Austurland


Austurland - 08.06.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 08.06.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 8. júní 1956. Austurland Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. Kemur út einu sinni í viku. Lausasala kr. 2.00. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi 1. apríl. NESPRKNT H-P Hið gullna tækifæri I kosningunum, sem fram fara eftir rúmar tvær vikur, á íslenzk alþýða gullið tækifæri, sem hún má ekki láta ganga sér úr greip- um, Hún á þess kost að láta draum sinn um raunverulegt vinstra sam- starf rætast. En því aðeins rætist sá fagri draumur, að Alþýðu- bandalagið fái mikið kjörfylgi. Aðeins með því að fylkja sér um það, getur íslenzk alþýða tryggt vinstra samstarf upp úr kosning- um. Á ég þar ekki einungis við vinstra samstarf um stjóm lands- ins, heldur alhliða samstarf á sviði atvinnumála, menningarmála og félagsmála. Fái Alþýðubandalagið jafn mik- ið kjörfylgi 0g horfur eru á, má fullvíst telja, að vinstri sinnaðir kjósendur í Framsóknarflokknum, Alþýðuflokknum og Þjóðvarnar- flokknum knýi fram stefnubreyt- ingu í þessum flokkum og taki upp náið samstarf við Alþýðu- bandalagið og það samstarf mundi þá væntanlega á skömmum tíma ieiða til fullrar stjómmálalegrar einingar í einum flokki. Slíkur flokkur verður ósigrandi afl í ís- lenzkum stjórnmálum. Vera má, að til þess að þetta megi takast þurfi að víkja til hlið- Jar nokkrum foringjum, sem standa gegn einingu fólksins. Flestir þeirra mundu þó beygja sig fyrir almenningsálitinu og ganga til slíks samstarfs. Atkvæðabrask Alþýðuflokksins °g Framsóknarflokksins getur ekki verið undanfari vinstra sam- starfs. Það er í lausu lofti og á sér enga fótfestu meðal verkalýðs- ins og vafasama meðal bænda. Hræðslubandalagið er augljóst svindlfyrirtæki og almenningsálit- ið mun dæma það hart, eins og önnur svindlfyrirtæki. Þær ágætu undirtektir, sem Al- þýðub'andalagið fær hvarvetna, benda eindregið til þess að það muni hljóta mikið kjörfylgi í þess- um kosningum. Islenzk alþýða skilur, áð við það eru bundnar vonir hennar um vinstra samstarf, ^hgijbrigt stjórnarfar og atvinnulíf, s sem ekki -er helsjúkt vegna alls- konár afætulýðs, sem sýgur úr því merg og blóð. Islenzk alþýða, róðu nú, nú er lág. Þingstörf Framhald af 1. síðu. atbeina og harðfylgi Lúðvíks. Framsóknarmenn hafa aldrei sýnt áhuga á því máli. Athugun hefur sýnt, að auðvelt er að gera flugvöll í Norðfirði og vegna þess, að fjárveiting til þeirra mála er skorin við nögl, hefur verið útvegað nokkurt fé að láni hér heima og leggi ríkið fram í ár t. d. 100 þús. kr., sem er mesta smáræði, er unnt að vinna að flugvallargerð í sumar fyrir 300—400 þús. kr. ef ekki skortir vilja á æðri stöðum, og yrði þá verkið komið á góðan rekspöl. Atvinnumál Togaraútgerð. Á sínum tíma beitti Lúðvík sér fyrir því, að hing- að til Neskaupstaðar voru keyptir tveir nýtízku togarar og þar með var brautin rudd fyrir togaraút- gerð á Austurlandi. Fram að þeim tíma hafði það verið ríkjandi skoðun að