Austurland


Austurland - 27.04.1956, Qupperneq 4

Austurland - 27.04.1956, Qupperneq 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 27. apríl 1956. Það er sait Oddur Sigurjónsson virðist ætla að verða nokkru ötulli við áróð- ursstörfin fyrir þessar kosningar en þær síðustu og gefur hann nú út Hamar sinn hálfmánaðarlega. Kemur mönnum þetta einkenni- lega fyrir sjónir, þar sem Alþýðu- flokkurinn bauð fram síðast en ekki að þessu sinni. Virðist Oddur ætla að verða ötulli í stuðningi sínum við Vilhjálm á Brekku en Jón Emils, en máski heilindin verði ekki meiri. Þetta síðara Hamarsblað er sem hið fyrra að meginefni glíma við þá vondu menn í Rússíá. Á öft- ustu síðu er þó grein um þann orðróm, að komið hefði til mála, að Eyþór Þórðarson tæki sæti á lista Alþýðubandalagsins í þessu kjördæmi. Kvejður Oddur þetta venjulega kommalygi og fer um mörgum orðum. Sjálfur trúði Seyðisfjörður Framhald af 1. síðu. komnar til Reykjavíkur og munu bráðlega fluttar austur og niður- setning hafin. Færibönd er ráð- gert að smíða á Seyðisfirði. I fiskiðjuverinu verður hrað- frystihús með mjög stórum frysti- klefum, ísframleiðsla og þurrk- hús ásamt stórri saltfiskgeymslu. Beinamjölsverksmiðja mun ekki verða i húsinu, en ráðgert er að bærinn kaupi síldarverksmiðjuna og að fiskúrgangur verði unninn þar. Það hefur vafalaust verið mikið átak að koma þessu mannvirki upp. En ég held að það hljóti að kosta enn meira átak að reka það. Til þess að svona mikið fyrirtæki geti borið sig, þarf það að fá mikið hráefni, en eins og stendur hafa Seyðfirðingar ekki aðstöðu til að afla þess. Þeir hafa að vísu togara og hafa í undirbúningi kaup á öðrum, en bátar eru fáir á Seyðisfirði. Fyrir Seyðfirðinga er áreiðanlega lífsnauðsyn að eignast allmarga báta og það sem fyrst. Nokkurrar viðleitni hefur orðið vart í þá átt og hafa ný- lega verið keyptir tveir bátar til Seyðisfjarðar. Vafalaust á fiskiðjuverið eftir að breyta mörgu í lífi Seyðfirð- inga, auka tekjur og bæta hag þeirra á margan hátt. Seyðisfjörður ber þess ljós merki, að hann er gamall bær á íslenzkan mælikvarða og það er gaman að virða fyrir sér í einni sjónhendingu hin reisulegu timb- urhús frá Norðmannatímanum og hið glæsilega fiskiðjuver. Hin fyrrtöldu minna á forna frægð og framtak. Hið síðartalda er vottur um framtak þessarar kynslóðar og tákn þess, að senn muni nýtt blómaskeið hefjast á. Seyðisfirði. 3, Þ. hann þess þó það vel, að hann sá ástæðu til að senda viðvörun í önnur byggðarlög. En það er ekkert launungarmál, að þessi orðrómur var sannur. Ey- þór hafði léð máls á þessu og mun hann hafa einúrð og hreinskilni til að kannast við það. Hitt er svo annað mál, að ekkert mun úr þessu verða og mun hvorugur að- ilinn telja sig eiga neitt sökótt við hinn þess vegna. Þetta er fram tekið til að hrekja þá staðhæfingu, að því hafi verið logið upp, að Eyþór hafi léð máls á framboði á vegum Alþýðubanda- lagsins og er málið þar með útrætt af blaðsins hálfu. Framsóknar- og Alþýðuflokh- urinn hafa nú gefið út plagg nokk- urt sem þeir kalla stjórnmálayf- irlýsingu og stefnuskrá. En plagg þetta minnir mest á skrumaug- lýsingu frá óprúttnum prangara, sem reynir að svíkja ónýta vöru inn á hrekklausan kaupanda. í þeim hluta plaggsins sem heita mun stjórnmálayfirlýsing, er þó að finna ýmsar athyglisverðar játningar af hálfu Framsóknar. Þar segir: „Höfuðatvinnuvegum landa- manna er haldið uppi með beinum styrkjum af opinberu fé og gífur- legu álagi á neyzluvöru almenn- ings“. (En er það ekki Framsókn- arflokkurinn sem ábyrgð ber á hinum gífurlegu álögum? Var það ekki hann, sem samþykkti með íhaldinu þessar drápsklyfjar, en neitaði að skattleggja stórgróða og milliliðabrask, eins og stjórn- arandstaðan lagði til? Með því að samþykkja þær tillögur var hægt að komast hjá „gífurlegu álagi á neyzluvöru almennings“. En þá kom Framsókn fram sem verndari milliliða og braskara og ætlast svo til að menn trúi á gagngerða hug- arfarsbreytingu á nokkrum vik- um). „Þjóðin býr við römmustu gjaldeyrishöft, þótt frelsi sé í orði“. (Hvað er allt í einu orðið af hinni „frjálsu verzlun“, sem Fram sókn hingað til hefur sagt okkur að við byggjum við í sívaxandi mæli?). „Skortur er á gjaldeyri til kaupa á brýnustu nauðsynjum“, (Það ber samt ekki mikið á gjaldeyrisskorti til kaupa á ó- þarfa. Og svo á víst að afla gjald- eyris fyrir