Austurland


Austurland - 08.06.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 08.06.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 8. júní 1956. Siðlausl frum- hlaup ráðherra Gleymið ekki að kjósa Þeir kjósendur Alþýðubandalagsins sem ekki búast við að verða heima á kjördegi, eru alvarlega áminntir um að kjósa áður en þeir fara að heiman. Allar upplýsingar um kosningarnar eru veittar á kosninga-i skrifstofu G-listans og af einstökum trúnaðarmönnum Alþýðu- bandalagsins. Kjósendur Alþýðubandalagsins skrifa G og annað ekki á kjör- seðilinn. Stuðningsmenn Alþýðubandalagsins eru beðnir að gefa kosn- ingaskrifstofunni upplýsingar um dvalarstað fjarstaddra kjós- enda og annað það, sem máli skiptir í kosningabaráttunni. F ramboðsfundurinn í Neskaupstað Á framboðsfundinum hér í fyrrakvöld kvaddi sér hljóðs Ey- þór Þórðarson, einn þekktasti Al- þýðuflokksmaðurinn hér á Aust- urlandi, og lýsti yfir því, að hann léti ekki poka sig og selja sig Framsókn. Lýsti Eyþór yfir þvi, að hann í þessum kosningum Vísubotnar I síðasta blaði voru birtir tveir vísuhelmingar og lesendur beðnir að botna og hafa tveir lesendur orðið við því. Fyrri vísuhelmingurinn var svo- hljóðandi: Framsókn úr íhaldsfletdnu skreið og faðmlögin þiggur í kratanna bæli. V. E. botnar svo: Að kjósa hana enn skapar alþýðu neyð, já, er ekki von að af hræðslu þeir væli. Fjalar botnar svo: Þess vegna held ég að liggi nú leið líklega beint inn á vitlausra hæli. Síðari vísuhelmingurinn: Þjóðvörn mun hrökklast ai þingi með smán og þá munu fáir gráta. V. E. botnar: Og lenda í vanda að verja sitt lán, svo verða þeir minna að láta. Fjalar sendir marga botna: Ihaldið veita mun íbúðalán og Alþýðuflokkurinn státa. Ameríkaninn mun yrkja hér rán og óspart af dollurum státa, Alþýðubandalags atkvæðalán Alþýðu-Framsókn skal máta. Drjúg munu veitt hingað dollaralán í dulbúnar hafnir að láta. Eysteinn þá veita mun öllum hér lán úr afkvæmasjóði dáta. styddi að kosningu Lúðvíks Jós- epssonar. Hann kvað Lúðvik þessu kjördæmi þarfan mann, sem mörgu góðu hefði til leiðar komið og auk þess veitti ekki af að hafa á Alþingi mann, sem minnti Ey- stein á það, sem honum hættir til að gleyma, að hann væri á þing kosinn til að gæta hagsmuna Aust. firðinga. Eysteinn varð ókvæða við yfir- lýsingu Eyþórs og tróð sér upp í ræðustólinn þótt það væri þver- brot á fundarreglum og hóf þar að skýra frá atriðum úr prívatsam- tölum þeirra Eyþórs, en um þau eru þeir einir til frásagnar og kom strax í ljós að þeim ber ekki sam- an um það sem þeim fór á milli. Þessi aðferð Eysteins, að reyna að nota það ,sem fer milli hans og annarra manna í einkaviðtölum til að ná sér niðri á andstæðingum, er hið siðlausasta atferli og ber vott um frámunalega lágkúruleg- an hugsunarhátt og ódrengilegan vopnaburð. Um það, sem þeim Eysteini og Eyþóri fór á milli um umrætt mál, skattstjóramálið svonefnda, eru þeir tveir einir til frásagnar og ber ekki saman. Látum þá því kljást um það og getur hver trúað þeim, sem honum finnst líklegri til að segja satt. En það er annar þáttur þessa máls, sem er opinber og öllum frjálst um að ræða. Það er skatt- stjórabrask Eysteins Jónssonar. Hann er staðráðinn í áð veita út frá pólitískum hagsmunum einum saman, skattstjóraembættið hér, sem er algjörlega óþarft embætti. Skattstjórabraskið liggur opið fyr- ir öllum bæjarbúum og allir, sem ekki hafa orðið hinni pólitísku spillingu að bráð, fordæma það. En hin frámunalega dónalega og fruntalega árás Eysteins á Ey- þór Þórðarson mun lengi í minnum höfð hér og á áreiðanlega eftir að koma ráðherranum í koll. Fyrsti framboðsfundurinn í þessum kosningum var haldinn hér í Neskaupstað í