Austurland


Austurland - 24.03.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 24.03.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 24. marz 1956. Vetrarútgerð Skíðakeppni Veðrið Á hverjum vetri er reynt að veita nemendum barnaskólans nokkra tilsögn í skíðaíþrótt. Hef- ur Stefán Þorleifsson að mestu annazt þessa kennslu, og í vetur eingöngu, en vegna veðráttu varð minna úr en ætlað var. Eigi að síður tókst að halda ágætis skíðamót. Var það sveita- keppni og sendu 3 efstu bekkir skólans 5 manna sveit hver. Hafði Iþróttafélagið Þróttur heit- ið þtirri sveit er bæri sigur af; hólmi, ljósmynd í verðlaun. Skal myndin hengd á vegg í skólastofu sigurvegaranna og vera eign skólans. Sú mynd, sem nú var val- in er af Dyrfjöllum, og er það hugmyndin að veita árlega slík verðlaun og þá jafnan fjalla- myndir. Með tímanumi gæti skól- inn þannig eignazt fagurt safn fjallamynda. Að þessu sinni varð sveit 6. bekkjar hlutskörpust, sigraði bæði í svigi og bruni, en ekki hafa verðlaunin verið afhent ennþá, en verður gert eftir páskaleyfið. Af einstaklingum urðu þessir hlutskarpastir: Frá Fáskrúðsfirði Tveir stórir bátar eru gerðir út frá Fáskrúðsfirði í vetur, Búða- fell, 70 lestir, stálbátur, byggður í Hollandi og kom til landsins í vetur og Ingjaldur, um 45 lestir, keyptur til Fáskrúðsfjarðar í fyrra, en í hann var sett ný vél fyrir vstrarvertiðina. Báða þessa báta á Kaupfélag Fáskrúðsfirð- inga, en það á einnig myndarlegt hraðfrystihús, og fiskimjölsverk- smiðju. Tveir aðrir stórir bátar, Sigurbjörg og Stefán Árnason, 60 —70 lestir að stærð hvor, eign einstaklinga á Fáskrúðsfirði, eru báðir gerðir út við Faxaflóa. Veiði heiinabátanna á linu var treg, enda byrjuðu þeir seint. En fyrir nokkru hófu þeir netaveiðar og sækja skammt vestur fyrir Iiornafjörð. Afli hjá þeim í netin hefur verið góður, eins og Horna- fjarðarbáta sem sækja á sömu slóðir. 21. marz kom Búðafell með 80 skp. til Fáskrúðsfjarðar sem bát- urinn hafði fengið úr 3 lögnum. Ingjaldur kom með 60 skp. í gær úr 2 lögnum. Hefur fiskur þessi verið ágætur. Þá hefur orðið vart fisks í net inn í Fáskrúðsfirði og rru smærri bátar að leggja þar net. Útgerð þessara tveggja báta hefur gjörbreytt atvinnulífinu á Fáskrúðsfirði í vetur og hefur at- vinna þar verið sæmileg og miklu betri en oft áður að vetrinum. Þá má geta þess að aflahæsti báturinn á Hornafirði, Gissur livíti, er búinn að fá í vetur rúm 800 skp. 1 svigi: 1. Jón Hlífar Aðalsteinsson 63.8 2. Sigurður Aðalgeirsson 66,9. 3. Sveinn Sveinbjörnsson 70.2 1 bruni: 1. Sigurður Aðalgeirsson 1.01.2 2. Sveinn Sveinbjörnsson 1.03.? 