Austurland


Austurland - 08.06.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 08.06.1956, Blaðsíða 1
Málgagn sós?alis£a á Austiirlandi ö. árgangur. Neskaupstað, 8. júní 1956, 19. töiublað. Þingstörf Lúðvíks Jósepssonar Andstæðingar Lúðviks Jóseps- sonar gera allt sem þeir mega til að gera lítið úr honum og rægja hann, enda þykjast þeir nú sjá fram á nokkra möguleika til að fella hann frá þingsetu. Og hinir ofstækisfyllstu í þeirra hópi eiga sér vart dýrmætari „hugsjón" en að svipta íslenzka alþýðu einum skeleggasta fulltrúa sínum á þingi og Austfirðinga sínum ötulasta talsmanni. Nú reyna hræðslubandalags- rnenn að telja fólki trú um, að Lúð- vík sé ónýtur þingmaður, sem engu hsfi til leiðar komið á þingi. Hjálp- •arkokkur Framsóknar hér í bæ, Oddur A. Sigurjónsson, orðar það á þá leið að vera kunni að Lúðvík ”hafi verið brjóstvinum sínum eitt- hvað hjálplegur við að útvega Prímusnálar og stoppugarn“. Og fcar með eiga þingstörf Lúðvíks að vera upp talin. En það er algjörlega vonlaust verk fyrir hræðslubandalagsmenn að telja austfirzkum kjósendum trú um að Lúðvík hafi reynst lé- legur þingmaður. Til þess eru þingstörf hans og önnur störf of þekkt. Lúðvík hefur barizt fyrir framgangi fjölmargra hagsbóta- mála þessa f jórðungs. Sumum hef- nr honum tekizt að koma fram, en Sumum ekki, vegna andstöðu Eramsóknar. Til þess að hrekja þá firru, að ekkert hafi kveðið að Lúðvíki á þingi, að hann hafi efckert mál fiutt og engu komið fram, skal hér drepið á nokkur mál, sem hann hefur beitt sér fyrir og sem sér- staklega varða Austfirðinga. ^úmsins vegna er þó aðeins hægt að minnast á fátt eitt. Samgöngumál Oddsskarðsvegur. Neskaupstað- ur hefur jafnan verið mjög illa settur með samgöngur. Hefur það ,jagað bæjarbúum mjög og öllum þeim, sem hingað hafa eitthvað þurft að sækja. Ekki hafði Lúðvík lengi átt sæti á Alþingi þegar hann hóf bar. áttu fyrir því, að lagður yrði veg- ur um Oddsskarð milli Eskifjarð- ar og Norðfjarðar. Tókst honum með harðfylgi að koma því máli heilu í höfn og hefur verið mjög mikil samgöngubót að þeirri vega- gerð. Eysteinn hafði þá setið áratug á þingi án þess að sinna þessu máli hið minnsta. Fáskrúðsfjarðarvegur. Ákvörð- unin um veg til Fáskrúðsfjarðar er beint framhald af þeirri ákvörð- un, að leggja veg um Oddsskarð og barðist Lúðvík jöfnum höndum fyrir báðum þessum framkvæmd- um svo þessi fjölmennustu byggð- arlög austanlands, sem enn voru ekki komin í samband við akvega- kerfið, mættu ná því marki. Herðubreið. Það skip var upp- haflega keypt með það fyrir aug- um að það yrði Austfjarðaskip. Á því vildi verða misbrestur og flutti þá Lúðvík tillögu, sem honum tókst að fá samþykkta, þess efnis, að skipið skyldi eingöngu vera í förum til Austurlands. Varð að knýja Framsóknarmanninn, sem stjórnar útgerðinni til að haga rekstri skipsins eins og upphaflega var til ætlazt. Nú hefur, m. a. fyrir forgöngu Lúðvíks, verið skipuð milliþinga- nefnd til að gera tillögur um bætt- ar samgöngur á sjó og landi og i lofti. Af störfum þeirrar nefndar ! má vænta mikilla úrbóta á sam- göngumálum Austurlands. Austurlandsvegur. Lúðvík hefur hvað eftir annað barizt