togaraútgerð gæti ekki blessazt á Austfjörðum og helzt hvergi nema í Reykjavík og Hafn- arfirði. Framsókn hafði ekkert gert í togaramálunum, nema þá til bölv- unar. Það var ekki fyrr en reynsl- an var búin að sanna réttmæti tog-i araútgerðar á Austurlandi, að Framsókn sá sig til neydda að breyta um stefnu. Fiskiðnaður. Lúðvík hefur bar- izt fyrir byggingum hraðfrvsti- húsa í sjávarþorpunum hér eystra, en Framsókn hafði vanrækt þenn- an þýðingarmikla lið í atvinnu- legri uppbyggingu fjórðungsins, þó hún hafi síðar reynt að ganga í spor Lúðvíks. Hið mikla fisk- iðjuver Samvinnufélags útgerðar- manna hér í bæ hefði ekki verið byggt, ef ekki hefði við notið for- göngu Lúðvíks og aðstöðu hans sem þingmanns. Slippbygging. Það var fyrir for- göngu Lúðvíks, að hafnarlögum var breytt á þann veg, að drátt-i arbrautir teldust til hafnarmann- virkja, sem ríkissjóður styrkti. Þetta gerði færa dráttarbrautar- byggingu hér í bæ og hefur hún með öðru orðið lyftistöng fyrir bátaútveginn í bænum og komið útgerðinni annars staðar í fjórð- j ungnum í góðar þarfir. Ekki þarf að minna á þá geysimiklu vinnu, eem mannvirki þetta hefur í för með sér, bæði í sambandi við við- hald bátaflotans og nýsmíðar. Hafnarframkvæmdir. Lúðvík hefur lengst af þingsetu sinnar verið í fjárveitinganefnd þingsins. Hefur hann þar mjög beitt sér fyrir fjárveitingum til framfara- mála hér eystra t. d. til hafnar- mála, en á aukin fjárframlög til þeirra hefur hann lagt mikið kapp og orðið vel ágengt, þó við ramm- 'an refþ h’afi vertð að dpaga. Lúdvíks Raforkumál Eitt fyrsta þingmál Lúðvíks var þingsályktunartillaga um at- hugun á virkjunarskilyrðum í Lag- arfossi. Hafði Lúðvík þá í huga að skapaðir yrðu möguleikar til stór- iðju og fjölbreytzt atvinnulífs á Austurlandi. Gegn þessari tillögu snerust Framsóknarmenn. Og nú hafa Framsóknarmenn haft forystu um að ráðast í kot- ungslega virkjun á Austurlandi og gerir hún ekki betur en að leysa af hólmi olíustöðvar þær sem fyrir eru og getur engan veginn orðið til að lyfta undir atvinnuuppbygg- ingu á Austurlandi. Lúðvík hefur aftur á móti stöð- ugt barizt fyrir því að Lagarfoss yrði virkjaður og þar hefur hann notið stuðnings meginþorra Aust-i firðinga. Lúðvíki er það ljóst, eins og Austfirðingum almennt, að það j er engin lausn á rafmagnsmálum fjórðungsins, að gera smávirkjun. Þess vegna mun hann halda áfram baráttu sinni fyrir stórvirkjun, sem orðið gæti undirstaða stórauk- inna framkvæmda og atvinnu- reksturs á Austurlandi. Þá má og minna á það, að á Al- þingi fékk Lúðvík samþykkta rík- isábyrgð til raforkuframkvæmda í Neskaupstað og átti manna mest- an þátt í að koma rafstöðinni hér upp, en hún hefur gert hina miklu fiskiðju hér í bænum mögulega, auk þess, sem hún hefu - gjör-i breytt heimilishaldi og gert hús- mæðrum fært að ta.ka rafmagnið í þjónustu sína við margvísleg heimilisstörf. Það sem hér er talið verður að nægja til að sýna, að á þingi hefur Lúðvík unnið mikið verk í þágu þessa fjórðungs. Sumt hefur að vísu misheppnazt, vegna þess að aðrir