3. Jón Hlífar Aðalsteinsson 1.06.0. Jón Hlífar er í 6. bekk en Sig- urður og Svteinn í 4. bekk. Þetta eru sem sagt upprennandi skíða- kappar. G, Ö. Danskennsla Barnaskólinn efndi nýlega til danskennslu fyrir 11 og 12 ára börn. Höfðu börnin mikla ánægju af kennslunni og mættu með af- brigðum vel og stundvíslega enda þótt tíminn væri óheppilegur, milli kl. 7—8 á kvöldin, en ekki var hægt að koma kennslunni fyrir á öðrum tíma af ýmsum ástæðum. Er ekki að efa að danskennsla fyrir börn og unglinga hefur ó- metanlegt uppeldisgildi. Má í því samlbandi geta þess, að Axel Helgason, rannsóknarlögreglu- maður, hefur sent skólunum er- indi, þar sem hann hvetur til danskennslu og segir reynsluna staðfesta það, að unglingar sem þátt taka í dansi, leiðist miklu síður út í óreglu og óknytti en þeir sem eru utan við dansinn og híma í hornum danssalanna og láta sér leiðast. Stefán Þorleifsson annaðist kennsluna en Jón Lundberg sá um músíltina. Er óþarft að taka fram að báðir nutu mikilla vin- sælda hjá nemendum. — G. Ó. Árshátíð sósíalista í Neskaupstað Sósalistar í Neskaupstað héldu sína árlegu árshátíð laugardaginn 10. marz. Jónas Árnason flutti þar athyglisverða ræðu um nauðsyn vinstri samvinnu og nýrrar stjórn- arstefnu, Davíð Áskelsson flutti frásögn um ferð sína til Svíþjóð- ar, en þá för fór hann til að leita sér læk.ninga við sjúkdómi, sem allt til þessa hefur verið talinn ó- læknandi. Er þar skemmst af að segja, að sú meinabót, sem Davíð fékk í förinni, telja allir ganga, kraftaverki næst. Öskar Björnsson sagði skrítlur og gamansögur og ýmislegt fleira var til skemmtunar. Að lokum var dansað af miklu fjöri á nótt fram. Awsturland Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT H-P Nú á dögum þykja það ekki tíð- indi að nýtt tímarit hefji göngu sína, því varla er nokkur atburð- ur algengari. Og til flestra þess- ara tímarita er þannig stofnað, að það er síður en svo ástæða til að fagna þeim. Þó ber við, að maður sjái bregða fyrir í tímaritaflóðinu, riti, sem fengur er að og ástæða er til að fagna, en slík rit lognast þó venjulega út af eftir skamma ævi. Eitt þessara tímarita er Veðrið, tímarit handa alþýðu, semi hóf göngu sína í vetur. Það er gefið úf af Félagi íslenzkra veðurfræð- inga og eins og nafn þess bendir til, er því ætlað að fjalla á alþýð- legan hátt um veðurfræðileg efni. Fyrst í stað er til þess ætlazt, að tímaritið komi út í tveim heft- um á ári og kostar árgangurinn kr. 20,00, en verði ritinu lífs auð- ið, er stefnt að því að fjögur hefti komi á ári. I þessu fyrsta hefti er ýmislegt girnilegt efni skráð af veður- fræðingum. Af því skal þetta nefnt: Jónas Jakobsson skrifar grein- ina „Hitastig yfir Keflavík" og f.V’lgja skýringamyndir. Páll Bergþórsson skrifar um „Langviðrasumarið 1955“ og gerir þar grein fyrir hinum miklu þurr- viðrum um austan- og norðanvert landið og miklu úrkomum umi það sunnan- og vestanvert. Á línuriti er sýnd úrkoma á Hallormsstað og Þingvöllum í júní—sept. og er þar mikill munur á. — Eins og útvarpshlustendum er kunnugt lætur Páli einkar vel að ræða um veðurfræðileg efni á alþýðlegan hátt. Borgþór H. Jónsson ritar um „Mannskaðaveður á Halamiðum". Eru þar skýrðar orsakirnar fyrir hinum hörðu veðrum þar vestra og aðallega rætt um mannskaða- veðrin 7. febr. 1925 og 26. jan. 1955. Mun marga ekki sízt sjó- menn, fýsa að vita einhver deili á Halaveðrunum. Skýringamyndir fylgja. Ólafur Einar Ólafsson