fyrir því, að hækkuð yrði fjárveiting til Austurlandsvegar, sem tengir þennan fjórðung við aðra lands- hluta. En áhuginn fyrir þeim vegi | hefur í stjórnarherbúðunum ekki verið meiri en svo, að það litla fé sem til hans hefur verið veitt, hefur að verulegu leyti verið látið ganga til vegarfram- kvæmda annars staðar á landinu. Afleiðingin er svo sú, að Austur- landsvegur er lítið annað en ruðn- ingur og skorningar, sem verða ófærir í fyrstu snjóum og verða ekki akfærir fyrr en langt er liðið á sumar. Sláandi dæmi um áhuga Fram- sóknar fyrir þessu máli var hvern- ig þingmenn þess flokks brugðust við tillögu Lúðvíks á síðasta þingi um stórfelldar framkvæmdir á þessum vegi. Framsólinarmenn neituðu að styðja þá íillögu. Þess í stað fluttu tveir Austfjarðaþing- vallargerð í Neskaupstað. Árangur þeirrar tillögu varð sá, að í vor starfaði verkfræðingur frá flug- ráði að athugun á skilyrðum til flugvallargerðar hér. Komst hann að þcirri niðurstöðu að ákjósan- legt væri að gera flugvöll yfir Leiruna frá austri til vesturs. Verkfræðingurinn hefur nú skilað flugráði greinargerð sinni og kostnaðaráætlun og er ekkert því til fyrijrstöðu frá verkíræðilegu sjónarmiði, að þegar verði hafizt handa um framkvæmdir. En fé það, sem flugráð hefur yf. ir að ráða er takmarkað og útilok- að að hefja teljandi framkvæmdir í sumar, nema leitað yrði annarra bragða um fjárútveganir. Bæjarstjóri sneri sér þá til Sparisjóðsins hér og bað hann að lána 150 þús. kr. til verksins, svo það gæti hafizt og komizt á nokk- urn rekspöl á þessu ári. Stjórn menn tillögu um að athuguð skyldi aðstaða til að gera nýjan háfjalla- veg milli Suður- og Norðurlands. En fyrir sjálfum Austurlandsvegi höfðu þeir ekki áhuga. Flugvöllur í Neskaupstað. Enda þótt vegurinn um Oddsskarð sé mikil samgöngubót er hann þó lokaður vegna snjóa meirihluta ársins. Fyrir Neskaupstað og ná- grannasveitirnar er þvi brýn nauð- syn að fá flugvöll hið allra bráð- asta. Fullvíst má telja, að mjög bráð- Isga vcrði gerður flugvöllur í Norðfirði og það er eingöngu fyrir Framhald á 2. síðu. og akstur. Fullvíst má telja, að bæjarstjórn samþykki að lána vinnu jarðýtu og vélskóflu, en báðar þessar vélkr verða mikið notaðkr, og væntanlega sjá bíl- stjórar sér fært að lána hiuta, (. d. þriðjung, vinnu sinnar og bílanna fram á næsta ár. Ekki er ósennilegt, að með þessu móti fengjust 100 þús. kr. og yrðu þá lánaðar héðan að heiman 250 þús.. krónur. Veittar hafa verið 50 þús. kr. til að gera lendingafiugvöll fyrir sjúkraflugvélar hér í Norðfirði. Sú upphæð yrði að sjálfsögðu lögð í fyrirhugaðan Norðfjarðarflug- völl, enda yrði framkvæmdum hagað svo, að hér sköpuðust í sumar ákjósanleg lendingarskil- yrði fyrir sjúkraflugvélar. Framhald á 3. síðu. Flugvallargerð í Norðfirði Líkur til að byrjað verði á verkinu í sumar Áður hefur verið frá því skýrt Sparisjóðsins brást mjög vel við að Lúðvík Jósepsson hafi á síð- ; þessari málaleitan og samþykkti asta þingi flutt tiliögu um flug- að veita lánið. Mjög mikill hluti kostnaðarins við flugvallagerðina er vélavinna Listi Alþýðubandalagsins er G-listi

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.