Austurland


Austurland - 01.06.1956, Qupperneq 4

Austurland - 01.06.1956, Qupperneq 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 1. júní 1956. Kosningabrask hrædslubandalagsins Stefna þess er að fá sem flesta þing- menn fyrir sem fæst atkvæði Á aínum tíma stóðu Alþýðu- flokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn að því að koma fram þeirri breytingu á kosningalöggjöfinni, að uppbóta- sæti voru í lög tekin. Kjördæma- ekipunin í landinu var þá orðin svo ranglát, að hver heilskyggn maður hlaut að sjá, að við svo búið varð ekki unað til lengdar. Gegn þess- ari breytingu barðist Framsóknar- flokkurinn af heipt. Hann vildi halda þéirri aðstöðu að geta haft meirihluta á þingi þótt ekki hefði hann að baki sér nema fjórðung landsmanna. Enda þótt uppbótasætin bættu nokkuð úr ranglæti kjördæmaskip- unarinnar, hefur jafnan vantað mikið á, að fullur jöfnuður næðist. Framsókn hefur jafnan átt þing- fylgi miklu meira en svarar til kjörfylgis. Stofnun hræðslubandalagsins 1 allan vetur stóðu yfir samn- ingar milli Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins. Tveir sprenglærðir prófessorar sátu yfir gömlum kosningatölum og reikn- uðu út hvernig hægt væri að mis- beita ákvæðunum um uppbótasæt- in, sem upphaflega voru í lög tek- in til að bæta úr hróplegu misrétti á þann veg að auka sem mest á þetta misrétti. Alþýðuflokkurinn, sem oft og lengi hafði verið með hávaða út af ranglátri kjördæmaskipun, sá fram á, að undir venjulegum kring umstæðum mundi hann engan þingmann fá. Og þegar svo var komið. hafði hann ekki lengur á- huga á „réttlætismálinu". Þess vegna hóf hann samninga við Framsóknarflokkinn um samstarf þeirra á þeim grundvelli, að fara á bak við kosningalögin og sky'di frcista þess að fá þingmeirihluta í skjóli ranglátrar kjördæmaskip- unar. Samningar tókust á þann veg, að flokkarnir skyldu í kosningun- um koma fram sem einn flokkur og í engu kjördæmi bjóða fram báðir, Skyldu Framsóknarmenn stýðja Alþýðuflokkinn þar sem Framsókn hafði enga von um þing sæti. Á þann hátt skyldi hækka atkvæðatölu krata svo að þeir hlytu sem flest uppbótasæti. Til endurgjalds skyldu kratar styðja Framsókn þar sem það gat orðið að liði í baráttunni um kjördæma- kosnu þingmennina. Þetta var þá orðið úr baráttu Alþýðuflokksins fyrir réttlátri Kosningabrasldð kært Þegar til þess kom, að fram voru lagðir landslistar, skilaði hræðslu- bandalagið tveim landslistum. Full trúar Sjálfstæðisflokksins kærðu þetta og töldu að Alþýðuflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn kæmu fram sem einn flokkur í kosningunum og ættu því ekki rétt á að leggja fram sinn landslistann hvor. Fulltrúar Alþýðubandalags- ins og Þjóðvarnarflokksins féllust á þetta sjónarmið. Allir landsmenn vita að Alþýðu- flokkurinn og Framsóknarflokkur- inn koma fram sem einn flokkur. Hvergi bjóða þeir fram báðir í einu og sama kjördæmi, saman halda þeir sína kosningafundi og dæmi eru þess, að menn úr báðum flokkunum skipi sama lista. Þann- ig er aðalleiðtogi Alþýðuflokksins í Árnessýslu í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins þar og a. m. k. fjórir flokksbundnir Framsókn- armenn eru á lista Alþýðuflokks- ins í Reykjavík. Innan Framsókn- arflokksins var háð hatröm bar- átta um það, hver skyldi skipa þriðja sætið á lista Alþýðuflokks- ins í Reykjavík. Stríðir gegn anda kosninga- laganna Engum manni blandast hugur um það, að kosningabrask Al- þýðu- og Framsóknarflokksins stríðir gegn anda og tilgangi kosn- ingalaganna, hvað sem bókstafn- um líður. En sýnilegt er að land- '■•■'örstjórn hefur talið það orka tvímælis hvort þetta kosninga- brask væri löglegt. Tók það hana marga daga að komast að niður- stöðu og fresta varð með bráða- birgðalögum utankjörfundakosn- ingu um tvo daga. Mun koma þeim í koll Þessi deila hefur opnað augu allra landsmanna fyrir ósvífni hræðslubandalagsins og tilraunum þess til að misbeita kosningalög- gjöfinni því til framdráttar. Slíkar j brellur hafa verið reyndar erlend- I 5s, en jafnan hitt upphafsmennina sjálfa, Og svo mun einnig fara hér. Vel má vera, að þetta kosn- ingabrask bjargi inn á þing ein- hverjum hræðslubandalagsmönn- um að þessu