Austurland


Austurland - 27.04.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 27.04.1956, Blaðsíða 1
 M á I g a g n sósfalista á Ansturlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 27. apríl 1956. 13. tölublað r A að hopa í landhelgismálinu ? Lönduharbannið hefur orðið íslenzkum verkalýð og at- vinnuvegunum til góðs. Engin ástæða er til fórna til að fá því aflétt. Skilyrðislaus krafa Austfirðinga að land- helgin fyrir Austurlandi verði rýmkuð honum skýrslur um Þegar landhelgin við ísland var færð út fyrir nokkrum árum, trylltust brezkir togaraeigendur og hófu, vafalaust í samráði við brezku ríkisstjórnina, refsiaðgerð- ir* gegn Islendingum. Refsiaðgerð- irnar voru í því fólgnar að hindruð var löndun á ísvörðum fiski úr íslenzkum skipum í brezkum hafn- arborgum. Með þessu átti að knýja íslendinga til undanhalds í landhelgismálinu. Afleiðingin af þessum refsiað- gerðum varð sú, að íslendingar Voru tilneyddir að leita til ann- arra þjóða eftir markaði fyrir sjávarafurðir sínar og tókst það Wjög vel. Löndunarbannið leiddi til þess, að endurnýjuð voru við- skiptasamböndin við Sovétríkin og síðan hafa þau verið langstærsti kaupandi hraðfrysts fisks frá Is- landi. Lokun brezka markaðsins leiddi til þess, að hætt var að mestu að flytja aflann út sem hráefni, en í þess stað var farið að vinna hann í landinu sjálfu. Þetta hafði það í för með sér, að útflutningsverðmæti aflans hækk- aði stórlega, vinna við vinnslu aflans varð miklu meiri en áður °g afkomumöguleikar fiskiðnfyr- irtækja bötnuðu stórlega. Þegar allt kemur til alls er ó- hætt að fullyrða, að löndunar- bannið hafi orðið Islendingum til mikils góðs, en erfitt er að benda á að þeir hafi orðið fyrir nokkrum hnekki vegna afstöðu okkar kæru, brezku bandamanna í hernaðar- bandalagi Atlanzhafsríkjanna, cfnahagssamvinnustofnun Evrópu og hvað þær nú heita allar þær stofnanir og ráð, sem búið er að flækja okkur í. Breytt um aðferð Þegar Bretar sáu að ekki •'Tiundi takast að knésetja ís- lendinga með ÍöndunarbanJiúm, hugðust þeir leita annarra bragða til að fá Islendinga til að breyta afstöðu sinni. Nú skyldi reynt að fá þá til að semja af sér rétt sinn. Hófust þá tíðar utanferðir for- sætisráðherrans í dularfullum er- indagjörðum. Sat hann löngum í London á skrafi við brezku of- beldismennina og þar kom að mál- ið var tekið upp í Evrópuráðinu eða einhverri stofnun þess. Sam- komulag hefur náðst um að ís- lendingar skuldbindi sig til að haf- ast ekki frekar að í landhelgis- málinu óákveðinn tíma en í þess stað skyldi leyft að selja ísfisk úr íslenzkum skipum í Bretlandi. Hinsvegar þykir ekki skynsam- legt að flíka þessu samkomulagi fyrir kosningar. Þegar hér var komið, hófust utanferðir togaraútgerðarmanna. Þriggja manna nefnd af þeirra hálfu hefur setið að samningum með brezkum útgerðarmönnum, sem borið hafa Islendinga hinum þyngstu sökum og m. a. sakað þá um manndráp að yfirlögðu ráði í allstórum stíl. Það sem um er samið, er löndun á íslenzkum tog- a.rafiski í Bretlandi. Enginn þarf að ætla, að tog- araeigendur hefðu farið að semja um landanir á afla togara, ef ekki lægi fyrir, að sú löndun myndi hefjast fljótlega, en það þýðir að svik eru ráðin í landhelgismálinu. Enginn þarf heldur að ætla, að þessir samningar séu upp teknir án vilja og vitunda rikisstjórnar- innar. Sennilega eru þeir hafnir eftir beinum