Austurland


Austurland - 11.05.1956, Síða 1

Austurland - 11.05.1956, Síða 1
M á 1 g a g n sósfalista á Austurlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 11. maí 1956. 15. tölublað. Brýn nauðsyn að gera ílugvöll í Norðfirði Norðfirðingum hefur almennt verið það ljóst nú um nokkurra ára skeið, að viðunandi úrbætur fást ekki á samgönguerfiðleikum þeirra, nema gerður verði flug- völlur í Norðfirði. En þetta mikla nauðsynjamál hefur ekki átt upp á háborðið hjá æðstu stjórnarvöldum þessara toála og lítið hefur kveðið að bar- áttu hinna kjördæmakosnu þing- nianna fyrir því. En Lúðvík Jósepsson hefur gert það sem hann hefur getað til að vekja athygli á þessu máli, vinna því fylgi og koma því fram. En við mjög mikla tregðu hefur verið að etja. Þannig hefur það t. d. tekið 2—3 ár að fá flugmálastjóra til að efna loforð um að láta at- huga skilyrði til flugvallargerðar hér. Aðeins mjög lausleg athugun fór fram á þessu í hitteðfyrra, og þó hún benti til þess, að aðstaða til flugvallargerðar væri góð, var þó ekki á henni að byggja. Þar sem hvorki gekk eða rak með þetta mál tók Lúðvík það upp á Alþingi og flutti þingsálykt- unartillögu þess efnis að lagt yrði fyrir ríkisstjórnina, að láta þegar i sumar hefja flugvallargerð í Norðfirði. 1 greinargerð rökstuddi Lúðvík hina miklu þörf á þessum framkvæmdum. Tillögu þessari var vísað til fjárveitingan<)fndar og afgreiddi hún hana með tveim tillögum svipaðs efnis. Var önnur um end- urbætur og stækkun Vestmanna- eyjaflugvallar, en hin um flug- vallargerð við Húsavík. Tillaga fjárveitinganefndar, sem samþykkt var, var á þessa leið: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta fram fara athugun á því hvar sé mest þörf að hafizt verði á næstu árum handa um byggingu nýrra flug- valla og endurbætur þeirra flug- valla sem fyrir eru. Jafnframt því, sem kanna skal, hverra frarrikvæmda er þörf á hverjum stað, verið leitað úrræða til fjáröflunar í því skyni að koma uauðsynlegum framkvæmdum á svo fljótt sem verða má og í þeirri röð, sem eðlilegt þykir. Skal að því stefnt, að rannsókn þessari verði lokið fyrir næsta reglulegt Alþingi“. Árangur þefesarar samþykktar er sá, að nú þegar hefur verið gerð athugun á aðstöðu til flug- vallargerðar hér. Hefur vallar- stæði verið mælt þvert yfir Leir- una og jarðvegur kannaður. Má fá 1000 m braut utan frá sjó og vestur í graslendi vestan Leiru. Yrði það nægilega löng braut fyr- ir Dakotaflugvélar, en þær eru mept notaðar í innanlaadsflugi. Ætla verður að flugvélar verði stærri í framtíðinni, en þarna eru líka fyrir hendi skilyrði til stækk- unar brautarinnar. Margir höfðu verið uggandi um hvort hægt væri að dæla jarðvegi úr Leirunni upp í brautina og byggja hana þannig. Óttast var að jarðvegurinn væri of grýttur til þess. Athuganir verkfræðings- ins sýna að þessi ótti er ástæðu- laus. Auðvelt er að dæla sandin- um og skilyrði til flugvallargerð- ar ákjósanleg. I stórum dráttum er flugbraut- argerðin hugsuð þannig: Breidd flugbrautarinnar á að verða 50 m og til hliðar við hana eiga að koma jafnbreiðar örygg- isbrautir, svo alls verður völlurinn 150 m breiður. Syðri lína vallar- ins sker varðmannsskúrinn á Sandinum. Grandinn milli Leir- unnar og sjávar er 110 m á þess- um stað og þarf því að gera braut- ina um 900 m í vestur frá grand- anum. Mannvirkið verður þannig gert, að ekið verður á bílum möl og grjóti í tvo garða þvert yfir Leir- una og brautin þannig mörkuð. Síðan verður jarðvegi úr Leir- unni dælt upp í vallarstæðið. Þeg- ar því er lokið verður ekið