fyrrakvöld. Húsið var troðfullt allan fundinn út í gegn og ber það með öðru gleði- legan vott um mikinn þjóðmála-1 áhuga almennings. Tveir efstu menn af hverjum lista mættu á fundinum og'tóku þátt í umræðum. Fundurinn fór vel og misfellulítið fram. Fundar- stjórar voru Jón L. Baldursson og séra Ingi Jónsson. Framsöguræðu af hálfu Alþýðu- bandalagsins flutti Helgi Seljan. Flutti hann bráðsnjalla og athygl- isverða ræðu og er ljóst að í þess- um unga manni búa miklir hæfi- leikar • og er hann tvímælalaust mjög vel til forystu fallinn og lík- legur til afreka á sviði þjóðmál- onna. Eins og vænta mátti urðu aðal- átökin jiiilli Lúðvíks Jósepssonar og Eysteins Jónssonar og duldist það engam, að Eysteinn fór hinar j háðulegustu hrakfarir fyrir Lúð- | viki og er það mél manna, að hann I liafi aldrei fengið aðra eins útreið á fundi hér. Stóð Eysteinn ber- skjaldaður fyrir áhlaupum Lúð- víks og forðaðist eins og heitan eld, að ræða þau mál, sem hæst ber í þjóðmálunum í dag, enda á Eysteinn óhægt um vik, því sjálf- ur ber hann öðrum fremur ábyrgð á ríkjandi ástandi í fjárhags- og efnahagsmálum þjóðarinnar. Leið Eysteini sýnilega illa á fundinum og komst ekki hjá að finna til tortryggni fundarmanna. En Eysteinn gaf sér tíma til að svívirða Norðfjörð og Norðfirð- inga. Hann staðhæfði, að hér ríkti hin argasta kyrrstaða á öllum sviðum og varð ekki annað af orð- um hans ráðið, en að Norðfirð- ingar væru örgustu amlóðar. Það er ekki að undra, þó menn liafi í gær heyrt þau orð falla af hálfu Framsóknarmamia hér í bæ, að þetta fruntalega frumhlaup geti þeir aldrei fyrirgefið Ey- steini. Auðfundið var, að Alþýðubanda- lagið átti geysimiklum og góðum undirtektum að fagna á fundinum og að Norðfirðingar eru staðráðn- ir í að tryggja Lúðvíki Jósepssyni áframhaldandi setu á Alþingi. i gapastokknum : Eins og kunnugt er, felldu full- trúar íhaldsins í landskjörstjórn tillögur hvor fyrir öðrum og urðu þess þar valdandi, að hræðslu- bandalagið fær nú að hafa tvo landslista 1 kjöri. Enginn þarf að efa, að þetta er með ráðum gert og vafalaust að undirlagi hins slægvitra dóms- málaráðherra. Hann sér, sem rétt er, að þegar þing kemur saman, hefur íhaldið það í hendi sér að gera 4—5 hræðslubandalagsirenn afturreka. Og með því að hóta því, hyggst íhaldið skapa sér bætta ; aðstöðu í baráttunni um ráðherra- stólana. Það getur hótað því, að I ógilda kjörbréf allra uppbótar- manna krata, ef hræðslubandalag- ið gerir sig líklegt til að bola því úr ríkisstjórn. Og aumingja hræðslubandalagið verður sem á milli steins og sleggju þegar þing kemur samar. eftir kosningar. Góð ufsaveiði. Undanfarið hefur verið ágætis afli á handfæri í grennd við Hrol- laugseyjar. Er aflinn mestmegnis ufsi og er hann saltaður hér heima og mun verða verkaður. Margir bátar héðan taka þátt í þessum veiðum. Aftur á móti hefur fiskur að mestu brugðizt við Langanes í vor, enda hafa ógæftir verið mjög mikiar, | I Kosningasjóðurinn Alþýðubandalagið heitir á stuðningsmenn sína, að leggja fé í ! kosningasjóðinn og efla þaimig aðstöðu þess til að koma Lúð- : víki Jósepssyni á þing. Það kostar allmikið fé að heyja kosningabaráttu, og þó að öll störf í þágu Alþýðubandalagsins séu látin í té án þess að greiðsla komi fyrir, er þó margt, sem óhjákvæmilega kostar mikið fé í ■ sambandi við kosnngabaráttuna, svo sem ferðalög um hið víð- ■ • lenda kjördæmi, húsaleiga, símkostnaður o. fl. Því öflugri sem kosningasjóðurinn er, því meiri kraftur er í • kosningabaráttunni og því meiri árangurs er að vænta. s _______________________ Hiim»»i»»wwii»*ttiMiwwwnMWiWBiwi-MPW»«Wwmm»»ww»*uíinrtinirtni«Hrtinrti

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.