fyrirmælum hennar. Thorsarinn í nefndinni hefur á- reiðanlega farið eftir tilmælum forsætisráðherrans, bróður síns. Jón Axel hefur áreiðanlega ekki farið án samráðs við Alþýðu- flokkinn, sem þá ætti að vera samsekur. Og Framsóknar-utan- ríkisráðherrann hefur áreiðan- lega haft hönd í bagga með send- ingu nefndarinnar, enda hefur hún gefið störf sín. Enn ekki um seinan að grípa í taumana. Austfirðingar hafa lengi krafizt þess að leiðrétt verði það misrétti sem þeir voru beittir þegar fisk- veiðilandhelgin var færð út. Það sem ríkisstjórnin hefur verið að gera, er að semja af Austfirðing- um möguleika til þeirrar stækkun- ar landhelginnar, sem þeim er lífsnauðsynleg. Gegn þessu hljót- um við öll að rísa. Og það er ekki of seint fyrir okkur að taka í taumana. Það vill svo vel til, að innan tveggja mánaða fara fram kosningar til Alþingis. Ef Aust- firðingar láta það ótvírætt í ljósi við frambjóðendur, að það sé skilyrðislaus krafa þeirra, að aust- firzka landhelgin sé stækkuð og engin svik höfð í frammi í sam- bandi við þetta mikla hagsmuna- mál þjóðarinnar, ef þeir láta það á sér skilja, að þeir muni ekki i framtíðinni veita þeim mönnum eða flokkum, sem bregðast í þessu máli, brautargengi, þá eru miklar líkur til að málinu verði borgið. Er hagstætt að flytja fiskinn út sem hráefni? Rétt er að gera sér grein fyrir því, hvort fjárhagslegur ávinning- Framhald á 2. síðu. Á Seyðisíirði er verið að ljúka við byggingu samkomuhúss og glæsilegs fiskiðjuvers Seyðisfjörður má muna tímana tvenna. Áður var þar mjög blóm- legt athafnalíf, útgerð mjög mikil, mikið fjör í verzlun og margvísleg öimur starfsemi stóð þar með blóma. Á síðari áratugum hefur Seyð- isfirði mjög hrakað og hann orðið á eftir ýmsum öðrum stöðum. Út- gerð dróst saman og að undan- förnu hefur ekki verið þar telj- andi bátaútgerð og er illt til þess að vita, því Seyðisfjörður hefur að mörgu leyti afbragðs skilyrði sem útgerðarbær. Verzlunin við Hér- aðsmenn fluttist að langmestu frá Seyðisfirði til Reyðarfjarðar. En ýmislegt bendir á, að nú séu að verða straumhvörf í sögu Seyðisfjarðar. Um síðustu helgi skrapp ég snögga ferð til Seyðisfjarðar. Meðal þess, sem ég skoðaði þar, undir leiðsögn kollega míns Jó- hannesar Sigfússonar, bæjar- stjóra, voru tvær stórar bygging- ar, sem nú eru vel á veg komnar, samkomuhús og fiskiðjuver. Samkomuhúsið hefur verið mjög lengi í smíðum, víst eitthvað á annan áratug. Það er reist af hlutafélagi og virðist nú ekki ann- að eftir en að leggja síðustu hönd á verkið. Mér sýndist húsið fyrst og fremst byggt sem leikhús og kvikmyndahús. Þar er stórt leik- svið og mjög þægilegir stólar keyptir frá Þýzkalandi. Aftur á móti sýndist mér aðstaða til dans- leikja ekki sem bezt og eiginlegt félagsheimili eða tómstundaheim- ili getur ekki orðið þarna, nema byggt verði við húsið. Fiskiðjuverið cr mikil bygging og trúi ég ekki öðru en það sé stærsta hús á Austurlandi. Það er reist af bæjarsjóði og mun kosta um 7.5 millj. kr. — Byggingunni er langt komið og sýndist mér, að það sem einkum væri eftir, væri að setja niður vélar og ganga frá frystikerfi, færiböndum og slíku. Húsið stendur rétt við höfnina og ætti að vera mjög þægilegt að taka á móti fiski og skipa út af- urðum og mun lítið sem ekkert þurfa að nota bíla. Vélar eru nú Fram.I-T.ld á 4. síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.