinu er ljóst hver ógnun þessi nýju samtök eru við yfirráð þess. Verkföil eða stjórnmálaleg áhrif Nú er svo komið, að afturhalds- öflin geta m:ð stjórnmálalegum Aðalfundur Kvenna- deildarinnar Kvennadeild Slysavarnarfélags- ins hér í bænum hélt aðalfund sinn 16. marz. Ur stjórn áttu að ganga Þof- unn Jakobsdóttir, formaður, Soff- ía Björgúlfsdóttir, ritari og Unn- ur Zoega, gjaldkeri. Voru þær allar endurkosnar. Fyrir voru í stjórn Lína Jónsdóttir og Gislína Haraldsdóttir. Á 8. landsþing Slysavarnarfé- lags Islands, sem haldið verður í Reykjavík 22. apríl í vor, voru kosnar Guðný Þórðardóttir og Lína Jónsdóttir og til vara Fjóla Steinsdóttir og Guðrún Sigmunds- dóttir. Aðalfundurinn samþykkti að fé- lagið skyldi greiða afnotagjald af símanum á Stuðlum, en mjög er mikilsvert að þar sé sími eftir að Suðurbyggðin er í eyði farin og því engin aðstaða þar til að líkna mönnumi, sem þar kunna að lenda í hrakningum. Á árinu sem leið hefur félagið verið athafnasamt og látið ýms mál til sín taka. Þau helztu eru skipbrotsmannahælið í Sandvik og stuðningur við sjúkrahússbygg- inguna, en til-hennar lagði félagið 40 þús. kr. Á fundinum var rætt um ýms slysavarnarmálefni og starfsemi deildarinnar að þeim, en ekki er enn tímabært að skýra frá þeim ráðagerðum. Skemmtiatriði voru á fundinumi og sameiginleg kaffidrykkja. Guðný Þórðardóttir stjórnaði spurningaþætti, sem þótti bráð- smellinn og takast vel. Fundurinn var mjög vel sóttur þrátt fyrir mikil veikindi í bænum. Finnur S. Jónsson, smiðuf, sem stundaði sjóróðra áratugum sam- an, færði deildinni 500 krónur að gjöf og hefur blaðið verið beðið að færa honum beztu þakkir fyrir gjöfina og þann hlýhug, sem að baki felst. ráðstöfunum eyðilagt jöfnum hondum hverja kjarabót sem verkalýðnum tekst að vinna sér til handa og ráðandi stjórnmála- menn hafa beinlínis lýst yfir, að það sé þeirra tilgangur að gera það. Árangrar þeir, sem náðust í verkföllunum í fyrravor hafa að mestu verið eyðilagðir af Fram- sókn og íhaldi í einingu andans og bandi friðarins. Nú er aðeins um tvennt aö velja fyrir verklýðshreyfinguna., Annarsvegar að leggja út í ný harðvítug og löng verkföll, semi krefjast mundu mikilla fórna, — en hinsvegar að ná þeim áhrifum á Alþingi og í ríkisstjórn, sem dygðu til að hindra framgang þeirrar yfirlýstu stefnu íhalds og Framsóknar, að eyðileggja jöfn- um höndum árangra kjarabar- áttunnar. Verkalýðurinn valdi síðari kostinn Eftir að allar tilraunir til að koma á bandalagi allra vinstri flokkanna í landinu höfðu strand- að á hægri mönnum sumra þeirra, greip Alþýðusambandið til þess ráðs, að stofna til samtaka með öllum þeim, semi starfa vilja á grundvelli stefnuyfirlýsingar þess. Ef Alþýðusambandsstjórnin hefði gefizt upp vegna neikvæðrar af- stöðu nokkurra afturhaldsleið- toga í Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum, hefði hún brugðizt gjörsamlega síðasta Al- þýðusambandsþingi, sem fól henni að gangast fyrir eins nánu banda- lagi vinstri manna og kostur væri. Enda þótt Alþýðusambandið gangist fyrir stofnun þessa al- þýðubandalags, verður það því þó skipulagslega óháð svo og hverju félagi þess. Það er heldur ekki í tengslum við neinn stjórnmála- flokk en menn úr öllum vinstri flokkunum munu finna þar grund- völl til að starfa á. Ef vinstri menn verklýðshreyf- ingarinnar hefðu ekki bundizt samitökum um myndun þessa bandalags, mundu þeir í sumar koma til með að standa í inn- byrðis stjórnmálabaráttu verk- lýðssamtökunum til óbætanlegs tjóns. Hvað ,ber á milli? Hugsum okkur 4 alþýðumenn, sem með líkamlegu erfiði vinna fyrir þörfum sínum og sinna á sjó eða landi. Einn þeirra er Alþýðu- flokksmaður, annar Framsóknar- maður, þriðji sósíaisti og fjórði þjóðvarnarmiaður. Ha,gsmunir þessara manna allra fara saman, þeir eru mótaðir af svipuðum þjóðfélagslegum aðstæðum, hugs- unarháttur þeirra er svipaður og lífsskoðun þeirra hvers um sig er engu frábrugðnari lífsskoðun hinna, en vera hlýtur þar sem um fjóra einstaklinga er að ræða. Sé nú ráðizt á hagsmuni þess- ara