nauðsynjum með því að selja (eða gefa) Bretum ís- fiek), sý Blað Alþýðubandailívgsins. Aþýðubandalagið hefur nú hafið útgáfu á vikublaði. Nefnist það tJtsýn og er 8 síður í sama broti og dagblöðin. Fyrsta tölublað þessa nýja blaðs hefur nú borizt hingað. Hefur það inni að halda margar greinar um stjórnmál og almenn mál. Meðal þeirra, sem í blaðið rita eru Lúðvík Jósepsson, Hannibal Valdimarsson, Finnbogi Rútur Valdimarsson, Alfreð Gíslason og Einar Olgeirsson. Finnbogi Rútur Valdimarsson er ritstjóri blaðsins. „Innflutningi hefur að verulegu leyti verið haldið uppi með gjald- eyrislántökum. Þrátt fyrir vaxandi framleiðslu, greiða sölu útflutningsafurða og miklar gjaldeyristekjur vegna varnarliðsframkvæmda, safnar þjóoin nú -hraðvaxandi skuldum erlendis. Sparnaður fer þverrandi, en lánsfjárskortur vex óðum og stefnir í bráða hættu nauðsynleg- ustu framkvæmdum“. (Eru menn ekki hlessa? Hvar eru nú hinir yfirnáttúrlegu fjár- málahæfileikar Eysteins Jónsson- ar? Okkur hafði þó verið sagt, að vitsmunir hans á því sviði væru svo furðulegir, að öllu væri borgið á meðan hann sæti við stjórn fjármálanna. En svo játar flokk- urinn það, og Tíminn birtir það sem rosafregn, að allt sé í græn- um sjó með fjármálin hjá Ey- steini og þjóðin eigi raunverulega ekki aura til að kaupa sér í mat- inn. En lengi hefur suma samt grunað, að Eysteinn hafði eitt- hvað óhreint í peningapokahorn- inu, Fyrir þá Sunnmýlinga, sem kosið hafa Eystein fyrst og fremst vegna fjármálavits hans, er þessi uppljóstrun hin merkilegasta og ástæða til að þeir fari að horfa sér eftir öðrum til að styðja. Þessi hrotta’ega gagnrýni hefði þótt matur í Tímanum, ef hún hefði komið frá Moskva). „Enn býr fjöldi fólks við óhæft húsnæði og okurleigu, en gróða- brall með húsnæði, þ. á. m. ný- byggingar, er í algleymingi. Brask með verðbréf og erlend- an gjáldeyri á svörtum markaði fer sívaxandi. Kauphækkanir launastétta verða að litlu eða engu vegna verðhækk- ana. En milliliðir og allskonar braskarar safna of fjár í skjóli Iuxls sj'ika fjárhajjökerfís. Við þetta allt saman bætist, að framundan eru verðhækkanir inn- anlands, sem auka munu fram- færslu- og framleiðslukostnað, svo að enn stefnir að beinni stöðvun framleiðslunnar“. (Mikil undur og skelfing er að heyra þetta! Hvers vegna hefur Framsóknarflokkurinn svikizt um að skýra frá þessu fram að þessu? Hingað til hefur hann sagt okkur að allt væri í lagi og að þeir, sem létu í ljósi svipaðar skoðanir og Framsóknarflokkurinn hefur nú látið í ljósi, væru rógberar og svikarar. Ég fæ ekki betur séð en að Framsókn hafi tekið Moskva- kommúnista til fyrirmyndar og játað syndir sínar, en skyldu hvat- irnar vera þær sömu?). Þessum hluta plaggsins lýkur svo með marklausu kjaftæði 4im að menn þurfi að fylkja sér sam- an um hræðslubandalagið. Og svo er íhaldið stimplað einræðissinn- aður öfgaflokkur. -— Öðru vísi mér áður brá. Það hét „lýðræðis- sinnar" þegar hægri kratar voru að véla verkafólk til að fela því forsjá verklýðssamtakanna. Kann- ski kratar ætli líka að fara að játa syndir sínar. — Betur að fyrr hefði verið. Og svo kemur stefnuskrá í nokkrum liðum. Er þar lofað gulli og grænum skógum og framgangi mála, sem ekki hefur mátt nefna við þessa flokka. En fallegar glansmyndir eru mönnum þarna sýndar. Þegar ég las þetta plagg, minnti það mig helzt á fjögrá ára áætlun Alþýðuflokksins, skrum- auglýsingu sem hann gaf út fyrir kosningarnar 1934 og fræg varð að endemum. En nú duga hvorki skrumaug- lýsingar né glansmyndir. Það sem á ríður er að skapa pólitíska ein- ingu í röðum alþýðunnar, heiðar- lega og hleypidómalausa og hver er afstaða Framsóknar- og Al- þýðuflokksins til þess? Skemmtun Leik- félagsins Leikfélag Neskaupstaðar hélt skemmtun í Samkomuhúsinu á miðvikudagskvöld og" var hún vel sótt þó vafalaust hafi það dregið úr aðsókn að á sama tíma var „Hver er maðurinn" í útvarpinu og Norðfirðingum gefinn kostur á að leysa þrautina. Á skemmtuninni var samlestur, mælskukeppni og leiksýning- Sýndur var gamanleikurinn „Fest- armær að láni“ og var leikstjón Sigríður Jónsdóttir, formaður Leikfélagsins, en leikendur voru Ásgeir Lárusson, Elsa Christen- sen, Óskar Björnsson, Randíður Vigfúsdóttir og Þóra Jakobsdótt- ir. Skemmtunin verður endurtekin amiað kvöld. Skrumauglýsing hrœðslubandalagsins

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.