Austurland


Austurland - 13.04.1956, Side 2

Austurland - 13.04.1956, Side 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 13. apríl 1956. Austurland Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT H-P Alþýðuflokksmenn eiga um tvennt að velja Það er nú ákveðið, að Alþýðu- flokkurinn mun ekki bjóða fram í 18 kjördæmum í Alþingiskosning- unum í sumar. 1 þeim kjördæmum ætlar flokksforystan alþýðuflokks- fólki að kjósa Framsóknarmenn. Margir Alþýðuflokksmenn munu telja slíkt harða kosti. Þeir hafa árum saman barizt við Framsóknarmenn og suma hverja heldur óblíðri baráttu. Alþýðuflokksmenn í þessum kjördæmum hafa undanfarin ár heyrt foringja sína ráðast harka- lega á Framsókn fyrir íhalds- þjónkun hennar og árásarstefnu ríkisstjórnarinnar á lífskjör vinn- andi fólks. Þessir Alþýðuflokksmenn muna enn samþykktir Framsóknar um gengislækkun, bátagjaldeyri, sölu- skatt og nú nýverið nýju tolla- og skattaálögurnar. Þessir Alþýðuflokksmenn hafa margir staðið í beinni baráttu í verklýðsfélögum sínum gegn árás- um Framsóknar-íhalds-stjórnarinn- ar. En nú er þeim allt í einu og án skýringa sagt að kjósa gallharða Framsóknarþingmenn, sem þeir vita að eru andvígir þeim í skoð- unum í mikilsverðum hagsmuna- rnálurn almennings. Þessir Alþýðuflokksmenn standa flestir höggdofa frammi fyrir þess- um fyrirskipunum foringja sinna, Engum blöðum er um það að fletta, að hægri foringjar Alþýðu- flokksins hafa gefizt skilmálalaust upp fyrir Framsókn. Þeir hafa enga tryggingu fyrir stefnubreytingu hennar. Þvert á móti gerir Framsókn sig líklega til áframhaldandi íhaldsþjónustu. Áfram sitja ráð- herrar hennar í íhaldsstjórninni og áfram neita þeir að lögfesta nokk- urt atriði sem sannað gæti breytta stefnu í hagsmunamálum almenn- ings. Að taka gild kosningaloforð Framsóknar er fásinna. Hún hefur alltaf lofað öllu fögru fyrir kosn- ingar. Og hún hefur nær undan- tekningarlaust svikið öll sín loforð eftir kosningar. Vinstri menn vilja koma á sam- starfi við Framsókn. Það er fyrst og fremst vegna þess, að hún fer með umboð sveita-alþýðunnar. Hún ætti því að geta unnið til vinstri vegna hagsmuna umbjóðenda sinna. En reynslan sýnir, að eigi Fram- sókn að vinna til vinstri, þá v'erður Dafnvœgi í byggð landsins Framhald af 1. síöu. Austfirðingar og Vestfirðingar fögnuðu stækkun landhelginnar syóra, en þeir væntu þess, að þeirra hlutur kæmi síðar. Á hverju ári hafa þingmenn úr þessum landshlutum flutt tillögur um leiðréttingu þessara mála umbjóð- endum sínum í hag. En ríkisstjórn- in og flokkar hennar hafa alltaf stöðvað þessar tillögur. Það er barnaskapur að búast við jafnvægi í bátaútgerð lands- manna og þar með í byggð lands- ins á meðan misréttið í landhelg- ismálunum er eins og það er nú. Tillögur sósíalista Við sósíalistar fiuttum tillögur til breytinga á jafnvægisfrum- varpi ríkisstjórnarinnar. Vid lögoum til: 1. Að keyptir yrðu nýir togarar og þeim dreift út um land. Hafxn nkisútgerð togara til at- vinnujöfnunar. 2. 50 milljónum ráðstafað til at- vinnuuppbyggingar í þorpum og kaupstöoum, einkum til byggingar fiskvinnslustöðva og til siórbættrar aðstöðu til verkunar á miklu fiskmagni. 3. Landheigin fyrir Austur-, Norður- og Vesturlandi stækk- uð. 4. Aðstöðumunur jafnaður. Þann- ig færi úthlutun innflutnings- og gjaldeyrisleyfa fram í öllum kaupstöðum landsins. Sala gjaldeyris í öllum útibú- um bankanna. Afgreiðsla íbúðarlána færi fram í öllum kaupstöðum. hún að styðjast við öfluga vinstri- lireyfingu úr öðrum flokkum. Undansláttur dugar ekki fyrir hægri foringja Framsóknar. En öflug samtök verkalýðsins geta knúið Framsókn til vinstri. Afstaða hægri foringja Alþýðu- flokksins til Framsóknar er því háskaleg og býður heim þeirri hættu, að Framsókn fari á nýjan leik í hægristjórn. 