flokkar og þá fyrst og fremst Framsóknarflokkurinn, hafa snú- izt öndverðir gegn hagsmunar- málum Austurlands. Enginn skyldi ætla að hér séu öll mál talin, sem Lúðvík hefur beitt sér fyrir til hagsbóta fyrir Austurland, en rúmið leyfir ekki lengri upptalningu. Ástæða hefði verið að minnast á fjölmörg önnur mál, sem hann hefur beitt sér fyrir, svo sem forgöng ,i hans í sjúkrahússmálr num, síma- og póstmálum, útvarpsmálum o.s. frv. En störf Lúðvíks að sérmálum Austfirðinga, eru ekki nema önn- | ur hliðin á þingstörfurn hans. Auk I þeirra hefur Lúðvík unnið geysi- ! mikið starf að almennri lagasetn- ingu, sem snertir landsmenn alla. Það er líka viðurkennt, að hann hefur meiri og fjölþættari þekk- ingu á atvinnuvegum þjóðarinnar en liklega nokkur þingmaður ann- ar. Þsssi yfírgripsmikla þekking Lúðvíks hefur oft komið í ljós við umræður á þingi og utan þess. Enn er þess að geta, að Lúð- vík er einn álitlegasti fulltrúi ís- lenzkrar alþýðu á Alþingi, laginn að koma málum hennar fram, sam- vinnulipur og sanngjarn. Fyrir íslenzka alþýðu, og Aust- firðinga sér í lagi, yrði það mikill skaði, ef Lúðvík hyrfi nú af þingi. Það er hlutverk alþýðu þessa k.jör- dæmis að tryggja Lúðvíki þing- sæti áfram, ekki hans vegna held- ur sjálfrar sín vegna. Andstæðingar Lúðvíks leggja nú ofurkapp á að fella hann. Ætlar austfirzk alþýða að láta þá fyrir- ætlun takast? Ætlar hún að gera sjálfri sér þann skaða? Nei, það skal aldrei verða! Or bænum Afmæli: María Bjarnadóttir, kona Bjarna Antoníussonar, Mýrargötu 5, varð 60 ára í gær, 7. júní. Hún fæddist í Kárdalstungu, Vatnsdal, Húna- vatnssýslu, en hefur átt hér heima síðan 1945. Eins og lesendum Austurlands er kunnugt er María prýðilega skáldmælt, enda er hún í hópi af- komenda Bólu-Hjálmars. Sjómannadagurinn Norðfirðingar voru ekki heppn- ir með veðrið á sjómannadaginn. Var kalt í veðri og krapaslydda. Hafði veðrið að sjálfsögðu mikil áhrif á hátíðarhöldin. Guðsþjón- ustan, sem vera átti í skrúðgarð- inum, fór fram í kirkjunni og á samkomunni við sundlaugina var miklu færra fólk, en venja er til á sjómannadaginn. Á laugardagskvöld var keppt í róðri. Tóku fjórar skipshafnir þátt í þeirri keppni. Sigraði skipshöfn Hrafnkels. í kirkjunni prédikað sóknar- presturinn, séra Ingi Jónsson, en Lúðrasveitin lék undir stjórn Har- alds Guðmundssonar. Sigurjón Ingvarsson setti sam- komuna #við sundlaugina með stuttri ræðu og las heillaskeyti, sem borizt höfðu. Níels Ingvarsson flutti ræðu í tilefni dagsins. Þá fór fram fjölbreytt keppni í sundi. Lindberg Þorsteinsson setti Austurlandsmet í 50 m bringu sundi. Synti hann vegalengdina a 37 sek. Fyrra metið, 38.6 sek. átti hann sjálfur. Sigurvegari í stakka sundi var Friðrik Óskarsson og i stakkaboðsundi milli sjómanna og landmanna sigruðu sjómenn. Lúðrasveitin lék milli atriða. Um kvöldið var dansleikur í barnaskólanum. HIMIiHHaiiUIIMIHMIIMIMHnHIMX""'*' AuglýsiS i Ausfurlandi ■ ■ rfi ■ e « Bi3 tzz r c f'r * - ír'áa cafc* ertzz'sa

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.