skrifar um „Vorhretið 1955“ og fylgja myndir til skýringar. Er þar frá því greint hvaða veðurfræðilegar orSakir valda vorhretunum, sem svo mörgum íslendingi hafa vald- ið tjóni og komið á kaldan klaka. Auk þessa eru í heftinu ýmsar smágreinar og eru þær flestar frá Jóni Eyþórssyni. Um fátt munu Islendingar tala meir en veðrið og er það ekki að undra þegar þess er gætt hve mikið þeir eiga undir veðurguð- unum. — Það mætti því ætla, að tímiarit, sem á alþýðlegan hátt fjallar um veðurfræðileg efni og útskýrir veðurfræðileg fyrirbrigði, ætti vísa mikla útbreiðslu. Framhald af 4. síðu. sífellt gerir meiri og meiri kröfur um gæði. Því hefur kaupfélagið á Fá- skrúðsfirði valið þá leið að eign- ast handa frystihúsi sínu góða, stóra báta semi gerðir verða út fyrst og fremst með hagsmuni frystihússins og fólksins í þorpinu fyrir augum. Nýju, stóru bátarnir eru mjög ganggóðir og eiga auð- veldara að sækja á fjarlægari mið en þeir gömlu. Þegar útgerð 15— 20 tonna bátanna var í blóma hér í bæ, hófu þeir oft sjóróðra í marzmánuði að heiman og sóttu á þau mið sem Fáskrúðsfjarðarbát- arnir sóttu á í vetur. En aðstaða stóru bátanna, með góð siglingar- tæki, eru gjörólík og miklu betri. Því mætti ekki hugsa sér að stóru, ganghröðu bátarnir reru frá Nes- kaupstað yfir veturinn á sömu mið og Fáskrúðsfjarðarbátarnir ? Að vísu er þriggja til fjögurra stunda lengri sigling hvora leið. Nú eru 10 stórir bátar frá Nes- kaupstað gerðir út á vetrarvertíð á Suðurlandi. Tveir samskonar bátar bætast við á þessu ári og þá verða þeir 12. Það er góður floti í *ekki stærri bæ. En manni verður á að spyrja: Er nokkurt vit í að gera alla þessa báta út annars staðar? Á það nokkurn rétt á sér að reyna ekki að gera þá út að heiman? Er ekki mögu- leiki á því að þótt aflinn verði minni fyrir austan, að afkoman verði svipuð? Ef einstaklingar vilja ekki ríða á vaðið, er þá ekki rétt að vinnslustöðvarnar og bæjarfélagið reyni svona útgerð eina vertíð. Eg held að hjá því verði ekki komizt lengur. Það er ekkert vit í því að láta Suðurland alltaf njóta góðs af öllum bátum utan af landi. Fólkið verður að fá at- vinnu í plássunum úti á landi allt árið. Atvinnutækin á hverjum stað eiga að vera rekin fyrir það og alls ekki að leggja upp afla sinn annars staðar, sé þess nokkur kostur. Nú þykir sjálfsagt að togarinn okkar leggi allan afla sinn upp heima. En fyrir nokki’um árum þótti mönnum það goðgá að keyra með togarafiskinn af fjar- lægum miðuml Ef einstaklingur ætti togarann myndi þetta sjónar- mið ráða ennþá. Gæti ekki verið að annað sjónarmið réði ef fisk- vinnslustöðvarnar ættu eitthvað af stóru bátunum eins og á Fá- skrúðsfirði? Þetta ættum við að hugleiða vel. Togara og báta á hverjum stað á fyrst og fremst að gera út fyrir heimahöfn. Vilji eigendur þessara tækja, sem eru að mestu einstak- lingar, ekki breyta um eða geti það ekki, er nauðsynlegt að frystihúsin hér eignist báta og geri þá út eins og á Fáskrúðs- firði.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.