manna, snúast þeir sem einn maður til varnar. Þeir beita sam- einuðu átaki til að hindra árás sameiginlegs óvinar, En fari fram kosningar, berast þessir menn á banaspjótum. Þeir kjósa hver sinn framibjóðanda. Sumir þessara frambjóðenda eru menn með sömu hugsjónir og hags muni og fjórmenningarnir, en aðrir eru úlfar í sauðargæru, sem nota sér sundrunguna til að koma sjálfum sér til valda og áhrifa. En afleiðing þessarar bjánalegu afstöðu fjórmenninganna verður í flestum tilfellum sú, að andstæð- ingurinn hreppir hnossið, sem um var barizt og beitir svo völdum sínum gegn alþýðunni. Eins og hermir í fregn frá Fá- skrúðsfirði í blaðinu í dag, eru 2 stórir bátar gerðir út þaðan í vet- ur. Eigandi bátanna er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, en það rekur gott frystihús og fiskimjölsverk- smiðju. Á s. 1. ári og þessu ári hafa komið 3 nýir 60—70 lesta bátar til Fáskrúðsfjarðar en um 50 lesta bátur var þar fyrir. Ein- staklingar eiga 2 þessara báta og eru þeir gerðir út á vetrarvertíð við ‘Faxaflóa. Bátar kaupfélags- ins, Búðafell og Ingjaldur, byrj- uðu seint veiðar mieð línu og var afli fremur tregur. En síðan þeir hófu netaveiði við Hornafjörð hafa þeir, ásamt Hornafjarðar- bátunum, veitt vel og flutt aflann til heimahafnar. Mikil ánægja ríkir á Fáskrúðs- firði yfir útgerð þessara báta, þar semi þeir skapa mikla atvinnu í þorpinu. En atvinna hefði lítil sem engin orðið, þar sem Austfirðing- ur veiðir í salt. Hér er í rauninni ekki um nýmæli að ræða, því Eski- fjarðarbátar hafa marga undan- farna vetur stundað veiðar að heiman, en nú eru þeir allir við Suðurland. Vissulega eru margir örðugleikar á því að stunda veið- ar frá Austfjörðum yfir veturinn, og koma alltaf heim með aflann. Kemur hér margt til, einkum f jar- lægð miða og illt er að fá menn á Hve lengi ætlar íslenzk alþýða að láta hafa sig að ginningarfífli á þennan hátt? — Er ekki tími til þess komdnn, að hún taki sjálf í sínar hendur stjórn sinna mála og þar með stjórn landsins? —- Er ástæða til að draga það lengur en til vors? Nauðsyn nýrra stjórn- ínálasamtaka Alþýðubandalagið er enn í deigl- unni og enn verður ekki með vissu um það sagt hve víðtækt það verð- ur í fyrstu lotu. En væntanlega á það eftir að þróast í öflug sam- tök allra vinstri manna í landinu, sem stefnt væri gegn hinu gjör- spillta íslenzka afturhaldi og yfir- ráðum þess yfir málefnum lands og þjóðar. — Vonandi skýrast línurnar innan skamms og mætti vel svo fara að þess verði ekki langt að bíða, að i íslenzkum stjórnmálum verði tvö öfl sem takast á, annarsvegar aftur- haldsöflin, sem leggðu allt kapp á að viðhalda yfirráðum sínum, en hins v'sgar flokkur frjálslyndra og framsækinna umbótamanna, sem nú eru dreifðir í marga flokka, þó ekkert það beri á milli sem geri slíka skiptingu afsakan- lega hvað þá nauðsynlega. útilegu. Einnig mun það sjónar- mið ráða miklu hjá útgerðar- mönnum að hlutarkjör eru hag- stæðari þeim á Suðurl., þar sem hlutarmenn taka mikinn þátt í út- gerðarkostnaði. Telja útgerðar- menn sig gera það betur fyrir sunnan. Þó að útgerðarmenn eigi sjálfir fiskvipnslustöðvarnar, eins a(g t. d. hér á Norðfirði, finnst þeim hagsmunir þeirra ekki fara það saman með vinnslustöð í landi, að þeir hafi neinar skyldur við hana eða fólkið í plássinu sem þarfnast atvinnu oftar en á sumrin. Rökin gegn vetrarútgerð hér fyrir austan koma fyrst og fremst frá einstaklingunum sem eiga alla bátana. Þá varðar ekkert um hvort þessi milljónafyrirtæki, sem komið hefur verið upp til hagnýt- ingar sjávaraflans, standa aðgerð- arlaus hálft árið. Þeir geta ekkert við því gert og þess vegna fara stóru bátarnir bara suður þar sem auðveldara er að veiða fisk- inn. Þetta lítur öðruvísi út hja vinnslustöðvunum, þeirra hagS' munir krefjast sem mestra verk' efna allt árið, bæði til þess að geta látið fyrirtækin bera sig og einnig til þess að fá þjálfað og gott fólk til fiskiðnaðarins sem Framhald á 2. síðu. Yetrarútgerd frá Austfjördum

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.