slit- lagi á flugbrautina. Fjárveitinganefnd leitaði álits- flugmálastjóra um áður umgetna ' þingsályktunartillöigu Lúðvíks Jósepssonar. Flugmálastjóri segir svo: „Á undanförnum þrem árum hefur nokkrum sinnum verið farið til Norðfjarðar til að athuga að- stæður í sambandi við flugvallar- gerð þar. Sjálfur hef ég farið þangað einu sinni í sambandi við athuganir á væntanlegu flugvall- arstæði og tel, að heppilegast væri að vinna málið þannig að gera þegar á næsta ári góðan sjúkraflugvöll á hinu fyrirhugaða flugvallarstæði inni á eyrunum og stækka síðan flugvöllinn smátt og smátt, eftir því sem fjárveitingar leyfa. Ennþá liggur því miður ekki I dag er lokadagurinn. Næstu daga munu vertíðarbátar og ver- menn streyma til heimkynna sinna úti um land frá verstöðvun- um suðvestanlands. Raunar eru allmargir vermenn þegar komnir heim, því hjá sumum hefur ver- tíðin orðið endaslepp vegna afla- tregðu. Þessi vertíð hefur verið léleg þegar á heildina er litið þó sum- ar verstöðvar hafi reynst betri en aðrar og einstakir bátar hafi fengið góðan afla. Hagur útgerðarinnar hefur án efa versnað stórum á þessari ver- tíð og vertíðarfólk kemur yfirleitt heim með skarðan hlut. Fjöldi báta, einkum við innan- verðan Faxaflóa, mun ekki hafa aflað það mikið, að hlutur sé jafn- hár kauptryggingu. Verður sjó- mönnum því í mjög mörgum til- fellum greidd kauptrygging. Hún er nú kr. 1941.00 í grunn á mán- uði, eða nálægt kr. 3.350.00 með vísitölu. Vegna þess hve vertíð hófst seint, verður vertíðarkaup samkvæmt kauptryggingu varla yfir 11—12 þús. kr. — Frá því dregst svo fæði og verður þá kaupið varla yfir 8—9 þús. kr. fríar. Fara menn nærri um hvern- ig fjölskylda lifir af því. Togarinn Goðanes hefur í vetur, fyrir heildaráætlun um kostnað vegna flugvallargerðar í Norðfirði en þegar er sýnilegt, að ógerlegt verður að gera flugvöll þar, er verði fær Douglas Dakota flugvél- um, nema því aðeins að varið verði til hans 1.2—1.5 milljónum króna, og er þá um algert lág- mark að ræða. Að lokum skal það tekið fram, að á næstu árum er engin von til, að hægt verði að byrja á fram- kvæmdum í Norðfirði, nema sér- stök fjárveiting komi til“. Flugmálastjóri telur að lág- markskostnaður við flugvallar- gerð hér sé 1.2—1.5 millj. kr. — Segjum bara að hann kosti 2 millj. Hann mundi m. ö. o. kosta álíka mikið og ef við færum fram á 80 tonna bát til að bæta úr sam- ' gönguerfiðleikunum. Framhald á 3. síðu. eins og lengi undanfarið, að mjög miklu leyti verið mannaður út- lendingum, vegna þess að inn- lendir sjómenn hafa ekki fengizt á skipið. Og sömu sögu er að segja af öllum togurum lands- manna. Það sem af er árinu er há- setakaup á Goðanesinu um 27 þús. kr. og frítt fæði. Þó oft sé hægt að hreppa góðan hlut á vertíðar- bátum, geta menn þó ekki vænzt þess að hafa þar annað eins kaup og í vetur hefur verið á Goðanes- inu þó e. t. v. megi benda á, að í fáum tilfellum hafi vertíðarkaup á bátum reynzt hærra. Það verður því að teljast einkennilegt fyrir- brigði, að menn skuli ekki fást liér á togara, að þeir skuli fremur vilja fara frá heimilum sínum til margra mánaða dvalar á öðru landshorni nokkurn veginn vissir um að hafa miklu lægra kaup og allt niður í að vera þrisvar sinnum lægra. Þess má geta, að hásetakaup á Goðanesi var í fyrra 57.5 þús. kr. og frítt fæði. Þó Færeyingar séu alls góðs maklegir, mun .mönnum þykja hart að þeir skuli sitja að þeim skipsrúmum, sem gefa mest kaup, vegna þess að íslendingar fást ekki í þau. Lokadagurinn

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.