1 18 kjördæmum landsins eiga Alþýðuflokksmenn um tvennt að velja í kosningunum í sumar. Annars vegar að gefast skilyrð- isla,ust upp fyrir Framsókn, að kyssa á vöndinn, að styðja þá, sem gegn þeim hafa unnið, — eða að styðja Alþýðubandalagið, kosn- ingasamtök vinstri manna, sam- tök sem vOja vinstri stjórn með Framsókn en þó á þeim grund- velli, að hægri foringjar hennar fái ekki að ráðast gegn hagsmun- um vinnandi fólks. Því verður ekki trúað, að Al- þýðuflokksmenn, sem í raun og veru eru verkalýðssinnar, láti æra sig til þess að velja Framsókn í kosningunum í sumar, flokkinn sem enn 3Ítur i íhalds-ríkisstjórn. Ríkisstjórnin semdi um fastar áætlunarferðir beint frá út- löndum til hafnarbæja í öllum landshlutum. Við sósíalistar bentum á, að við hefðum á hverju þingi undanfar- in ár flutt frumvörp og tillögur um þessi og önnur efni, sem þýð- ingu hefðu til lausnar á því mikla vandamáli að byggðin eyðist í þremur landshlutum, en vex ó- eðlilega í einum. Þegar hér var komið gáfust stjórnarflokkarnir upp með jafn- vægisfrumvarp sitt. Framsókn var orðin hrædd við málið. Hún samþykkti nokkrar tillögur okkar, þó ekki um kaup á togurum og ekki um aðstöðu- jöfnunina, en um ríkisútgerð tog- ara og um aukna þátttöku ríkis- ins í togaraútgerð sv,eitarfélaga. Slík samþykkt, ef ekki á að kaupa togara, er lítils virði. En áhuginn entist ekki til að ljúka málinu. I kosningunum í sumar á auðvitað að lofa á nýjan leik „jafnvægi í byggð landsins", en vita mega menn, að engar verða efndir á þeim loforðum, nema styrkur þeirra manna verði nægur á Alþingi sem skilja hið raunveru- lega vandamál og sýnt hafa í verki að þeir ætla að fylgja eftir tillög- um sem geta leyst vandann. j, Vandamál fólksflutninganna úr þremur landshlutum verður aldrei leyst með kákráðstöfunum Fram- sóknar eða íhaldsins, Fimm milljóna króna atvinnu- bótafé á ári leysir ekki þennan vanda og heldur engir smá styrk- ir, vegarspottar eða annað þess háttar. Stórfelld uppbygging atvinnu- lífsins úti á landi á grundvelli þeirra tillagna sem Alþýðusam- band Islands hefur lagt fram, er eina ráðið. Lúðvík Jósepsson. 764 á kjörskrd Á kjörskrá þeirri, er kjósa á eft- ir hér í bænum til Alþingis í vor eru V64 nöfn. Af þeim, sem á kjör- skrá eru, hafa 12 ekki kosninga- rétt í vor, þar sem þeir hafa ekki á kosningardaginn náð 21 árs aldri. Með atkvæðisrétti eru þá á skránni 752 kjósendur, en það muni nær fjórði hver kjósandi í kjördæminu. Miðað við venjulega kosningaþátttöku hér í bæ má ætla, að hér verði í vor greidd 680—700 atkvæði. Á kjörskrá til bæjarstjórnar- kosninga, sem samin var jafnhliða hinni, eru 784 nöfn, en á kjörskrá þeirri, sem kosið var eftir við síð- ustu bæjarstjórnarkosningar voru 788 nöfn. Löng hrókering Þau tíðindi hafa nýlega gerzt, að skattstjórinn í Neskaupstað, Jón Sigfússon, hefur fengið veit- ingu fyrir skattstjóraembættinu í Kópavogi, en embættið hér hefur fengið Vilhjálmur Sigurbjörnsson, fyrrverandi kennari á Eiðum. Er veiting þessi nokkurt umræðuefni manna í bænum, því að Vilhjálm- ur hefur fengið leyfi frá kennslu að Eiðaskóla til þess að stunda nám erlendis í greinum þeim sem hann kenndi á Eiðum. Bróðir hans var skattstjóri á Isafirði en er hann lét af því starfi var Vil- hjálmi hrókerað í hans embætti og nú hingað. Ekki skal dregið í efa að Vil- hjálmur sé fær til þess að gegna þessu starfi þótt undarlegt sé að veita það manni sem hefur fengið leyfi frá kennslu á þeim forsend- um að hann sé að undirbúa sig undir áframhaldandi kennslustörf. Hitt er furðulegra að bæjarbúum skuli ekki gefinn kostur á að sækja um stöðuna, því vitað er um nokkra menn sem hafa verið bú- settir hér í bænum áratugum sam- an og eru prýðilega hæfir til þess að gegna starfinu, og hefðu sótt um það ef tækifæri hefði gefizt. En það er Eysteinn sem veitir starfið og nýi skattstjórinn er yf- irlýstur Framsóknarmaður. Það reið baggamuninn. X. Dönsku konungs- hjónin heimsækja r Island Friðrik IX. Danakonungur og Ingrid drottning hafa verið í opin- berri heimsókn á íslandi og er það fyrsta opinbera heimsókn erlends þjóðhöfðingja síðan lýðveldið var stofnað. Konungshjónunum hefur verið mjög vel fagnað, sem vænta mátti. Hafa þau skoðað ýmsar stofnanir syðra svo sem söfn og Reykja- lund heimsóttu þau og þótti sú starfsemi, sem þar er rekin, hir merkasta. Þá var sérstök hátíða- sýning í Þjóðleikhúsinu þeim til heiðurs og í tilefni konungskom- unnar var á vegum ríkisstjórnar- innar efnt til danskrar listsýningar í Reykjavík. Héðan fóru konungshjónin ‘ morgun áleiðis til Grænlands.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.