sinni, en þar er að- eins tjaldað til einnar nætur. Dauðastríð Alþýðuflokksins Alþýðuflokkurinn á sér ekki við- reisnarvon eftir þessi faðmlög við Framsókn. Hann er ekki lengur til sem sjálfstæður flokkur og get- ur aW-roi fmasr fieafið bkuxk ■ kjörinn til þingsetu af eigin ram- leik. Hann hefur nú hleypt í það fem, sem hann getur ekki losnað úr aftur. Örlög hans eru ráðin. Fyrir flokknum liggur ekki annað ! en að skiptast upp milli hinna flokkanna. Hægri mennimir munu hafna í Framsóknarflokknum eða Sjálfstæðisflokknum, en verklýðs- fylgi flokksins mun snúast á sveif með Alþýðubandalaginu, enda á það þar heima. Þar gefst verka- fólki kostur á að starfa áfram að þeim hugsjónamálum, sem Al- i þýðuflokkurinn nú hefur hlaupizt ‘ frá. Ekki er sopið ká.lið Þegar þing kemur saman að loknum kosningum, kemur til kasta þess að segja til um það, j hvort úrskurður landkjörstjómar er í samræmi við kosningalöggjöf- ! ina. Sé meirihluti Alþingis þeirrar skoðunar, að kosningabrask hræðslut'andalagsins sé ólöglegt, má vel vera, að uppbótaþingmenn krata verði gerðir afturreka. Þörf endurskoðunar Endurskoðun kosningalaganna er brýn nauðsyn, því þau eru á margan hátt úrelt orðin. Nauð- synlcgt er líka að fyrirbyggja jafn j svívirðilegt kosni.ngabrask og nú á sér stað eða a. m. k. að taka öll tvímæli af um það hvort það skuli heimilt eða ekki, svo deila sú, er ; hér hefur verið lýst, endurtaki sig j ekki. Er ekki ósennilegt, að kosn- ingabrask hræðslubandalagsins verði til að ýta undir þá endur- skoðun. Ágætir fundir Á vegum Alþýðubandalagsins hafa nýlega verið haldnir fjórir almennir stjórnmálafundir hér fyrir austan og mættu alþingis- mennirnir Lúðvík Jósepsson og Hannibal Valdimarsson á þeim öll- um. Fundirnir voru á Djúpavogi, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Seyðisfirði. Allir hafa fundirnir verið vel sóttir og borið glöggan vott um mikið fylgi Alþýðubanda- lagsins. Á fundinum á Djúpavogi talaði, auk þeirra Lúðvíks og Hannibals, Einar Björnsson, bóndi í Mýrnesi og á Fáskrúðsfirði Helgi Seljan, annar maður á G-listanum hér í kjördæminu. Á Seyðisfirði talaði, auk Lúðvíks og Hannibals, fram- bjóðandi Alþýðubandalagsins á Seyðisfirði, og ennfremur Þr‘r he’mamenn. Fyrsti framboðs- fundurinn á mið- vikudag Frambjóðendurnir í Suður- Múlasýslu hafa nú auglýst fraxn- boðsfundi í kjördæminu. Fyrsti fundurinn verður á miðvikudaginn kemur og verður hann í Neskaup- stað. Næsti fundur verður á Eski- firði dagrnn eftir og einn fundur a dag unz þeim er lokið. Alls verða fundirnir 8. Hræðslubandalagið ólöglegt Atkvæðagreiðslan í iandskjörstjórn sýnir, að meirihluti hennar, eða í.llir meðlimir hennar aðrir en Framsóknarmenn, telja hræðslubandalagio brjóta í bága við kosningalögin, en svo óhönduglega tókst til, að meirihlutanum tókst ekki að verða sammála um hvernig snúast skyidi við þessum vanda. Tveir nefndarmenn, Einar B. Guðmundsson og Vilmundur Jónsson, lögðu til að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkur- inn fengju að hafa sinn landslistann hvor, en við úthlutun upp- bótasæta yrði litið á þá sem einn flokk. Hefði það þýtt að bandalag þetta hefði ekkert uppbótasæti fengið. — Hinir þríi nefndarmennirnir felldu tillöguna. Jón Ásbjörnsson, formaður l-'ndskjörstjórnar lagði til að báðir flokkarnir fengju að hafa sjálfstæða landslista í kjöri, en listar þeirra í Reykjavík og Árnessýslu skyldu taldir utanflokka. Þetta hefði að öllum líkindum þýtt, að Alþýðuflokkurinn sem slíkur hefði engan þingmann fengið. Þessari tillögu fylgdi Vil- mundur, en hinir þrír felldu hana. Þegar ekki tókst að fá samkomulag um þessar tillögur varð niðurstaðan sú, að báðir flokkar hræðslubandalagsins hafa lands- lista í kjöri, en fyrir liggur að meiri hluti landskjörstjórnar tel- ur það brjóta í bága við lög og væri ekki óeðlilegt, að Al- þingi tæki þessa yfirlýsingu landskjörstjórnar til greina á sín- um tíma. En hvernig skyldi aumingja hræðslubandalaginu lítast á að ganga til kosninga þegar þeir menn, sem dómbærastir eiga að vera um þessi mál, telja kosningabrask þeirra lagabrot. Emil Jónsson mundi sennilega kalla það glæp.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.